Dagur - 11.06.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 11.06.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, fímmtudagur 11. júní 1987 Vaglaskógur: Enn verið að þrífa upp rusl Umgengni var mjög slæm í Vaglaskógi um hvítasunnu- helgina og að sögn Sigurðar Skúlasonar hjá Skógræktinni að Vöglum er enn verið að þrífa upp rusl eftir gestina og verður því varla lokið fyrr en um næstu helgi. Þetta er mikil fyrirhöfn og kostnaðurinn mun meiri en sú upphæð er náðist að innheimta af gestum fyrir tjaldstæði. Mývatnssveit: Stal 15 andareggjum í fyrradag var handtekinn í Mývatnssveit maður sem vakið hafði athygli heimamanna og lá undir grun um eggjaþjófn- að. Lögreglan á Húsavík sem var í öðrum erindagjörðum í Mývatnssveit hafði upp á kauða og reyndist hann hafa andaregg í fórum sínum. Maðurinn, sem er austurrísk- ur, viðurkenndi við yfirheyrslur í gær að hafa stolið 15 andareggj- um. Hafði hann stolið þeim úr hreiðrum í varplöndum í Mývatnssveit og ætlaði hann að senda þau eftir Iöglegum leiðum úr landi. Samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að flytja fugla eða egg úr landi og hefur maður- inn því gerst brotlegur við lög. Ekki er vitað til að maður þessi hafi komið við sögu lögreglu hér á landi áður. Að yfirheyrslum loknum hjá lögreglunni á Húsa- vík var málið sent bæjarfógetan- um á Húsavík og stóðu vonir til þess að dæmt yrði í málinu í gærkvöld. JÓH Sigurður sagði að það kæmi vel til greina að loka skóginum yfir hvítasunnuna í ljósi þessarar reynslu. Pað færi hins vegar mik- ið eftir því hvenær hún væri. Hvítasunnan hefði verið seint núna og ekki stætt á því að loka skóginum enda gróðurinn kom- inn langt og varð því ekki fyrir neinum skemmdum þrátt fyrir 2000 manna umgang þegar mest var. Fólkið henti rusli út um allt og ólæti voru töluverð. Sigurður sagði að Iögreglan hefði verið með einhvern viðbúnað en þeir hefðu alls ekki búist við svona miklum látum. Kalla þurfti út björgunarsveitarmenn á laugar- dagskvöld og voru þeir fram eftir sunnudeginum við sjálfboðaliða- störf. Pað gleymist oft að taka sjálfboðavinnuna inn í dæmið þegar svona uppákomur eru gerðar upp. Sigurður sagði það ekki afráð- ið hvort eitthvað yrði um að vera um verslunarmannahelgina. Ein- staklingar innan skátahreyfingar- innar hefðu komið að máli við sig en hvort um verður að ræða skipulagt mót eða hvort skógur- inn verður opinn á hliðstæðan hátt og undanfarin ár hefur ekki verið ákveðið. SS Stúdentastjörnur 14 kt. gull Einnig stúdentarammar og fjölbreytt úrval annarra stúdentagjafa GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI í gær lögðu félagar í bifhjólasamtökunum Sniglunum upp frá Ráðhústorgi á Akurevri og er ferðinni heitið til Noregs á norrænt mót bifhiólaunnenda. Mynd: R!>B Akureyri: íbúum fjölgar -10,9% fjölgun fæðinga á F.S.A. fyrstu mánuði ársins Samkvæmt upplýsingum sem Dagur hefur aflað sér mun Akureyringum hafa fjölgað á fyrstu mánuðum ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur ekki á óvart, þar sem öll umræða um atvinnu- og húsnæðismál virðist benda til hins sama. Matthea Ólafsdóttir, yfirljós- móðir á fæðingadeild F.S.A., tjáði okkur að frá janúar til maí hefðu fæðst 158 börn, en á sama tíma í fyrra 145. Þetta er 10,9% aukning. Tekið skal fram, að hjá þeim fæðast fleiri en Akureyring- ar, en þeir eiga væntanlega sinn hlut í þessari aukningu. Hjá Úlfari Haukssyni hag- sýslustjóra fengust síðan þær upplýsingar, að fleira fólk hefði flutt til bæjarins á þessu ári en frá honum. Að vísu væri erfitt að treysta á tölur í þessu sambandi, þar sem flutningstilkynningar væru oft lengi að berast t.d. ef fólk tilkynnir flutning aðeins á öðrum staðnum. En samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu íslands var íbúafjöldi á Akureyri l.desember sl. 13750. VG Þórshöfn: Breytingum á Stakfellinu lokið - kostnaður við að breyta skipinu í frystiskip nemur 11 milljónum Stakfell ÞH 360 frá Þórshöfn hélt til veiöa síðasta laugardag, í sinn fyrsta túr eftir að skipinu var breytt í frystiskip. Skipið hefur verið frá veiðum síðustu fimm vikur vegna breyting- anna en verkið var unnið á Akureyri og kostar um 11 milljónir króna. Settar voru í skipið slægingar- vél, roðflettivél, og flökunarvél. Einnig frystitæki frá Bader. Stak- fellið er því með sama búnað og önnur frystiskip í flotanum. Norðurland: Margrét EA hefur skilaö mestum brúttóverðmætum - þegar frystitogararnir eru undanskildir L.