Dagur - 19.10.1987, Blaðsíða 13

Dagur - 19.10.1987, Blaðsíða 13
19. október 1987 - DAGUR - 13 Erlendur Hermannsson iðnfræðingur. menn gera slíkt í trausti þess að bæjarráð muni samþykkja slíkt eftir á. Þetta fer fram gegnum nefndir bæjarins oft á tíðum og bæjarráð eða bæjarstjórn sam- þykkir framkvæmdirnar þegar þær eru afstaðnar eða hafnar. Þá hlýtur þetta að vera vilji bæjar- yfirvalda og er þeim í sjálfsvald sett. Þegar þessi leið er farin þarf ekki að leita samþykkis okkar. Spurningin er því þessi: Hvernig vilja menn standa að þessum málum í framtíðinni?" - Eruð þið hrifnir af því að bjóða út hönnun mannvirkja? Ágúst Berg: „Það er auðvitað hægt að efna til samkeppni um hönnun einstakra bygginga en þá kemur annað til álita: Þeir sem dæma slíkar samkeppnir þurfa að vera trúnaðarmenn bæjarins og vera vel inni í öllu sem snertir hönnun. Nú hefur verið rætt um að efna til samkeppni um hönnun stjórnsýslumiðstöðvar hér í bæn- um og það ér gott mál. Þó verð- um við alltaf að gæta þess að fara ekki úr einni einstefnu yfir í aðra. Við búum við þrýsting frá stóra bróður í Reykjavík og verðum einnig að gæta þess að hér eigum við ágæta fagmenn á sviði hönnunar." Erlendur Hermannsson: „Sannleikurinn er sá að menn eru sérhæfðir á ýmsum sviðum og þá er nauðsynlegt að leita til þeirra þegar um er að ræða hönnunar- verkefni sem krefjast sérkunn- áttu.“ - Hér hafa verið hönnuð ýmis merkileg mannvirki gegnum árin. Hafið þið orðið varir við að Akureyringum hafi ekki verið treyst til að hanna stór mannvirki um dagana? Ágúst Berg: „Það er nú þannig að grasið er oft grænna í garði nágrannans. Ég er t.d. alveg harður á því að við hefðum átt að teikna Verkmenntaskólann, án þess að ég vilji á nokkurn hátt vega að þeim manni sem tók verkið að sér. Við teiknuðum Síðuskóla hér en burðarþol og lagnir voru teiknaðar á öðrum stöðum. Við teljum okkur ekkert að vanbúnaði til að teikna skóla ef við höfum mannskap í það.“ Óheyrilegur kostnaður - Á síðasta bæjarstjórnarfundi var talsvert rætt um íþróttahöll- ina og framúrkeyrslu í hönnunar- kostnaði við hana. Hvað viltu segja um það? „Það má benda á að mjög rnargt er komið inn í Höllina sem átti aldrei að vera þar. Þarna er rekin skólastarfsemi, sýningar hafa verið fleiri og stærri en ráð var fyrir gert o.s.frv. Húsnæðinu hefur verið breytt mikið frá því sem í upphafi var ætlað. Það er því ekkert skrýtið að sífellt þurfi að taka þráðinn upp aftur og aftur þegar allar þessar breyting- ar eiga sér stað. Kostnaðaráætl- anir standast ekki, endurhönnun fer fram hvað eftir annað og á endanum verður þetta óheyrilega dýrt dæmi. Það fer hátt hlutfall af þeim peningum sem veitt er til Hallarinnar í þetta þegar alltaf er verið að byrja upp á nýtt, hvað eftir annað.“ - Sundlaugin við Glerárskóla hefur einnig verið talsvert til umræðu. Er hlutfallslega dýrara að hanna sundlaug en t.d. fjöl- býlishús? „Sundlaug er í hærri vanda- stuðli, það er vitað mál. Það má einnig benda á að viðbygging er viðkvæmari hönnun og dýrari en sjálfstæð bygging. Það getur vel verið að mönnum finnist ein- kennilegt að dýrt sé að hanna sundlaugar en það er geysimikið lagt í sundlaugar á íslandi. Auð- vitað væri hægt að fara hina leið- ina og hanna ódýra sundlaug með nauðsynlegum loftræstibúnaði. Þannig sundlaug sá ég t.d. í Keflavík hjá varnarliðinu. En þegar við erum að byggja til framtíðar verður að vanda heldur rneira til hlutanna.