Dagur


Dagur - 24.11.1987, Qupperneq 15

Dagur - 24.11.1987, Qupperneq 15
24; rióvember 1987 - DAGUR - 15 Minning: T Guðrún Pálsdóttir frá Svínadal Fædd 3. mars 1902 - Dáin 19. júlí 1987 Hér fyrr á tímum voru manna- bústaðir víða fram um öræfi landsins, þar sem fáa fýsir að dvelja lengur nema ferðafólk, er vill finna sálu sinni ró og kyrrð á sólbjörtum sumardögum. Slíkir staðir eru oft fagrir en búa yfir miklum andstæðum. Veturinn er oft harður með þungum veður- gný og dimmum hríðum, en þeg- ar hann er liðinn og sumarið kem- ur á ný, gleymast hinar erfiðu stundir. Hvergi er koma vors og yls dýrlegri en á slíkum stöðum. Gróðurangan og fögnuður hinna fleygu fugla með söng og ham- ingju ástarlífsins fer ekki fram hjá öræfabúanum. Á einu af þessum heiðarbýlum fæddist Guðrún Pálsdóttir, sem mig langar til að minnast með fáeinum orðum. Nánar tiltekið var bær sá Svínadalur í Keldu- hverfi. En hann heyrir nú til þjóðgarði Jökulsárgljúfra í N- Þingeyjarsýslu. Guðrún var dóttir hjónanna Þorbjargar Hallgrímsdóttur og Páls Jónssonar, er þar bjuggu. Hún var næstelsta barn þeirra, tápmikil og bráðgjör á allan hátt. Fjölskylda þessi komst vel af, húsakynni voru góð að þeirra tíð- ar hætti. Mér hefur verið sagt, að þar ríkti snyrtimennska jafnt úti sem inni. Búpeningur á þessum stað hefur verið kostaríkur og málnytan var því góð yfir sumar- mánuðina og myndarleg hús- freyja átti jafnan forða til kom- andi vetrar, svo sem osta og skyr, er geymdust vel í hinum óþilj- uðu, köldu búrum. Við þessar aðstæður ólst Guðrún upp, hún tamdi sér hætti hins gamla tíma, var fyrirhyggjusöm og veitul hús- móðir, en kynntist lífshörmum, er vitjuðu hennar í æsku, líkt og vetur sá, sem ég hef áður lýst. Hjónin á Svínadal höfðu eignast sjö börn, þau undu hamingjusöm saman, kröfulítil, sem þá var siður, og engan gat grunað þá heljarsorg, sem framundan var. Þau áttu enn von á barni og biðu örugg fæðingardagsins. Þann dag fæddist ekki eitt barn, heldur urðu þau þrjú. Engan óraði fyrir því. Þá var ekki fylgst með kon- um á meðgöngutímanum svo sem nú er gert. Fæðingin gekk vel og börnin lifðu öll. Móðurinni varð þetta þó um megn, hún veiktist stuttu síðar hættulega. Að lítilli stundu liðinni var hún horfin hópnum sínum í blóma lífsins á náköldum vetrardegi, en vega- laus leið var til mannabyggða. Hinum harmþrungna húsbónda tókst þó að koma þessari sorgar- fregn út í sveitina. Sveitungarnir brugðust fljótt við, sóttu líkið og aðstoðuðu við útförina. Fórst þeim það allt drengilega. Litlu nýfæddu börnin voru tekin í fóst- ur af góðu og vandalausu fólki í héraðinu og sum hinna eldri barna yfirgáfu einnig æskuheimil- ið og áttu ekki afturkvæmt til þess staðar, er þau unnu æ síðar. Guðrún var í barnaskóla úti í sveit er þetta gerðist, þá um fermingaraldur. Þegar námi lauk um vorið hélt hún heim til föður síns og systkina, sem enn voru heima. Við getum gert okkur í hugarlund hina sáru sorg telpunn- ar eftir þetta mikla áfall, en hún tók strax við að aðstoða föður sinn við uppeldi systkinanna og yfirgaf þau ekki uns hún fulltíða kona giftist drenglyndum gæfu- manni, Theodóri Gunnlaugssyni frá Hafursstöðum í Öxarfirði. Sá bær var einnig fram til heiða en hin stranga elfa Jökulsá á Fjöll- um aðskildi bústaði þeirra. Er Guðrún var orðin húsfreyja á Hafursstöðum var ekki setið auð- um höndum, heldur byggðu ungu hjónin hús yfir menn og búpen- ing frá grunni og nefndu staðinn Bjarmaland. Trúlega hafa þau eygt bjarma betri tíðar framund- an. Þarna eignuðust þau fimm mannvænleg börn, sem öll lifa foreldra sína. Dæturnar fluttu burtu en synirnir voru heima við búskapinn, þó ekki á Bjarma- landi, því að fjölskyldan flutti út í sveitina að Áustralandi. Senni- lega hefur unga fólkið þráð greið- ari samgöngur og meiri mannleg samskipti og einnig voraði að ein- hverju leyti fyrr fjær heiðinni. Um svipað leyti og fjölskyldan flutti var símasamband að Ícoma á flesta bæi, svo að segja má, að nú