Dagur - 26.10.1987, Side 11
26. október 1987 - DAGUR - 11
Valgerður H. Bjarnadóttir:
í okkar átt, bræður góðir!!
Áskorun eins og þá sem félagi
Þórarinn beinir til okkar norna í
Degi 20. október sl. á ég erfitt
með að standast. F>ó verð ég að
segja að þrátt fyrir að einhverjar
meinlokur hafi gert Þórarni erfitt
að skilja þennan þátt jafn/mann/
kvenréttindabaráttunnar hér í
bæ, þá sýnist mér og þóttist líka
vita fyrir að hann sé ekki sá full-
trúi karla sem erfiðast verður að
sannfæra. Þó efast ég um gildi
sannfæringar, þar sem sann-
leikurinn er aldrei einn.
Ef lítið hefur heyrst af víg-
stöðvum kvennabaráttu hér í bæ
um alllangt bil, þá er það vegna
þess að alla baráttu verður að
rækta hið innra, ekki síður en hið
ytra, en sú þróun sem á sér stað
innra með hverri manneskju er
hljóðlátur undirbúningur lúðra-
blásturs á borð við þann sem nú
hefur heyrst.
Eftir kröfugöngur 8. áratugar-
ins og fjöldahreyfingarnar í byrj-
un þessa áratugar, m.a. Jafnrétt-
ishreyfinguna og Kvennafram-
boðið, þar sem mestöll orka
kvenna beindist út á við þar til
við vorum að niðurlotum
komnar, var nauðsynlegt að
hlaða okkur sjálfar orku á ný. Nú
er sú orka að byrja að fá útrás.
Það er ekkert skrítið að sum-
um kunni að koma þessi nýja
útrás ókunnuglega fyrir sjónir.
Barnið hefur þroskast. Þórarni
finnst sorglegt að „málefna-
grundvöllur baráttunnar er
. . . dálítið skakkur og ótraust-
ur“. Eitt af því sem innri skoðun
kvenna hefur kennt okkur er, að
það sem er ótraust eða hverfult
er ekki endilega rangt. Hvað er
ótraust ef ekki líf kvenna? Og
ekkert er skakkt nema í saman-
burði við eitthvað annað og fer
alltaf eftir staðsetningu þess sem
á horfir. Frá sjónarhóli okkar
sem að þessari baráttu stöndum
er málefnagrundvöllurinn góður,
en hvorki réttur né skakkur. Við
getum skilgreint hann sem „rétt
kvenna til að velja það sem þær
vilja,“ og „rétt kvenna til að hafa
áhrif á eigið líf,“ og „vilja kvenna
til að hafa jöfn áhrif á við karla“
og „uppreisn kvenna gegn
(móður)lífi í karlveldi“. Þessi
grundvöllur hefur miklu fleiri
hliðar en tvær og a.m.k. rúmar
hann jafn/mann/kvenréttinda-
hliðarnar.
Ég verð að játa að ég geri mér
ekki fulla grein fyrir því hvað í
kröfum okkar og stefnu Þórarinn
Valgerður Bjarnadóttir.
er að gagnrýna. Ég geri ráð fyrir
að hann sé sammála okkur um að
ekki sé gott að „tómir (?) karlar“
fjalli um einstök mikilvæg mál,
hvorki þetta mál né önnur. Ef
það er mikilvægt fyrir karla sem
þurfa að leita hjúkrunar, að það
séu helst karlar „sem fara hönd-
um um hina viðkvæmari staði“
þeirra, því þá ekki að setja fram
slíka kröfu? Ég sé ekkert fárán-
legra við þá kröfu (ef hún er ein-
hverjum körlum mikilvæg) en þá
kröfu að hjúkrunarfólk eða raf-
virkjar hafi tilskilda menntun og
þekkingu til starfs síns.
Það sem er manneskjum mikil-
vægt er aldrei fáránlegt eða rangt
og leiðir ekki út í ógöngur í kerfi
sem er sniðið að þörfum fólksins.
Því miður búum við ekki við slíkt
kerfi. „Okkar“ kerfi er eingöngu
sniðið að þörfum lítils hóps fólks.
