Dagur - 26.10.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 26.10.1987, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 26. október 1987 Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Hafnarstræti 94, a-hl. viðb. að N., Akureyri, þingl. eigandi Flosi Jónsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 30. október '87 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlánasjóður og Bæjarsjóður Akur- eyrar. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Lyngholt 26, Akureyri, þingl. eigandi Jón Ás- mundsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 30. október ’87 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Hreinn Pálsson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Kaldbaksgata, skáli, E-, F-, G-hl., Akureyri, þingl. eigandi Bílasalan hf., fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 30. október ’87 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnaðarbanki (slands hf. og Iðnlána- sjóður. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Skarðshlíð 22e, Akureyri, þingl. eigandi Jóhanna Valgeirsdóttir, fer fram í dómsal emb- ættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 30. októ- ber '87 kl. 16.30. Uppboðsbeiðandi er Ólafur Axelsson hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Sólheimar v/Höfðahlíð, Akureyri, þingl. eigandi Ftegína Pétursdóttir, fer fram í dómsal embættisins Hafnar- stræti 107,3. hæð, Akureyri föstud. 30. október ’87 kl. 16.00. Uppboðsbeiðandi er Bæjarsjóður Akureyrar. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Smárahlíð 4f, Akureyri, þingl. eigandi Jón Pálmason, ferfram í dómsal embættisins Hafnar- stræti 107,3. hæð, Akureyri föstud. 30. október ’87 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka (slands, Bæjarsjóður Akureyrar, Gunnar Sólnes hrl., Sveinn Skúlason hdl., Gisli Baldur Garðarsson hrl., Baldur Guðlaugsson hrl., Gjaldskil sf„ Guðmundur Jónsson hdl. og Benedikt Ólafsson hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta, á fasteigninni Mælifell, Svalbarðseyri, þingl. eigandi Kaupf. Svalbarðseyrar, Svalbarðseyri, fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 4. nóv. kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru: Brunabótafélag íslands, Jón Finnsson hrl., Skiptaráðandi Húsavík. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Dr. Úlafur R. Dýrmundsson: Breyttir beitarhættir - bætt meðferð lands í þurrkunum í sumar urðu óvenjumiklar umræður um gróð- ureyðingu og landgræðslu. Málefnaleg umfjöllun um þessi efni er nauðsynleg og þegar mér var boðið að taka þátt í ráðstefnu sem samtökin Líf og land héldu um gróðureyðingu og land- græðslu í Reykjavík hinn 27. september í haust þáði ég það með glöðu geði. Þess ber að geta að öll erindin tíu sem flutt voru á ráðstefnunni voru gefin út í hefti sem er fáanlegt hjá formanni samtakanna, Herdísi Þorvalds- dóttur leikkonu. Erindi mitt er birt hér með leyfi hennar. Gróðurbreytingar eftir landnám Því verður ekki á móti mælt að gróðurfar hefur breyst og víða hafa gróðurlendi eyðst síðan landið byggðist. Umdeilanlegt er hversu mikil sú breyting hefur orðið og sömuleiðis hvort nú eyð- ist meiri gróður en nemur ýmiss konar ræktun og uppgræðslu. Við teljum okkur þekkja orsakir gróður- og jarðvegseyðingar sem eru fjölþættar og samverkandi, en mér virðist þó mikið vanta á að gróðursaga landsins hafi verið rannsökuð og skráð á viðunandi hátt. Ágiskanir og tilgátur eru orðnar að staðreyndum og tölum, alhæfinga og einfaldana gætir f sívaxandi mæli og oft virð- ist fræðimennskan víkja fyrir ýkj- um og