Dagur - 23.09.1987, Side 1

Dagur - 23.09.1987, Side 1
T8er28Kfe^qmbða4OTUaMlGMfl - 7 / A laugardaginn var Sjávarútvegssýningin 1987 sett í Laugar- dalshöllinni. Þetta er stærsta sýning sinnar tegundar í heim- inum í ár. Fulltrúar 22 þjóða taka þátt í sýningunni að þessu sinni. Sýnendurnir eru 416 á 313 básum. Aðsóknin að sýn- ingunni hefur farið fram úr björtustu vonum forráðamanna hennar og komu t.d. um 10 þúsund manns á hana um helg- ina en það eru fleiri en komu alla dagana árið 1984. Það var Halldór Asgrímsson sjávarútvegsmálaráðherra sem setti sýninguna og ræddi um nauðsyn þess að við íslend- ingar fylgdumst vel með tækninýjungum og benti á að líkleg- ast væri meirihlutinn af þeim tækjum sem voru sýnd á sjávar- útvegssýningunni árið 1984 nú úreltur. Það er ekki hægt annað en að hrósa aðstandendum sýn- ingarinnar fyrir mjög fagmannleg vinnubrögð í sambandi við uppsetningu sýningarinnar. Dálítið var kvartað undan því að erfitt hefði verið að fá upplýsingar um sýninguna hjá íslensk- um aðstandendum hennar vikurnar áður en hún var opnuð en það leystist allt vel. Blaðamenn Dags mættu á sýninguna daginn sem hún var opnuð og ræddu við nokkra af þátttak- endunum. Trefjaplast hf.: / Islensk reynsla og íslenskt hugvit - rætt við Eggert ísberg forstjóra Trefjaplasts hf. á Blönduósi Fyrirtækið Trefjaplast hf. frá Blönduósi kynnti á Sjávarút- vegssýningunni trefjaplastbát. Báturinn er mældur 9,9 tonn og er á margan hátt frábrugð- inn hefðbundnum bátum. Þetta er fyrsti sérhannaði kjarnabáturinn og er það fyrir- tækið Ráðgarður hf. í Reykja- vík sem hannaði þennan bát. Hönnunin er sniðin eftir útlín- um mun stærri skipa. Báturinn er m.a. með perustefni sem gengur hærra upp en venja er til. Það eykur sjóhæfnina til muna og minnkar olíueyðsl- una. Báturinn var unninn í sam- vinnu við nokkur fyrirtæki á Siglufirði: Byggingafyrirtækið Berg hf. sá um innréttingar í bátinn, Vélaverkstæði Jóns og Erlings sá um vélar í skipinu og Rafhær sf. sá um allar raf- lagnir í bátnum. Blaðamaður Dags ræddi við Eggert ísberg forstjóra Trefjaplasts hf. um starfsemi fyrirtækisins. „Það sem gerir þennan bát öðruvísi en flesta aðra plastbáta hér er sá að þessi er ekki steyptur í móti. Það er trégrind sem er síðan klædd með trefjaplastinu. Kosturinn við þetta er sá að það gefur möguleika á að smíða hann að óskum hvers og eins, enda eru kröfur mjög mismunandi eftir 'ir gefur að líta starfsmenn frá Trefjaplasti hf. Þeir eru: Birgir Guðmunds- son, Eggert ísberg, Erling Jónsson og Jón Dýrfjörð. Birgir annaðist innrétt- ingar. Erling og Jón sáu um vélaniðursetningu og málmsmíði. veiðiskap og svæðum," sagði Eggert ísberg Frumkvöðull í notkun á trefjaplasti hér á landi Trefjaplast á Blönduósi er frum- kvöðull í notkun á trefjaplasti hér á landi og lagði Eggert áherslu á nauðsyn þess að nýta sér íslenska reynslu og hugvit í sambandi við byggingu á smábát- um. „Reynsla síðustu áratuga hefur sýnt það og sannað að bát- ar úr trefjaplasti standast að öllu leyti þær kröfur sem íslenskir sjómenn gera. Trefjaplast er sterkt en um leið létt og viðhald er mun minna en á bátum úr tré eða stáli. Mikill hluti þessara plastbáta sem hafa verið fluttir hingað til lands á síðustu árum er mjög lélegur að gæðum og hefur oft engan veginn passað við íslenskar aðstæður." - Við spurðum Eggert hvort þeir væru ánægðir með móttök- urnar á sýningunni. „Það er dálítið erfitt að segja því einungis einn dagur er liðinn síðan sýningin var opnuð. Hins vegar hafa margir komið að skoða bátinn og margar fyrirspurnir borist. Ég er bjartsýnn á að við eigum eftir að selja nokkra báta út á þessa sýningu hér.“ AP

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.