Dagur - 19.10.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 19.10.1987, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 19. október 1987 á Ijósvakanum. SJÓNVARPIÐ MÁNUDAGUR 19. október 18.20 Ritmálsfréttir 18.30 Ævintýri frá ýmsum löndum. 18.55 Antilópan snýr aftur. (Return of the Antelope.) Tíundi þáttur. 19.20 Fréttaágrip á tákn- máli. 19.25 íþróttir. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Af Nonna og Manna. Heimildarmynd um séra Jón Sveinsson og ritverk hans og gerð sjónvarps- þátta eftir sögum um þá Nonna og Manna. Rætt er við leikstjórann, Ágúst Guðmundsson, svo og aðra þá sem að þáttunum standa. Auk þess er litið inn á Nonnasafn á Akur- eyri. Umsjónarmaður Sigrún Stefánsdóttir. 21.05 Góði dátinn Sveik. Sjöundi þáttur. 22.05 Farfuglar. (Gwenoliad) Velsk verðlaunamynd. Myndin gerist árið 1943 og fjallar um nokkur ensk börn sem send eru til Wales vegna loftárása Þjóðverja á Lundúnaborg. 23.30 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. SJÓNVARP AKUREYRI MÁNUDAGUR 19. október 16.40 Vort daglegt brauð. (Mass Appeal.) Flestir prestar eiga sinn söfnuð en séra Farley á séraðdáendahóp og minna messur hans einna helst á vinsælan sjónvarpsþátt. Honum þykir sopinn góður og lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. Hann er tilneyddur til að endur- skoða lífsviðhorf sitt þegar hann fær ungan, uppreisn- argjarnan prest til þjálfun- ar. 18.20 Handknattleikur. Sýndar verða svipmyndir frá leikjum 1. deildar karla í handknattleik. 18.50 Hetjur himingeims- ins. (He-man.) 19.19 19.19. 20.30 Fjölskyldubönd. (Family Ties.) 21.00 Ferðaþættir National Geographic. í fyrri hluta þáttarins er fylgst með Stuart Steven sem setti sér það markmið að taka þátt í tíu keppnum á gönguskíðum á átta vikum. í seinni hlutanum er fylgst með djörfum köppum í svifdrekaflugi. 21.30 Heima. (Heimat.) Á heimavígstöðvum. 1943. 22.30 Dallas. 23.15 Óvænt endalok. (Tales of the Unexpected.) 23.40 39 þrep. (39 Steps.) Árið 1914 kemur forsætis- ráðherra Grikklands í heimsókn til London. Ofursti í bresku leyniþjón- ustunni kemst á snoðir um morðtilræði við ráðherra, en áður en honum tekst að koma upplýsingunum rétta boðleið, er hann myrtur. Vitni að morðinu flækist óafvitandi í njósna- net. 01.20 Dagskrárlok. RÁS 1 MÁNUDAGUR 19. október ö.4ú Vc“ rfregnir • Bæn. /.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárid með Ragnheiði Ástu Pét- ursdóttur. Fréttayfirht • Fréttir Veðurfregnir. 8.30 Fréttayfirlit. Morgunstund barnanna: „Líf“ eftir Else Kappel. Barnalög. Tilkynningar. 9.00 Fréttir. 9.03 Dagmál. Umsjón: Sigrún Björns- dóttir. 9.30 Tónlist. 9.45 Búnadarþáttur. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Gengin spor. Umsjón: Sigríður Guðna- dóttir. (Frá Akureyri). 11.00 Fréttir • Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Hanna G. Sigurð- ardóttir. 12.00 Fréttayfirlit • Tónlist • Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónlist. 13.05 í dagsins önn - Málefni fatlaðra. Umsjón: Guðrún Ögmundsdóttir. 13.30 Miðdegissagan: „Dagbók góðrar grann- konu“. eftir Doris Lessing. 