Dagur - 18.11.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 18.11.1987, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 18. nóvember 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlH/ll: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), PÁLL B. VALGEIRSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, PÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF, Byggðamál - mál allrar þjóðarínnar Um síðustu helgi gengust Byggðastofnun og Sam- band íslenskra sveitarfélaga fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni „Hefur byggðastefnan brugðist?" Ráðstefnan var fjölmenn og þar voru flutt mörg fróðleg erindi um byggðaþróun og byggðastefnu. Málefnið sem um var fjallað er brýnt og varðar hag þjóðarinnar allrar. Byggðaþróunin á undan- förnum árum hefur vissulega verið mönnum áhyggjuefni. Hún hefur einkennst af miklum brott- flutningi fólks af landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins og fólksfækkun, jafnvel á stórum þéttbýl-! isstöðum. Orsakanna er fyrst og fremst að leita í breyttum atvinnu- og þjóðfélagsháttum. Fólki fækkar í frumvinnslugreinunum og horfur eru á að sú þróun haldi áfram enn um sinn. Aðlögun land- búnaðarframleiðslu að þörfum markaðarins hefur leitt af sér fækkun starfa og aukin tæknivæðing, t.d. í fiskvinnslu, hefur haft það sama í för með sér. Afleiðingin er minni þörf fyrir vinnuafl í þessum greinum. Á sama tíma hefur þeim fjölgað sem vinna þjónustustörfin en þau hafa að langstærstum hluta orðið til á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir þessar breytingar á atvinnuháttum, sem við óhjákvæmilega verðum að ganga í gegnum, er það alls ekkert lögmál að byggða- röskun sé óhjákvæmilegur fylgikvilli. Með því að treysta atvinnulíf úti á landsbyggðinni og draga úr einhæfni þess er auðveldlega hægt að snúa þessari óheillaþróun við. Stjórnvöld eiga að hafa frumkvæð- ið hvað þetta varðar en hafa ekki staðið sig sem skyldi, sérstaklega hvað varðar flutning þjónustu- starfa í opinbera geiranum af höfuðborgarsvæðinu í dreifbýlið. Lausnin á byggðavandanum felst í því að skila atvinnulífsbyltingunni, sem nú á sér stað í landinu, með öflugri hætti út á land. Um það ættu menn að geta verið sammála, þótt þá kunni að greina á um leiðir. Spurningunni um það, hvort byggðastefnan hafi brugðist, má svara á þann veg, að byggðastefnan sem slík hafi e.t.v. ekki brugðist, en vissulega verði stjórnvöld að gera betur ef duga skal. Á undanförn- um árum hefur gott starf verið unnið á ýmsum svið- um byggðamála. í því sambandi má t.d. nefna lang- tímaáætlun í vegamálum og lagningu sjálfvirks síma um állt land. Síst skal vanþakka það. En mörg verkefni bíða enn úrlausnar og sum hver þola enga bið. Það er fagnaðarefni að talsmönnum byggða- stefnu fjölgar jafnt og þétt. Mönnum er smám sam- an að verða ljóst að það er engra hagur að byggð raskist í landinu. Það er síst hagur þeirra sem á suð- vesturhorninu búa að öll þjóðin flykkist þangað. Þess vegna eru byggðamálin mál allrar þjóðarinnar — ekki bara landsbyggðarfólks. BB. Halldór Halldórsson yfirlæknir Kristnesspítala: Öldrunarþjónusta Þörf fyrir öldrunarþjónustu fer stöðugt vaxandi. Fólk verður mun langlífara og öldruðu fólki er stöðugt að fjölga og valda því ýmsar ástæður, t.d. mjög mikil lækkun ungbarnadauða, árang- ursrík meðferð margra smitsjúk- dóma bæði með bólusetningum og lyfjum, betri efnahagur og húsakynni, aukin almenn menntun, hreint drykkjarvatn og bætt næringarástand. í Evrópu- löndum er algengt að um 13-16% íbúanna séu 65 ára og eldri og þó að hlutfallið sé lægra hér á landi stefnir í sömu átt. Ýmsar