Dagur - 11.06.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 11.06.1987, Blaðsíða 9
Umsjón: Kristján Kristjánsson 11. júní 1987-DAGUR-9 SL-mótið 1. deild: Glæsimark hjá Tryggva - tryggði KA-mönnum 2:1 sigur gegn FH ,,Þetta var alveg meiriháttar. Ég hitti hann vel og fann hvernig hann flatti út á mér ristina. Þetta var góður sigur og sýnir sterkan karakter hvernig við rifum okkur upp úr þessari lægð sem fyrri hálfleik- ur var,“ sagði Tryggvi Gunn- arsson leikmaður KA eftir að hafa skorað glæsilegt sigur- mark liðsins gegn FH í gærkvöld, úrslitin 2:1 og fyrsti heimasigur Akureyrarliðs í sumar staðreynd. Það var heldur dökkt útlit hjá KA liðinu eftir mjög slakan fyrri hálfleik liðsins. FH-ingar réðu lögum og lofum á vellinum fyrstu 20 mínúturnar og léku oft á tíð- um ágætlega á meðan KA-menn gerðu sig margir seka um klaufa- leg mistök. FH-liðið lék undan norðan-strekkingi sem m.a. gerði Hauki Bragasyni, markverði KA, erfitt fyrir með útspörk. Mark FH kom á 16. mín. Ólaf- ur Kristjánsson fékk þá boltann við fjærstöng eftir horn, skaut í stöng og þaðan hrökk boltinn í Steingrím og inn. Óheppnismark sem ekki er hægt að kenna nein- um einstökum leikmanni unt. Fyrsta marktækifæri KA kom svo skömmu síðar þegar Þorvald- ur fékk boltann eftir góðan sam- leik, en ágætur markvörður FH bjargaði með úthlaupi. Eftir mjög slakan kafla beggja liða sótti KA-liðið heldur í sig veðrið og á 33 ntín. lét Jón Sveinsson verja frá sér úr ágætu færi. Á „markamínútunni“ sóttu FH-ingar stíft og Haukur varði ágætt skot frá Kristjáni Hilmars- syni. KA-liðið byrjaði síðari hálf- leikinn illa og þurfti Haukur þá m.a. að taka á honum stóra sín- um þegar hann varði frá Magnúsi Pálssyni. Fyrra mark KA kom svo nokk- uð óvænt á 10. mín. Steingrímur Met hjá Guðrúnu Guðrún Svanbjörnsdóttir frá Akureyri setti Eyjafjarðarmet í 3000 m hlaupi á Meistaramóti Islands 20 ára og yngri sem fram fór á Laugardalsvelli um síðustu helgi. Guðrún hljóp á tímanum 10:29.5 mín. sem er mjög góður árangur. Guðrún þykir mjög efnilegur hlaupari og á örugglega eftir að gera enn betri hluti á hlaupabrautinni í náinni framtíð. Coca Cola- mót að Jaðri Coca Cola mótið í golfi fer fram að Jaðri um helgina. Þetta er opið mót og verða leiknar 36 holur með og án for- gjafar. Keppnin hefst á laugar- dagsmorgun kl. 9 og verður fram haldið á sunnudag á sama tíma. Skráning fer fram að Jaðri og lýkur kl. 22 á föstudagskvöld. Utanbæjarmenn geta tilkynnt þátttöku í gegnum síma 22974 á milli kl. 20 og 22 á föstudags- kvöld. tók þá aukaspyrnu rétt framan við miðju. Þorvaldur „nikkaði" inn á Gauta þar sem hann var einn og óvaldaður við fjærstöng og renndi boltanum laglega fram hjá Halldóri Halldórssyni, staðan 1:1. Eftir þetta mark fóru KA menn loks í gang og áttu meira í leiknum það sem eftir var. Liðið Ekki var nein breyting á gengi Þórsara frá síðustu leikjum, er þeir töpuðu 2:0 fyrir Val á Hlíðarenda í gærkvöld. Leikurinn var hinn fjörugasti og nokkuð vel leikinn, einkan- lega af hendi Valsmanna. Þórsarar sýndu mun meiri bar- áttu og betri leik en gegn ÍBK á laugardag en allt kom fyrir ekki gegn hinum sterku Vals- mönnum. í ofanálag máttu Þórsarar leika einum færri síð- ustu 20 mínúturnar, eftir að Nóa Björnssyni var vikið af leikvelli. Leikurinn fór fjörlega af stað og á 10. mín. missti vörn Þórs Jón Grétar klaufalega inn fyrir, en Baldvin bjargaði með góðu úthlaupi. Á 13. mín. náðu Þórsarar góðri sókn en Hlynur skaut laust framhjá. Baldvin greip svo til sparihanskanna stuttu síðar er hann varði gott skot Ámunda frá vítateigshorni. Fyrra mark Vals kom á 16. mín. er Sigurjón Kristjánsson skaut að marki utan vítateigs, í fót Einars Arasonar og þaðan í hornið. Baldvin var kominn úr jafnvægi. Þegar leið á