Dagur - 26.10.1987, Síða 7

Dagur - 26.10.1987, Síða 7
26. október 1987 - DAGUR - 7 tryggðaböndum.“ (tilv. lýkur). - Ég hefði gaman af að vita í hverju þetta ófrelsi bænda er fólgið. Þeir hafa af frjálsum vilja gert þennan samning við Flúðir og þeir hafa jafnan rétt og félagar Flúða til kaupa á veiðileyfum og það sem meira er, forgang á ein- um degi hver veiðiréttareigandi. Þeim er einnig, eins og félögum Flúða, send umsóknareyðublöð á hverju sumri og nýta menn sér þetta misjafnlega, eins og gengur. Þar hefir Olgeir oft átt stærstan hlutann. Þar sem margir af efri bændum vilja ekki veiða neðan stiga (þar á meðal Olgeir) höfum við orðið að breyta frá hefðbundinni úthlutun þeirra vegna og gert það með glöðu geði. Með breyttum úthlutunar- reglum höfum við reynt að nálg- ast sjónarmið sem flestra félaga okkar og ekki síður bænda (stjórnar) sem voru mjög fylgj- andi síðustu breytingu (ein stöng á svæði). Nú síðari hluta sumars sem leið gátu félagsmenn og bændur valið um svæði og þar með hluta úr degi (4 klst. í senn) og þar með valið sér fegurstu staðina við ána! - það heitir gjöfulustu veiðistaðina á hverju hinna 6 svæða. 3 laugardaga í sumar hringdi ég í stjómarmenn veiðifélags Fnjóskár og bauð þeim að veiða daginn eftir (sunnudag) endur- gjaldslaust, þar eð augljóst var að enginn Flúðafélagi hafði áhuga á að kaupa fegurðina þennan dag. En því miður reyndist það eins með bændur, fáir eða engir mættu til leiks þótt frítt væri. - Þeir skyldu þó ekki vera að tapa trúnni á ánni sinni? Vonandi ekki. Ég ætla ekki að fara að skipta mér af niðjum þeirra Fnjóska- dalsbænda, eða hafa áhrif á upp- eldi þeirra. - Þar veldur hver á heldur. - Sannleikurinn um Fnjóská afhjúpaður Já Olgeir, allt þetta veit ég og ég veit betur. - Að halda því fram að skipting árinnar í veiði- svæði hafi dregið úr veiði síðari árin. Þvílík firra og órökstuddar öfgar. Árinni kennir illur ræðari. - Nei orsökin fyrir minnkandi veiði í Fnjóská er andvaraleysi þeirra er um ræktun hafa fjallað hverju sinni og hér eru það alfar- ið bændur sem eiga sökina. Á okkur hefir aldrei verið hlustað nema af sumum þeirra, en því miður eru þeir greinilega í minnihluta. - Stundum finnst mér eins og Olgeir sé að reyna að etja saman veiðimönnum og veiðiréttareigendum. Þá áráttu eða tilgang hefi ég aldrei skilið. Fnjóská þarf á allt öðm að halda en ósamlyndi þeirra er um mál hennar fjalla hverju sinni. Að- eins með samstilltu átaki þeirra beggja, seljenda og kaupenda veiðiréttar, hverjir sem það eru, næst árangur. Því meiri sem þessi samvinna er því fyrr kemur árangurinn í ljós. Að lokum þetta. Ég fagna því að Olgeir Lútersson, fyrrum formaður veiðifélags Fnjóskár, boðar breytta stefnu í ræktunar- málum. Megi framtíðin leiða það í ljós að hægt er að gera fegurð Fnjóskadals enn meiri en er með því að gera perlu hennar, Fnjóská, að alvöru laxá. Það er hægt, eins og ég hefi áður sagt. Með virðingu fyrir skoðunum allra manna, kenni ég í brjósti um suma. Sigurður Ringsted form. Flúða. Vel var tekið á móti sölufólki Slysavarnafélagsins þegar það bauð barm- merki til sölu um allt land um helgina. Mynd: tlv Kardimommubærínn á Króknum Nýlega hófust æfingar hjá Leikfélagi Sauðárkróks á hinu sígilda og vinsæla harnalcikriti Thorbjörns Egners um Fólk og ræningja í Kardimommubæ. Aformað er að frumsýna verk- ið 15. nóvember. Kardimommubærinn hefur ekki áður verið sýndur á Sauðár- króki, en fyrir 10 árum var hann á fjölum Miðgarðs hjá Leikfélagi Skagfirðinga. Alls taka um 50 manns þátt í sýningunni, svo að hver fersentimetri á sviði og bak- sviðs í félagsheimilinu Bifröst verður sjálfsagt nýttur til hins ítr- asta. Það er Guðjón Ingi Sigurðs- son sem leikstýrir, en hann hefur tvisvar áður stjórnað uppfærslum hjá Leikfélagi Sauðárkróks. -þá Leikfélag Akureyrar: Einar Áskell á ferðalagi Halló Einar Áskell, barna- verða fyrir almenning svo og leikrit Leikfélags Akureyrar ár, hefur verið á ferðalagi um Norðurland að undanförnu. Að sögn Péturs Einarssonar leikhússtjóra hefur ferðin gengið stórslysalaust þrátt fyrir slæma færð í upphafi og vélar- bilun í langferðabfl. Einar Áskell er enn á flakki, en í byrjun nóvember fær akur- eyrsk æska að sjá þennan vin sinn á sviði. Halló Éinar Áskell verð- ur sýndur í grunnskólum Akur- eyrar en síðan í Samkomuhús- inu. Sýningarnar í Samkomuhúsinu börn á dagvistum bæjarins. Að