áróðri. Helst hefur verið að skilja á umfjöllun ýmissa fjöl- miðla í sumar að gróðureyðing í landinu sé svo til öll af völdum sauðkindarinnar. Þá hafa ýmsir tengt þessi mál umræðum um tímabundin markaðsvandamál sauðfjárræktarinnar, oft af meira kappi en forsjá. Ég ætla að víkja sérstaklega að beitinni sem vissulega getur haft áhrif á gróðurfar og landgæði. Beitarhættir fyrr og nú Miklar breytingar hafa orðið á beitarháttum, einkum undan- farna þrjá til fjóra áratugi með tilkomu stórbættrar fóðuröflunar og vetrarfóðrunar. Fyrr á öldum gekk búfénaðurinn að mestu sjálfala, nautgripir, sauðfé, geit- fé, hross og jafnvel svín, og ætla má að sá gróður sem klæddi ísland við landnám hafi fljótlega látið á sjá. Þar við bættist skógar- högg, hrísrif, eldgos, harðindi og fleira. Þið vitið trúlega öll að árið 1979 var hið kaldasta sem komið hefur á þessari öld með 2,3°C meðalárshita. En vitið þið að heill áratugur á öldinni sem leið, árin 1859-1868, hafði nær sama meðalhita, 2,4°C? Þegar svo kalt er mörg ár í röð fer saman lítil spretta og minnkandi beitarþol og þá er hætta af völdum ofbeitar Augfysendur takið efiir! Augíýsingar þurfa að berast auqiýsinqadeiUi fyrir kL 12 dagirtnfyrir útgáfudag. í mámidagsbíað fyrir kL 12 föstudaga. SMrtíOTííi} AusiýsitvMíeiU- XKJvlyLjiÍ Strandgötu 3Í, Akurcyri sími 96-24222. mest. Ætla má að við slík skilyrði hafi beitin, einkum hin harða vetrarbeit, verið afdrifarík, sér- staklega í kjarr- og skóglendi. Vatn og vindar hafa síðan tekið sinn toll og gera enn, jafnvel á stöðum sem hafa verið friðaðir fyrir beit um áratuga skeið. En það er að sjálfsögðu ekki algilt lögmál að rofið land verði örfoka því að þess eru ýmis dæmi að rofabörð hafi gróið og lokast, jafnvel í beitilöndum. Andstæður og öfgar Flestar umræður og skrif um tengsl beitar og gróðureyðingar hér á landi hafa einkennst af öfgakenndum málaflutningi þar sem hið versta og besta er borið saman. Gróskumestu, friðuðu gróðurlendin eru borin saman við þau mest beittu og gróðursnauð- ustu, og bændum er oft stillt upp sem andstæðingum gróðurvernd- ar og skógræktar. Skoðanir eru vissulega skiptar og ljóst er að annars vegar er í landinu sá hóp- ur fólks sem hefur þá bjargföstu trú að öll beit sé skaðleg gróðri og hins vegar fyrirfinnast þeir bændur og hestamenn sem óttast sinumyndun og viðurkenna ald- rei ofbeit, a.m.k. ekki á eigin landi. Ég tel fráleitt að láta mál- flutning slíkra jaðarhópa ráða ferðinni því að hann er í senn óraunhæfur og skaðlegur öllum skynsamlegum úrbótum. Við skulum gagnrýna það sem miður fer en gera það með þekkingu og sanngirni að Ieiðarljósi. Eftir að hafa unnið við Ieið- beiningar um beit í réttan áratug tel ég mig geta fullyrt að skilning- ur og áhugi meðal bænda á gróð- urvernd fer vaxandi og yfirgnæf- andi meirihluti þeirra verðskuld- ar málefnalegar umræður um beitarnýtingu. Skemmst er að minnast jákvæðra viðhorfa í ályktunum frá aðalfundi Stéttar- sambands bænda sem haldinn var á Eiðum í byrjun þessa mánaðar. í öllum stéttum og hópum er mis- jafn sauður í mörgu fé. Ástand gróðurlenda er afar breytilegt, jafnvel innan hverrar sveitar, og bændur fella sig ekki við alhæf- ingar og sleggjudóma um heilar sýslur eða landshluta. Þeim sárn- ar þegar fjölmiðlarnir eru að hampa harðlínumönnum sem ekki virða samþykktir meirihlut- ans um gróðurverndaraðgerðir þvf að víða um land hafa hrepps- nefndir og upprekstrarfélög beitt sér fyrir margvíslegum umbótum í samvinnu við Landgræðslu ríkisins og Búnaðarfélag Islands. Má þar m.a. nefna seinkun upp- rekstrar á vorin, bætta dreifingu fjár um afrétti, breyttan