þjóðfé- lagsbreytingar hafa einnig leitt til aukinna þarfa fyrir öldrunarþjón- ustu t.d. að fólk flytur úr sveitum í þéttbýli og þar með flyst vinnu- staður út af heimilinu, þar með talið að húsmæður vinna nú mun meira utan heimilis en áður og ef gamalmenni býr innan fjölskyld- unnar er það eitt heima meðan aðrir vinna úti. Gleymum því þó ekki að mikill meirihluti aldraðra er fullfrískt fólk, sjálfbjarga og margir vinnufærir til 75 eða jafn- vel 80 ára aldurs. Þarft væri að starfslok og eftirlaunaaldur yrði mun sveigjanlegri en nú er. Þó að enn sé lagaleg skylda að annast framfærslu foreldra sinna þegar þau eru ekki lengur fær um það sjálf er stöðugt vaxandi krafa á hið opinbera að annast meiri þjónustu við aldraða. Fram á síð- ustu ár hefur þessi þjónusta nær eingöngu verið vistun á sjúkra- húsum eða elliheimilum. Nú hef- ur þó fjölbreytni á þessu sviði aukist: Stöðugt meiri áhersla er lögð á heimaþjónustu sem bæði er talin eftirsóknarverðari fyrir neytandann og ódýrari fyrir þjóð- félagið heldur en stofnanavistun. Undir heimaþjónustu flokkast auk vitjana lækna, heimahjúkrun, sem er í höndum hjúkrunarfræð- inga og sjúkraliða og er fólgin í u.þ.b. einnar klst. heimsókn í hvert sinn til að veita aðstoð við t.d. böðun og að skipta á sárum, gefa lyf, fylgjast með andlegu og líkamlegu ástandi o.s.frv. Algengast er að hver einstakling- ur njóti slíkrar þjónustu aðeins einu sinni í viku eða á tveggja vikna fresti, í nokkrum tilvikum er um tvær til þrjár heimsóknir í viku að ræða en undantekning að fólk fái daglegar heimsóknir tímabundið. Vaktþjónusta heimahjúkrunar er ákaflega mik- ið öryggisatriði fyrir aldrað og sjúkt fólk sem dvelst í heimahús- um en slík þjónusta er kostnaðar- söm og er hvergi komin á hér á landi nema í Reykjavík. Undir heimaþjónustu flokkast einnig heimsending matar, aðstoð við að moka snjó og hirða garða og hjálp við heimilisstörf eins og tiltekt, hreingerningar og jafnvel matargerð o.fl. Þjónusta dvalarheimila aldr- aðra hefur orðið fjölbreyttari. Ekki er eingöngu um að ræða að fólk flytjist inn á dvalarheimili til að dvelja þar uns yfir lýkur, held- ur er víða farið að bjóða upp á skammtímavistanir svo og dag- þjónustu. Hratt vaxandi upp- bygging þjónustuíbúða fyrir aldr- aða dregur mikið úr þörfinni fyrir dvalarheimilispláss, því að það liggur í augum uppi að aldrað fólk getur mun lengur búið upp á eigin spýtur, ef það er í húsnæði sem hentar því vel og ef ýmiss konar aðstoð er auðfengin. Rekstur dvalarheimila er óhjá- kvæmilegur fyrir fólk sem er ekki lengur fært um að annast eigið heimilishald með aðstoð, en reksturinn er dýr og þess vegna nauðsynlegt að það verði bundið í lög, við endurskoðun laga um málefni aldraðra, að enginn fái pláss á dvalarheimili til frambúð- ar nema fyrir liggi faglegur úrskurður, t.d. öldrunarlækn- ingadeildar eða þjónustuhóps aldraðra, um að hann þarfnist þjónustu dvalarheimilis. Stöðugt fer vaxandi skortur á spítalaplássum fyrir hjúkrunar- sjúklinga og fram undir þetta hef- ur sá vandi eingöngu verið leyst- ur á þann gamaldags hátt að finna hjúkrunarsjúklingum pláss á hjúkrunardeild þar sem hann hefur síðan átt að liggja til ævi- loka. Þó er aðeins farið að bera á viðleitni til að taka upp hér á landi sömu vinnubrögð og gefist hafa vel í Skandinavíu, á Bret- landseyjum og víðar þar sem sér- menntuðum læknum, öldrunar- læknum, sérmenntuðu hjúkrun- arliði, sjúkraþjálfurum, iðju- þjálfum, félagsráðgjöfum og fleirum er falið að annast þessa þjónustu, a.m.k. yfirstjórn hennar. Ég held að ég geti ekki betur lýst árangri öldrunarlækn- ingadeilda en að lesa upplýsingar frá námskeiði sem ég sótti