Dagur - 18.11.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 18.11.1987, Blaðsíða 5
18. nóvember 1987 - DAGUR - 5 Halldór Halldórsson. árum við lífið. Menn leitast við að uppfylla óskir hvers og eins sem frekast má verða. Allir starfshópar eða starfsstéttir öldr- unarþjónustunnar eru virkir og ábyrgir og mikilvægt að fólk leggi sig fram. Segja má að ekki séu nein takmörk fyrir því upp á hverju starfsfólkið má finna því að allt sem því dettur í hug að reyna er leyfilegt ef því er ætlað að bæta líðan eða auka ánægju sjúklingsins. Maður á ekki að umgangast gamalt fólk með vork- unnsemi heldur sýna því virðingu og umgangast það sem jafningja því að þetta er úrvalið sem lifað hefur af meiri örðugleika en við e.t.v. nokkurn tímann kynnumst. Ég er oft kvíðinn yfir því að við höfum ekki unnið nægilega samræmdar áætlanir um fram- kvæmdir á sviði öldrunarþjón- ustu. í heilbrigðislögum er mikið talað um áætlanagerð. Varðandi öldrunarmálin held ég að okkur sé nauðsynlegt að reyna að gera t.d. 5 ára áætlun fyrir landið í heild og þarf þá að taka tillit til þess hver fjöldi aldraðra er áætl- aður á hverju landsvæði, telja saman dvalarheimilispláss og hjúkrunarpláss á hverju svæði og finna út einhvern staðal sem mið- aður væri við varðandi þörf fyrir dvalarheimilis- og hjúkrunar- pláss. semja reglur um verka- skiptingu sveitarfélaga og ríkis, hvetja til samvinnu sveitarstjórna í hverju læknishéraði eða jafnvel hverju kjördæmi. Og þegar slíkar samræmdar athuganir lægju fyrir væri auðveldara að áætla hve mikið þyrfti að byggja á hverjum stað bæði af dvalarheimilum og hjúkrunardeildum og þá væri einnig auðveldara að úthluta rétt- látlega fjárveitingum úr fram- kvæmdasjóði aldraðra. í sambandi við þann sjóð vil ég geta þess að ég hef aldrei heyrt nokkurn mann gagnrýna þá skattlagningu sem gengur beint í sjóðinn. Ég held að öllum skatt- greiðendum þyki þeim peningum vel varið og því væri óhætt að hækka skattinn. Meira hefur ver- ið gagnrýnt hve litlar fjárveiting- ar fást úr sjóðnum. Aldrei hef ég þó heyrt nokkurn mann halda því fram að peningarnir færu annað en til stofnana aldraðra. Framan af fór óeðlilega stórt hlutfall af úthlutunarfé til stofnana á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Þó held ég að úthlutanirnar eigi sínar skýring- ar því veitt var peningum í þær framkvæmdir sem þegar voru komnar af stað og svo til þeirra aðila sem duglegast gengu eftir að koma sínum framkvæmdum áfram. Smám saman hefur sjóð- stjórnin öðlast betra yfirlit yfir stöðu öldrunarþjónustu í hinum ýmsu landshlutum. Varðandi okkar kjördæmi ætti að vera auðvelt að fá upplýsingar um fjölda aldraðra í kjördæminu og hinum ýmsu byggðarlögum þess og éinnig spá um þróun fjölda aldraðra, a.m.k. fram til aldamóta. Eðlilegt væri að heil- brigðisráð kjördæmisins hefði forgöngu um áætlanagerð um þjónustu við aldraða. í mörgum tilvikum gæti verið eðlilegt að fela stjórn hverrar heilsugæslu- stöðvar að stjórna öldrunarþjón- ustunni í heilsugæsluumdæminu, en á stærri stöðum er líklegt að þörf þætti á að fela það verkefni sérstakri nefnd. Það er til mikils hagræðis að ein yfirstjórn sé yfir öllum þáttum öldrunarþjónustu í hverju heilsugæsluumdæmi. Sveitarstjórnirnar hafa samvinnu um rekstur heilsugæslustöðva og fer langbest á því að þær samein- ist einnig um öldrunarþjónust- una. Kanna þarf hvernig staðið er að því að veita heimaþjónustu og hvernig hún verður bætt og aukin í framtíðinni bæði heimilis- hjálp og heimahjúkrun. Skrá þarf niður hvað byggt hefur verið af þjónustuíbúðum aldraðra, hvaða íbúðir eru í byggingu og hver þörfin er í nánustu framtíð í hin- um ýmsu svæðum kjördæmisins. Sama gildir um dvalarheimili fyr- ir aldraða en mig grunar að við höfum nú þegar byggt nægilega mikið af dvalarheimilum í okkar kjördæmi fyrir nánustu framtíð. Öðru máli gegnir um pláss fyrir hjúkrunarsjúklinga. Því meiri fjölgun sem verður í elstu aldurs- hópunum því fleiri þurfa á plássi á hjúkrunardeildum að halda. Oft er talið að það þurfi 60-70 pláss á hjúkrunardeild fyrir hverja 1000 íbúa sem eru 70 ára og eldri. Einnig er til sú viðmiðun að það þurfi 100 pláss fyrir hverja 1000 sem eru 75 ára og eldri. Þörf fyrir hjúkrunarpláss er þó ákaf- lega mikið háð því hvaða önnur þjónusta stendur til boða. Þar sem fullkomin þjónusta öldrun- arlækningadeilda ásamt mikilli heimaþjónustu stendur til boða er þörf fyrir ævivistun á hjúkrun- ardeildum mun minni, en þar sem hvorki er um að ræða heima- þjónustu, endurhæfingu né félagslega aðstoð við að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft heima fyrir. í íslenskri heilbrigðisáætlun segir í markmiði 26: „Öldrunar- lækningadeildir í Reykjavík og á Akureyri hafi lykilhlutverk í sambandi við öldrunarmál en stefnt verði að því að vista aldr- aða sjúklinga á hjúkrunarheimil- um eða sjúkrahúsum í heima- byggð sinni.