Dagur - 27.04.1987, Blaðsíða 3
Urslit
Urslit kosninganna á laugar-
daginn lágu víðast hvar fyrir á
sjötta tímanum aðfaranótt
sunnudagsins. Vegna ósam-
komulags í yfírkjörstjórn á
Vestfjörðum lágu tölur þaðan
þó ekki fyrir fyrr en síðdegis í
gær. Á landinu öliu var kjör-
sókn 89,45% sem er mjög svip-
uð kjörsókn og í kosningunum
1983.
A-listi Alþýðufíokks fékk
15,2% atkvæða og 10 þing-
menn þar af 2 jöfnunarsæti. B-
listi Framsóknarflokks hlaut
18,9% og 13 menn, D-listi
Sjálfstæðisflokks hlaut 27,2%
og 18 menn þar af tvo í jöfnun-
arsætum, G-listi Alþýðu-
bandalags 13,3% og 8
þingmenn, S-listi Borgara-
flokks 10,8% og sjö þingmenn
þar af fjögur jöfnunarsæti, V-
listi Samtaka um kvennalista
10,1% og 6 þingsæti þar af
fjögur jöfnunarsæti en meðal
þeirra er hinn svokallaði flakk-
ari. J-listi Samtaka um jafn-
rétti og félagshyggju hlaut
1,2% á landinu öllu og einn
mann.
Reykjavík
í Reykjavík urðu úrslitin sem hér
segir: A-listi Alþýðuflokks 9527
atkvæði eða 16%. Flokkurinn fær
tvo kjördæmakjörna þingmenn
og einn uppbótarmann. B-listi
Framsóknarflokks 5738 atkvæði
eða 9,6 % og einn þingmann, C-
listi Bandalags jafnaðarmanna
162 atkvæði eða 0,3%, D-listi
Sjálfstæðisflokks 17333 atkvæði,
29% og fimm kjördæmakjörna
menn og einn uppbótarmann.
G-listi Alþýðubandalags 8226
atkvæði, 13,8% og tvo kjör-
dæmakjörna menn, Flokkur
mannsins 1378 atkvæði, 2,3%. S-
listi Borgaraflokks 8965 atkvæði,
15% og tvo kjördæmakjörna
menn og einn uppbótarmann. V-
listi Samtaka um kvennalista
8353 atkvæði eða 14% og tvo
kjördæmakjörna og einn uppbót-
armann.
Kjördæmakjörnir þingmenn
Reykjavíkur eru því eftirtaldir:
Friðrik Sophusson D, Birgir
ísleifur Gunnarsson D, Ragn-
hildur Helgadóttir D, Jón Sig-
urðsson A, Albert Guðmundsson
S, Guðrún Agnarsdóttir V, Svav-
ar Gestsson G, Eyjólfur Konráð
Jónsson D, Jóhanna Sigurðar-
dóttir A, Guðmundur G. Þórar-
insson B, Guðmundur Ágústsson
S, Krístín Einarsdóttir V, Guð-
rún Helgadóttir G og Guðmund-
ur H. Garðarsson D. Jöfnunar-
þingsætin skipa Jón Baldvin
Hannibalsson A, Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir S, Geir H.
Haarde D og Þórhildur Þorleifs-
dóttir V.
kosninganna
Reykjanes
Þar urðu úrslitin sem hér segir:
A-listi 6476 atkvæði, 18,2% fær
tvo kjördæmakjörna menn, B-
listi 7043, 19,8% fær tvo kjör-
dæmakjörna, C-listi fékk 84
atkvæði, 0,2%, D-listi fékk.10283
atkvæði, 28,9% og þrjá kjör-
dæmakjörna menn, G-listi 4172
atkvæði, 11,7% og einn mann
kjörinn. Flokkur mannsins fékk
411 atkvæði, S-listi 3876 atkvæði,
10,9% einn kjördæmakjörinn og
einn uppbótarmann og V-listi
3220 atkvæði, 9,1% og einn upp-
bótarmann.
