Dagur - 24.11.1987, Page 4

Dagur - 24.11.1987, Page 4
4 - DAGUR - 24. nóvember 19é7 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), PÁLL B. VALGEIRSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Unglingar og íþróttir Margt hefur verið skrafað og skeggrætt um æsku þessa lands. Fjölmiðlar hafa verið fremur duglegir við að birta neikvæðar fréttir um börn og unglinga - mun minna hefur farið fyrir jákvæðum og upp- byggilegum fréttaflutningi. Þannig hafa flestir fjöl- miðlar varið litlum tíma og fáum dálksentimetrum í frásagnir af íþróttum barna og unglinga. Ástæðan er eflaust sú að ekki er um að ræða lið sem eru komin í „merkileg" úrslit ef svo mætti segja. Tugir þúsunda barna og unglinga taka þátt í íþrótta- starfi á vegum ungmenna- og íþróttafélaga og væri vel ef fréttaflutningur á þessu sviði yrði aukinn til muna. Það er ekki að ástæðulausu sem rétt er að herða áróðurinn fyrir því að enn fleiri krakkar taki þátt í íþróttum. Fyrir utan þá staðreynd að þeir fá stælt- ari og heilbrigðari líkama er ljóst að unglingar sem eru í íþróttum reykja mun síður en aðrir og hið sama má segja um notkun áfengis. Þórólfur Þórlindsson, prófessor, hélt erindi á ráð- stefnu Ungmennafélaga íslands fyrir skömmu þar sem hann fjallaði um þessi mál. Hann sagði meðal annars: „Bæta þarf aðstöðu til íþróttaiðkunar og brýnt er að unglingum sé sköpuð aðstaða til þess að stunda íþróttir. Það þarf að styrkja íþróttafélög- in verulega eigi þau að hafa bolmagn til þess að sinna þeim fjölda unglinga sem með þeim vill starfa. Þá blasir það við að mikið vantar upp á að þeim sem vilja stunda íþróttir utan íþróttafélaga sé sköpuð sú aðstaða sem þarf. Gera má allt íþróttastarfið áhrifameira í barátt- unni gegn ávana- og fíkniefnum með þvi að fá þjálfara og leiðbeinendur barna og unglinga til þess að fræða þau markvisst um skaðsemi ávana- og fíkniefna í daglegu starfi sínu við þjálfun íþrótta. Afreksmenn í íþróttum, sem eru fyrirmynd ungl- inga í mörgu, gætu haft mikil áhrif með því að láta til sín taka í baráttunni gegn ávana- og fíkniefnum. Hér má minna á auglýsingu Kristjáns Arasonar og félaga í „reyklausa liðinu". Rannsóknir benda til þess, að beita megi íþrótt- um meira í endurhæfingu og meðferð þeirra sem hafa lent í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu. Því væri rétt að kanna hvort meiri áhersla á íþróttir í slíku endurhæfingarstarfi skilaði ekki betri árangri en nú næst.“ Þessi orð prófessorsins eru þörf á þeim tíma þeg- ar rætt er um að skera niður framlög til íþrótta- mála. Ef rétt væri á málum haldið ætti að stórauka framlögin og fá þannig enn fleiri börn og unglinga til að leggja stund á íþróttir og heilbrigt líf. Vel má vera að íslendingar hafi offjárfest í fiskiskipum og íbúðarhúsum - en það verður ekki hægt að segja um þá að þeir hafi eytt um of í málefni sem snúa að börnum og unglingum. ÁÞ. Heimsókn í núllbekk: Þau voru dugleg og áhugasöm krakkarnir í núll-bekk eftir hádegi í Barnaskóla Akureyrar sem Dagur heimsótti á dögun- um. í þessum bekk eru tuttugu og tvö börn frá klukkan 12.50 til 15.15 og heitir kennarinn þcirra Svanhildur. Helmingur barnanna kemur í skólann um hádegi og er til klukkan fimm. Eftir skólann eru þau í gæslu á vegum skólans en um hana sér Halla, sem er fóstra. Halla er líka meö Svanhildi í tímum hjá krökkunum. En hvernig krökkunum í skólanum? Fyrst fyrir svörum var hún Aníta og sagði hún að sér þætti mjög gaman í skólanum og skemmtilegast væri að teikna. „Það er samt leiðinlegt í frímín- útunum því þá eru strákarnir allt- af að elta okkur. Þeir meiddu mig í bakinu í gær,“ sagði hún. Með Anítu á borði voru þau Vala, Sigrún Ella, íris og Jói. Stelpurn- ar sögðu að Jói væri besti strákur- inn í bekknum en hann sagði að sér þætti skemmtilegast í frímín- útunum. Bjarni Þór og Mattías voru að púsla. Bjarni Þór var með mynd af andafjölskyldu, allt frá því ungarnir koma úr eggjunum þar til þeir verða fullvaxnir. Mattías var með svampmót sem voru mis- Börnin tóku lagið áður en þau fóru Þau kepptust við að teikna myndir af munandi að lögun. Hann vissi mun á öllum lögunum allt frá þríhyrningum að sexköntum. Strákarnir voru sammála um að skemmtilegast væri í frímínútun- um því þá væru þeir að elta stelp- urnar. Á næsta borði voru þeir Manni, sem var að gera hveiti- mynd, Valdimar sem hafði búið til geimskutlu úr mynd sem hann hafði lokið við að teikna, Víðir Orri sem var að púsla og Birgir út í frímínútur. BéTveim sem sagan var um. sem teiknaði. Manni, Valdimar og Víðir sögðu eins og hinir strákarnir að það væri mjög gam- an að elta stelpurnar í frímínút- unum en Birgir var ekki sam- mála. „Birgir er nefnilega með stelpunum í liði,“ sögðu þeir. „Jói er líka með þeim í liði og svo er hann skotinn í stelpunum." Nú tilkynnti Svanhildur kenn- ari, að hún ætlaði að halda áfram að lesa söguna um Bé Tvo og að hún myndi ekki sýna þeim mynd- irnar. Þau ættu nefnilega sjálf að teikna mynd eftir sögunni. Fljót- lega þögnuðu krakkarnir og hlustuðu af eftirvæntingu. Sum þeirra héldu áfram að vinna sín verkefni eins og þeir Ármann og Egill sem voru að flokka tölur. Þeim gekk það vel og voru greini- lega mjög duglegir. Ármann sagði að sér þætti skemmtilegast þegar þau mættu leika sér í dót- inu í hillunum og Egill var hon- um sammála. „Það er nú líka skemmtilegt að stríða stelpunum í frímínútunum, sérstaklega Anítu af því að hún hleypur líka á eftir okkur," sagði Ármann. Bjössi hafði hins vegar áhuga á að líta aðeins á myndirnar í bók- inni hjá Svanhildi og skreið upp í fang hennar þar sem hann fékk að sitja meðan lesturinn stóð yfir. Að lestrinum loknum, kom Jói fyrstur til Svanhildar með þessa Mest gainan að elta stelpnmar - sögðu strákamir en stelpumar vom ekki alveg á sama máli Vala, Jói, Aníta, Sigrún Ella og íris voru flest að vinna hveitimyndir. Myndir: VG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.