Dagur - 26.10.1987, Page 3
26. október 1987 - DAGUR - 3
ekki hægt annað, annars verður
maður alveg ómögulegur."
- Hvaða skepnur hefur þú
búið með hér á Skarðsá?
„Ég hef verið með kindur,
hross og kýr, en nú eru bara
hrossin eftir. Ég fargaði kúnum
fyrir nokkrum árum og svo skáru
þeir niður kindurnar í haust. Það
drapst hjá mér ein kind og þeir
sögðu að það væri riða í fjár-
stofninum. En ég hef nú grun um
að þeir hafi ekki rannsakað þetta
nægjanlega vel og mér finnst
þetta ansi mikil bíræfni í þeim,“
segir Pálína og er greinilega langt
frá því að vera sátt við að hafa
misst kindurnar. „Þetta er ekki
gott og það hefði verið gaman að
hafa nokkrar kindur. Þá hefði ég
haft þær í húsunum þarna upp
frá. Það hefði verið ósköp þægi-
leg hreyfing, maður þarf að hafa
einhverja hreyfingu,“ segir hún
og bendir út um gluggann á torf-
byggingu skammt frá.
- Hvernig er með aðdrætti hjá
þér?
„Ég fæ að njóta ferða þeirra
niðri á bæjunum á Krókinn. Þeir
taka út vörur fyrir mig og færa
mér. Sérstaklega hefur Jón á
Fosshóli verið mér hjálpsamur.“
- Fylgistu vel með því sem er
að gerast?
„Ég reyni að fylgjast með því
eins og ég get. Ég hlusta oftast á
fréttirnar í útvarpinu þegar það
er í lagi. Ég held að aðalfrétta-
þráðurinn liggi þar í gegn. Ég
kaupi engin daglöð, en þau koma
stundum hingað svona hinsegin.“
- Ég sé að þú ert ekki með
sjónvarp.
„Nei, er mikið gagn í því? Ég
hef séð það stundum, en mér
finnst það allt of ómerkilegt."
- Fylgistu eitthvað með
pólitíkinni? Ertu pólitísk?
„Það er óskaplega takmarkað.
Mér er nokkuð sama hverjir eru í
stjórn og ég er ekki eins og sumir
sem verða svo æstir þegar minnst
er á stjórnmál, að þeir verða
alveg kolvitlausir. Þó er auðvitað
hentugt að hafa góða menn í
stjórn. Við þurfum að hafa góða
stjórn.“
- Er sæmilega heitt hérna í
bænum hjá þér?
„Já, það er ekki um annað að
ræða. Ég þoli ekki mikinn kulda.
Að vísu er hitinn mismunandi
mikill. í vindstrekkingi vill blása
svolítið í gegnum þetta. Þetta er
nú orðið ansi gamalt svo að það
er ekki að undra þó að það sé far-
ið að gisna eitthvað.“
- Hvað er bærinn gamall?
„Ég held þeir viti það ekki.
Það er komið á aðra öld síðan
baðstofan var byggð og frambær-
inn er eitthvað eldri.“
- Hvernig er að vera hérna í
hríðarveðrum?
„Það er ákaflega rólegt og
gott. Bærinn fær svolítið skjól af
hólunum hérna fyrir neðan. Nú,
þú veist hvað þetta gerir,“ segir
Pálína sposk á svipinn og bendir
á ljósaperu bak við mig og síðan
á símann rétt til hliðar. „Maður
getur alltaf látið vita af sér og þá
hlýtur þetta að vera orðið ansi
gott,“ bætti hún við.
- Já, þetta var orðið gott hjá
okkur Pálínu, að vísu var engu
líkara en Pálína drægi dár að
gestinum með því að segja. „Já,
eru þessir blessaðir blaðamenn
að berjast við að safna efni í
blaðið?“
Ekki var að heyra neitt far-
arsnið á Pálínu frá Skarðsá. Hún
sagðist hafa verið að hugsa um að
byggja upp og þá á sama stað og
bærinn stendur. Það væri t.d.
orðið hægt að kaupa tilbúin timb-
urhús suður í Reykjavík og flytja
þau í heilu lagi norður. En það
yrði líklega ekkert af því úr
þessu. Hún sagði marga kosti
fylgja því að vera á Skarðsá.
„Síðast en ekki síst er ég ekki fyr-
ir neinum hér,“ sagði hún að end-
ingu. -þá
50 þúsund
íslend-
ingar þjást
af gigt
Fjórar og hálf milljón Norður-
landabúa þjást af gigt, þar af 50
þúsund íslendingar. Þetta eru
stórar tölur og þær voru til
umræðu á fundi Norrænna gigtar-
félaga, sem haldinn var í Tam-
pere í Finnlandi í lok september.
