Dagur


Dagur - 24.11.1987, Qupperneq 8

Dagur - 24.11.1987, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 24. nóvember 1987 24. nóvember 1987 - DAGUR - 9 Fyrsta skóflustungan tekin 28. október sl. Dagur byggir hús Eins og vegfarendur um Strandgötu á Akur- eyri hafa eflaust tekið eftir, standa yfir mikl- ar byggingaframkvæmdir við hús númer 31, þ.e. aðsetur Dags. Á ótrúlega skömmum tíma er nýtt hús að rísa þar af grunni og mun það hýsa starfsemi Dags og Dagsprents. Hér á síðunni er ætlunin kynna lesendum nýbygginguna í máli og myndum. Nýbyg8in8 Dags; gö‘umynd' „Sé fyrir mér sex útgáfudaga í vikuu - segir Jóhann Karl Sigurðsson framkvæmdastjóri Framkvæmdastjóri fyrirtækjanna er Jóhann Karl Sigurðsson. Hann hóf störf hjá Degi árið 1970 og hefur því stýrt fyrirtækinu frá því útgáfudagur var aðeins einn á viku og þar til nú, þegar starf- semi er blómlegri en nokkru sinni fyrr. „Fyrsta tölublað Dags kom út 12. febrúar 1918 og verður blaðið því 70 ára á næsta ári. Upphaf- lega kom það út tvisvar í mánuði og var aðeins einblöðungur. Pað var Ingimar Eydal eldri, faðir þess Ingimars sem nú er lands- kunnur fyrir tónlist sína, sem var fyrsti ritstjóri blaðsins. Fyrstu tvö árin var Dagur prentaður í prent- smiðju Björns Jónssonar og var í húsnæði að Hafnarstræti 75. Síð- an var blaðið í húsnæði sem nú er hluti af Súlnabergi á Hótel KEA áður en flutt var í Hafnarstræti 90 þar sem starfsemin fór fram í yfir 30 ár,“ sagði Jóhann Karl í sam- tali við Dag. „Ég býst við að flestir muni eft- ir Degi í þessu húsnæði. Fljótlega eftir að Dagur flutti þangað fór blaðið að koma út vikulega og skömmu seinna orðið 8 síðna blað. Fyrsta hús Dags í eigin eigu var Tryggvabraut 12 en þangað flutti hann á 60 ára afmæli sínu, 12. febrúar 1978. Árið 1981 voru gerð makaskipti á því húsnæði og Strandgötu 31 þar sem Smjörlík- isgerð Akureyrar var til húsa. Á sama ári byggðum við við húsið og fluttum inn í ársbyrjun 1982. Þá var Dagsprent sett á stofn og útgáfa haíin á 3 blöðum í viku." - Hvers vegna er farið út í nýbyggingu nú? „Stærð þeirrar prentsmiðju sem upphaflega var sett hér inn í ársbyrjun ’82 var miðuð við útgáfu á þrem blöðum af Degi í viku. Var þá talað um tvö 8 síðna blöð og eitt 12 síðna. Viðbygg- ingin var miðuð við að þetta myndi stækka eitthvað í framtíð- inni. Gert var ráð fyrir 5 starfs- mönnum á ritstjórn en nú eru þeir orðnir 15 eftir að blaðið varð dagblað 25. september 1985. Það er Iangt síðan fyrst var viðruð sú hugmynd að Dagur yrði dagblað. Þegar það gerðist varð hér óhjákvæmilega aukning á starfsfólki. Árið 1982 störfuðu hjá fyrirtækinu 12 manns en nú eru hér á launaskrá 47 starfsmenn. Þetta orsakaði það að starfsemin sprengdi utan af sér núverandi húsnæði. Á síðasta ári keypti Dagsprent eignir þrotabús Fonts á Akureyri og var það fyrst og fremst gert til að þjóna betur okkar viðskipta- vinum sem t.d. standa í tíma- • ritaútgáfu. Áður þurftum við að láta vinna hluta þeirrar vinnu annars staðar. Tækjakostur Dagsprents nú gefur möguleika á alhliða prentþjónustu og ef við fáum slík verkefni munum við vissulega annast vinnslu á þeim. Við höfum að vísu ekki gert mik- ið í því ennþá að fá slík verkefni. En hjá Dagsprent eru nú 16 manns á launaskrá í fullu starfi.“ - Hefur Dagur gengið vel? „Já, Dagur hefur alltaf gengið vel í gegnum tíðina. Afkoma blaðsins á árunum ’72 til ’77 sem var mjög góð, myndaði eigið fé sem sfðan var notað til uppbygg- ingar. Af þessari afkomu hefur orðið mögulegt að fjárfesta eins mikið og gert hefur verið. Síðast- liðin 15 - 16 ár hafa skilað hagn- aði utan tvö, en þá var tap óveru- legt. Það sem ég sé fyrir mér nú er útgáfa Dags sex sinnum í viku hvenær sem af því getur orðið. Til þess að það verði mögulegt er grundvallaratriði að koma nýja húsnæðinu upp og koma þeirri starfsemi sem þegar er til staðar, þangað. Framtfðin verður svo að leiða í ljós hvort um fjölgun starfs- manna á Degi verður að ræða. Þörfin er þegar fyrir hendi en afkoman kemur til með að sýna hvort við getum leyft okkur það.