Dagur - 24.11.1987, Síða 6
6 - DAGUR - 24. nóvember 1987
Hefur byggðastefnan brugðist?
Ráðstefna um byggðamál á Selfossi 13.-14. nóv. 1987
Guðmundur Stetánsson, landbúnaðarhagfræðingur:
Strjálbýli á krossgötum
Þegar rætt er um málefni
strjálbýlis hér á landi er oft-
ast átt við landbúnað, enda
er langmestur hluti alls
atvinnulífs og búsetu í
strjálbýli nátengdur land-
búnaði. Flestir eru sammála
um að við mikla erfiðleika sé
að etja í íslenskum landbún-
aði um þessar mundir, en er
rétt að hafa í huga, að á þeim
bænum hafa menn séð hann
svartan áður. Yerðfallið sem
varð á íslenskum landbúnað-
arafurðum í kjölfar heims-
kreppunnar miklu upp úr
1930 og fjárpestirnar 15, 20
árum síðar, einkum mæði-
veikin, og niðurskurður á
sauðfjárstofni landsmanna í
kjölfar þeirra, voru erfíð-
leikar sem víst má mæla við
þá sem nú er við að etja. Ef
til vill voru þeir erfiðleikar
og þau vandamál sem þá var
við að glíma enn alvarlegri
vegna þess að landbúnaður-
inn gegndi á þeirn árum enn
veigameira hlutverki í þjóð-
arbúskap íslendinga en hann
gerir nú. Þó að varlega verði
að fara í að Ieita lausna á
aðsteðjandi vanda í fortíð-
inni, þá er engu að síður
athyglisvert, að þau tvö erfið-
leikatímabil sem nefnd voru
hér að framan, eiga a.m.k.
eitt sameiginlegt. Á þeim
vandamálum sem við var að
glíma var tekið með
ákveðni, fórnir færðar og
vafalaust oft gengið nærri
ýmsum, en landbúnaðurinn
kom sterkari frá erfiðleikun-
um en hann hafði verið áður
og uppgangstímabil fylgdu í
kjölfarið. Nú segja eflaust
sumir að þá hafi verið aðrir
tímar, en ég held að það séu
lítil rök. A þeim tíma var
vandinn viðurkenndur, ráð-
ist að meinunum og erfið-
leikarnir leystir. Það ætti
einnig að geta tekist í þeirri
baráttu sem nú stendur yfir.
✓
A krossgötum
En af hverju segja margir að land-
búnaðurinn standi nú á krossgötum?
Hvað veldur því að menn vilja
álykkta svo? Ég get reyndar tekið
undir þessa „krossgötukenningu"
vegna þess að á árunum kringum
1980 urðu mjög afgerandi umskipti í
íslenskum landbúnaði, einkum þeim
hluta hans sem telst hefðbundinn,.
þ.e. nautgripa- og sauðfjárrækt.
Segja má að meginstefnunni hafi ver-
ið breytt og horfið frá framleiðslu-
stefnu að eins konar samdráttar- eða
öllu heldur aðlögunarstefnu. Pessi
stefnubreyting hafði að vísu legið
lengi í farvatninu, en það var ekki
fyrr enn árið 1977 að Alþingi tók á
sig rögg og lagðist á árinu með
bændasamtökunum og ýmsum öðr-
um sem höfðu gert sér ljósan
vandann.
Búmarkið tók gildi árið 1980 og nú
stóð landbúnaðurinn raunverulega á
krossgötum. En allt orkar tvímælis
þá gert er, því miður má færa að því
sterk rök að iandbúnaðurinn hafi far-
ið af þessum krossgötum inn á blind-
götu. Þeim árangri sem strax náðist í
kjölfar gildistöku búmarks og með
öðrum stjórnunaraðgerðum var ekki
fylgt eftir. Visst óraunsæi ríkti hjá
bændasamtökunum og einnig meðal
stjórnmáiamanna. Búmarkið var
fljótlega fremur uppgjörskerfi en
raunverulegt stjórnunarkerfi og
þáverandi landbúnaðarráðherra lýst
því yfir árið 1982 að samdráttarskeiði
í íslenskri sauðfjárrækt væri þá lokið.
Fljótlega sótti í sama horfið og eft-
ir að tekist hafði um skeið að draga
töluvert úr framleiðslu hefðbundinna
búvara jókst framleiðsla mjólkur á
ný, en verulega hægði á samdrætti
kindakjötsframleiðslunnar. Aðrar
búgreinar voru ekki háðar raunveru-
legum framleiðslutakmörkunum og
þær léku lausum hala. Þessar
búgreinar eru nú sumar hverjar í
verulegum vandræðum.
Meðan boðaður var samdráttur í
framleiðslu hefðbundinna búvara,
fengu flestir bændur tiltölulega litla
verðskerðingu á framleiðslu sína,
jafnvel þó að hún væri að aukast.