gangna- tíma á haustin, takmarkanir eða algert bann gegn afréttarbeit hrossa og uppgræðslu á gróður- snauðu eða örfoka landi. Á nokkrum stöðum hefur verið gerð ítala, oftast að frumkvæði bænda sjálfra En vfícjum nánar að beitinni og áhrifum hennar því að mér finnst allt of lítill greinarmunur gerður á hóflegri beit og ofbeit. Hófleg beit Beitin er býsna flókið mál, en margir telja sig þó sérfróða í þeim efnum og ýmsar bábiljur eru á kreiki í hita umræðna. Þótt beit hafi áhrif á gróðurfar og geri það að jafnaði einhæfara er hægt að viðhalda býsna fjölbreyttum gróðri á hóflega beittu landi. Það er ofbeitin sem er skaðleg og get- ur átt þátt í gróður- og jarðvegs- eyðingu, einkum þegar gróður- skilyrði eru skert stórlega, t.d. vegna langvarandi kulda eða þurrka. Sums staðar sjáum við greinileg merki ofbeitar, t.d. við sumar afréttargirðingarnar og í nauðbeittum hrossahólfum. Beit- artilraunir sýna einnig glögglega hvað gerist við beit og vek ég sér- staklega athygli á sauðfjárbeitar- tilraun við Sandá á Auðkúluheiði í Austur-Húnavatnssýslu sem hefur nú staðið á annan áratug. í ofbeitta hólfinu er gróðurfar ein- hæft, hvergi sést víðir, fjalldrap- inn er ósköp rýr, lyngið er vesælt, mosinn er troðinn og annar gróð- ur að mestu uppurinn á haust- nóttum. Á hóflega beitta hólfinu, og enn frekar á því léttbeitta, er komin veruleg gróska í víðinn, fjalldrapinn dafnar vel, á lynginu þroskast ber og mikið af upp- skeru grasa og blómjurta er ósnert á haustnóttum. Lítill mun- ur er á léttbeitta hólfinu og hólf- um sem hafa verið friðuð um margra ára skeið. Við vitum líka að hægt er að græða upp örfoka eða gróðursnautt land með áburði og grasfræi þótt það sé beitt hóflega, en melgresi og lúp- ína eru viðkvæmari fyrir beit. Minnkandi beitarálag Þótt sauðfé og hross nýti meiri- hluta úthagabeitarinnar munar töluvert um hreindýrabeit og fuglabeit, einkum gæsa og álfta, á ákveðnum svæðum. Eftir að sauðfé fækkaði hefur hlutdeild hrossa aukist þannig að sumir telja að nú taki hrossin allt að því eins mikla beit í úthaga og sauð- féð. Núorðið er þó lítið um hross í afréttum, en sums staðar þurfa þau það mikla beit í heimalönd- um að bændur eru háðari afrétt- arbeit fyrir sauðfé en ella. Hross skipta því verulegu máli auk þess sem þau ganga öllu nær landi en sauðfé. Þótt hrossum fari nokkuð fjölgandi fækkar fénu það mikið að beitarálag í úthaga er nú mun minna en það var fyrir áratug og samfara tiltölulega hagstæðu tíð- arfari síðustu árin hefur mun minna borið á ofbeit en á árunum í kringum 1980. Áhrif ýmissa gróðurvemdaraðgerða eru einnig farin að segja til sín eins og áður var vikið að. Stefna Búnaðarfélags íslands Þar eð hross og sauðfé nýta eink- um úthagabeitina skiptir þróun þessara búgreina miklu máli svo og hestaeign þéttbýlisbúa. Ég nota hér tækifærið til að vekja athygli á því að stefna Búnaðar- félags íslands og búnaðarsam- bandanna í landinu, bæði í hrossarækt og sauðfjárrækt, sam- ræmist ágætlega sjónarmiðum gróðurverndar. Leiðbeiningar til bænda miðast við ræktunarbú- skap, að byggja fremur á arðsemi einstakra gripa en fjölda. Höfða- tölusjónarmiðið er orðið úrelt þótt enn sé það við lýði hjá fáein- um fjárbændum og allmörgum stóðbændum. Við stefnum áfram að aukinni frjósemi sauðfjár sem er virkasta leiðin til að auka arð- semina og hún stuðlar jafnframt að gróðurvernd því að þá þarf færri ær til að framleiða hvert tonn af dilkakjöti. í hrossarækt- inni kemur æ betur í ljós að gæð- in skipta mestu máli og með markvissu kynbótastarfi er að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.