Dagur - 18.11.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 18.11.1987, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 18. nóvember 1987 myndasögur dags ÁRLAND ... væri hægt a6 seaja aö hann veitti mér falska öryggiskennd, rétt eins og sumir drekka heilu bjór- ámurnar... og í öllum er ... sumt tólk tinnur hjá sér hvöt til að dansa steppdans á borðinu klukkan þrjú að morgni með leikfangahjálm barnsins á höfðinu ... en ég ... ég held á bangsan- BJARGVÆTTIRNIR Pú mátt trúa því að ég myndi viljá vita meira um þig dr. Livingstone... Það er leiðinlegt líka að ég skuli ekki vera Stanley frekar en Larry'" I Ha...Húmor í góóTT 1agi það líkar mér vel! Okkur á eftir að koma vel saman.'L, túra. Töfraglugginn í Töfraglugganum í dag kl. 18.00 birtist nýr gestur. Hann heitir Álfur Smári og er bróðir hennar Fjólu Rósar. Hann hefur komist að því að eitthvað spennandi er að gerast í Guggan- um og verður nú fróðlegt að fylgjast með hvern- ig honum og Grobba á eftir að semja. Margt skemmtilegt á eftir að gerast í næstu þáttum en þau systkinin Fjóla og Álfur munu heimsækja Grobba til skiptis. í hlutverki Álfs Smára er Hermann Páll Jónsson, Unnur Berglind Guðmundsdóttir leik- ur Fjólu Rós og Guðrún Marinósdóttir leikkona hann Grobba. Gengisskráning Gengisskráning nr. 218 17. nóvember 1987 Kaup Sala Bandaríkjadollar USD 37,270 37,390 Sterlingspund GBP 65,418 65,629 Kanadadollar CAD 28,309 28,400 Dönsk króna DKK 5,6977 5,7160 Norsk króna NOK 5,8076 5,8263 Sænsk króna SEK 6,1038 6,1235 Finnskt mark FIM 8,9624 8,9912 Franskurfranki FRF 6,4944 6,5154 Belgískurfranki BEC 1,0497 1,0531 Svissn. franki CHF 26,7687 26,8548 Holl. gyllini NLG 19,4927 19,5554 Vestur-þýskt mark DEM 21,9494 22,0200 itölsk líra ITL 0,02995 0,03004 Austurr. sch. ATS 3,1195 3,1295 Portug. escudo PTE 0,2717 0,2725 Spánskur peseti ESP 0,3260 0,3271 Japanskt yen JPY 0,27399 0,27488 írskt pund IEP 58,449 58,637 SDR þann 17.11. XDR 50,0309 50,1920 ECU - Evrópum. XEU 45,3222 45,4681 Belgískurfr. fin BEL 1,0451 1,0485 # Undariegar augiýsingar Pegar auglýsendum verður fótaskortur á tungunni getur útkoman oft orðið kostuleg. Mörg dæmí eru um slíkt á líðnum árum og yrði of langt mál upp að telja ef tina ætti allt til. Margir muna t.d. eftir versluninni sem auglýsti brúðarkjóla til sölu og jafnvel leigu. Auglýsingin hljóðaði eitthvað á þessa leið: „Ðrúð- arkjólar við ýmis tækifæri.“ XXXXX-búðin. Sérkennileg auglýsing, ekki satt? Eða liti það ekki hálf- asnalega út ef konur klædd- ust BRÚÐARKJÓLUM við ýmis tækifæri? # Notaöar kartöflur Nýlegri dæmi má nefna og er af nógu að taka. í öðrum dag- skrársneplinum sem gefinn er út á Akureyrl gat á dögun- um að Ifta smáauglýsingu sem vaktí mikla athygli. Þar voru auglýstar til sölu kartöfl- ur í miklu úrvali, en sérstak- lega var tekið fram að um NOTAÐAR kartöflur væri að ræða! Lesendur geta rétt ímyndað sér í hvaða formi slíkar kartöflur eru... Ritara þessara lína er mjög til efs að marga hafi fýst að koma höndum yfir þá „fæðu“. # Nýju fötin keisarans Enn eitt gullkornið birtist í skjáauglýsingum Sjónvarps- ins á fimmtudagskvöldið fyrir fréttir. t»ar auglýsti þekktur rakari í Reykjavík nýja gerð hártoppa, en fyrirtæki kapp- ans hefur einmitt sérhæft sig í innflutningi hártoppa af ýmsum stærðum og gerðum. I umræddri auglýsingu var ágæti hártoppsins tiundað með eftirfarandi orðum: „XXXXX-toppurinn. Hártopp- urinn sem enginn sér nema þú.“ (!) Varla eru margir tilbúnir til að greiða stórfé fyrir hártopp sem alls ekkí sést. Auglýs- andinn hefur hins vegar ef- laust meint að hártoppurinn væri það vel úr garði gerður að enginn sæi muninn á hon- um og eðlilegu hári. Ekki það að toppurinn sé gerður úr sama efni og nýju fötin keis- arans... En svona getur farið þegar menn vanda ekki nægjanlega til verka. BROS-A-DAG Nei, þetta er ekki um karlrembusvín. Þetta er bara um venjuleg svín.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.