Dagur - 26.10.1987, Síða 15
Sveit Steinars Skarphéðinssonar sigurvegari í Bændaglímunni. Þeir tapsárustu sögðu þá hafa unnið með svindli.
Friðrik J. Friðriksson, Sverrir Valgarðsson, Hreinn Jónsson, Steinar, Magnús Rögnvaldsson, Friðrik Haraldsson,
Hjörtur Geirmundsson og Guðmundur Sverrisson. Á myndina vantar Einherjann Stefán Pedersen.
Vertíöarlok að
Hlíðarenda
Það fór ekki hjá því að sumar-
ið 1987 liði eins og önnur, og
enn á ný er komið haust og
tími sumaríþrótta að baki.
Kylfingar í Golfklúbbi Sauðár-
króks héldu sitt lokahóf, sem
þeir kalla árshátíð, á dögunum
í golfskálanum að Hlíðarenda.
Þar voru afhent verðlaun fyrir
innanfélagsmót sumarsins og
menn minntust liðins sumars í
léttu máli.
Kristján Skarphéðinsson
veislustjóri gat þess í upphafi að
enginn hefði farið holu í höggi
þetta sumarið eins og Stefán
Pedersen hafði gert sumarið
áður. Fyrir það fékk Stefán inn-
göngu í Einherjaklúbbinn og
viðurkenningu frá viskífyrirtæk-
inu Jóhnny Walker Corporation.
Rakti Kristján sögu golfsins á
Sauðárkróki allt frá því að golf-
klúbburinn var stofnaður árið
1970 og menn byrjuðu að spila
niðri á söndunum norðan við
Tjarnartjörnina. Á þessum vor-
dögum golfsins á Króknum urðu
kylfingar að þola það að vera
slegnir í rot með kúlum félaga
sinna, vera barðir með kylfunum
og sitthvað fleira. Þessir byrjun-
arörðugleikar drógu kjarkinn úr
sumum og á tímabili mun aðeins
hafa sést til tveggja manna að
berjast niðri á söndunum, Krist-
jáns sjálfs og Friðriks Friðriks-
sonar læknis. Eftir nokkur ár nið-
ur frá var grundin við Skarð tekin
á leigu og þar voru fyrstu stór-
mótin haldin, Norðurlandsmót
og opin mót. Fyrir nokkrum
árum fékk síðan golfklúbburinn
úthlutað svæðinu á Hlíðarenda
og þótt þar hafi mikið verið gert á
síðustu árum er svæðið enn í
uppbyggingu.
Friðrik J. Friðriksson tók einn-
ig til máls og kvaðst ekki hafa
náð að fara holu í höggi þetta
sumarið þó að einu sinni hefi leg-
ið mjög nærri því á 6. braut Graf-
arholtsvallarins. Hins vegar hefði
hann skotið óvanalega mikið í
raflínur í sumar og sagðist ekkert
skilja í hvað þær þvældust alltaf
fyrir sér. Sitthvað fróðlegt kom
fram í máli Friðriks, þ.á m. gat
hann þess að fyrsta landsmótið í
golfi utan Reykjavíkur hefði ver-
ið háð í Skagafirði. Nánar tiltek-
ið á Vallabökkum lýðveldisárið
1944 og er það örugglega ekki á
vitorði almennings þar um slóðir.
Steinar Skarphéðinsson sem
fyrr um kvöldið hafði veitt við-
töku verðlaunum sveitar sinnar
fyrir sigur í Bændaglímunni, sem
háð var þá um daginn, tók til
máls og fór að afsaka val sitt á
mönnum í sveitina. En ef einhver
skyldi ekki vita það, þá eru í
bændaglímu skipaðir tveir bænd-
ur sem síðan kjósa í lið. Sagðist
Steinar aldrei fyrr hafa lent í
sigurliði í bændaglímu og þess
vegna hefði hann ekki viljað til-
teknum félögum sínum svo illt að
lenda mér sér í liði. En ekki var
svo að sjá að þeir hinir sömu
tækju þessar athugasemdir meira
en svo til greina.
Vitaskuld var lagið tekið að
Hlíðarenda, að sjálfsögðu í Hlíð-
arendakoti ásamt fleirum, við
stjórn hetjutenórsins Hreins
Jónssonar. Og þó að samkoman
hefði staðið fram eftir nóttu hefði
söngur og önnur ærsl notið sín í
golfskálanum, enda langt á næstu
bæi og búpeningur víðs fjarri.
-þá
Kári Valgarðsson í Bændaglímunni. Bakgrunnurinn er ekki dönalegur, sveiflan í lagi, en hvað gerðist? Þetta högg
réð þó engan veginn úrslitum í keppninni.
iittif Mi5£«,nNi'> MC ... .. ,t
26. október 1987 - DAGUR - 15
Prentum aUar tegundir
sjálflímandi merkimiða.
MIÐAR^
pi&Asr
HEIÐARLUNDI 7A • 600 AKUREYRI
SÍMI
96*26909
Einnig óáprentaðir límmiðar
í ýmsum stærðum.
Friðrik Ágústsson, prentari.
BORGARA
FLOKKURim
-ílokkur með framtíð
Fólk á aldrinum 16-32 ára athugið.
Unnið er að stofnun félags ungra borgara
í Norðurlandskjördæmi eystra.
Hafir þú áhuga á að starfa með okkur,
Þá vinsamlegast hafið samband við Guðna
í síma 25354 eftir kl. 19.00.
Undirbúningsnefnd.
Vegna aukinna umsvifa
óskum við eftir að ráða
menn til öryggisgæslu.
Um er að ræða hálfar vaktir frá kl. 21.00 til 02.00
viku í senn.
Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu
Securitas frá kl. 13.00 til 16.00 virka daga.
LYFTARAR
Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns-
og diesellyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur.
Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyft-
ara.
Varahluta- og viðgerðaþjónusta.
Líttu inn - við gerum þér tilboð.
Tökum lyftara í umboössölu. .
LYFTARASALAN HF. _________________||
Vatnagörðum 16. Símar 82770 og 82655.
u
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Skrifstofa
Framsóknarflokksins Akureyri
er í Hafnarstræti 90.
Opin mánudag til föstudags frá kl. 12-15 auk þess á
fimmtudögum frá kl. 17-19.
Sími 21180.
Starfsmaður er Úlfhildur Rögnvaldsdóttir.