Dagur - 27.04.1987, Blaðsíða 12
EIRRÖR • TENGI
SMURKOPPAR
CM
CM
co
O)
I
w
J-listinn:
„Fór eins og
við gerðum
ráð fyrir“
- segir Stefán
Valgeirsson
„Þetta fór eins og viö vorum bún-
ir að gera ráö fyrir. Hópurinn,
sem skoraði á mig, stóð þetta af
sér þrátt fyrir ýmsar tilraunir til
að kveða framboðið niður, bæði
með fullyrðingum og blekking-
um.
Það er enginn vafi á því að þær
náðu árangri að hluta til en ég vil
sérstaklega þakka því fólki sem
stóðu að framboði okkar. Ég hef
ekki velt stjórnarmyndunar-
möguleikum fyrir mér en þar
kemur til álita hver viljinn sé fyrir
því að reyna með einhverjum
hætti að breyta til og gera þjóð-
félagið eitthvað manneskjulegra.
Ég þakka hinum ötulu stuðn-
ingsmönnum og frambjóðendum
J-listans þann árangur sem
náðist, þetta er alveg sérstaklega
skemmtilegt og gott fólk og það
er gaman að vinna með því. Við
náðum þessum árangri þrátt fyrir
að reynt væri að nota ýmis ráð
gegn okkur sem ég er ekki sáttur
við.“ EHB
fá svo mikið atkvæðamagn sem
raun ber vitni.
Einnig vil ég óska öðrum þing-
mönnum sem náð hafa kjöri í
kjördæminu til hamingju og von-
ast til þess sem fyrsti þingmaður
kjördæmisins að eiga gott sam-
starf við þá alla. Ég mun reyna að
gera mitt besta til þess að áfram-
hald verði á því að þingmenn
þessa kjördæmis nái að standa
saman um hagsmunamál kjör-
dæmisins.
Síðast en ekki síst vil ég þakka
öllu því fólki sem hefur lagt á sig
ómælda vinnu við að gera kosn-
ingaúrslit okkar framsóknar-
manna í kjördæminu eins góð og
raun ber vitni. Þar á ég bæði við
fólkið sem vann á kosningaskrif-
stofunum í kjördæminu svo og
alla aðra trúnaðarmenn sem
lögðu á sig mikla vinnu. Og öll-
um kjósendunum sem veittu okk-
ur þetta brautargengi vil ég
þakka stuðninginn." IM
Lögreglan í
Húnavatnssýslum:
Róleg nótt
Lögreglan í Húnavatnssýslum
hefur það verkefni að safna
saman kjörgögnum úr hátt í
tuttugu kjördeildum að lokn-
um kjörfundi og koma þeim til
yfirkjörstjórnar á Sauðárkróki.
Kristján Þorbjörnsson varð-
stjóri sagði að það hefði gengið
vel að safna saman kjörgögnun-
um og þau hefðu öll verið komin
á Blönduós laust upp úr miðnætti
og lagt hefði verið af stað þaðan
klukkan 00.20 með kjörgögnin til
Sauðárkróks. Kristján sagði að
að slepptum þessum kappakstri
með kjörgögn hefði nóttin verið
róleg, en þeir hafi verið með
fjóra bíla í feröum á meðan-verið
var að safna saman gögnunum.
G.Kr.
Guðmundur Bjarnason, 1. þingmaður N.-eystra:
„Trauslsyfirlýsing frá kjósendum"
Guðmundur Bjarnason.
og úr því að við náðum ekki sam-
an í framboðsmálunum var annar
maður í hættu miðað við að Stef-
án Valgeirsson næði þingsæti.
Ég get því ekki verið annað en
mjög ánægður með úrslitin og
líka með það að Framsóknar-
flokkurinn heldur því forustu-
hlutverki sem hann hefur gegnt
hér í kjördæminu, með því að
vera stærsti flokkurinn. Ég mun
gera allt sem í mínu valdi stendur
til að reynast þess trausts verður
sem okkur er sýnt og veit að Val-
gerður Sverrisdóttir, sem nú er
orðin þingmaður, og þeir sem
næstir koma á listanum munu
einnig gera sitt besta“
- Hvað finnst þér um útkomu
J-listans?
„Ég verð að játa að það kemur
mér nokkuð á óvart hvað Stefán
kemur sterkur út úr þessum
kosningum. Ég óska honum til
hamingju með það og það er ekk-
ert nema gott um það að segja að
hann nær þarna mjög góðri kosn-
ingu. Mér sýnist á kosningatölun-
um að hann hafi fengið stuðning
út fyrir raðir framsóknarmanna.