Kjördæmakjörnir þingmenn á
Reykjanesi eru því: Matthías Á.
Mathiesen D, Olafur G. Einars-
son D, Steingrímur Hermannsson
B, Kjartan Jóhannsson A, Geir
Gunnarsson G, Salóme Þorkels-
dóttir D, Júlíus Sólnes S, Jóhann
Einvarðsson B og Karl Steinar
Guðnason A. Jöfnunarþingmenn
eru Kristín Halldórsdóttir V og
Hreggviður Jónsson S.
Vesturland
í Vesturlandskjördæmi urðu úr-
slit kosninganna sem hér segir:
A-listi 1351 atkvæði, 15,2% og
einn maður, B-listi 2280 atkvæði,
25,6% og einn maður, D-listi
2157 atkvæði, 24,2% og einn
maður, G-listi 967 atkvæði,
10,1% og einn maður, M-listi 144
atkvæði, S-listi 931 atkvæði,
10,5% og einn uppbótarmaður,
V-listi 923 atkvæði, 10,4% og
einn uppbótarmaður og Þ-listi
156 atkvæði eða 1,8%.
Kjördæmakjörnir þingmenn á
Vesturlandi eru þá Alexander
Stefánsson B, Friðjón Þórðarson
D, Eiður Guðnason A, og Skúli
Alexandersson G. Jöfnunarmað-
ur er Ingi Björn Albertsson S-
lista auk þess sem Danfríður
Skarphéðinsdóttir V-lista verður
svokallaður Flakkari.
Vestfírðir
Þar urðu úrslit þessi: A-listi
19,3% og tveir menn þar af einn
kjördæmakjörinn, B-listi 20,8%
og einn maður, D-listi 28,9% og
tveir menn, G-listi 11%, M-listi
1%, S-listi 2,2%, V-listi 5,2% og
Þ-listi 11,8%.
Kjördæmakjörnir menn á
Vestfjörðum eru því Matthís
Bjarnason D, Ólafur Þ. Þórðar-
son B, Karvel Pálmason A og
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
D. Jöfnunarmaður er Sighvatur
Björgvinsson A-lista.
Norðurland vestra
Þar urðu úrslitin sem hér segir:
A-listi 656 atkvæði, 10,2% og
einn uppbótarmaður, B-listi 2270
atkvæði, 35,2% og tveir menn ,
D-listi 1367 atkvæði, 21,2% og
einn maður, G-listi 1016 atkvæði,
15,7% og einn maður kjörinn.
Flokkur mannsins fékk 48
atkvæði, 0,7%, S-listi 471
atkvæði 7,3%, V-listi 337
atkvæði, 5,2% og Þ-listi 288
atkvæði eða 4,5%.
í Norðurlandskjördæmi vestra
eru kjördæmakjörnir þingmenn
því eftirtaldir: Páll Pétursson B,
Pálmi Jónsson D, Stefán Guð-
mundsson B, og Ragnar Arnalds
G. Jöfnunarmaður er Jón
Sæmundur Sigurjónsson A.
Norðurland eystra
Úrslit í Norðurlandskjördæmi
eystra urðu þessi: A-listi 2229
atkvæði, 14,3% og einn maður,
B-listi 3889 atkvæði, 24,9% og tveir
menn, D-listi 3274 atkvæði,
20,9% og einn maður, G-listi
2052 atkvæði, 13,1% og einn
maður, J-listi 1892 atkvæði,
12,1% og einn maður, M-listi
202 atkvæði, 1,3%, S-listi 567 at-
kvæði, 3,6%, V-listi 992 atkvæði,
6,3% og einn uppbótarmaður og
Þ-listi 533 atkvæði eða 3,4%
Kjördæmakjörnir þingmenn
eru því Guðmundur Bjarnason
B, Halldór Blöndal D, Árni
Gunnarsson A, Steingrímur J.
