Dagur - 18.11.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 18. nóvember 1987
18. nóvember 1987 - DAGUR - 9
Svatfdœlinga samtökin
í Reykjavík 30 ára
Á þessu ári fagna Svarfdæl-
ingasamtökin í Reykjavík 30
ára afmæli sínu. Á hverju
hausti er haldin vegleg árshátíð
samtakanna sem verið hefur
ein aðaltekjulind þeirra. Á
þessa árshátíð fjölmenna
Svarfdælingar á höfuðborgar-
svæðinu og gjarnan bregða
norðanmenn sér suður yfir
heiðar til fagnaðar með sveit-
ungum sínum.
Síðastliðið laugardagskvöld
var haldið slíkt Svarfdælingamót
í Félagsheimilinu á Seltjarnar-
nesi. Hátíðin var fjölmenn að
vanda og fögnuðu Svarfdælingar
þessum merka áfanga í starfi
samtaka sinna. En áður en
skemmtuninni verða gerð skil er
rétt að rifja upp stofnun samtak-
anna fyrir 30 árum.
Svarfdælingar búsettir í
Reykjavík og nágrenni ákváðu
að koma saman til fundar þann
22. mars árið 1957 í því skyni að
ræða hugsanlegan félagsskap sín
á milli. A þessum fundi var kosin
undirbúningsnefnd sem kannaði
málin frekar en formlegur stofn-
fundur samtakanna var haldinn
26. nóvember 1957. Þar var
ákveðið að þessi félagsskapur
skyldi hljóta nafnið Svarfdælinga-
samtökin í Reykjavík.
Aðalhvatamaður að stofnun
þessara samtaka var Snorrí Sig-
fússon, fyrrverandi skólastjóri og
námsstjóri. Snorri varð fyrsti for-
maður félagsins en með honum í
stjórninni voru Gísli Kristjánsson
ritstjóri og Kristján Eldjárn
þjóðminjavörður og síðar forseti
íslands. Pessir menn unnu mikið
og gott starf í þágu félagsins en
einnig er vert að geta Egils
Júlíussonar sem starfaði með
þeim nánast frá stofnun félagsins
og varð síðar stjórnarmaður í
samtökunum.
Samkomugestir ganga að hlaðborðinu
Fjörug afmælishátið
Eins og áður segir var afmælis-
hátíðin síðastliðinn laugardag
fjölmenn og fólk í hátíðarskapi.
Veislustjóri var Gunnlaugur
Snævarr en hann hefur haft
veislustjórn á árshátíðum Svarf-
dælingasamtakanna með hönd-
um síðustu árin.
Kristján Jónsson, núverandi
formaður Svarfdælingasamtak-
anna í Reykjavík rifjaði upp
stofnun og starf samtakanna í 30
ár. Fyrir hönd stjórnar Svarfdæl-
ingasamtakanna færði Kristján
fjórum Svarfdælingum blómvendi
sem komið hafa að norðan á
árshátíð samtakanna síðustu
árin. Þetta eru þeir Sigurður
Marinósson, Eiður Steingríms-
son, Ríkharður Gestsson og
Hallgrímur Einarsson. Þeir félag-
ar færðu síðan samtökunum gjöf
í tilefni afmælisins, Svarfaðar-
dal, ljóð Hugrúnar, skorið út á
Starfsemin
í starfsreglum samtakanna segir
að þau séu stofnuð til kynningar
og skemmtunar og til að efla
tengslin við gamla heimahaga.
Ennfremur að ræða og vinna að
verkefnum sem varða svarf-
dælska menningu fyrr og nú.
Með öðrum orðum mætti ef til
vill segja að fyrir mönnum hafi
vakað félagsskapur sem stuðlaði
að eflingu kunningsskapur meðal
fólks af svarfdælskum uppruna
syðra, en væri þó jafnframt ætíð
til taks ef hann teldi sig geta lagt
einhverju því málefni lið sem
gömlu átthögunum væri til gagns
og sóma.
Starfsemi félagsins hefur verið
með nokkuð svipuðum hætti í
gegnum árin. Árshátíðin hefur
verið hápunktur starfsins og
Svarfdælingakórinn syngur. Stjórnandi og undirleikari er Kári Gestsson,
Fylgst með skemmtiatriðum. Næstur á myndinni er Gunnlaugur Snævarr, veislustjóri. Fyrir miðri mynd er Björn
Þorleifsson skólastjóri og oddviti I Svarfaðardal ásamt konu sinni.
einnig ein aðaltekjulindin. Þá réð-
ust samtökin í stórt verkefni sem
var að gefa út sögu Svarfdælinga,
tveggja binda ritverk sem að
kalla má sögu Svarfaðardals.
