Dagur - 11.06.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 11.06.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR — 11. júní 1987 íslandsmót grunnskóla í skák: Sveit GA varð í öðru sæti uþróttic „Blessaður reyndu að hugsa um boltann maður“ gæti hann verið að hugsa KA-maðurinn sem varð undir Þórsaran- um í leik c-liða 6. flokks á vormóti KRA. KA-maðurinn varð ofan á í lcikslok því lið hans sigraði í leiknum. _ Mynd: RÞB Vormot KRA: KA-menn sterkari í 6. og 5. flokki Mótið fór fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur dagana 28.-30. maí. 19 sveitir voru skráðar til leiks og tefldar voru 9 umferðir eftir Monradkerfi. Frá Akureyri fóru 2 sveitir, sveit Gagnfræðaskóla Akur- eyrar sem hafnaði í öðru sæti á þessu móti í fyrra og sveit Lundarskóla. Ýmsir töldu að slagurinn um sigurinn á mótinu stæði á milli Gagnfræðaskóla Akureyrar og íslandsmeistaranna frá því í fyrra, þ.e. Seljaskóla úr Reykja- vfk enda kom það á daginn að þessar sveitir voru í sérflokki og bitust grimmt um sigurinn. Gagnfræðaskólanum gekk vel í upphafi mótsins og leiddi mótið eftir fyrsta daginn (3 umferðir) og höfðu þá aðeins misst niður einn vinning en það var þegar hinn kornungi Helgi Áss Grétars- son lagði Rúnar Sigurpálsson að velli á 3ja borði. Seljaskóli hafði þá þegar tapað l'A vinningi. í 4. umferð tefldu Gagnfræða- skólinn og Seljaskólinn saman og urðu úrslitin mikið áfall fyrir norðanmenn því Seljaskóli vann 3Vi-Vi aðeins 1. borðs maðurinn Bogi Pálsson náði jöfnu við Þröst Árnason. Segja má að þessi viðureign hafi verið vendipunkt- urinn á mótinu því að bilið sem þarna myndaðist milli sveitanna (2}A vinningur) var of stórt til að það yrði brúað. í 5. umferð vann G.A. 4-0 en Seljaskóli 3-1 og var nú bilið VA vinningur. í 6. umferð styttist bilið svo enn þegar G.A. vann Hagaskóla 3-1 en þar tapaði Bogi fyrir nýkrýndum heimsmeistara Hannesi Hlífari Stefánssyni, sem Bogi hafði unnið á minningar- móti um Halldór Jónsson á Akureyri nú í vor. Seljaskóli vann Bolungarvík 2lA-llA svo munurinn var kominn niður í einn vinning. Framan af 7. umferð voru norðanmenn bjartsýnir á að tak- ast mætti að brúa bilið því G.A. vann 4-0 en Seljaskóli átti einni skák ólokið á mótið Breiðholts- skóla en þar stóð Helgi Áss Grét- arsson til vinnings á 3ja borði en í tímahraki lék hann sig í mát svo Seljaskóli vann 4-0 og í 8. og 9. umferð unnu bæði Seljaskóli og G.A. 4-0 svo að úrslitin urðu þau að Seljaskóli hafnaði í 1. sæti með 31 Vi vinning af 36 en G.A. í 2. sæti með 30lA vinning og Breiðholtsskóli í 3. sæti með 22 vinninga. Árangur einstakra manna í sveit G.A var þessi: 1. borð Bogi Pálsson 7Ví af 9. 2. borð Tómas Hermannsson 8 af 9. 3. borð Rúnar Sigurpálsson 7 af 9. 4. Skafti Ingimarsson 7 af 8. 4. Magnús Teitsson 1 af 1. Hæstur 1. borðsmanna var Hannes Hlífar Stefánsson með 8 vinninga af 9 og annar varð Bogi Pálsson með 1XA. Fyrirhuguð mót í júní hjá Skákfélagi Akureyrar verða: 10 mín. mót fimmtud. 