“ Ég byrjaði að skrifa um það 1983 að mikilvæg- asta framkvæmd á sviði öldrunar- mála á Norðausturlandi væri að koma upp öldrunarlækningadeild við sjúkrahúsið á Akureyri. Ekki virðist þó hilla undir stofnun slíkrar deildar. Heilbrigðisráð kjördæmisins þyrfti að ræða mikilvægi þess að koma slíkri deild á fót og taka afstöðu til þess hvort hún ætti að vera á FSA eða á Kristnesspítala. Þó álít ég mjög brýnt að ráða, helst strax á næsta ári, sérfræðing í öldrunarlækn- ingum til starfa á Akureyri. Þyk- ist ég sjá möguleika á þvf með því að hann hefði það sem aðal- starf til að byrja með að sinna læknisþjónustu á dvalarheimilun- um (Hlíð og Skjaldarvík) og þyrfti þá aðeins að fá leyfi fyrir 30% viðbótarstöðu við FSA, því að mikilvægt væri að hann starf- aði þar að hluta. Hann gæti þá einnig unnið að undirbúningi að stofnun öldrunarlækningadeild- ar. Nú síðastliðið 1-2 ár hafa að jafnaði verið um 30 hjúkrunar- sjúklingar á acutdeildum FSA og í heimahúsum sem beðið hafa eftir varanlegum plássum á hjúkrunardeildum og u.þ.b. álíka margir vistmenn dvalar- heimilanna hafa verið það hjálp- arþurfi að þeir hefðu frekar átt að vera á hjúkrunardeildum eða með öðrum orðum ófullnægð þörf fyrir hjúkrunarpláss hefur verið um 50-60. Þessu hefur að nokkru leyti verið mætt með því að setja á stofn hjúkrunardeild á Hlíð, stækka Sel við FSA, auka þjónustu við hjúkrunarsjúklinga í heimahúsum með aukinni heima- þjónustu og með auknum hvíld- arinnlögnum. í nóvembcr 1987. Halldór Halldórssun. Erindi flutl á kjördæmisþingi framsóknarmanna sem haldið var að Hrafnagili um síðustu helgi. Lærið í USA Pacific Lutheran University (PLU) er staðsettur í Tacoma, 60 km suður af Seattle á norðvesturströnd Bandaríkjanna. Skólinn var stofnaður af skandinavískum innflytjendum árið 1890 og hefur ávallt haldið sambandi við Norðurlöndin. Yfir 60 skandin- avar stunda nú nám við PLU. Námið inniheldur m.a. listir, viðskipti, hjúkrun, kennaramenntun, fjölmiðlafræði og íþróttir. Fulltrúi frá PLU mun halda 3 fræðslufundi á íslandi. Á Hótel Esju þriðjudaginn 17. nóvember og miðvikudaginn 18. nóvember. Á Hótel KEA Akureyri fimmtudaginn 19. nóvember. Fundirnir hefjast allir kl. 20.00. Allir velkomnir. PACIFIC LLJTHERAN UNIVERSITY Tacoma, Washington 98447 Framkvæmdanefnd um íbúðabyggingar fyrir aidraða og Félag aldraðra, auglýsa viðtalstíma Fulltrúar framkvæmdanefndarinnar og Félags aldraðra verða til viðtals í Húsi aldr- aðra um fyrirhugaðar íbúðir við Víðilund sem hér segir: Miðvikudaginn 18. nóv. frá kl. 17-18. Laugardaginn 21. nóv. frá kl. 17-18. Miðvikudaginn 25. nóv. frá kl. 17-18. Laugardaginn 28. nóv. frá'kl. 17-18. Fyrirspurnum einnig svarað í síma 22860 alla virka daga kl. 9-10. Framkvæmdanefndin og Félag aldraðra. Tilboð óskast í neðangreindar bifreiðar sem skemmst hafa í umferðar- óhöppum: Volvo 244 st.......... árg. ’80. Nissan Pulsar ........ árg. ’86. Mazda 929 ............. árg.’82. Bílarnir verða til sýnis í porti B.S.A. verkstæðisins fimmtu- daginn 19. nóvember. Tilboðum skal skila til Svanlaugs, fyrir kl. 16.00 sama dag. Almennar tryggingar. Nýkomið mikið úrval af eyrnalokkum. Einnig nýjar nælur, hálsfestar og fleira. Rúllukragabolir í 3 litum. jpVerslunin h únog I lann Sunnuhlíð 12, sími 22484. Tdsölu iðnaðarhúsnæði í Skála við Kaldbaksgötu. Húsnæðið er 60 fm að grunnfleti og auk þess með 40 fm velbúnu lofti. Aðrar upplýsingar á skrifstofu okkar. [cp KAUP-SALA FELL hf. Kaupvangsstræti 4 - Akureyri - simi 25455 Peysur, joggingpeysur, pils og fleira. TIL AFGREIÐSLU STRAX Flestar stærðir til afgreiðslu af lager. MJOG HAGSTÆTT VERÐ - GREIÐSLUKJÖR VIÐ ALLRA HÆFI KÖMysmHF Járnháls 2 Pósthólf 10180 110 Reykjavik Simi 83266 Söluumboð á Norðurlandi: Vélaval, sími 95-6118, Varmahlíð. Díeselverk, sími 96-25700, Akureyri. Kaupfélag Þingeyinga, sími 96-41444, Húsavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.