Þennan fund sóttu þrír fulltrúar
frá Gigtarfélagi íslands, undir
forystu Sigríðar Gísladóttur,
varaformanns félagsins, en hún
hefur séð um Norðurlandatengsl-
in um árabil.
Tilefni þessa fundar var eink-
um að undirbúa Norrænt gigtar-
þing, sem haldið verður í Reykja-
vík, í byrjun júní á næsta ári.
Þing þetta hvílir einkum á herð-
um stjórnar Gigtsjúkdómafélags
íslenskra lækna, en formaður
þess félags er Kári Sigurbergs-
son, en hann er jafnframt for-
maður Samtaka norrænna gigt
lækna, Society for Rheumato
logy. Þáttur gigtarfélaga fer þó
vaxandi á þessum þingum.
Bryndís dansaði best
Suðurnesjamærin Bryndís
Einarsdóttir frá Njarðvík, varð
íslandsmeistari í einstaklings-
dansi er hún bar sigur úr být-
um í úrslitakeppninni sem
fram fór í veitingahúsinu
Zebra á Akureyri á laugar-
dagskvöldið.
Það voru fimm dansarar sem
kepptu til úrslita um íslands-
meistaratitilinn, auk Bryndísar
voru þrír úr Reykjavík og einn
frá Sauðárkróki.
Bryndís hlaut vegleg sigur-
verðlaun, vikuferð til London á
næsta ári til að taka þátt í heims-
meistarakeppninni í einstaklings-
dansi fyrir íslands hönd. Auk
þess fékk hún forláta gullhring
með fimm demöntum frá Flosa
Jónssyni gullsmið.
Það voru forráðamenn veit-
ingahússins Zebra sem höfðu veg
og vanda að undirbúningi keppn-
innar og fórst það vel úr hendi.
Stofnfundur Æöarræktarfélags Eyjafjarðar og Skjálfanda:
Á þessum fundi í Tampere var
ákveðið að stefna að stofnun
sambands Norrænna gigtarfélaga
á þinginu í Reykjavík næsta vor.
Einnig var ákveðið að hefja
undirbúning að Norrænu gigtar-
ári 1990.
Norrænu gigtarfélögin eru í
fararbroddi í heiminum í félags-
legu starfi og uppbyggingu sjálfs-
bjargar gigtsjúkra. Það var þó
mál manna á þessum fundi, að
mest væri enn ógert í málefnum
allra þessara milljóna.
Fyrsta skrefið til úrbóta væri
að koma stjórnvöldum og
almenningi í skilning um hvað
margt er hægt að gera til úrbóta
og hversu arðbærar þær aðgerðir
eru. Gigtin hefur sýnt sig vera
dýrasti sjúkdómur þjóðanna, í
læknishjálp, fötlun og vinnutapi.
Að loknu fundahaldi, bauð
Finnska gigtarfélagið til 40 ára
afmælisfagnaðar. Finnar hafa
margt afrekað til úrbóta m.a.
sýndu þeir gestum nýja endur-
hæfingastöð, sem rúmar 100
manns.
Ahyggjur vegna vaxandi
vargs á svæðinu
Æðarræktarfélag Eyjafjaröar
og Skjálfanda var stofnað aö
Ydölum sl. þriðjudagskvöld.
Félagar geta þeir orðið sem
njóta hlunninda af æðarvarpi
svo og þeir sem áhuga hafa
fyrir æðarrækt og stofnun
nýrra varpstöðva. Félagssvæð-
ið nær yfir Eyjarfjarðar- og
Suður-Þingeyjarsýslu. Verk-
efni félagsins er að efla æðar-
rækt á svæðinu og þá fyrst og
fremst að verja varplönd fyrir
hvers konar ágangi vargs.
Stjórn félagsins skipa þrír
menn: Atli Vigfússon Laxamýri,
Hlöðver P. Hlöðversson Björg-
um og Ari Laxdal Nesi, Grýtu-
bakkahreppi.
Á stofnfundinum var eftirfar-
andi ályktun samþykkt: „Félagið
vill að aukin áhersla verði lögð á
eyðingu vargfugls og minks,
verði þá lengdur sá tími sem unn-
ið er að eyðingu árið um kring.
Leggur félagið til að samræmt og
hert verði eftirlit í öllum sveitar-
félögunum í Eyjafjarðarsýslu og
Þingeyjarsýslum. Þá óskar félag-
ið eftir samvinnu við veiðifélög á
svæðinu.
Ljóst er að þetta er ekkert
einkamál æðarbænda því vargur
þessi ógnar fuglalífi í landinu og
spillir ræktun veiðiáa. Félagið
beinir því til stjórna sveitarfélaga
að þau taki mál þetta til
umfjöllunar sem fyrst.“
Æðarræktarfélag Eyjafjarðar
og Skjálfanda mun senda öllum
sveitarfélögum á svæðinu bréf
þar sem fjallað verður um mál
þetta.