14.00 Fréttir • Tilkynningar. 14.05 Á frívaktinni. 15.00 Fréttir • Tilkynningar. 15.05 Spáð'í mig. Grátbroslegur þáttur í umsjá Margrétar Ákadótt- ur og Sólveigar Pálsdóttur. (Endurtekinn þáttur frá laugardagskvöldi.) 15.30 Lesið úr forystugrein- um landsmálablaða. 16.00 Fréttir • Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir • Tilkynningar. 17.05 Tónlist á síðdegi - Vivaldi, Bach, Telemann og Hándel. 18.00 Fréttir • Tilkynningar. 18.05 Vísindaþáttur. Umsjón: Þorlákur Helga- son. 18.30 Tónlist • Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Um daginn og veginn. Harald S. Holsvík fram- kvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasambands íslands talar. 20.00 Aldakliður. Ríkharður Örn Pálsson kynnir tónlist frá fyrri öldum. 20.40 Kvenímyndin. Umsjón: Sigríður Péturs- dóttir. (Endurtekinn þáttur frá fimmtudegi.) 21.05 Gömul danslög. 21.15 „Breytni eftir Kristni" eftir Thomas a Kempis. Leifur Þórarinsson byrjar lesturinn. 21.30 Útvarpssagan: „Saga af Tristram og ísönd". 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Gagnsemi menntunar og frelsið sem af henni hlýst. Dr. Vilhjálmur Árnason flytur erindi. 23.00 Frá tónlistarhátíðinni í Björgvin 1987. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. Umsjón: Hanna G. Sigurð- ardóttir. 01.00 Veðurfregnir. MÁNUDAGUR 19. október 7.03 Morgunútvarpið. - Dægurmálaútvarp. Fréttayfirlit • Fréttir Veðurfregnir • Tilkynning- ar. 10.05 Miðmorgunssyrpa. Umsjón Kristín Björg Þor- steinsdóttir. 12.00 Á hádegi. Dægurmálaútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Gunnar Svan- bergsson. 16.05 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Úr pressunni. Andrea Jónsdóttir kynnir nýjar afurðir úr plötu- og blaðapressunni og tengir við fortíðina þar sem við á. 22.07 Góðvinafundur. Ólafur Þórðarson tekur á móti gestum á Torginum í Útvarpshúsinu. 00.10 Næturvakt Útvarps- ins. Guðmundur Benediktsson stendur vaktina til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20,14,15,16,17,18,19, 22 og 24. Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni. MÁNUDAGUR 19. október 8.07-8.30 og 18.03-19.00 Umsjón: Kristján Sigur- jónsson og Margrét Blöndal. Hljóðbylgjan FM 101,8 MÁNUDAGUR 19. október 8.00 Morgunþáttur. Þráinn Brjánsson hinn eld- hressi morgunhani mættur með fréttir af samgöngum og veðri. Þráinn lítur í blöðin og fær til sín fólk í stutt spjall. 11.00 Arnar Kristinsson með ferska blöndu af gömlu og nýju lögunum. Afmæliskveðjur og létt fréttagetraun. 14.00 Olga Björg Örvars- dóttir spilar tónhst fyrir hús- mæður og annað vinnandi fólk, auk þess sem Olga verður með létt spjall um lífið og tilveruna. 17.00 í sigtinu. Ómar Pétursson og Friðrik Indriðason beina sigtinu að málefnum Norðlendinga. 19.00 Dagskrárlok. Fréttir sagðar kl. 8.30, 12.00, 15.00 og 18.00. 989 JBYLGJA f MÁNUDAGUR " 19. október 07.00-09.00 Stefán Jökuls- son og morgunbylgjan. Stefán kemur okkur rétt- um megin framúr með til- heyrandi tónlist. 09.00-12.00 Vigdís Gunnars- dóttir á léttum nótum. Morgunpoppið allsráð- andi, afmæliskveðjur og spjall til hádegis. Litið inn hjá fjölskyldunni á Brávallagötu 92. