Dagur - 24.11.1987, Qupperneq 10
10 - DAGUR - 24. nóvember 1987
LauMmuið * Laufabrauð
Erum farin að taka niður pantanir í okkar vinsæla laufabrauð.
Athugid að panta tímanlega, það er allra hagur.
Brauðgerð KEA
Sími 21400.
Forval
VEGAGERÐIN
Vegagerð ríkisins efnir hér með til forvals á
verktökum vegna byggingar jarðganga í
Ólafsfjarðarmúla. f verkinu er innifalin gerð
jarðganga og frágangur þeirra, uppsteypa
forskála við báða munna og lagning vega
með bundnu slitlagi.
Áætlaðar helstu stærðir í verkinu eru:
Jarðgöng: lengd 3130 m
þversnið 26 m2
sprengt og útgrafið 90000 m3
sprautusteypa (fastir) 2500 m3
Forskálar: lengd 265 m
breidd 8m
steypa 3500 m3
Vegirutan ganga:lengd 2800 m
skeringar 100000 m3
fyllingar og fláafleygar 160000m3
Miðað er við að útboðsgögn verði afhent í febrúar
1988, að verkið geti hafist sumarið 1988 og því
verði lokið 1991.
Forvalsgögn (á íslensku og ensku) verða afhent hjá
Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5, 105 Reykjavík og
Miðhúsavegi 1, 600 Akureyri, frá og með þriðjudeg-
inum 24. nóvember 1987. Útfylltum og undirrituðum
forvalsgögnum skal skila á sömu stöðum eigi síðar
en þriðjudaginn 19. janúar 1988.
Vegamálastjóri.
Sjálfvirki Ijósarofinn
kveikir ökuljósin, þegar
ekið er af stað og slekkur
þegar drepið er á
bílnum.
Gleymdirðu Ijosunum á?
Varð bíllinn rafmagnslaus?
Gerist ekki aftur...
ÞÓR5HAMAR HF.
v/Tryggvabraut Akureyri,
sími 22700.
Manatríóid á Húsavík, f.v. Leifur Vilhelm Baldursson, Hafliði Jósteinsson og Þórhallur Adalsteinsson. Mynd: im
Húsavík:
Mánatríóið leikur í Hlíðskjálf
- á laugardagskvöldum
„Þetta er eitthvað í blóðinu
sem erfitt er að losna við, það
er löngun til að reyna að
skemmta fóiki og hafa sjálfur
ánægju af því,“ sagði Hafliði
Jósteinsson, einn meðlimur
Mánatríósins er Dagur leit inn
á æfingu hjá því í síðustu viku.
Mánatríóið er ný hljómsveit en
stendur þó á gömlum grunni því
þeir félagar léku saman í Víbrun-
um á árunum 1965-’69 og segja
þeir að menn þykist nú kenna
gömlu Hlöðufellsstemmninguna
þegar Mánatríóið leikur í Hlíð-
skjálf á Hótel Húsavík.
í Mánatríóinu eru: Leifur Vil-
helm Baldursson sem leikur á
gítar, Þórhallur Aðalsteinsson
leikur á hljómborð sem inniheld-
ur trommur og bassa og Hafliði
Jósteinsson syngur og sér um
leikhljóð en þó ekki búninga.
Mánatríóið er ráðið til að leika
í Hlíðskjálf á Iaugardagskvöldum
fram að áramótum en þess utan
eru þeir tilbúnir til að leika víðar,
segja að markaður sé fyrir 2-3
hljómsveitir á svæðinu á þessum
árstíma.
Þeir félagar sögðust hafa gam-
an af að starfa í Mánatríóinu.
Þeir leika tónlist týndu kynslóð-
arinnar, segjast aldrei hafa týnst
heldur ratað út úr skóginum
aftur. „Við viljum hvetja fólk til
að sækja þennan stað og njóta
tónlistarinnar," sagði Þórhallur.
