Dagur - 24.11.1987, Síða 11

Dagur - 24.11.1987, Síða 11
íþróttir 24. nóvember 1987 - DAGUR - 11 l KEA-mótið í handknattleik: Alfreð skoraði ekki mari( - Hættir hann að leika með landsliðinu á Akureyri? Alfreð Gíslason landsliðsmað- ur í handknattleik lék aðeins Alfreð Gíslason hefur átt erfitt upp- dráttar með landsliðinu í leik á Akureyri. Mynd: rpb einn leik með íslenska liðinu á KEA fjögurra þjóða mótinu um helgina. Það var gegn ísra- el í fyrsta leik mótsins á föstu- dagskvöld. Alfreð hefur átt mjög erfitt uppdráttar í landsleik hér á Akureyri en hefur aftur leikið frábærlega með liðinu bæði er- lendis og í Laugardalshöll. Hann átti sannkallaða stórleiki gegn Pólverjum í Laugardalshöll í síð- ustu viku og skoraði mörg stór- glæsileg mörk. „Mína lélegustu landsleiki hef ég leikið á Akureyri og fari þetta ekki að lagast hætti ég að spila þar,“ sagði Alfreð í samtali við Dag fyrir mótið. í leiknum gegn ísrael á föstudagskvöld gekk allt á afturfótunum hjá honum og hann skoraði ekki mark í leikn- um í einum 8 skottilraunum. Nú er spurningin bara þessi, stendur Alfreð við orð sín og leikur ekki oftar með landsliðinu á Akur- eyri? Við skulum vona ekki því þetta kemur örugglega hjá hon- um í næsta leik. Alfreð hélt af landi brott á sunnudagsmorgun og gat því ekki leikið gegn Pólverjum á sunnudag. Þá var hann látinn hvíla á laugardag er íslendingar mættu Portúgölum á Húsavík. KEA-mótið í handknattleik: Geir besti vamarmaðurinn - en Pólverjarnir hirtu hin þrenn verðlaunin Þjálfarar liðanna fjögurra sem tóku þátt í KEA mótinu í handknattleik, völdu Geir Sveinsson besta varnarmann mótsins. Geir sem lék sinn 100. landsleik á sunnudag sýndi og sannaði hér fyrir Bikarkeppni HSÍ: Valur-KA á fimmtudag Valur og KA mætast á fimmtu- dagskvöld í bikarkeppni HSÍ. Leikurinn fer fram í íþrótta- húsi Vals á Hlíðarenda og hefst kl. 20. Á sama tíma leika UMFN og Fram í Njarðvík, Grótta og KR b á Seltjarnar- nesi og UMFA og Víkingur að Varmá. Á föstudagskvöld fer fram einn leikur, ÍBK og UBK mætast í Keflavík. Öðrum leikjum í fyrstu umferð hefur ekki verið raðað á leikdaga ennþá en stefnt er að því að ljúka þessari fyrstu umferð fyrir 15. desember. Þórsarar eiga að mæta Fylki í Reykjavík en í gær hafði sá leikur ekki verið settur á. KA-menn eiga erfiðan leik fyr- ir höndum gegn Val en nánar verður fjallað um bikarkeppnina í fimmtudagsblaðinu. norðan hversu geysilega sterk- ur leikmaður hann er. Stórskytta Pólverja Bogdan Wenta var valinn besti sóknar- maðurinn og kemur það val fæst- um óvart. Wenta er leikmaður á heimsmælikvarða eins og hand- knattleiksunnendur á íslandi fengu að sjá. Wenta er fyrirliði pólska liðsins og jafnframt leik- reyndasti maður þess. Hann lék einmitt sinn 100. landsleik gegn íslendingum á fimmtudaginn í síðustu viku. Félagi hans í pólska liðinu Wasilewski Goliat var valinn besti markvörður mótins og ann- ar Pólverji Leslaw Dziuba var markakóngur mótsins, með 26 mörk. Geir Sveinsson lék mjög vel á KEA- mótinu. Flosi Jónsson var í miklu stuði á Grétarsmótinu á laugardag. Hann bætti samanlagðan árangur sinn um 37,5 kg og hlaut Grétarsstyttuna. Hér tekur hann vel á í hnébeygju. Mynd: rþb Grétarsmótið í kraftlyftingum: Flosi Jónsson hlaut Grétarsstyttuna Norðfjörð hlaut framfarabikarinn - en Jón Grétarsmótið í kraftlyftingum fór fram í Sjallanum á Akur- eyri á laugardaginn. Mótið sem var hið 13. í röðinni, er haldið til minningar um Grétar Kjartansson sem var einn helsti frumherji lyftingaíþrótta á Akureyri en lést ungur að árum af slysförum. Grétar var mikill keppnismaður og hann varð m.a. fyrsti Akureyringur- inn sem sem varð íslandsmeist- ari í kraftlyftingum, árið 1974. Að þessu sinni mættu 11 kraft- lyftingamenn til leiks og var keppt í 6 flokkum. Mótið gekk hratt og vel fyrir sig og tókst í alla staði mjög vel. Flosi Jónsson hlaut Grétars- styttuna að þessu sinni en hann vann besta afrekið bæði í hné- beygju og samanlögðu og bætti samanlagðan árangur sinn um alls 37,5 kg. Torfi Ólafsson fyrr- um heimsmeistari unglinga sem nú keppti í fyrsta sinn undir merki LRA, vann besta afrekið í bekkpressu og réttstöðulyftu og veitti Flosa harða keppni um Grétarsstyttuna. 