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10-14.00 Páll Þorsteins- son á hádegi. Létt hádegistónlist og sitthvað fleira. 14.00-17.00 Jón Gústafsson og mánudagspoppið. Okkar maður á mánudegi mætir nýrri viku með bros á vör. 17.00-19.00 Hallgrímur Thor- steinsson í Reykjavík síð- degis. Leikin tónlist, litið yfir frétt- imar og spjallað við fólkið sem kemur við sögu. 18.00-18.10 Fróttir. 19.00-21.00 Anna Björk Birg- isdóttir. Bylgjukvöldið hafið með tónlist og spjalli við hlust- endur. 21.00-23.00 Þorsteinn Ásgeirsson. Tónlist og spjall. 23.00-24.00 Sigtryggur Jóns- son, sálfræðingur, spjallar við hlustendur, svarar bréfum þeirra og símtölum. Símatími hans er á mánu- dagskvöldum frá kl. 20.00- 22.00. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Bjarni Ólafur Guðmunds- son. Tónlist og upplýsingar um flugsamgöngur. _/?ér og þar.________________ Árið 1986 urðu Susan og Douglas Ebding í Bandaríkjunum 5 barna foreldrar á aðeins tíu mánuðum. Til þess að byrja með gekk allt vel en nú eru hjónin skilin, eftir eitt ár og 11000 b'.eiuskipti. Susan og Douglas giftu sig þeg- ar þau voru 18 og 20 ára gömul. Það varð fljótlega ljóst, að barn var í vændum en að það yrðu tví- burar höfðu þau ekki reiknað með. Susan varð fljótlega ófrísk aftur og í það skiptið að þríbur- um. Þeir komu í heiminn aðeins tíu mánuðum á eftir tvíburunum og var þetta mikið áfall fyrir ungu hjónin. „Ég elska börnin mfn, en því miður reyndist maðurinn minn erfiðastur og var eins og eitt barnanna,“ segir Susan sem er 20 ára gömul. „Á hverju kvöldi var ég sann- kölluð taugahrúga. Þegar Doug- las kom heim úr vinnunni ætlað- ist hann til þess að ég hefði mat- inn tilbúinn og væri hin þjónandi eiginkona, eins og gengur og gerist. Hann gat ekki skilið hvers vegna uppvaskið beið og varð reiður. Eftir kvöldmat lét hann fallast niður í stól og fór að horfa á sjón- varpið. Hann neitaði blákalt að Susan, einstæð móðir með fimm börn Maðurínn mim var sem dtt bamanna hjálpa til heima. í stað þess að vera ábyrgðarfullur eiginmaður og faðir, hagaði hann sér eins og barn. En ég hafði alveg nóg að gera með hin fimm börnin,“ sagði Susan en hún hefur reiknað út að fyrsta árið hafi farið fram um 11 þúsund bleiuskipti. Martröð Venjulegur dagur hjá Susan var sem martröð með barnagæslu og uppvaski. „Á morgnana raðaði ég börnunum við vegg, lét lítið borð fyrir framan þau svo þau myndu ekki stinga af og gaf þeim að borða. Um tíuleytið baðaði ég þau en þau sem biðu eftir að röð- in kæmi að þeim, voru iðin við að gera það sem þau ekki máttu. Einu sinni náðu strákarnir í syk- urpoka og stráðu úr honum. Stof- an leit út eins og hún hefði lent í snjóstormi. í hádeginu var ég vön að hafa léttan mat t.d. spaghetti, en börnin borðuðu ekki nema helm- inginn af matnum, afganginum var dreift um eldhúsgólfið. Á meðan þau sváfu, reyndi ég að nota tímann og taka til, en um leið og þau vöknuðu byrjaði niðurrifsstarfsemin á ný. Þegar maðurinn minn kom heim byrj- aði hann svo yfirleitt á að kvarta yfir draslinu í húsinu.