Þórarinn nefnir að aðeins ein
kona sé starfandi kvensjúkdóma-
læknir á íslandi og segir að „þessi
mannréttindi gætu því aldrei gilt
nema fyrir lítinn hluta íslenskra
kvenna". Þórarinn veit vel að ný
mannréttindi skapast ekki á einni
nóttu, og jafnvel bylting tekur
langan tíma og ber árangur. En
ef kona (Anna) hefði verið ráðin
í starfið á FSA, þá hefði þó á
einni nóttu tvöfaldast sá hópur
íslenskra kvenna sem notið hefðu
hins nýuppgötvaða réttar, innan
skamms bættist svo sú þriðja við
og þannig koll af kolli þar til öll-
um íslenskum konum þætti sjálf-
sagt að eiga val á kven-kvensjúk-
dómalækni. Öll þróun á sér upp-
haf en þróun er líka hægt að
hindra og það var gert í stjórn
FSA.
Ríkisstjórn okkar skrifar að
hún vilji vinna að því að konum
fjölgi í ábyrgðarstöðum og að
störf flokkist ekki í sérstök karla-
og kvennastörf. Samkvæmt því
væri rétt að ráða „konuna sem
sækir um héraðslæknisstöðuna á
Egilsstöðum“ ef hún væri hæf,
jafnvel þótt einhver karlumsækj-
endanna væri með „meiri“ starfs-
réttindi, mælt og metið á ein-
hverjum skala karlveldisins. Ef
ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar og
ég erpm sammála um þetta
atriði, þá finnst mér að við hljót-
um að vera á leið eftir margra
akreina þjóðvegi en ekki á villi-
götum.
Þórarinn og þið allir hinir!
Viljið þið sýna okkur konum þá
virðingu að hætta að segja okkur
hvað við eigum að segja? Þið
reitið okkur bara til reiði, jafnvel
- og kannski sérstaklega - ef þið
hnýtið „systur góðar“ aftan við
fyrirmælin.
Ég get/vil/ætla ekki að hlýða
þeirri skipun sem fram kemur í
grein Þórarins. Hvorki vil ég
„karla burt úr kvensjúkdóma-
lækningum“ eða nokkurri ann-
arri starfsstétt, né „hafna þeirri
stefnu að taka beri kynferði til
greina í mati á starfsréttindum“.
Karlar og konur eru ólík, með
ólíka reynslu. Það er mikilvægt
að sú reynsla sé nýtt og að hún sé
metin á báða bóga.
Hafi Anna ekki fengið barns-
burðarleyfi sín metin til starfs-
reynslu, þá var gróflega brotið á
henni og konum öllum. Engin
íslensk lög þekki ég sem mæla
fyrir um að barnsburðarleyfi
skuli ekki metið til starfsreynslu.
Hafi hún fengið þau metin, þá
var samt brotið á henni og okkur
öllum. Hún tafðist við mikilvæg
verkefni á meðan „keppinautur"
hennar var í óðaönn að afla sér
starfsréttinda. Hjá konum verður
meiri töf en hjá körlum við öflun
starfsréttinda, vegna þess að á
vissum skeiðum í lífi kvenna
finnst þeim mikilvægara að sinna
barneignum, umönnun barna og
innri þroska, en ytra bjástri og
titlaöflun.
Þessi „hliðarspor“ sem konur
taka oftar en karlar, eru afar
mikilvæg í þjóðfélagi þar sem
fæstir gefa sér tíma til umhugsun-
ar og upplifunar. Án þessara
hliðarspora værí ekkert þjóð-
félag, engir þegnar, ekkert líf.
Finnst ykkur „mótþróaseggir"
að rétt sé að refsa konum fyrir að
bera svona mikla umhyggju fyrir
ykkur og sjálfum sér?
lönaöarráöherra leggur
niður stóriðjunefnd
Iðnaðarráðuneytið hefur
undanfarin ár haft frumkvæði
um leit að erlendum samstarfs-
aðilum um stóriðju til nýtingar
innlendrar orku og eru nú sér-
staklega kannaðir möguleikar
á frekari uppbyggingu áliðnað-
ar í Straumsvík. Kanna þarf
möguleika á samstarfi við
erlenda aðila á öðrum sviðum
iðnaðar bæði í stærri og minni
fyrirtækjum.