75 kg flokkur: í 75 kg flokki var hörð og skemmtileg keppni um 2. sætið á milli þeirra Rúnars Friðrikssonar og Jóns Óla Árnasonar. Jón Norðfjörð sigraði mjög örugg- lega í flokknum, bætti sig mest allra keppenda og hlaut að laun- um framfarabikarinn. Þeir Rúnar og Jón Óli lyftu jafn miklu í hné- beygju og réttstöðulyftu en í bekkpressunni hafði Rúnar betur og tryggði sér 2. sætið. 82.5 kg flokkur: Gunnar Magnússon var eini keppandinn í 82 kg flokki og sigr- aði þvi í flokknum. Hann stóð sig vel á mótinu og bætti sinn árang- ur nokkuð. 90 kg flokkur: Það var einnig aðeins einn keppandi í 90 kg flokknum. Það var Hörður Harðarson og var þetta hans fyrsta kraftlyftinga- mót. Hörður sýndi skemmilega takta og lyfti samtals 490 kg. 100 kg flokkur: í 100 kg flokki kepptu þeir Flosi Jónsson og Kjartan Helga- son sem er nýfluttur heim frá Noregi. Kjartan bætti árangur sinn um 5 kg og sýndi mikla hörku enda er þar á ferðinni mik- ill keppnismaður. Flosi sigraði hins vegar af öryggi í flokknum og hlaut einnig Grétarsstyttuna. Hann var mjög sprækur á laugar- daginn og setti alls sjö Akureyr- armet. Flosi bætti eigið met tví- vegir í hnébéygju, úr 262,5 kg í 270 kg. Honum hefur ekki gengið nægilega vel í bekkpressu en náði þó að bæta árangur sinn þar í þeirri grein úr 150 kg í 157,5 kg. Hann reyndi við nýtt Ak-met, 160,5 kg en mistókst naumlega að lyfta þeirri þyngd. í réttstöðulyftu byrjaði Flosi á að lyfta 260 kg, setti um leið nýtt Ak-met í samanlögðu og var óstöðvandi eftir það. Hann lyfti næst 282,5 kg og bætti um leið 5 ára gamalt Ak-met sem Jóhannes Hjálmarsson átti. í lokin reif hann síðan 290 kg upp og bætti metið sitt enn betur. Flosi bætti því árangur sinn um alls 37,5 kg og setti 7 Ak-met sem verður að teljast góður árangur. Plús 125 kg flokkur: Torfi Ólafsson fyrrum heims- meistari unglinga í kraftlyfting- Torfi Ólafsson bætti Akureyrarmet- ið í réttstöðulyftu, reif upp 345 kg. Mynd: RÞB um keppti í plús 125 kg flokki. Enda er hann engin smásmíði, 160 kg að þyngd og rúmir tveir metrar á hæð. Torfi fór mjög rólega af stað og lyfti 100 kg í hnébeygju. Síðan reyndi hann að slá Ak-met Víkings Traustasonar í bekkpressu, sem er 212,5 kg. Hann lyfti fyrst 200 kg en mis- tókst síðan naumlega að lyfta 213 kg og met Vfkings stendur því enn. í réttstöðulyftu reif Torfi fyrst upp 315 kg og lyfti síðan 345 kg og bætti um leið 8 ára gamalt met Arthurs Bogasonar, sem var 342.5 kg. Arthur á enn nokkur Ak-met í kraftlyftingum en þeim fer fækkandi. Árangur keppenda á mótinu varð annars þessi:(Fyrst kemur árangur í hnébeygju, þá bekk- pressu, síðan í réttstöðulyftu og loks í samanlögðu) 75 kg flokkur: 1. Jón Norðfjörð 180-105-200-485 2. Rúnar Friðriksson 140-90-160-390 3. Jón Óli Árnason 140-67,5-160-367,5 4. Kristján Árnason 105-60-140-305 5. Jóhannes Jakobsson 70-40-140-250 82.5 kg flokkur: 1. Gunnar Magnússon 175-105-190-470 90 kg flokkur: 1. Hörður Harðarson 175-125-190-490 100 kg flokkur: 1. FlosiJónsson 270-157,5-290-717,5 2. Kjartan Helgason 230-125-250-605 Plús 125 kg flokkur: 1. Torfi Ólafsson 100-200-345-645 Ársþing KDSÍ: Guömundur hlaut afreks- bikarinn Guðmundur Haraldsson hlaut Afreksbikar KDSÍ árið 1987. Afreksbikarinn er veittur árlega þeim dómara sem þykir skara fram úr. Guðmundur Haraldsson sinni fjölmörgum verkefnum bæði innanlands og utan á síðasta ári með sérstaklega góðum árangri. Árni Arason Akureyri var handhafi bikarsins á síðasta ári. BB.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.