hálfleikinn sóttu Þórsarar mjög í sig veðrið en stjörnum prýtt Valsliðið var fast fékk nokkur ágæt marktækifæri og m.a. komst Þorvaldur inn fyrir vörnina. Enn bjargaði Halldór með úthlaupi. Mfnútu síðar skallaði Steingrímur í þverslá eft- ir horn. Það var svo á 70. mín sem hið glæsilega sigurmark leit dagsins ljós. Tryggvi lék þá á tvo FH-inga rétt framan við miðju og öllum fyrir og ekkert færi féll Þór í skaut nema á 32. mín. þegar Hlynur missti boltann klaufalega frá sér á markteig eftir fyrirgjöf. Forystan var því Valsmanna í hléi. Þeir byrjuðu síðan með látum fyrst eftir hlé og Baldvin varði mjög vel frá Jóni Grétari í dauða- færi á 53. mín. Rétt á eftir bjarg- aði Einar Arason snaggaralega á línu skalla Guðna Bergssonar. Einar var svo á ferðinni hinum megin á vellinum 5 mín. síðar og átti hörkuskot í vörn Vals og þaðan yfir Guðmund markvörð og þverslána. I kvöld kl. 20 fer fram fundur um framtíð körfuboltans hér á Akureyri. Fundurinn fer fram í Þórsherberginu í íþróttahúsi Glerárskóla og eru allir áhuga- menn um körfubolta hvattir til að mæta. Staða körfuboltans er glæst, Þórsarar leika í Úrvalsdeild á næsta ári og stóraukin rækt hefur að óvörum skaut hann glæsilegu skoti af 25 metra færi yfir Halldór sem kominn var of framarlega. Staðan 2:1 og mikið fagnað. Eftir þetta má segja að hvort lið hafi fengið sitt færið. Ágætur dómari leiksins, Þóroddur Hjaltalín, dæmdi réttilega af mark Tryggva Gunnarssonar vegna rangstöðu og fimm mínút- Þórsarar lögðu nú allt kapp á að jafna, en áfallið á 68. mín er Nói leit rauða spjaldið, létti mjög á Valsmönnum. Halldór var þó býsna nærri því að jafna á 70. mín. er hann stökk upp með Guðmundi markverði og náði að skalla en bjargað var á línu. Heldur lá á Valsmönnum, ein- um fleiri, næstu mínútur, en á 86. mín. varði Baldvin vel skot frá Sigurjóni, boltinn hrökk til Njáls Eiðssonar sem skoraði af öryggi og úrslitin voru ráðin, 2:0. Hlynur brenndi illa af í góðu færi rétt fyrir leikslok. Þórsliðið lék þennan leik vel á verið lögð við yngri flokka félags- ins. En það bráðvantar menn í stjórnarstörf og ræðst framtíð íþróttarinnar í bænum af því að hægt verði að fá menn til starfa fyrir körfuknattleiksdeildina. Þórsarar, höldum góðu starfi áfram, sýnum málinu áhuga í verki og mætum á fundinn í kvöld. um fyrir leikslok varði Haukur vel skot frá Guðjóni Guðmunds- syni. í báðum liðum voru það mark- verðirnir sem stóðu upp úr. Hjá KA má einnig nefna þá Stein- grím, Þorvald og Gauta, en eins og aðrir gerðu þeir sín mistök. Hjá FH voru þeir Pálmi og Guð- jón ágætir. ET köflum en mótspyrnan var of öflug. Það verða ekki mörg lið sem ná að vinna Val í sumar. Baldvin markvörður átti mjög góðan leik og var bestur Þórsara. Einnig voru Halldór, Hlynur og Siguróli frískir. Baráttan í liðinu var góð. Bestir Valsmanna voru Jón Grétar Jónsson og Guðni Bergsson. Dórnar Baldurs Scheving voru oft furðulegir en þrír Þórsarar litu gula spjaldið. GÞE Staðan 1. deild Úrslit leikja á SL mótinu 1. deild í knattspyrnu í gærkvöld og staðan í deildinni er þessi: KA-FH 2:1 Valur-Þór 2:0 ÍA-ÍBK 4:2 Valur 4 3-1-0 11:2 10> ÍA 4 3-0-1 8:6 9 KR 3 2-1-0 5:1 7 KA 4 2-0-2 3:3 6 ÍBK 4 2-0-2 9:13 6 Fram 3 1-1-1 5:5 4 Völsungur 3 1-0-2 4:6 3 Þór 4 1-0-3 3:6 3 Víðir 3 0-2-1 1:2 2 FH 4 0-1-3 1:6 1 Jöfnunarmark KA, Boltinn í þann mund að snerta netið eftir skot Gauta og ágæta aðstoð Ian Fleming. Halldór markvörður horfir örvæntingarfullum augum á._______________________________________________________________________________________________________________________________Mynd: RÞB SL-mótið 1. deild: Enn tapa Þórsarar - nú 2:0 fyrir sterkum Vöisurum á Hlíðarenda Fundur um fram- tíð körfuboltans

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.