Dagur - 24.11.1987, Page 3
24. nóveitiber 1987 - DAGUR - 3
Félagsmálaráðuneytið:
Hagur sveitarfélaga
ætti að batna
verulega á næsta ári
„Félagsmálaráðherra hefur
gefið út reglugerð um inn-
heimtuhlutfall útsvars 1988.
Samkvæmt henni verður inn-
heimtuhlutfall útsvars í stað-
greiðslukerfi opinberra gjalda
6,7% á árinu 1988. Samband
íslenskra sveitarfélaga gerði
tillögu um að innheimtuhlut-
fallið yrði 7,5%. Ef farið hefði
verið eftir þessari tillögu hefði
það þýtt mjög mikla hækkun á
raungildi útsvara milli áranna
1987 og 1988 og verulega
aukna skattbyrði,“ segir í
fréttatilkynningu frá félags-
málaráðuneytinu.
„Þótt ekki sé nú fallist á ýtr-
ustu kröfur sveitarfélaganna í
þessu efni, þá felur ákvörðunin
um 6,7% innheimtuhlutfall í sér
að hagur sveitarfélaganna ætti að
batna verulega á næsta ári, en á
því er full þörf. Mikil verðbólga
um langt skeið hefur komið illa
niður á sveitarfélögunum og fjár-
hagsstaða margra þeirra er nú
mjög slæm.
Jafnframt því sem sveitarfélög-
in fá verulega auknar tekjur á
næsta ári næst sá mikilvægi áfangi
að gildasti tekjustofn þeirra
útsvörin, verður verðtryggður.
Við 6,7% útsvarsálagningu
verða áætlaðar tekjur sveitarfé-
laganna af útsvari um 9.290 m.
kr. í stað 7.235 m. kr. 1987 sem
er hækkun um 28,4% milli ára.
Útsvarstekjur sveitarfélaganna
gætu samkvæmt því aukist um
750 m. kr. að raungildi frá 1987
til 1988.
Á þessu ári nam álagt útsvar
um 7,2 milljörðum króna sem er
um 5,5% af áætluðum tekjum
einstaklinga á árinu, en til
samanburðar má nefna að skatt-
byrði útsvars 1986 var um 5,7%.
Við 6,7% innheimthlutfall er
áætlað að skattbyrði álagðs
útsvars verði um 6% af áætluðum
heildartekjum einstaklinga á
næsta ári, sem er minni skatt-
byrði en að var stefnt á þessu ári,
en þá var hún áætluð 6,2%.
Rétt er að benda á að þrátt fyr-
ir nokkra hækkun útsvara bitnar
hún ekki á fólki með lágar tekjur.
Nú er t.d. reiknað með að rúml.
40.000 kr. mánaðartekjur ein-
staklings verði innan skattleysis-
marka.
Viðgerð á
Kolbeinsey lokið:
Frábær
þjónusta í
Slippstöðinni
Um kl. 17 á fimmtudag lauk
viðgerð á Kolbcinsey ÞH-10
hjá Slippstöðinni á Akureyri.
Skipið hélt til veiða á föstu-
dagskvöld og tafðist því aðeins
um fjóra sólarhringa frá veið-
um, eða mun styttri tíma en
reiknað var með í upphafi.
Eins og greint var frá í Degi sl.
þriðjudag bilaði annað togspil
skipsins á laugardagskvöld og
hófst viðgerð í Slippstöðinni á
mánudagsmorgun. Þar unnu 14
menn til skiptis á vöktum allan
sólarhringinn og tóku þeir upp
báðar togvindur skipsins. Áhöfn-
in á Kolbeinsey lofar mjög vinnu-
brögð Slippstöðvarmanna . og
finnst að hér hafi verið um frá-
bæra þjónustu að ræða. IM
í tengslum við ákvörðun um
innheimtuhlutfall útsvars leggur
félagsmálaráðherra áherslu á
eftirfarandi þrjú atriði:
1
Staðgreiðslukerfinu fylgir óhjá-
kvæmilega nokkur óvissa fyrir
sveitarfélögin. Ráðuneytið mun
því leggja áherslu á að fylgjast
með framvindu þessara mála á
árinu 1988 í samvinnu við Sam-
band ísl. sveitarfélaga og leita
leiða til að bregðast við ef ríkar
ástæður verða fyrir hendi.
II
Félagsmálaráðherra telur að það
fyrirkomulag sem nú gildir um
ákvörðun á innheimtuhlutfalli
útsvars sé ekki í samræmi við
yfirlýst áform um aukið sjálfstæði
sveitarfélaganna og ákvörðunar-
vald um eigin tekjustofna. Ráð-
herra .nun því beita sér fyrir því
að ákvörðun og ábyrgð á inn-
heimtuhlutfallinu verði færð til
sveitarfélaganna sjálfra.
III
Við skil á staðgreiðslufé á næsta
ári verður sveitarfélögunum
tryggð sama útsvarsinnheimta að
raungildi og verið hefur undan-
gengin ár. Er þetta gert til að
eyða þeirri óvissu sem sveitarfé-
lögin telja að breyting á inn-
heimtukerfinu hafi í för með sér.“
„A sjó . . .“ Hann Þorvaldur Halldórsson hefur engu gleymt. Nú heillar
hann karla og konur - og þó einkum konurnar - þar sem hann syngur gömlu
góðu slagarana í Sjallanum, en Þorvaldur kemur fram í Stjörnum Ingimars
Eydals í 25 ár. Mynd: TLV
Háskóli íslands:
Samstarf við
japanskar
mennta-
stofnanir
Fimmtudaginn 12. nóvember
sl. var undirritaður samstarfs-
samningur milli Háskóla
íslands og Dohto University
og Dohto College í Japan. Af
því tilefni heimsóttu dr. Jun
Sakurai rektor Dohto Univer-
sity og Noriaki OKajima yfir-
maður alþjóðaskrifstofu
háskólans, Háskóla íslands.
í samningnum er gert ráð fyrir
gagnkvæmum skiptum á kennur-
um og sérfræðingum, samvinnu á
sviði rannsókna og reglulegu
upplýsingastreymi milli háskól-
anna.
Tvær megindeildir eru starf-
ræktar við Dohto University;
velferðarmáladeild (Faculty of
Social Welfare) þar sem lagt er
stund á kennslu í tengslum við
félagslega þjónustu af ýmsum
toga, og listadeild (Faculty of
Fine Arts) en deildin skiptist í
hönnunarbraut og arkitektúr-
braut. Við Dohto College eru
einnig starfræktar tvær deildir;
stjórnunardeild (Department of
Management) og arkitektúrdeiid
(Department of Architecture).
Af hálfu Dohto University var
samstarfssamningurinn undirrit-
aður af dr. Jun Sakurai rektor við
Dohto University og fyrir hönd
Háskóla íslands undirritaði dr.
Sigmundur Guðbjarnason
rektor, samninginn.
áböfamanmm
Stór-
ojslattwr
Tiíboðið
stenáur
tííjók á
ouu