“ - Getið þið nefnt frekari dæmi um hvernig búið er að þessari stofnun? Erlendur: „Það hlýtur að vera athyglisvert að við stofnun sem þessa skuli ekki vera til tölva. Það væri svo miklu einfaldara fyrir okkur að hafa tölvu til að átta okkur á ýmsum liðum, t.d. fjárhagsáætlunum sem við viljum ekki fara fram úr, kostnaði við hin og þessi verk og ótal fleiri atriði sem kæmi sér vel að geta fundið á sem fljótvirkastan máta." - Hvernig er sambandi ykkar við yfirstjórn bæjarins háttað? Sambandsleysi við yfirstjórn bæjarins Gylfi Snorrason: „Okkur finnst vera sambandsleysi við yfirstjórn bæjarins. Þetta er ekki gott því hérna eru teknar afdrifa- ríkar ákvarðanir og yfirstjórn bæjarins hefur misst trúna á þessu embætti. Af hvaða orsök- um það er veit ég ekki, ég tel ekki að þetta sé okkar sök. Þarna er annaðhvort á ferðinni skiln- ingsleysi eða þá að þeir vilja ekki setja sig inn í málin. Hingað hafa stundum komið einstakir bæjar- fulltrúar á fundi sem haldnir hafa verið vegna einstakra málefna. Þeir hafa þá oft rekið upp stór augu og sagt: Á þetta eða hitt að gerast hér? Er þetta svona mikið? o.s.frv. Þeir hafa því greinilega ekki vitað hvað hér fer fram og álíta margir að þetta embætti sé e.k. aðskotahlutur úti í bæ. Það væri til mikilla bóta ef bæjarstjóri hefði fundi með sín- um deildarstjórum t.d. eipu sinni í mánuði til að fá sem besta vitn- eskju um hvað væri að gerast í hverri stofnun.“ - Er hönnunareftirlit mikill þáttur í starfi ykkar? „Já, við teljum nauðsynlegt að hafa ákveðið eftirlit með hönnun. Það eru gerðir ákveðnir hönnunarsamningar við hönnuði, sbr. sundlaugina við Glerárskóla, þá eru haldnir hönnunarfundir til að skoða hvernig verkinu miðar, hvort breytingar koma fram o.s.frv. Hönnunareftirlit er ekki erfitt því ef ákveðnir samningar eru gerðir og hönnuðir vinna sam- kvæmt gjaldskrá þá kemur fram í samningnum að ákveðnir verk- þættir eru utan við gjaldskrána, t.d. kostnaðaráætlun, frumathug- un og útboðsgögn. Kostnaður getur auðvitað farið fram úr áætl- un og þá verða hönnuðir að standa fyrir sínu.“ - Það fylgir þessu embætti því töluverð ábyrgð? „Já, en því miður hafa yfir- menn bæjarins misst tiltrú á því að við teiknum mannvirki hér í bænum. Ég hefi heyrt yfirlýsingar frá þessum ágætu mönnum um að hér eigi engin hönnun að fara fram. Þetta er ekki vegna þess að við getum ekki hannað hlutina heldur vegna einhvers annars." Erlendur: „Hvað Síðuskóla varðar - en hann var hannaður hér - þá veit ég ekki til þess að neinn hafi komið og fundið að þeirri hönnun." Gylfi: „Gagnvart mér snýr málið þannig að ýmsum hönnuð- um öðrum í bænum finnst við hafa óþarflega stóra köku. Við erum á föstum launum og bærinn hlýtur að stórgræða á því að láta okkur teikna - ef við höfum möguleika á því vegna mann- eklu. Það er því einkennilegt sjónarmið að banna okkur að hanna byggingar fyrir bæinn. Það hafa einhver öfl unnið að því leynt og Ijóst að skera þessa stofnun niður, en hverjir þessir menn eru vitum við ekki. Það hefur komið fram í bókunum að bæjarráð hefur sagt fyrir um það hvernig eigi að klæða hús að utan o.s.frv. sbr. sundlaugina við Gler- árskóla. Þetta er mjög óvenju- legt, svo ekki sé meira sagt. Þarna er bæjarráð komið langt út fyrir sitt verksvið. Þögnin er eina hrósið sern við fáum." Erlendur: Ég er sammála þessu. Þau öfl sem vinna gegn okkur eru bæði innan og utan bæjarkerfisins. Öflin innan bæjarkerfisins skortir þekkingu á því sem hér fer fram en öflin ..