Ég er mjög ánægður með að við
skulum enn halda því að vera
með nærri fjögur þúsund atkvæði
þegar J-listinn og aðrir nýjir listar
gríms í Reykjanesi þessa niður-
stöðu og rennir stoðum undir
þetta álit mitt.“
- Hvað finnst þér um útkomu
B-listans hér f kjördæminu?
„Ég er eftir atvikum ánægður
með niðurstöðu okkar, við áttum
við þá erfiðleika að glíma að ekki
var fullkomin samstaða um frarn-
boðsmál hjá okkur. Þess vegna
var mér allan tímann ljóst að
kosningaúrslit gætu orðið mjög
óviss. Við frambjóðendur B-list-
ans lögðum höfuðáherslu á það
við kjósendur að við teldum að
annar maður okkar væri í hættu
og baráttan snérist um það að
halda tveimur mönnum inni.
Samkvæmt kosningaúrslitum
1983 og nýjum kosningalögum
hefðum við átt að hafa tvo menn
Andrésar Andar leikunum var slitið í Iþróttahöllinni sl. laugardag, en þá hafði keppni staðið yfir í þrjá daga í Hlíðarfjalli.
fimmta hundrað keppendur víðs vegar að af landinu mættu til leiks. - Sjá nánar íþróttir bls. 6, 7 og 8.
I.eikarnir fóru vel fram og á
Mynd: RÞB.
Stefán Valgeirsson.
Guðmundur Bjarnason ritari
Framsóknarflokksins og fyrsti
þingmaður Norðurlandskjör-
dæmis eystra var í gær spurður
álits á árangri flokksins í kosn-
ingunum.
„Ég er mjög ánægður með
árangur flokksins á landsvísu.
Miðað við að ríkisstjórnin skuli
ekki ná að halda sínum meiri-
hluta verður að telja að staða
Framsóknarflokksins í þessum
kosningum sé góð. Að mínu áliti
er þetta traustsyfirlýsing frá kjós-
endum um að forustuhlutverk
Framsóknarflokksins á þessu
nýliðna kjörtímabili hafi verið
mikilvægt og að kjósendur hans
hafi lagt áherslu á að hann héldi
því hlutverki. Ekki síst sýnir
glæsilegur kosningasigur Stein-
Gífurleg endurnýjun
á þingliðinu
- 21 nýr þingmaður og kvenfólki fjölgar um helming á þingi
Miklar breytingar verða á
þingliðinu eftir kosningarnar á
laugardaginn, 21 nýir þing-
menn náðu kjöri, flestir frá
Borgaraflokki eða alls 6. Þá
fjölgaði konum á þingi um lið-
lega helming, þær voru 6 en
verða nú 13. Af þessum 13
konum eru 6 í þingliði Kvenna-
listans, 2 í Alþýðubandalag-
inu, 2 í Sjálfstæðisflokknum,
ein í Framsóknarflokknum,
ein í Alþýðuflokknum og ein í
Borgaraflokknum.
Nýju þingmennirnir eru: Mar-
grét Sæunn Frímannsdóttir,
Guðni Ágústsson og Óli Þ. Guð-
bjartsson í Suðurlandskjördæmi.
Jón Sigurðsson, Guðmundur G.
Þórarinsson, Guðmundur
Ágústsson, Kristín Einarsdóttir,
Guðmundur H. Garðarsson,
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir,
Geir Haarde og Þórhildur Þor-
leifsdóttir í Reykjavík. Júlíus
Sólnes, Jóhann Einvarðsson og
Hreggviður Jónsson í Reykjanes-
kjördæmi. Ingi Björn Albertsson
og Danfríður Skarphéðinsdóttir í
Vesturlandskjördæmi. Sighvatur
Björgvinsson í Vestfjarðakjör-
dæmi. Jón Sæmundur Sigurjóns-
son í Norðurlandskjördæmi
vestra. Valgerður Sverrisdóttir
og Málmfríður Sigurðardóttir í
Norðurlandskjördæmi eystra.
Þingmenn sem voru í framboði
og féllu voru: Gunnar G.
Schram, Árni Johnsen, Davíð
Aðalsteinsson, Björn Dagbjarts-
son, Guðmundur Einarsson og
Valdimar Indriðason. -HJS