11. júníkl. 20.00. 15 mín. mót fimmtud. 18. júní kl. 20.00. Hraðskákmót fimmtud. 25. júní kl. 20.00. KA-menn reyndust sterkari en Þórsarar í 6. og 5. flokki er lið- in áttust við í vormóti KRA fyrir skömmu. Þeir sigruðu í 6.a, 6.c, 5.a og 5.c. Þórsarar sigruðu í 6.b og 5.b. Þá áttust liðin einnig við í 3. flokki a og b og varð jafnt í báðum þeim leikjum. 6. flokkur: í leik a liða 6. flokks náðu KA- menn að skora þrjú mörk í fyrri hálfleik án þess að Þórsarar næðu að svara fyrir sig. í síðari hálfleik skoraði Þór þrjú mörk á móti einu marki KA og því sigruðu KA-menn 4:3. Mörk KA skor- uðu þeir Sverrir Björnsson 3 og Ragnar Már Þorgrímsson 1. Mörk Þórs skoruðu þeir Heiðmar Felixson, Orri Stefánsson og Bjarni Guðmundsson. Þórsarar höfðu betur í viður- eign b liðanna og skoraði Arnar L. Sigurðsson eina mark leiksins úr vítaspyrnu. KA-menn sigruðu í leik c lið- anna með tveimur mörkum gegn einu. Bjarni M. Jóhannsson og Magnús Ásbjörnsson skoruðu mörk KA en Elmar Óskarsson minnkaði muninn fyrir Þór. 5. flokkur: KA vann stórsigur á Þór í leik a liða 5. flokks, úrslitin 6:0. Þor- leifur Karlsson var atkvæðamest- ur KA-manna og skoraði 3 mörk, Gunnlaugur Torfason skoraði 2 mörk og Brynjólfur Sveinsson 1. Þórsarar unnu nokkuð örugg- an 3:0 sigur í leik b liðanna. Atli Samúelsson skoraði 2 marka Þórs og Sigurður Ragnarsson 1. í leik c liða 5. flokks unnu KA- menn góðan sigur. Úrslitin 6:2 og skoruðu þeir Ómar Árnason, Björn Gíslason og Ólafur Svan- bergsson sín tvö mörkin hver fyr- ir KA. Mörk Þórs skoruðu þeir Gísli Gíslason og Ólafur Krist- jánsson. 3. flokkur: Liðin skildu jöfn í báðum viðureignunum í 3. flokki. Þórs- arar komust í 2:0 í fyrri hálfleik í leik a liðanna en KA-menn jöfn- uðu 2:2 1' síðari hálfleik. Þórsarar komust aftur yfir 3:2 en KA- menn jöfnuðu aftur fyrir leikslok og úrslitin 3:3. Axel Vatnsdal skoraði öll mörkin fyrir Þór en Jón Egill Gíslason skoraði 2 mörk fyrir KA og Skapti Ingi- marsson 1. Liðin skildu einnig jöfn í leik b liðanna, úrslitin 2:2. Þórhallur Másson og Karl Pálsson skoruðu mörk KA en þeir Ingólfur Guðmundsson og Steindór Gísla- son fyrir Þór. Bændahlaup UMSE fór fram að Hrafnagili í síðustu viku. Keppt var í 8 flokkum, frá 10 ára og yngri og upp úr. Ung- mennafélag Svarfdæla varð stigahæst félaga, hlaut 50 stig. Sigurvegarar í einstökum flokkum urðu þessir: 10 ára strákar og yngri: 1. Anton Ingvason, UMF Svarfdæla. 2. Jón Þór Baldvinsson, UMF Framt. 3. Hlynur Þór Ólason, UMF Árroðanum. 11-12 ára strákar: 1. Stefán Gunnlaugss., UMF Reyni. 2. Kristinn Benediktss., UMF Árroðanum 3. Sveinn Brynjólfsson, UMF Svarfdæla. 13-15 ára strákar: 1. Guðm. Óskarss., UMF Ároðanum. 2. Baldur Snorrason, UMF Svardæla. 3. Pétur Friðriksson, UMF Æskunni. Karlar: 1. Páll Jónsson, UMF Svarfdæla. 2. Benedikt Björgvinsson, UMF Dagsbr. 