“ - Að lokum, hefur áskrifend- um Dags fjölgað? „Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt. Greidd áskrift hefur vaxið á hverju ári. Okkar sala er fyrst og fremst á Norðurlandi og til þess svæðis reynum við að höfða sem mest. Sérstaða Dags er sú að vera sérstakt staðarblað. Við trúum því að salan byggist á því og ef við færum að breyta blaðinu og keppa við önnur á sama grunni og þau eru yrði það mun dýrara héðan en frá Reykjavík þar sem aðalmarkaðurinn er. Þetta væri hægt en gæti líka orsakað að sal- an hér dytti niður og við misstum okkar sérstöðu,“ sagði Jóhann Karl Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Dags og Dagsprents. VG „Dagur hefur alltaf gengið vel í gegnum tíðina." Jarðhæð þar sem m.a. verður móttaka auglýsinga og dreifíng. Á þrem vikum var húsið komið upp úr jörðinni. Myndir: TLV. Ingólfur Hermannsson stýrir verkinu af mikilli röggsemi. - segir Bjami Reykjalín arkitekt Nýja Dagshúsið verður sam- tals tæplega 1000 fermetrar að stærð. Er þar talinn með prentsalurinn sem verður 260 fermetrar að flatarmáli. Núverandi húsnæði Dags er um 600 fermetrar svo í heild verður húsnæði Dags þegar framkvæmdum er lokið 15-16 hundruð fermetrar að stærð. Skrifstofubyggingin, sú sem hraðað verður hvað mest, verður í útliti sem líkust umhverfinu. Húsið verður álíka hátt og Snorrahús var og á suðurhlið þess verður stafn. Inn í húsið, sem mun tengjast því gamla verður gengið frá suðri. Að austan verð- ur aðgangur með skábraut og bílastæði fyrir fatlaða. Á jarðhæð verður móttaka auglýsinga og dreifing. Fram- kvæmdastjóri, auglýsingastjóri og dreifingarstjóri verða þar með skrifstofur sínar og sömuleiðis verða á þessari hæð bókhald og prentsalir. Á annarri hæð gamla hússins, þar sem ritstjórnarskrifstofur eru nú, verður setning, umbrot, próf- arkalestur og filmugerð. í nýja húsinu á annarri hæð verður ritstjórn Dags. Þar er gert ráð fyrir átta blaðamönnum, rit- stjórum, útlitsteiknara, ljós- myndara og ljósmyndasafni. Þak prentsalarins verður flatt og verður hægt að ganga út á það frá svölum á annarri hæð. Þakið verður hellulagt svo á góðviðris- dögum geta starfsmenn setið þar í matar- og kaffitímum. í risi verður fundarsalur og aðstaða fyrir nokkra blaðamenn. Það var Bjarni Reykjalín arki- tekt sem teiknaði nýju bygging- una. Við forvitnuðumst um ýmis- legt hjá Bjarna, m.a. hvenær hann byrjaði og hvað hann þurfti að hafa efst í huga þegar hann hóf teikningu hússins. „Ætli ég hafi ekki byrjað seinnipart sumars að teikna. Vandamálið var í sambandi við Snorrahús. Ég þóttist vita að upp kæmu óánægjuraddir þegar Bjarni Reykjalín arkitekt að starfí. ákveðið var að rífa það, en við vorum búnir að kanna hvað myndi kosta að byggja það upp og það borgaði sig ekki. Éf Snorrahús hefði staðið, hefði Dagur ekki fengið leyfi til að byggja meira á þessari lóð því til eru reglugerðir um hámarks- nýtingu lóða með tilliti til fjölda bílastæða. Ég reyndi eftir fremsta megni að halda götumyndinni því það er sérstakur „karakter" yfir götu- mynd Strandgötu. Vissulega hefði verið hægt að byggja hús sem hentaði betur starfsemi fyrir- tækisins en útlitið var sett ofar. Húsið er svipað að stærð um sig og Snorrahús. Að öðru leyti verður þetta ósköp hefðbundið hús, málað og með bárujárnsþaki eins og flest hús í nágrenninu. Ennþá er nokkur munur á gamla og nýja húsinu en það var erfitt að vera með tvö algerlega ólík hús sem virkuðu eins og sitt úr hvorri áttinni. Ég þurfti því að reyna að halda bæði í gamla og nýja tímann. Það var stundum dálítið erfitt.