í Skotlandi en þar kom fram að af sjúklingum sem komu á öldrun- arlækningadeild í Glasgow á sl. ári höfðu 65% útskrifast, lang- flestir á eigin heimili, 23% látist á árinu en aðeins 12% þurft á plássi að halda til langdvalar. Þetta tekst með því að hafa full- komna rannsóknar- og meðferð- araðstöðu þar með talið endur- hæfingaraðstöðu. Endurhæfing fer fram á sjúklingum sem eru inniliggjandi eða koma á dag- deildir sjúkrahússins og eins er veitt bæði sjúkraþjálfun og iðju- þjálfun á heimili sjúklingsins sem eflaust er það eðlilegasta því áð markmiðið er að gera fólk fært um að bjarga sér sjálft á heimili sínu. Dagspítali. göngudeild og heimaþjónusta er óaðskiljanleg- ur hluti af þjónustu öldrunar- lækningadeildar. Mottóið er að bæta árin lífi frekar en að bæta Flug er hagkvæmasti ferðamátinn Föstudaginn 13. nóvember síð- astliðinn birtist í dagblaðinu Degi fréttapistill um fargjöld og kostn- að almennt við ferðalög milli landshluta. „Ódýrara fyrir hjón að taka leigubíl en að flj úga“ sagði í þriggja dálka fyrirsögn og síðan voru uppgefnar ýmsar töl- ur til samanburðar kostnaði hinna mismunandi ferðamáta. Þessar upplýsingar voru vill- andi og krónutölur rangfærðar, sennilega fyrir misskilning blaða- manns. í fréttinni var meðal ann- ars borið saman fargjald fyrir hjón með Flugleiðum frá Akur- eyri til Reykjavíkur og til baka, kr. 10.354, sem er fjölskyldufar- gjald, þar sem bóndinn borgar fullt fargjald en frúin 50%. Þetta er alveg rétt en síðan var sagt að leigubíll frá Akureyri til Reykja- víkur og til baka kostaði kr. 9.000, sem er ef til vill prentvilla, en bíllinn kostar í raun kr. 18.000 á dagtaxta og 50% til viðbótar á næturtaxta. Þessar upplýsingar hef ég frá bifreiðastöðvum bæði í Reykjavík og á Akureyri. En þetta verð er aðeins aðra leiðina fyrir hjónin, nema þau fari aftur norður með sama leigubílnum og borgi þá biðtíma, því að eitthvaö hljóta þau að stoppa í Reykjavík. Flug er ekki dýrasti ferðamát- inn og fyrir allan þorra manna Gunnar O. Sigurðsson. hagkvæmasti ferðamátinn vegna tímasparnaðar sem að hver og einn getur metið í krónutölum. Viö sem störfum við farþega- flutninga í lofti og aðra flugþjón- ustu, fáum að sjálfsögðu stund- um athugasenidir í eyru og fyrir- spurnir vegna hækkana fargjalda, enda eru verðlagsmál í landi voru ávallt á dagskrá. Undanfarin tvö ár hafa hækkanir fargjalda að mestu haldist í hendur við hækk- anir á framfærsluvísitölu en launavísitala hefur aftur á móti hækkað mun meira en flugfar- gjöld. Vissulega er eðlilegt að skoða verðsamanburð hinna mis- munandi þátta hér innanlands og þá ekki síður fróðlegt að gera samanburð á verðlagi hjá ná- grönnum okkar. Við skulum skoða flugfargjöld á stuttum flug- leiðum í nokkrum Evrópulönd- um miðað við fargjöld hér innan- lands. Þessi samanburður er gerður eins og fargjöld voru í síð- asta mánuði og kunna einhverjar breytingar að hafa orðið síðan. Ég set hér fram vegalengd í kílómetrum og verð í íslenskum krónum: km kr. Reykjavík-Akureyri 250 3.190 London-Liverpool 266 5.795 Kaupmannahöfn-Aalborg 239 2.847 Reykj avík-Sauðárkrókur 210 2.867 Helsinki-Pori 214 3.869 London-Manchester 243 5.897 Reykjavík-Húsavík 296 3.614 Glasgow-Stornaway 284 7.012 Oslo-Stavanger 304 4.368 Eins og sjá má eru flugfargjöld á íslandi alls ekki hærri að meðal- tali en hjá nágrannaþjóðum okk- ar og vil ég sérstaklega vekja athygli á að aðstæður á íslandi, bæði vcðurfar og ástand flug- valla, bjóða ekki upp á að far- gjöld séu lægri en annars staðar. Gunnar O. Sigurðsson. Höfiimlur er umdæmisstjóri Flugleiða á Norðurlaudi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.