úti í bæ“ notfæra sér þekkingarskort manna á vegum bæjarins til að koma ár sinni betur fyrir borð og telja þeim trú um að við séum ekki hæfir til þessa eða hins verks- ins.“ EHB Bridds: Kristjánsmót á Sauðárkróki Laugardaginn 24. október n.k. verður haldið svo nefnt Kristjánsmót í bridds á Sauð- árkróki. Mótið er heitið í höfuðið á þeim kunna bridds- spilara, Kristjáni Blöndal. Það er Bridgefélag Sauðárkróks sem býður til þessa móts og er gert ráð fyrir að 34 pör af Norðurlandi mæti til keppni. Spiluð verða 2 x 28 spil eftir Michel-fyrirkomulagi. Keppnin fer fram í Naustinu á Sauðár- króki og hefst kl. 10 árdegis. Þátttökugjald er 3500 krónur á par og er ein máltíð innifalin í verðinu svo og kaffi meðan keppnin fer fram. Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki gefur öll verðlaun til mótsins. Sem fyrr segir er áætlað að 34 pör taki þátt í keppninni. Bridge- félagi Akureyrar hefur verið boð- ið að senda 8 pör til keppni. Þeir félagar í B.A. sem hafa hug á að fara vestur n.k. laugardag eru beðnir að hafa samband við Tryggva Gunnarsson formann B.A. fyrir kl. 20.00 á þriðjudag. BB. Vísitala framfærslu- kostnaöar Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í októberbyrj- un 1987. Reyndist hún vera 213,85 stig (febrúar 1984 = 100), eða 1,65% hærri en í september- byrjun 1987. Áf þessari 1,65% hækkun stafa um 0,3% af hækkun á verði mat- vöru, um 0,4% stafa af hækkun á verði fatnaðar, og um 1,0% stafar af hækkun ýmissa vöru og þjón- ustuiiða. Siðastliðna tólf mánuði heíur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 21,8%. Hækkun vísi- tölunnar um 1.65% á einum mánuði frá september til október svarar til 21.7% árshækkunar. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað unt 5,4% og jafngildir sú hækkun 23,2% verð- bólgu á heilu ári. Bókin um Macintosh Mál og menning hefur gefið út Bókina um Macintosh eftir Jörgen Pind. Macintosh-tölvan þykir ein aðgengilegasta einkatölvan sem komið hefur á rnarkað og hún er þegar orðin mjög algeng á ís- landi. í Bókinni um Macintosh er búnaði tölvunnar lýst rækilega og lesendum smátt og smátt kennt að nýta sér alla eiginleika hennar. Það er farið í gegnum öll stig ritvinnslunnar og fjallað um notkun teikniforrita. í lok bókar- innar er svo sérstakur kafli fyrir þá lengra komnu og bókarauki með svörum við verkefnum og atriðisorðaskrá. Höfundurinn, Jörgen Pind, er deildarstjóri tölvudeildar Orða- bókar Háskólans. Hann sendi í fyrra frá sér Bókin um MS-DOS sem vakti athygli fyrir skýra og skemmtilega framsetningu. Hún er nú væntanleg í fjórðu prentun og fæst auk þess í skólaútgáfu. Bókin um Macintosh er 205 bls. að stærð, prentuð í Prent- smiðju Árna Valdemarssonar hf. Gylfi Snorrason tæknifræðingur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.