“ - Hefur þú ekki áhyggjur af því að marflatt prentsalarþakið komi til með að leka? „Nei, ég hef reynslu af flötu þaki þar sem lagður er sérstakur dúkur yfir það og þar ofaná, möl. Á dúknum er tíu ára ábyrgð frá framleiðendum og verður sams konar fyrirkomulag á þaki prent- salarins nema að í stað malar verður það hellulagt." - Að lokum Bjarni, var skemmtilegt að teikna þetta hús? „Það má segja að þetta hafi verið stanslaus höfuðverkur. Svona verkefni er eitthvert það erfiðasta sem maður fær. Ástæð- an er sú að þegar þarf að fella nýtt hús inn í gamalt umhverfi togaðist á í mér að gera þetta svolítið nýtískulegt en samt að halda í það gamla. Stundum leið- ist maður út í framandi hluti sem ekki er gott og því þarf að hugsa á íhaldssaman hátt. Húsið var því teiknað með það í huga að það félli sem best inn í götumyndina og síðan reynt að fella það að þörfum hússins. Skemmtilegast við svona verk- efni er að ég þurfti að setja rnig vel inn í vinnslugang í húsinu svo innanhússskipulag væri rétt. Þá þurfti ég að kynna mér t.d. hvernig blað verður til og það var mjög gaman. Það sem mér þótti sömuleiðis gaman við að fá þetta verkefni var, að eitt af mínum fyrstu verk- efnum eftir að ég kom úr skóla var að teikna innréttingar í gamla húsið. Ég man að þá var talað um hve rnikið bruðl það væri af blað- inu að vera að fara í svona stórt hús þótt ekki séu nema um sjö ár síðan." VG Önnur hæð; m.a. aðsetur ritstjórnar. í risi verður m.a. fundarsalur. H4ti „Hefur verið stanslaus höfuðverkur44 „Þeír fyrstn flytja vonandí ínn með vorinu“ - Ingólfur Hermannsson lýsir sínum þætti Ingólfur Hermannsson heitir mað- urinn sem hefur yfirumsjón með byggingaframkvæmdunum fyrir Dag. Hann skýrir hér frá því sem að honum lýtur. ; „Við byrjuðum á að fá leyfi til að rífa Snorrahús og fengum það hjá bæjaryfirvöldum 5. ágúst s.l. Þann 2. september var hafist handa við það verk og tók sú vinna og hreinsun lóðar- innar um vikutíma. Upphaflega átti að rífa húsið fyrir 125 ára afmæli Akur- eyrarbæjar en það tókst ekki. Snorrahús var rifið fyrst og fremst til að rýma lóðina og verður svæðið þar sem það stóð notað sem bílastæði til að byrja með, því ekki verður byggt þar að svo stöddu. Bílastæðin sem þar fást verða 36 að tölu. Teikningar lögðum við inn í byrjun október og fengum leyfi til að byrja á undirstöðum og að steypa grunnplötu. Endanlegt byggingarleyfi fengum við í síðustu viku og var þá þegar hafist handa við að slá upp fyrir veggjum.“ - Hverjir eru verktakar hússins? „Fyrstan skal nefna Bjarna Reykja- lín arkitekt sem teiknaði húsið. Teikni- stofa Hauks Haraldssonar teiknaði burðarþols- og lagnateikningar en Raf- tákn sér um raflagnateikningar. Það er svo SS Byggir sem byggir húsið. Múrarameistari hefur verið ráð- inn Hannes Óskarsson, um pípulagnir sér Miðstöð s.f og Óm hf.um raflagnir. Fyrsta skóflustungan var tekin 28. október s.l. og hafa framkvæmdir gengið mjög vel. Að jafnaði vinna nú við bygginguna 7-8 manns. Gólfplatan í prentsal var steypt í síðustu viku og þýðir það að við erum komnir upp úr jörðinni." - Hvenær á að gera húsið fokhelt? „Það er alveg háð veðri en við von- umst til að það geti orðið í janúar eða febrúar. Lögð verður áhersla á skrif- stofuhúsnæðið fyrst og fremst því þar eru þrengslin mest nú. Prentsalurinn verður látinn sitja eitthvað á hakanum. Ef allt gengur vel ættu þeir fyrstu að geta flutt inn með vorinu,“ sagði Ing- ólfur að lokum. VG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.