Sigfússon G, Valgerður Sverris-
dóttir B og Stefán Valgeirsson J.
Jöfnunarþingsætið hlýtur Málm-
fríður Sigurðardóttir V-lista.
Austurland
Þar urðu úrslit sem hér segir: A-
listi 556 atkvæði, 6,9%, B-listi
3091 atkvæði, 38,5% og tveir
menn , D-listi 1296 atkvæði,
16,1% einn kjördæmakjörinn og
annar uppbótarmaður, G-listi
1845 atkvæði, 23% og einn
maður, M-listi 69 atkvæði, 0,9%,
S-listi 262 atkvæði, 3,3%, V-listi
508 atkvæði, 6,3% og Þ-listi 407
atkvæði eða 5,1%.
í Austurlandskjördæmi eru því
kjördæmakjörnir þingmenn Hall-
dór Ásgrímsson B, Jón Kristjáns-
son B, Hjörleifur Guttormsson G
og Sverrir Hermansson D. Jöfn-
unarmaður er Egill Jónsson D-
lista.
Suðurland
í Suðurlandskjördæmi féllu
atkvæði sem hér segir: A-listi
1320 atkvæði, 10,6%, B-listi 3335
atkvæði, 26,9% og tveir menn,
D-listi 4032 atkvæði, 32,5% og
tveir menn, G-listi 1428 atkvæði,
11,5% og einn maður, M-listi 122
atkvæði, 1%, S-listi 1353
atkvæði, 10,9% og einn uppbót-
armaður og V-listi 816 atkvæði
eða 6,6%
í Suðurlandskjördæmi eru því
kjördæmakjörnir þingmenn þeir
Þorsteinn Pálsson D, Jón Helga-
son B, Eggert Haukdal D, Mar-
grét Sæunn Frímannsdóttir G, og
Guðni Ágústsson B. Jöfnunar-
maður er Oli Þ. Guðbjartsson S.
ET
27. apríí 1987
DAGUR-3
Fullorðinsfræðsla
Réttritun
45 stunda námskeið í réttritun verður hald-
ið í maí í Glerárskóla og hefst kl. 20.00
fimmtudaginn 7. maí.
Farið verður í alla helstu þætti réttritunar s.s. n-nn,
ypsilon, stóran og lítinn staf, f og v.
Allar nánari upplýsingar hjá Rósu Eggertsdóttur,
sími 31262.
/
Nú kynnir Kaupþing og Kaupþing Norðurlands
ásamt Almennum tryggingum og Almennum
Líftryggingum nýja leið til að tryggja örugga
afkomu - hvað sem á bjátar.
• Þú leggur reglulega til hliðar ákveðna upp-
hæð og safnar þannig smám saman þínum
eigin lífeyrissjóði.
• Upphæð innborgunar ræður þú sjálfur og
getur því hagað greiðslum í samræmi við eig-
in greiðslugetu.
• Inneignin er alltaf laus til útborgunar ásamt
vöxtum og verðtryggingu.
• Kaupendur Lífeyrisbréfa geta tekið þátt í
tryggingakerfi, þar sem þeim gefst kostur á
ódýrari tryggingum en annars staðar bjóðast.
Kaupþing Norðurlands hf.
Ráðhústorgi 5 • Pósthólf 914 ■ 602 Akureyri • Sími 96-24700.
Útihurðir, gluggar
og gluggagrindur
Framleiðum útihurðir, glugga oggiuggagrinduraf
mismunandi gerðum, kaupandi getur valið um
ýmsar viðartegundir, svo sem teak, oregon pine,
mahogni, furuo.fi. Gluggaviðgerðir
Allar hurðir og gluggagrindur eru með innfræst-
um þéttilista.
Sérsmíðum eftir ósk kaupanda.
Gerum verðtilboð.
Bílskúrshurðir
Bilskúrshurðajárn
Sími 96-21909
I