3. Rósberg Óttarsson, UMF Framt. 10 ára stelpur og yngri: 1. Gunnur Ýr Stefánsd., UMFÁrroðanum 2. Silvía Ómarsdóttir, UMF Svarfdæla. 3. Sigríður Hannesd., UMF Framt. 11-12 ára stelpur: 1. Karen Gunnarsdóttir, UMFSvarfdæla. 2. Linda Sveinsdóttir, UMF Reyni. 3. Maríanna Hansen, UMF Æskunni. 13-15 ára stelpur: 1. Harpa Örvarsdóttir, UMF Skriðuhr. 2. Arna Stefánsdóttir, UMF Svarfdæia. 3. Sigríður Gunnarsd., UMFÁrroðanum. Konur: 1. Guðrún Svanbjörnsd., UMF Dagsbr. 2. Bryndís Brynjarsd., UMF Svarfdæla. 3. Sveindís Benediktsd., UMF Skriðulir. Næstu leikir í vormótinu fara fram seinni partinn á morgun, þá leika KA og Þór í 3. flokki kvenna, a, b og c lið. Leikið verður á KA-velli og hefst fyrsti leikurinn kl. 17.30. Stigahæsta félag: 1. UMF Svardæla 50 stig. 2. UMF Árroðinn 31 stig. 3. UMF Framtíðin 20'A stig. íþróttamenn UMSS: Hjóla um héraðið - í fjáröflunarskyni Nk. laugardag mun íþróttafólk úr Ungmennasambandi Skaga- fjarðar hjóla um héraðið í þeim tilgangi að afla fjár vegna þátttöku sinnar í Landsmóti UMFÍ á Húsavík í næsta mán- uði. Byrjað verður að hjóla klukkan hálf níu um morgun- inn frá tveim stöðum, Jölulsá í Austurdal og Skeiðsfossvirkj- un í Fljótum. Giskað er á að vegalengdin sem reiðhjólafólk- ið mun leggja að baki á laugar- dag sé samtals vel á 3ja hundr- að kílómetrar. Það er frjálsíþróttafólkið og krakkarnir sem komust í úrslit í skólahlaupinu á dögunum sem ætla að fórna sér fyrir málefnið, en einnig eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að hjóla á sínu félagssvæði og stefnt er að þátttöku sem flestra. Dagana fram á laugardag mun áheita- söfnunin fara fram og vill Björn Sigurðsson framkvæmdastjóri UMSS koma á framfæri óskum þess efnis að fólk taki vel á móti krökkunum sem safna áheitunum og styðji þannig vel við bakið á íþróttafólki héraðsins til keppni á komandi landsmóti. -þá Aðalfundur Sögufélags Eyfirðinga verður haldinn laugardaginn 13. júní í húsi Tækni- sviðs VMA (Iðnskólanum) og hefst kl. 15.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Allir áhugamenn eru hvattir til að koma á fundinn. Stjórnin. Hryssu- eigendur i. verðlauna stóðhesturinn Vinur953frá Kotlaugum verður fyrra tímabil í hólfi á Hvassafelli í Eyjafirði. Þeir sem áhuga hafa á að koma hryssum þangað hafi samband við Sigmund Sigurjónsson í síma 96-31258 fyrir laugardagskvöldið 13. júní 1987. Hrossaræktarsamband Eyfirðinga og Þingeyinga. Lausar stöður við grunnskólana á Akureyri Hálf staða ritara við Glerárskóla og hálfar stöður við Barnaskóla Akureyrar, Glerárskóla og Síðuskóla. Ráðning í stöðurnar er miðuð við 1. september nk. Nánari upplýsingar um þessi störf hjá viðkomandi skólastjórum eða skólafulltrúa bæjarins. Umsóknarfrestur um störfin er til 26. júní nk. Bæjarstjórinn á Akureyri. Bændahlaup UMSE: UMF Svarfdæla stigahæst félaga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.