vísu sagði Pétur Einarsson að ekki væri búið að ganga frá samn- ingum við Akureyrarbæ þar að lútandi. Vonandi geta öll börn séð Ein- ar Áskel, pabba hans og vininn Viktor, sprelllifandi á leiksviði. Sú upplifun hlýtur að vera dýrmæt. Soffía Jakobsdóttir leik- stýrir sýningunni en leikarar eru þau Skúli Gautason (Einar), Marinó Þorsteinsson (pabbi) og Arnheiður Ingimundardóttir (Viktor). Leikmynd gerir Guð- rún Sigríður Haraldsdóttir. SS Bjórínn mættur í þingsali Bjórinn er mættur í þingsali á ný. Þingmennirnir Jón Magn- ússon og Geir H. Haarde Sjálf- stæðisflokki, Guðrún Helga- dóttir Alþýðubandalagi og Ingi Björn Álbertsson Borgara- flokki hafa lagt fram frumvarp til breytinga á áfengislöggjöf- inni. Ef frumvarpið nær fram að ganga mun bruggun og sala á sterku öli verða leyfileg hér á landi. Samkvæmt nýlegri skoðana- könnun DV var meirihluti þing- manna, þ.e. þeir sem tóku afstöðu, hlynntur því að leyfa bjór hér á landi. Þar með er þó ekki sagt að frumvarpið komist í gegnum Alþingi í þetta skiptið. Sterk andstaða er gegn bjórnum frá mörgum þingmönnum og síð- ast þegar frumvarp var lagt fram um bjórinn var málið svæft í nefnd, jafnvel þó að þingmeiri- hluti hefði líklegast verið fyrir samþykkt þess. Dagur mun á næstunni ræða við þingmenn Norðurlands og spyrjast fyrir um afstöðu þeirra til þessa máls. AP Bifreiðagjaldið: Innheimtuseðlar hafa verið sendir út - Heimilt að fella niður gjald af bifreiðum öryrkja Eins og kunnugt er kváðu bráðabirgðalög um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem sett voru í júlí s.l., m.a. á um innheimtu bifreiðagjalds. Umrætt gjald ber að leggja á tvisvar á ári, í fyrsta sinn vegna síðari helm- ings þessa árs og nemur það 2 kr. á hvert kg af eigin þyngd bifreiða vegna hvers gjaldtíma- bils. Gjaldið getur þó aldrei verið lægra en 1000 kr. og ekki hærra en 5000 kr. Gjaldið skulu skráðir eigendur bifreiða greiða. Gjalddagi bifreiða- gjalds í ár er 15. október en eindagi 30. nóvember. Inn- heimtuseðlar hafa nú verið sendir gjaldendum. Bifreiðagjald ber að greiða af öllum bifreiðum sem ekki hafa verið afskráðar sem ónýtar á gjalddaga. Því ber samkvæmt framansögðu að greiða bifreiða- gjald af bifreiðum, þó svo að skráningarmerki þeirra hafi verið lögð inn hjá bifreiðaeftirliti vegna þess að ekki er fyrirhugað að nota þær í tiltekinn tíma. Mikið hefur borið á því að ónýtar bifreiðar hafi ekki verið afskráðar og eigendur þeirra því fengið kröfu um greiðslu gjaldsins. Af þessum sökum hef- ur verið ákveðið að falla frá inn- heimtu gjaldsins af þeim bifreið- um sem afskráðar verða sem ónýtar fyrir 1. nóvember n.k. Gjald af nýskráðum bifreiðum skal greiðast í hlutfalli við skrán- ingartíma þeirra á gjaldtímabil- inu og telst gjaldskyldan frá og með afhendingu skráningarmerk- is. Gjaldið skal þó reiknast fyrir heila mánuði þannig að 15 dagar eða fleiri teljast heill mánuður en færri dögum skal sleppt. Skv. ákvæðum bráðabirgðalag- anna er fjármálaráðherra heimilt að fella niður bifreiðagjald af bifreiðum í eigu öryrkja. Fjár- málaráðherra hefur ákveðið að nýta þessa heimild. í upphafi var ljóst að nokkur vandkvæði væru á því að framkvæma niðurfell- ingu þessa þar sem ekki er mögu- legt að greina á milli bifreiða í eigu öryrkja og annarra bifreiða í bifreiðaskrá Bifreiðaeftirlits ríkisins. Því var ekki hjá því komist að senda öllum bifreiða- eigendum innheimtuseðil. Hins vegar verður öllum innheimtu- mönnum ríkissjóðs á næstunni send skrá yfir örorkulífeyris- og örorkubótaþega í viðkomandi umdæmi ásamt fyrirmælum um að falla frá innheimtu bifreiða- gjaldsins af þeim sem þar er getið. Þeir sem rétt eiga á niður- fellingu bifreiðagjalds samkvæmt framansögðu vegna örorku geta því áður en langt um líður snúið sér til viðkomandi innheimtu- manns og fengið kröfuna um greiðslu gjaldsins feilda niður eða endurgreiðslu hafi þeir þegar greitt gjaldið. Loks skal þess getið að fjár- málaráðuneytið er í samráði við heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið að kanna möguleika á hækkun bifreiðakaupastyrks til öryrkja skv. reglugerð nr. 170/ 1987 í tilefni af nýlegri hækkun aðflutningsgjalda af bifreiðum. úr harðvið og plasti. Stærðir 90-100-110-140. Þrýstistangir. Ömmustangir. Byggingavörur Glerárgata 36. Sími 96-21400. ■hbhbhhhhhhhhhhhshhhbhhhh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.