Strax í upphafi var áhugi fyrir
slíkri söguritun í stjórn Svarf-
dælingasamtakanna og var þessi
hugmynd í mótun allt fram til
ársins 1964 er ráðist var í sögurit-
unina. Stefán Aðalsteinsson
fræðimaður og ættfræðingur var
fenginn til að semja ritið og kom
fyrra bindið út árið 1976 en það
síðara árið 1978. Hér var á ferð-
inni mjög vandað ritverk, glöggt
dæmi um hvað öflugt félagsstarf
sem Svarfdælingasamtökin í
Reykjavík getur leitt af sér.
Þá hafa samtökin staðið fyrir
spilakvöldum og öðrum minní
samkomum á hverjum vetri auk
þess sem þau hafa einnig staðið
fyrir hópferðum félagsmanna
undanfarin 5 sumur. Hafa þessar
ferðir mælst vel fyrir og verða
vonandi einn fastaþáttur í félags-
starfinu á komandi árum.
tréplatta.
Hátíðarræðu kvöldsins flutti
Bjarki Elíasson, yfirlögreglu-
þjónn í Reykjavík. Bjarki rifjaði
upp bernsku sína í Svarfaðardal
og á Dalvík og minntist þá sér-
staklega minnistæðrar sumar-
dvalar á Grund.
Eitt og annað til að kitla hlát-
urtaugarnar var líka á afmælis-
skemmtuninni. Bjöm Þorleifs-
son, skólastjóri og oddviti í
Svarfaðardal flutti nokkra frum-
orta bragi og gamanmál, Atli
Rúnar Halldórsson rifjaði upp
bernskupör í Sláturhúsinu á
Dalvík, Svarfdælingakórinn söng
nokkur lög, eftirherma skemmti
gestum og fleira.
Eftir að samkomugestir höfðu
sungið og hlýtt á gamanmál var
tekið til við dansinn. Hljómsveit
Vilhelms Guðmundssonar lék
fyrir dansi og þurfti ekki að segja
fólkinu tvisvar að drífa sig á
gólfið. Dansinn var stíginn óspart
fram eftir nóttu og höfðu menn á
orði að hátíðin hefði tekist í alla
staði vel. JÓH
Sveinn Ganialíclsson.
Bjarki Elíasson flytur hátíðarræðu kvöldsins.
Ekki hægt að spá um
framtíðina
Átthagafélög eins og Svarfdæl-
ingasamtökin eru nokkur starf-
andi í Reykjavík. Þar er Eyfirð-
ingafélag, Eskfirðingafélag,
Þingeyingafélag o.s.frv. Því er
ekki að ástæðulausu að menn
deila um gildi þess að hafa svo
mörg félög starfandi og víst má til
sanns vegar færa að hagkvæmara
væri að hafa þessi félög færri og
stærri. „Auðvitað er heldur ekki
að vita hvernig starfsemi þessara
félaga verður eftir að okkar kyn-
slóð dregur sig út úr þessu starfi.
Það er ekki hægt að spá fyrir um
hvort unga fólkið vill taka við
þessum félagsskap og halda hon-
um uppi. Þó höfum við ekki
ástæðu til að örvænta vegna þess
að ungt fólk hefur verið duglegt
við að mæta á árshátíðir hjá
Svarfdælingasamtökunum og
sýnir því mikinn áhuga að halda
félaginu gangandi," segir Sveinn.
- Hversu fjölmennur félags-
skapur eru Svarfdælingasamtökin
í Reykjavík?
„Ætli að það séu ekki 200-300
manns á félagaskrá. Þetta er allt
fólk sem er úr Svarfaðardalnum,
flestir fæddir og uppaldir þar.“
- Hvert hefur aðalstarfið
verið?
„Starfið hefur að mestu snúist
um að halda samkomur t.d. kaffi
fyrir aldraða, basar, spilakvöld,
árshátíð og þess háttar. Síðan er
náttúrlega saga Svarfdælinga
stærsta verkefni sem samtökin
hafa ráðist í. Kristján Eldjárn og
Snorri Sigfússon voru aðalhvata-
menn að því að ráðist var í þetta
stórverkefni og þeir fylgdu því
eftir að þetta ritverk var gefið út.
