Dagur - 28.07.1987, Side 9
_/jb róttic
Umsjón: Eggert Tryggvason
28. júlí 1987 - DAGUR - 9
Jóhann Valgarðsson slær fyrsta högg á landsmóti 1987. Mynd: gt
Landsmót í golfi:
Keppni hófst
f gær
Landsmótið í golfí var sett í
golfskálanum að Jaðarsvelli í
gærmorgun klukkan 9.30.
Omar Jóhannsson setti mótið
fyrir hönd Golfsambands
Islands en síðan Gunnar Sólnes
formaður Golfklúbbs Akur-
eyrar fyrir hönd klúbbsins.
í gær voru ræstir út 3. flokkur
karla sem telur um 50 keppendur
og 2. flokkur kvenna með 12
keppendur. Fyrsta hollið var ræst
út klukkan 9.40 og var það skip-
að tveimur valinkunnum köppum
þeim Jóhanni Valgarðssyni NK
og Ragnari Lár sem einnig er
genginn til liðs við Nesklúbbinn.
Um helgina var klúbbunum 14
sem þátt taka í mótinu úthlutað
æfingatímum á vellinum og var
það mál manna að sjaldan eða
aldrei hefði þessi glæsilegi völlur
litið betur út. í gær var svo
æfingadagur fyrir meistaraflokk
kvenna og karla en þeir verða
ræstir út á miðvikudaginn.
Full ástæða er til að hvetja
Akureyringa og aðra þá sem hafa
hug á að sjá spennandi keppni í
fögru umhverfi að skreppa upp á
golfvöll, leita leiðsagnar um rétt-
ar leiðir um svæðið og fá sér svo
káffibolla í golfskálanum eftir
göngutúrinn. Aðgangur er
ókeypis.
5. flokkur E:
KA í úrslit
Á fímmtudaginn léku á KA-
velli KA og Völsungur í 5.
flokki. Leikurinn var úrslita-
leikur um sigurinn í E-riðli
íslandsmótsins og því til mikils
að vinna. KA-menn sigruðu
2:1 í hörkuspennandi leik og
tryggðu sér því sæti í úrslita-
keppninni sem fer fram um 20.
ágúst. Völsungar komast hins
vegar í milliriðil og eiga enn
möguleika á sæti í úrslita-
keppninni.
Mörk KA gerðu þeir Þorleifur
Karlsson og Helgi Árnason.
Um helgina léku einnig í E-
riðli 5. flokks KS og Tindastóll og
lauk leiknum 3:0. Mörk KS skor-
uðu þeir Guðmundur Sigurjóns-
son, Agnar Þór Sveinsson og
Gísli Helgason.
Þá léku á Dalvík lið UMFS og
Þórs og sigruðu Þórsarar 3:6.
Mörk Þórs gerðu þeir Elmar
Eiríksson (3), Birgir Gunnarsson
(2) og Kristján Örnólfsson.
Pollamót KSÍ
og Eimskips:
KAí
4. sæti
- í keppni b-liða
Úrslitakeppnin í Pollamóti
KSÍ og Eimskips fór fram í
Garðabæ á laugardag og
sunnudag. KA átti lið í keppni
b-liða og lenti liðið í fjórða
sæti.
KA-strákarnir léku fyrsta leik
við Hauka og gerðu jafntefli 2:2.
Mörk KA gerðu þeir Friðrik
Flosason og Gunnar M. Sigurðs-
son. Næst átti að leika við IBÍ en
vegna einhverra leiðinda í tengsl-
um við kærumál gáfu ísfirðingar
leikinn og sigurinn því dæmdur
KA 1:0. Þriðji leikurinn í riðla-
keppninni var gegn FH og þar
töpuðu drengirnir naumlega 1:2.
Mark KA í þeim leik gerði Tómas
Jóhannesson. Lið FH vann
keppnina eftir 5:0 sigur á UBK í
úrslitaleik.
í keppni um þriðja sætið tapaði
KA fyrir ÍA 1:3 og þar var Tómas
Jóhannesson aftur á ferðinni við
marki andstæðingsins.
SL mótið:
Jónas með
fimm mörk
I blaðinu í gær voru þau
mistök gerð á lista yfír marka-
hæstu menn í 1. deild að Jónas
Róbertsson var aðeins skráður
fyrir fjórum mörkum. Þetta er
ekki rétt því Jónas hefur gert
fímm mörk í SL-mótinu í
sumar.