Þeirri stefnu var fylgt að verðskerða
„mikið lítið“ og því fundu menn ekki
svo mikið fyrir þeim „aðgerðum“
sem í gangi voru. Lánareglur fjár-
festingasjóða og opinber fyrirgreiðsla
breyttust ekki til muna og meðal
margra bænda ríkti óraunhæf bjart-
sýni. Of margir þeirra fjárfestu í
rekstrarbyggingum og vélum, án þess
að nokkur raunverulegur fjárhags-
legur grundvöllur væri fyrir þeirri
framleiðslu sem þarna var lagður
grunnur að.
Tekiö á vandanum
Landbúnaðurinn stóð því áður en
varði aftur á krossgötum. Sömu
krossgötum og nokkrum árum áður.
Menn höfðu tapað tíma og vandinn
var meiri en áður og erfiðara að leysa
hann. Ekki síst áttu margir bændur
erfitt með að sætta sig við ýmsar
aðgerðir sem gripið var til þar sem
þeir töldu að þeir hefðu svarað kall-
inu nokkrum árum áður, en nú var
þeim sýnt fram á að harla lítið borð
hafði myndast í vandamálaflóðinu.
Nú var hins vegar tekið mun
ákveðnar á vandanum og eitt mikil-
vægasta skrefið var að sjálfsögðu
búvörulögin sem samþykkt voru
1985. í kjölfar þeirra var gripið til
ráða sem vondandi duga til að land-
búnaðurinn komist úr þeirri kreppu
sem hann eiginlega er í. Ég ætla ekki
að tíunda hér þær leiðir sem valdar
hafa verið, en ég vil þó segja að
samningur sá sem ríkið og bænda-
samtökin hafa gert um verðábyrgð
þess fyrrnefnda á búvöruframleiðsl-
unni er ef til vill forsenda þess að
unnt verði að komast frá þeim
vandamálum sem við er að glíma
með viðunandi hætti. Þar vega eink-
um tveir þættir mjög mikið.
í fyrsta lagi er bændum veittur viss
aðlögunartími til að laga framleiðsl-
una aðstæðum. í öðru lagi er ríkið
dregið til beinnar ábyrgðar við lausn
vandans, en slíkt er bæði nauðsyn-
legt ef þetta á að takast, en ekki síð-
ur sanngjarnt, því það var opinber
pólitísk stefna sem átti einn stærsta
þáttinn í því að svo fór sem fór, þó
að sumir kjósi ef til vill að kalla það
pólitískt stefnuleysi.
Það hefur verið einkennandi fyrir
okkar efnahagslíf, að þar er sífellt
verið að taka kollsteypur og „redda“
hlutunum.
Skortur á pólitískri stefnumótun í
atvinnu- og fjármálum þjóðarinnar er
sá veiki hlekkur sem getur slitið
hvaða keðju sem er. Ágætt eða öllu
heldur grátbroslegt dæmi um þetta er
að fyrir örfáum árum var verð á bíl-
um stórlækkað til að bæta kjör al-
mennings. Nú er verð þessara sömu
bíla stórhækkað til að bjarga megi í
nokkru fjárhagi ríkisins. Einn hefur
sá samningur sem bændur og ríkið
gerðu staðið að mestu af sér storm-
inn sem nú geisar og vonandi slepp-
um við hjá að horfa upp á honum
fórnað á altari „reddinganna“.
Staðan nú
Hvaða mynd blasir þá við um þessar
mundir í framleiðslu- og sölumálum
landbúnaðarins? Það getur verið
athyglisvert að líta á þróun þessara
stærða undanfarin ár, en framtíð
búsetu í sveitum mun að nokkru leyti
ráðast af þróun þessara þátta.
Samningur ríkisins og bænda
kveður á um árlega verðábyrgð ríkis-
ins á 104 milljónum lítra af mjólk og
11.000 tonnum af kindakjöti fram til
ársins 1992. Ef að líkum lætur munu
verða miklar breytingar á búvöru-
framleiðslunni eftir þann tíma.
Reyndar er hægt að gera sér nokkrar
vonir um að mjólkurframleiðsla
muni í meginatriðum halda sér, en
varla er raunhæft að gera ráð fyrir
mikið meiri kindakjötsneyslu en sem
svarar til 30 kg á hvert mannsbarn í
landinu. Heildarframleiðslan gæti þá
numið 8.000-8.500 tonnum á ári.
Þetta er að sjálfsögðu mikill sam-
dráttur, en þetta er mynd sem við
verðum að vera viðbúin að blasi við
og ef við viljum koma í veg fyrir það
verður að grípa til viðeigandi ráða.
Til eru ýmsar leiðir til að hafa áhrif
á eftirspurnina. Má þar nefna auglýs-
ingar, vöruþróun og verðlagningu.
Verðlagning kindakjöts hefur lengi
verið mjög mikilvægur þáttur í að
halda uppi mikilli neyslu á því.