“ Út að vinna Að hann skyldi kvarta var það minnsta. Peningavandamálið var verra, en aurarnir voru fljótir að fara. Vegna þessa varð Susan að fara út að vinna á kvöldin sem aðstoðarstúlka á bar. Að lokum flutti Douglas út og lét Susan börnin eftir. En það var ekki það eina sem hann skildi eft- ir því haug af ógreiddum reikn- ingum fékk Susan líka að eiga. „Sem betur fer hef ég börnin,“ sagði Susan. En hvað segir Douglas sjálfur? „Ég elska börnin mín en þau voru prófsteinn á samband okkar Susan. Auk þess var Susan svo ráðrík að ég hefði ekki getað búið með henni einum degi lengur. Ég man sérstaklega eftir einum degi. Þegar ég kom heim úr vinn- unni, þreyttari en nokkru sinni fyrr og opnaði dyrnar heima gekk ég á vegg, svo mikil var „kúka- lyktin“. Þennan dag höfðu öll börnin fimm verið með uppköst og niðurgang. En hvað haldið þið að Susan hafi verið að gera? Hún var að gera sig klára til þess að fara að vinna, stóð fyrir framan spegilinn og málaði sig. í ofanálag byrjaði hún að setja út á mig, hljóp út og skellti hurðinni! Börnin fann ég inni á baði. Það átti eftir að skipta á þeim og þau grétu. Þarna var lyktin mun verri en frammi. Þegar Susan kom svo heim klukkan hálf þrjú um nótt- ina, sprakk ég og ásakaði hana fyrir að vera léleg móðir. En hún svaraði með því að segja, að ef ég þénaði meira, þyrfti hún ekki að vinna úti,“ sagði Douglas. Já, það eru tvær hliðar á öllum málum...! Nýjung í snyrtitækni: Tattóveraðar augabrúnir - framkvæmt á Akureyri um skeið Sú nýjung stendur Akureyr- ingum til boða nú um eitthvert skeið, að láta tattóvera á sig augabrúnir, varalínur og fleira. Þetta hljómar e.t.v. undarlega í fyrstu, en að sögn kunnugra er þetta ákaflega sniðugt þar sem meðferð þessi gefur var- anlega endingu og þær sem láta lita á sér augabrúnir reglu- lega, gætu lagt þá iðju á hill- una fyrir lífstíð. Það er snyrtisérfræðingurinn Huld Ringsted sem mun veita þessa þjónustu hjá Snyrtistofu Nönnu í einhvern tíma. Huld sagði í samtali við blaðið að hún hafi lært þessa iöju í Englandi. Þetta væri eirihvers konar tattóvering, eða permanent creations á ensku. Huld notar sérstakar cinnota dauðhreinsaðar nálar og dauöhreinsaða sérhann- aða liti. „Þctta er mjög sniöugt fyrir fólk sem hetur þunnar og Ijósar augabrúnir, því svipurinn skerp- ist við þctta en þó verður útlitið nijög eðlilegt. Hægt er að gera ýmislegt annað en augabrúnir og varalínur. Hægt er að gera augn- línur, hylja ör og fleira.“ Huld sagði aðspurð, að það myndi kosta ca. 7000 krónur að láta móta alveg augabrúnir, en úti kostar svipuð aðgerð um 20 þúsund krónur. Þarna liggur kostnaður aðallega í mjög dýrum efnum sem notuð eru. Litina framleiðir indversk kona, efnaverkfræðingur að mennt og hefur hún fengið þessa aðferð viðurkennda af læknayfir- völdunt og kallar hana hi-lines. Huld lærði tæknina af þessari konu, en til þess að fá að læra þetta, þurfti hún að hafa unnið við rafmagns háreyðingu í eitt ár. Listin er gömul og austræn og er ákaflega vinsæl erlentíis um þessar mundir. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.