Jónas skoraði í báðum leikjum
Þórs við Fram, gegn Víði hér
heima og svo tvö mörk úr vítun-
um, gegn ÍA og KA. Jónas er
beðinn velvirðingar á þessum
mistökum blaðamanns. Annar
Þórsari hefur náð að skora fimm
mörk í sumar, það er Hlynur
Birgisson.
Opna Húsavíkurmótið í golfi:
Gunnar vann tvöfalt
Um helgina fór fram á Katla-
velli við Húsavík Opna Húsa-
víkurmótið í golfí. Keppendur
á mótinu voru 89 frá 11 klúbb-
um og spilaðar voru 36 holur í
karla- kvenna- og drengja-
flokki. Úrslit á mótinu urðu
þessi:
Karlaflokkur, án forgjafar:
1. Gunnar Sigurösson GR 148 högg
2. Kristján Hjálmarsson GH 157 högg
3. Sigurður Sigurðsson GS 159 högg
Með forgjöf:
1. Gunnar Sigurðsson GR 140 högg
2. Guðbrandur Sigurbergss. GK 146 högg
3. Kristján Hjálmarsson GH 147 högg
Kvcnnaflokkur án forgjafar:
1. Þórdís Geirsdóttir GK 168 högg
2. Sólveig Skúladóttir GH 201 högg
3. Sigríður B. Ólafsdóttir GH 208 högg
Með forgjöf:
1. Sólveig Skúladóttir GH 145 högg
2. Þórdís Geirsdóttir GH 148 högg
3. Sigríður B. Ólafsdóttir GH 158 högg
Drcngir 15 ára og yngri, án forgjafar:
1. Guðmundur Ö. Guðjónss. GG 167 högg
2. Ingvi Már Pálsson GR 175 högg
3. Ástráður Sigurðsson GR 175 högg
Með forgjöf:
1. Björn Sigbjömsson GA 135 högg
2. Ingvi Már Pálsson GR 142 högg
3. Jóhann G. Arnarson GA 143 högg
Bílasalan Stórholt
- Toyota -
Hjalteyrargötu 2 Akureyri
sími 23300, 25484.
Mazda 929 H/T1986. Fallegur
og góður bíll, með topplúgu,
vökvastýri, sjálfskiptur
með overdrive, rafmagn
í öllu, góðar stereogræjur.
Sumar- og vetrardekk.
Verð kr. 780.000.-.
Skipti á ódýrara.
Nissan Laurel diesel ’86,
sjálfsk. með öllu. Ek. 19 þús.
Verð kr. 950.000.
Skipti á ódýrara.
Suzuki Box ST90, ’85.
Ekinn 25 þús.
Verð 330.000 kr.
Skipti á ódýrara.
Toyota Carina ST ’82.
Ek. 65 þús.
Verð kr. 320.000.
Ford Escort ’85. Topplúga.
Ekinn 32 þús.
Verð kr. 390.000.
Saab 900 Turbo, ’82 m/öllu.
Verð kr. 600.000.
- Galant GL 2000, topplúga.
Ekinn 10 þús.
Subaru Justy, ’85, ’86 og ’87.
Ch Majibu Landu 1979
2ra dyra, 8 cyl. 305. Sjálfsk.,
vökvastýri, rafmagn í sætum.
Ek. 58 þús. Einn eigandi
frá upphafi.
Verð kr. 350.000.
Nissan Cherry ’85. Sjálfsk.
Verð kr. 340.000.
Volvo 244 GLE ’79. Topplúga,
overdrive, bein innspýting og
sportfelgur. Lítur mjög vel út.
Verk kr. 345.000.
Lada Sport ’87. 5 gíra,
léttstýri. Ekinn 8 þús.
Verð kr. 370.000.
Skipti á ódýrari.
Toyota Celica GTi Twin
CAM 1.6, ’87. Nýr.
Verð kr. 695.000 stgr.
Toyota Corolla lift back
’84-’85.1.6 GL. Fallegir og
vel með farnir bílar.
E10 4WD ’86.
Ekinn 19 þús.
Colt Turbo, ’85. Ek. 45 þús.
Verð kr. 540.000.
Mazda 929 H/T, ’82 og ’83.
Með rafmagni og vökvastýri.