Kindakjötið verður ekki selt íslensk-
um almenningi sem sérstök lúx-
usvara sem ekki skipti svo miklu máli
hvað kosti, ef selja á það í magni sem
nálgast það sem verið hefur. Til þess
að svo megi verða verður þetta kjöt
að vera ódýrt, þó að sjálfsögðu verði
að aðlaga það eins og aðra vöru
breyttum neysluvenjum. Ef kinda-
kjöt á að vera „nægjanlega“ ódýrt,
verður að greiða það niður. Þetta
held ég að sé sannleikur sem við
verðum að viðurkenna, hvort sem
við erum hrifin af niðurgreiðslum
sem slíkum eða ekki. Ég ætla ekki að
hafa mörg orð um það, en sjón er
sögu ríkari og á næstu mynd hygg ég
að flestir eigi auðvelt með að sjá
samhengið þarna á milli.
(Sjá myndina til hægri)
Niðurgreiðslur og sala
á kindakjöti 1980-1987
Oft hefur verið rætt um nauðsyn
opinberrar neyslu- og næringarstefnu
hér á landi, en um slíka heildar-
stefnumótun hefur ekki verið að
ræða. Enginn þarf þó að velkjast í
vafa um að stjórnvöld hafa haft mikil
áhrif á neyslumynstur almennings
með óbeinum hætti t.d. með breyt-
ingum á skatta- og tollalöggjöf, með
niðurgreiðslum og með ýmsum öðr-
um hætti. Og nú má spyrja: Hvers
vegna að stuðla fremur að neyslu á
kindakjöti en neyslu á öðrum kjöt-
tegundum? Hvers vegna verja opin-
beru fé til niðurgreiðslna á kinda-
kjöti? Engin algild rök eru til fyrir
því, ýmis gild rök samt.
í þessu sambandi hefur því oft ver-
ið haldið fram að leggja bæri áherslu
á neyslu kjöts sem framleitt er á inn-
lendum auðlindum og að kjósa eigi
kjöt af grasbítum fremur en öðrum
skepnum af þeim ástæðum. Þá má
færa rök fyrir því að með tilliti til við-
halds byggðar í landinu væri mikil
neysla kindakjöts heppilegri en mikil
neysla annarra kjöttegunda. en að
sjálfsögðu er hér ekki um náttúru-
lögmál að ræða, heldur pólitíska
ákvarðanatöku.
Hvert stefnir?
Enginn vafi er á og þykja víst ekki
mikil tíðindi að bændum muni fækka
með minnkandi framleiðslu búvara.
Málið er þó því miður ekki svo ein-
falt. Auk þess sem dregur úr sölu
hefðbundinna búvara, mjólkur og
Guðmundur Stefánsson.
kindakjöts, á sér stað veruleg hag-
ræðing og framleiðniaukning í þess-
um greinum. Það þarf því sífellt færri
hendur til að framleiða það magn
sem til skiptanna er. Auðvitað er það
ekki svo, að fjöldi framleiðenda
verði reiknaður út með því að taka
framleiðslu meðalbúsins og deila í
heildarframleiðsluna. Engu að síður
er fróðlegt og nauðsynlegt að skoða
þá þróun sem þarna gæti orðið og er
reyndar þegar hafin.
Gera má ráð fyrir að árleg fram-
leiðsla mjólkur verði um 104 milljón-
ir lítra í næstu framtíð. Á venjulegu
fjölskyldubúi er ekki lengur til-
tökumál að hirða 25-35 kýr og á slíku
búi má auðveldlega framleiða 100-
120 þúsund lítra mjólkur árlega. Það
þarf því ekki nema um 1.000 slík bú
til að framleiða það magn sem von er
til að seljist. í dag eru mjólkurfram-
leiðendur líkast til milli 1.800 og
1.900. Síðastliðinn áratug hefur þeim
fækkað talsvert á annað þúsund.
Enginn sem vill láta taka sig alvar-
lega ímyndar sér annað en þessi þró-
un haldi áfram, enda má leiða að því
sterkar líkur að það sé einmitt for-
sendan fyrir því að einhverjir vilji
yfirleitt vinna við að framleiða
mjólk.
Það er liðin tíð að ungt fólk láti sér
ófullkomnar aðstæður til vinnu og
lakleg kjör nægja. Fullkomnar að-
stæður við vinnuna og kjör sem sam-
ræmast því sem annars staðar gerist
verður sífellt algengari krafa til
sveita, enda í senn eðlilegt og
sjálfsagt.
Erfiðara er að segja til um hversu
mikil framleiðsla kindakjöts verði í
framtíðinni. Ef gert er ráð fyrir að
hún verði um 8.500 tonn á ári, má
segja að til þeirrar framleiðslu þyrfti
um 450.000 vetrarfóðraðar kindur,
en það svarar til um 1.000 fjölskyldu-
búa með 400-500 kindur. Nú eru
sauðfjárbú, lítil og stór á fjórða þús-
und og þeir bændur sem hafa lífsvið-
urværi sitt að umtalsverðu leyti af
sauðfjárrækt örugglega yfir 2.000.
Sala mjólkur 1930-1987
Innanlandssala kindakjöts 1980-19B7
Sala kjúklinga og svfnakjöts 1982-1986