Í.U. hefur sent frá sér skýrslu um aflaverðmæti og úthaldsdaga togara frá 1. janúar til 30. apríl ’87 og höf- um við þegar greint frá norð- lenskum frystitogurum. Ef við lítum á aðra togara kemur í Ijós að Margrét EA 710 hefur skilað mestum brúttóverðmæt- um eða 56 milljónum. Aflinn var 508 tonn og skiptaverð pr. kfló 78,4 kr. Kaldbakur EA 301 kemur næstur með rúmar 42 milljónir fyrir 1.868 tonn, skiptaverð á kíló 17 kr. Pá kemur Svalbakur EA 302 með 41 milljón fyrir 1.892 tonn, skiptaverð á kíló 16,3 kr. Stakfell ÞH 360 var með afla- verðmæti upp á tæpa 41 milljón brúttó, aflinn 1.265 tonn og skiptaverð á kíló 13,8 kr. Odd- eyrin EA 210 kemur fast á eftir með tæpa 41 milljón, aflinn 372 tonn og skiptaverðmætið 78,9 kr. á kíló sem er hið mesta sem um getur í skýrslunni. Hegranes SK 2 er næst í röð- inni með tæpar 36 milljónir, afl- inn 913 tonn og skiptaverð 15,1 kr. Pá kemur Harðbakur, brúttó- verðmæti aflans var 34 milljónir fyrir 1.539 tonn, skiptaverð á kíló Í6,6 kr. Sólberg ÓF 12 var með 33 milljónir, Skafti SK 3 og Kol- beinsey ÞH 10 með 32 milljónir og Drangey SK 1 með 31 milljón. Þá má taka Júlíus Havsteen ÞH 1, aflaverðmætið var 25 millj- ónir fyrir aðeins 256 tonn og skiptaverðmæti á kíló með því besta eða 72,8 kr. í skýrslunni er ekki getið um aflasamsetningu en það eru greinilega rækjutogar- arnir sem fá hæsta skiptaverðið fyrir aflann sem vonlegt er með tilliti til verðlags. SS Einnig þurfti að breyta vistarver- um, þvottahúsi og matsal sem kemur til af því að fjölga þurfti um 6 í áhöfninni og nú er 24 manna áhöfn um borð. Vélsmiðj- an Atli sá um breytingarnar ásamt starfsmönnum Kæliverks og Járntækni. Tæknifræðingar Slippstöðvarinnar voru einnig til aðstoðar. Grétar Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Norður-Þingeyinga, sagði að fyr- ir tveimur árum hefði verið settur útbúnaður til heilfrystingar í skipið og hefði hann skilað góðri afkomu en þó ekki nægri til að rétta við rekstur skipsins en á togaranum hvíla nú um 230 millj- ónir króna. Grétar sagðist viss um að skipið kæmi til með að borga þessar breytingar upp á næstu þremur mánuðum. „Eg á von á að skipið muni tvöfalda aflaverðmæti við þessar breyting- ar og er því ekki, smeykur um að það standi ekki undir þessum kostnaði. Á síðustu árum hefur verið tap á rekstri skipsins þó að í fyrra hafi það sýnt lítilsháttar hagnað. Kemur það til að því að •olíuverð og gengisþróun voru hag- stæð en nú ter olíuverð hækkandi og verðbólga eykst. Menn verða að grípa í taumana áður er það verður um seinan," sagði Grétar. Að sögn Grétars mun þetta koma eitthvað niður á atvinnulíf- inu á Þórshöfn en um hefði verið að velja að missa skipið úr hérað- inu ellegar tryggja með einhverju móti rekstrarafkomu þess. Ákveðið er að Stakfellið muni landa ísfiski á Þórshöfn þegar engan annan fisk er að fá og þannig verði reynt að koma í veg fyrir stöðvun í fiskvinnslunni á staðnum. JÓH Brú yfir Glerá: Tvö til- boð bámst Tilboð í byggingu brúar yfir Glerá voru opnuð í gær. Brú þessi sem verður sú þriðja yfír Glerána verður lögð frá SIipp- stöðinni og yfir á Óseyri. Tvö tilboð bárust. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 6.038.000. Norðurverk hf. bauð 7.398.580 sem er 122,5% af 'kostnaðaráætlun og Híbýli hf. bauð 6.915.200 sem er 114,5% af kostnaðaráætlun. Verið er að yfirfara og skoða tilboðin nánar. mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.