Stofnfélagar á fundinum voru
17 en nýir félagar eru velkomnir
Reglur landbúnaðarráðuneytis um heimtekið kjöt:
Slátuikostnaður á heimteknu
kjöti margfalt hærri en í fyrra
- minni hækkun hjá sláturhúsi KEA en reglur kveða á um
Hinn 17. september síðastlið- landbúnaðarins erþessi gjaldtaka
inn gaf landbúnaðarráðuneytið ákveðin.
út reglur um rétt sauðfjár-
framleiðenda til að taka út kjöt
úr sláturhúsum á þessu verð-
lagsári. Ákvæði um þetta at-.
: riði er einnig að finna í samn-
ingi sem gerður hefur verið
milli Samtaka sláturleyfishafa
og Framleiðsluráðs landbún-
aðarins. Þar eru ákvæði um
hversu mikið magn af kjöti
hver framleiðandi megi taka út
úr afurðastöð svo og hve mikill
sláturkostnaður skuli vera.
Hingað til hafa sláturleyfishaf-
ar haft frjálsar hendur með hvert
gjald skuli innheimt fyrir að
slátra heimteknu fé en með
samningi stjórnar samtaka slát-
urleyfishafa og Framleiðsluráðs
Á síðastliðnu hausti innheimti
Sláturhús KEA 252 kr. fyrir
hvern heimtekinn dilk og 381 kl.
fyrir heimtekinn skrokk af full-
orðnu.
Samkvæmt reglum landbúnað-
arráðuneytis skal nú reikna fasta
krónutölu fyrir hverja kind innan
fullvirðisréttar þ.e. 70% af skráð-
um slátur- og heildsölukostnaði
miðað við 14 kg dilk. Slátur- og
heildsölukostnað af heimteknu
kjöti sem er umfram fullvirðisrétt
skal greiða að fullu.
Slátur- og heildsölukostnaður
er 81 kr. á kíló þannig að ef
bóndi slátrar 14 kílóa dilk og tek-
ur hann heim ber honum að
greiða 794 kr. fyrir slátrunina í
stað 252 kr. í fyrra. Ef hins vegar
bóndinn er með dilkinn utan full-
virðisréttar skal hann greiða 1134
kr. í sláturkostnað fyrir 14 kg
dilk. Þetta verð gildir á hvern
skrokk, sama hve þungur hann
er.
Að sögn Óla Valdimarssonar,
sláturhússtjóra á Akureyri ákvað
stjórn KEÁ að í haust skuli inn-
heimta 600 krónur fyrir hvern
heimtekinn skrokk sem er innan
fullvirðisréttar og 850 krónur
fyrir hvern heimtekinn skrokk
sem er utan fullvirðisréttar. Með
öðrum orðum munu sauðfjár-
bændur á félagssvæði KEA ekki
verða rukkaðir um þann slátur-
kostnað af heimteknu kjöti sem
reglur landbúnaðarráðuneytis frá
17. september kveða á um. JÓH
í hópinn. Vaxandi áhugi er fyrir
æðarrækt á svæðinu en menn
hafa áhyggjur vegna vaxandi
vargs, þar er um að ræða
svartbak, sílamáv, hrafn og
mink. IM
Akureyri:
Ný reglugerð
um fram-
kvæmdasjóð
„Aðalbreytingin felst í því að
stjórn framkvæmdasjóðs er nú
í höndum atvinnumálanefndar
en var áður í höndum bæjar-
ráðs,“ sagði Björn Jósef Arn-
viðarson, formaður atvinnu-
málanefndar, en á fundi sínum
á þriðjudag samþykkti bæjar-
stjórn nýja reglugerð fyrir
sjóðinn.
Að sögn Björns Jósefs eru
tekjustofnar sjóðsins framlög
bæjarsjóðs, ábyrgðargjöld og
vextir af lánum úr sjóðnum auk
lántökugjalda. Þá ber einnig að
nefna arð af hlutabréfum, en
framkvæmdasjóður á og varð-
veitir öll hlutabréf Akureyrar-
bæjar.
„Hlutverk sjóðsins og mark-
mið eru að efla atvinnulíf bæjar-
ins en sú breyting sem gerð var á
honum nú er fyrst og fremst
stjórnunarlegs eðlis. Að vísu var
reglum um ábyrgð sjóðsins breytt
vegna nýrra sveitarstjórnarlaga
þar sem sveitarfélögum er ekki
heimilað að taka nema einfalda
ábyrgð á lánum. Þá voru ákvæði
um víxilábyrgðir vegna Útgerð-
arféiags Akureyringa vegna
afurðavíxla felld út þar sem þau
eru ekki lengur í samræmi við
breytta viðskiptahætti. Einnig
voru þau nýmæli gerð að sam-
kvæmt reglum sjóðsins teljast
ferðamál til atvinnumála," sagði
Björn Jósef Arnviðarson. EHB