Dagur - 11.06.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 11.06.1987, Blaðsíða 11
11. júní 1987- DAGUR- 11 WmM* %ííí^íiií^ CWm'M Ef vel er að gáð sést hrciðrið á bflnum. Mynd: im Húsavík: „Byggt“ í leyfisleysi! Stjórnendur fyrirtækis á Húsa- vík hafa ákveðið að lána ungu pari bifreið fyrirtækisins endurgjaldslaust til búsetu í nokkrar vikur. Þó gerði unga parið sér heimili á bifreiðinni án þess að biðja eigendur um leyfí og þó að mikil húsnæðis- vandræði séu í bænum hefðu þau væntanlega getað fundið sér annan stað til að hefja búskapinn á. Hér er um að ræða þrastahjón sem gerðu sér hreiður á sendi- ferðabíl í eigu Véla- og bifreiða- verkstæðisins Foss hf. Bíllinn stóð upp við húsið og var ekki í notkun í vetur en þegar starfs- menn fyrirtækisins hófu vortil- tektina við húsið og ætluðu að færa bílinn til skráningar upp- götvuðu þeir hreiðurgerðina. Bíliinn var færður frá húsinu en á meðan sat þrastamamma sem fastast á eggjunum sínum fjórum. „Fyrst það stóð svona á hjá þeim tókum við þá ákvörðun að við gætum dregið það í nokkrar vikur að taka bílinn í notkun,“ sagði Kristinn V, Magnússon framkvæmdastjóri á Fossi. Prest- irnir eru furðu rólegir þó talsvert mikil umferð sé við hreiður þeirra og vonandi fá þeir frið til að koma ungunum sínum á legg fyrst leyfi fékkst fyrir búsetunni. IM Skógræktarfélag Eyfirðinga: Land leigt til skógræktar - leiga greidd með gróðursetningu Skógræktarfélag Eyfirðinga og Búnaðarsamband Eyjafjarðar hafa látið gera drög að samningi um leigu á landi til skógræktar, sem ætlaður er til að auðvelda þéttbýlisbúum að fá land leigt til skógræktar. . Samningsdrögin hafa verið kynnt skipulagsyfir- völdum í Eyjafirði og sveitar- stjórnum. Jarðanefnd Eyjafjarð- arsýslu, Svæðisskipulag Eyja- fjarðar og sveitarstjórnir í hérað- inu hafa fengið samninginn til umsagnar. Svör hafa borist frá öllum aðilum, og hafa þeir lýst sig samþykka samningsdrögun- um. Það, sem einna helst einkennir samningsdrögin, eru eftirtalin atriði: Leigutaka skal skylt að gróðursetja tré í hið leigða land, og eru í samningnum tilgreindar lágmarksframkvæmdir á ha. á ári, eða 500 skógarplöntur á hvern leigðan ha. Leigutaka er heimilt að hafa á hinu leigða landi verkfærageymslu eða sumarhús, að því tilskildu að stærð hússins og hönnun séu við það miðaðar, að hægt sé að flytja það í heilu lagi af landinu. Girð- ingarkostnað og framkvæmdir við aðkomuleið skal leigutaki sjá um og kosta. Kostnaður við plöntur, gróðursetningu og hirð- ingu reitsins, svo og við girðingar um hann og kostnaður vegna aðkomuleiðar, eru hið raunveru- lega leigugjald, sem leigutaki greiðir fyrir að fá landið til afnota til skógræktar. í samningnum er miðað við, að leigutími sé 25 ár. Gert er ráð fyrir því, að aðilar geti framlengt samninginn, t.d. með því að leigutaka sé úthlutað viðbótar- landi til gróðursetningar. Ef samningar takast ekki um viðbót- arland til skógræktar eða um framlengingu samningsins, ber leigutaka að fjarlægja hús og önnur mannvirki af landinu. Skógurinn, girðingar og vega- mannvirki eru eign leigusala. Á undanförnum árum hefur nokkuð borið á því að kvartað hafi verið yfir því, að erfitt væri fyrir þéttbýlisbúa að fá land til skógræktar. Það er von Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga og Bún- aðarsambands Eyjafjarðar að samningsdrögin muni auðvelda samskipti landeigenda, áhuga- manna um skógrækt og skipu- lagsyfirvalda, og ýta undir sam- starf af því tagi, sem drögin gera ráð fyrir. Að sjálfsögðu geta samningsaðilar gert með sér samning, sem er frábrugðinn drögunum í ýmsum atriðum, til dæmis með því er varðar stærð lands og leigutíma. Skipulagsyfir- völd taka alla samninga um leigu á landi til umfjöllunar, en með framangreindum samningsdrög- um er fyrirfram tryggt að skipu- lagsyfirvöld eru hlynnt samnings- fyrirkomulagi því, sem hér er kynnt. Þeir landeigendur, sem hafa áhuga á að leigja land með þeim skilmálum, sem í samningnum koma fram, geta snúið sér til Skógræktarfélags Eyfirðinga og fengið ráðgjöf hjá félaginu um staðsetningu reitanna og plöntu- val. Ekki er gert ráð fyrir því að Skógræktarfélagið annist milli- göngu um leigumálin. Landeig- endur auglýsi land til leigu, elleg- ar áhugamenn falist eftir skóg- ræktarlandi, og gangi frá samn- ingum án þess að félagið hafi þar önnur afskipti en þau, er lúta að ráðgjöf og leiðbeiningum. Matseðill - Menu Forréttir First dishes Hors d'oeuvre Kryddleginn sjávarréttur í skel (Gratin). Laxatvenna m/eggjahræru. Frönsk lauksúpa. Aspassúpa. Fiskréttir Fish dishes Poisson Sjávarréttur hússins. Smjörsteiktar gellur m/pernodsósu. Gufusoöinn skötuselur m/rjómakarrýsósu. Kjötréttir Meat dishes Viande Flamberuð piparsteik. Lambahnetusteik m/döðlum og engifer. Gráðostfylltar svinakótilettur. Eftirréttir Desserts Desserts Laxdalsís m/húsfriðunarsósu. Ávaxtabátar í hlaupi m/ís og rjóma. Sérlegur aukaréttur helgarinnar: Salatdiskur með Grímseyjareggi Matreiðslumeistari: Hermann Huijbens Upplýsingar og borðapantanir í simum 26680 og 22644. Góö laim við innskrift á tölvu Góð vélritunar- og íslenskukunnátta nauð- synleg. Heilsdagsstarf. Þarf að geta hafið störf hið fyrsta. Umsóknareyðublöð og upplýsingar á skrifstofunni. RÁÐNINGARÞJÓNUSTA FELLhf. Kaupvangsstræti 4 -Akureyri - simi 25455 Verslunin Típp Topp Ráðhústorgi 9 óskar eftir að 1. Verslunarstjóra. 2. Hálfs dags manneskju. Upplýsingar veittar á staðnum milli kl. 18.00 og 20.00 í dag fimmtudag. Vantar vanan vélamann - vörubílstjóra strax Mikil vinna. Uppl. í síma 985-24336. Bifreiðastjóra á tankbíl vantar til sumarafleysinga hjá Olís á Akureyri. Upplýsingar í síma 23636. Tryggvabraut 4, Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.