Ráðuneytið mun því nú, að því
er þessi mál varðar, beina athygli
sinni að almennri þátttöku
erlendra aðila í atvinnulífinu
með áhættufjármagni í stað
lánsfjár og á hvern hátt ráðuneyt-
ið getur orðið að liði í þeirri
þróun.
Iðnaðarráðherra hefur því
ákveðið að leggja niður stóriðju-
nefnd, samninganefnd um stór-
iðju og frumkvæðisnefnd.
ráðuneytisins á þessu sviði og
hvernig því hlutverki skuli sinnt.
/----------------------------\
Jafnframt hefur iðnaðarráð-
herra ákveðið að skipa nefnd til
að athuga á hvern hátt iðnaðar-
ráðuneytið getur best stuðlað að
almennu samstarfi innlendra og
erlendra fyrirtækja og aukinni
erlendri fjárfestingu hér á landi í
því skyni að draga úr viðskipta-
halla við útlönd með auknum
útflutningi og minni innflutningi
og að draga úr þörf fyrir erlendar
lántökur með því að erlent
áhættufé komi í stað lánsfjár.
Nefndin á að gera tillögur um
hvert skuli vera hlutverk iðnaðar-
Ferðu stundum
á hausínn?
Hundruð gangandi manna slasast
árlega í hálkuslysum.
Á mannbroddum, ísklóm
eða negldum skóhlífum
ertu „svetlkaldur/köld".
Heímsæktu skósmiðinn!
dar°" J
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á fasteigninni Áshlíð 7, Akureyri, þingl. eig-
andi Friðrik Friðriksson, fer fram í dómsal embættisins Hafn-
arstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 30. október ’87 kl.
14.30.
Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Landsbanki
Islands.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á fasteigninni Bjarmastígur 15, 2. hæð,
Akureyri, þingl. eigandi Þorvaldur Aðalsteinsson o.fl., fer fram
í dómsal embættisins Hafnarstræti 107,3. hæð, Aureyri föstu-
daginn 30. október ’87 kl. 14.30.
Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Skúli Pálsson hrl.
og Benedikt Ólafsson hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninn Hafnarstræti 84, m.h., Akureyri, þingl. eigandi
Sigurður Einarsson, fer fram i dómsal embættisins Hafnar-
stræti 107,3. hæð, Akureyri föstud. 30. október ’87 kl. 15.15.
Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar, Trygginga-
stofnun ríkisins og Ólafur Gústafsson hrl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Grundargata 9b, Dalvík, þingl. eigandi Jóhanna
Helgadóttir, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107,
3. hæð, Akureyri föstud. 30. október ’87 kl. 15.00.
Uppboðsbeiðandi er Innheimtustofnun sveitarfélaga.
Bæjarfógetinn á Dalvík.
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á fasteigninni Litlahlíð 2c, Akureyri, þingl.
eigandi Haukur Guðmundsson, ferfram í dómsal embættisins
Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 30. október ’87 kl.
14.15.
Uppboðsbeiðandi er Innheimtustofnun sveitarfélaga.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Mánahlíð 3, Akureyri, þingl. eigandi Arnar M.
Friðriksson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107,
3. hæð, Akureyri föstud. 30. október '87 kl. 16.15.
Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Bæjar-
sjóður Akureyrar.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
áfasteigninni Óseyri 8, Akureyri, þingl. eigandi Norðurverk hf.,
fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð,
Akureyri föstud. 30. október '87 kl. 15.45.
Uppboðsbeiðandi er innheimtumaður ríkissjóðs.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Aðalstræti 14, e.h. að norðan, þingl. eigandi
Fríður Leósdóttir, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti
107, 3. hæð, Akureyri föstud. 30. október '87 kl. 14.45.
Uppboðsbeiðandi er Gunnar Sólnes hrl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Skarðshlíð 2h, Akureyri, þingl. eigandi Friðþjóf-
ur Sigurðsson, fer fram i dómsal embættisins Hafnarstræti
107, 3. hæð, Akureyri föstud. 30. október ’87 kl. 15.45.
Uppboðsbeiðandi er Skarphéðinn Þórisson hrl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.