IM
Jafnréttisráö:
Kariastörf og kvennastörf
- Athugun á hlut kvenna í stjórnum launþegasambanda
Fyrir nokkru lauk Jafnréttis-
ráð við athugun á hlut kvenna í
stjórnum nokkurra launþega-
sambanda og hjá Vinnuveit-
endasambandi íslands. Athug-
unin tekur til ársins 1985 og
kemur m.a. í Ijós að konur eru
innan við 5% félaga í ýmsum
hefðbundnum „karlafélögum“
á borð við Sjómannasamband
íslands, Samband byggingar-
manna, Málm- og skipasmíða-
Bókmenntaverðlaun
Norðuríandaráðs
árið 1988
Eftirtaldar bækur hafa verið til-
nefndar af íslands hálfu til bók-
menntaverðlauna Norðurlanda-
ráðs árið 1988:
Tímaþjófurinn eftir Steinunni
Sigurðardóttur og Grámosinn
glóir eftir Thor Vilhjálmsson.
Dómnefndin um bókmennta-
verðlaunin ákveður á fundi í
Þórshöfn í Færeyjum 26. jan. nk.
hver hljóti verðiaunin, en
afhending þeirra fer síðan fram á
36. þingi Norðurlandaráðs í
Konserthúsinu í Osló. Upphæð
verðlaunanna er 125.000 DKR.
Formaður dómnefndarinnar er
Jóhann Hjálmarsson skáld, en
auk hans situr þar fyrir íslands
hönd Sveinn Einarsson rithöf-
undur og leikstjóri.
samband Islands, Rafiðnaðar-
samband Islands, Landssam-
band vörubifreiðastjóra,
Landssamband lögreglumanna
og Tæknifræðingafélag
Islands.
Konur eru hins vegar 50-100%
félagsmanna í Verkamanna-
sambandi íslands, Landssam-
bandi íslenskra verslunarmanna,
Landssambandi iðnverkafólks,
Hjúkrunarfélagi íslands, Ljós-
mæðrafélagi íslands, Póstmanna-
félagi íslands, Félagi bókasafns-
fræðinga, Félagi íslenskra sjúkra-
þjálfara, Iðjuþjálfafélagi íslands,
Stéttarfélagi íslenskra félagsráð-
gjafa o.fl.
En lítum þá á fjölda kvenna í
launþegasamböndum og hlut
þeirra í stjórnum, nefndum og
ráðum. Aðild að Alþýðusam-
bandi íslands eiga 8 landssam-
bönd og 33 félög. Konur eru 46%
félagsmanna og er hlutur kvenna
í stjórnum þessara landssam-
banda og félaga nokkurn veginn í
samræmi við hlutfallslegan fjölda
þeirra.
Hið sama verður hins vegar
ekki sagt um nefndir, stjórnir og
ráð á vegum Alþýðusambands-
ins. í sambandsstjórn ASÍ eru
konur 26% fulltrúa, í miðstjórn
33% og í samninganefnd árið
1986 voru konur aðeins 27% full-
trúa.
Konur eru 64% félagsmanna
innan BSRB. í stjórnum aðildar-
félaganna eru konur nokkurn
veginn í samræmi við hlutfallsleg-
an fjölda. Þegar hins vegar
skoðaðar eru nefndir, stjórnir og
ráð á vegum BSRB kemur í ljós
hið sama og hjá ASÍ, konur eru
þar ekki í samræmi við hlutfalls-
legan fjölda innan BSRB. Sem
dæmi má taka að konur eru að-
eins 36% stjórnarmanna BSRB,
29% stjórnarmanna í verkfalls-
sjóðsstjórn og 26% stjórnar-
manna í stjórn verkamannabú-
staða.
Konur eru 27% félagsmanna
innan BHM. Á sama hátt og hjá
ASÍ og BSRB er hlutfall kvenna í
stjórnum aðildarfélaganna nokk-
urn veginn í samræmi við fjölda
þeirra. Nokkrar undantekningar
eru þó frá þessu og má sem dæmi
nefna Félag tölvunarfræðinga og
Sálfræðingafélag íslands en engar
konur sitja í stjórn þessara félaga
þrátt fyrir að konur eru yfir 20%
félagsmanna. í nefndum, stjórn-
um og ráðum á vegum BHM er
hlutfallsleg skipting milli kynj-
anna í samræmi við félagafjölda
þeirra.
Aðild að Vinnuveitendasam-
bandi íslands eiga fyrirtæki en
ekki einstaklingar. Því er ekki
hægt að greina frá almennri
kynjadreifingu á sama hátt og hjá
launþegasamtökunum. Frá miðju
ári 1985-1986 sat engin kona í
sambandsstjórn eða fram-
kvæmdastjórn Vinnuveitenda-
sambands íslands. SS