Loks hefur félagið gert mikið
af því að styrkja ýmsa hluti í
heimabyggðinni. Þannig hefur
félagið styrkt minjasafnið sem nú
er verið að opna á Dalvík og
einnig stóð félagið fyrir fjársöfn-
um til styrktar byggingu Dvalar-
heimilis aldraðra á Dalvík. í
heild tókst okkur að safna um
einni milljón króna.“
Samhjálpin rík í
Svarfdæiingum
Að halda úti stórum félagasam-
tökum á höfuðborgarsvæðinu er
ekki einfalt mál. Þetta kostar
mikla vinnu þeirra sem í stjórn
félaganna eru á hverjum tíma því
að oftar eru það stjórnarmenn
sem mest mæðir á. En félagi eins
og Svarfdælingasamtökunum í
Reykjavík væri ekki hægt að
halda gangandi ef ekki væri vilji
hjá fólkinu fyrir hendi. Ég spurði
Svein hvað hann teldi valda því
að Svarfdælingar í Reykjavík
halda svo mikið saman sem raun
ber vitni.
„Já, þetta getur til dæmis kom-
ið til af því að byggðin í Svarfað-
ardal var þétt og fólk þekktist
vel, eins og reyndar er enn þann
dag í dag. Samhjálpin er nokkuð
rík í Svarfdælingum og ég mundi
telja að þessi tvö atriði eigi
stærstan þátt í hve Svarfdælingar
halda vel saman hér á höfuðborg-
arsvæðinu.
Annars er líka gott samband
milli fólks utan við starfsemi sam-
takanna. Fólk kemur saman í
heimahúsum og með þessu móti
viðhelst kunningsskapurinn og
fólk heldur sambandi sín á milli.“
- Hvað með aðsetur fyrir sam-
tökin hér í Reykjavík?
„Við höfum aldrei haft fast
aðsetur hér í Reykjavík. Stjórn-
arfundir eru oftast haldnir heima
hjá formanninum en við leigjum
húsnæði undir þær skemmtanir
sem við höldum,“ sagði Sveinn
Gamalíelsson að lokum. JÓH
Fastagestir að norðan hciðraðir. Frá vinstri: Sigurður Marinósson, Ríkharður Gestsson, Hallgrímur Einarsson og Eiður Steingríms-
son. Kristján Jónsson í ræðustólnum.
Kristján Jónsson formaður Svarfdælingasamtak-
anna í ræðustól.
Sveinn Gamalíelsson er einn
þeirra burtfluttu Svarfdælinga
sem starfað hafa í Svarfdæl-
ingasamtökunum í Reykjavík
um alllangt skeið. Sveinn er
fæddur á Hamri árið 1910,
sonur hjónanna Gamalíels
Hjartarsonar og Sólveigar
Hallgrímsdóttur. Sveinn flutt-
ist 11 ára að Skeggstöðum þar
sem hann ólst upp. Til Reykja-
víkur flutti Sveinn áríð 1934 en
í Svarfdælingasamtökunum
hefur hann verið síðan árið
1976. Þá kom hann á sitt fyrsta
spilakvöld hjá samtökunum og
eftir kvöldið var hann orðinn
stjórnarmaður, sér sjálfum
mest á óvart.
„Ég kom þarna eitt kvöld á
spilakvöld hjá samtökunum í
Óddfellowhúsinu. Ég ætlaði bara
á spilakvöld eins og gengur en þá
átti að vera aðalfundur samtak-
anna um leið. Þá voru í stjórninni
þeir Snorri Sigfússon, Gísli Krist-
jánsson og Kristján Eldjárn. Ég
hafði sáralítið starfað í Svarfdæl-
ingasamtökunum fram að þessu
en á þessum fundi var farið að
kjósa í stjórn og það atvikaðist
þannig að ég var kjörinn í stjórn
eftir að Gísli Kristjánsson hafði
stungið upp á mér til kjörs. Þarna
var ég kosinn í stjórn og nokkr-
um dögum síðar var ég settur for-
maður sem ég var næstu sex
árin,“ segir Sveinn.
„Samhjálpin er rík í
Svarfdælingumu
- rætt við Svein Gamalíelsson,
fyrrverandi formann Svarfdælingasamtakanna í Reykjavík