væri búið við meira öryggi og á margan hátt betri hag. Þessum breytingum aðlagaðist Guðrún, en hún unni hinum fyrri bústöð- um sínum með hamingju þeirra og sorgum. Heimili sitt hirti hún ætíð með sóma, tók öllum vel, en margan gest bar að garði, svo sem vísindamenn og náttúru- skoðara, enda var Theodór fjöl- vís unnandi íslenskrar náttúru. Hann skrifaði greinar í tímarit og gaf út bækur um þau efni. Guðrún studdi mann sinn til allra góðra verka, var æðrulaus, er hann tím- um saman hélt til í óbyggðúm við veiðiskap, t.d. á tófu, en hún var að sögn oft skæður óvinur í sauða- hjörðum bænda norður við ysta haf. Guðrún Pálsdóttir er í mínum huga eina af hinum gengnu kven- hetjum liðinnar tíðar. Við nú- tímakonur fáum ekki skilið kuld- ann og .þægindaleysið, sem þær stríddu við. Allt þurfti að spara. Svo sjálfsagður hlutur sem ljós- meti var oft af skornum skammti. Guðrún Pálsdóttir vann langan og farsælan vinnudag og skilaði öllu með sóma til niðja sinna. Hún var hlý, trygglynd og ræktar- söm við fjölskyldu sína og ættmenn. Mig langar með þessum síð- búnu minningarorðum að þakka henni gjafir og góðvild mér sýnda eftir að ég kom úr fjarlægum landshluta og tengdist fjölskyldu hennar. Þar sem ég bjó ekki all- fjarri henni, kynntist ég því, að Guðrún var væn kona og best er mest lá við. Þá er degi tók að halla flutti hún enn um set, hefði þó kosið að mega eyða ævikvöld- inu heima, en þrekið var á þrot- um og nálægð læknis var óumflýj- anleg. Um tíma dvaldist hún hjá dætrum sínum á Húsavík en var um nokkur ár vistmaður á sjúkra- húsi staðarins. Þar andaðist hún á síðastliðnu sumri. Hún elskaði vorið og birtuna, og fékk þá náð að deyja inn í hina nóttiausu vor- aldarveröld. Við útför hennar var fjöldi fólks en Guðrún hlaut leg við hlið eiginmanns síns í kirkju- garðinum á Skinnastöðum. Ég stóð við gröf þeirra beggja og þakkaði gjafara lífsins fyrir far- sæla gengna ævileið þessara merkishjóna, sem höfðu unað saman í misvindasömu mannlífi, bætt sitt umhverfi og ætluðu eng- um illt. Þau eru að eilífu komin heim í sveitina sína, þar sem Jökulsá kveður með þungum nið. Þeim hljómi unnu þau allt frá barnæsku. Ég kveð þau hér að lokum, þakka einlæglega liðna samfylgd og bið að „náð Drottins vors Jesú Krists megi vera með þeim.“ Guðrún Jakobsdóttir. Grillin Veganesti - Leiruvegi - Tryggvabraut SumÍT versla seypt- fieserta rogeinu Fyrir þetta greiddi ég 2.500 kr.l Þarna kostar venjulegur hamborgari I 400 krónur, en ef hann er meö ein- hveiju til viðbótar, svo sem osti og einhverju öðru, þá er verðið komið upp í fimm til sex hundruö krónur! Þetta finnst mér alls ekki raunhæft fyrir það sem maður kallar snarl- rétti í hádegi - á hamborgarastaft (úr lcsendadálki dagblaðs) Verslið hjá okkur! Við bjóðum hamborgarann á aðeins kr. 89.- Alla mánudaga, þriðjudaga og mið- vikudaga til jóla! Grillin Veganesti - Leiruvegi - Tryggvabraut Leiðalysiiig St. Georgsgildið stendur fyrir leiðalýsingu í kirkju- garðinum eins og undanfarin ár. Tekið á móti pöntun- um í símum 22517 og 21093 fram til föstudagsins 4. desember. Verð á krossi er 600 krónur. Þeir sem vilja hætta tilkynni það í sömu símum. Meindýrafælur sem fæla frá sér mýs, rottur, flugur, og önnur skordýr. Verð kr. 4.625,- AKURVÍK IS HF. - CI FRARGOTU 20 - AKUREVRl - SÍMI 22233 Frá Menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla: Við Flensborgarskola í Hafnarfirði er staða kennara í stærðfræði laus frá áramótum. Umsóknarfrestur til 5. des- ember. Umsóknarfrestur um áður auglýsta kennarastöðu í við- skiptagreinum framlengist til 5. desember. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf send- ist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið. AKUREYRARB/ER ^ Okkur vantar nú þegar starfsmann til starfa við mötuneyti og ræstingu húsakynna okkar við Þórsstíg. Upplýsingar um starfið veitir yfirverkstjóri á staðnum eða í síma 24414. Rafveitustjóri. Atvinna Vantar handlangara í múrverk strax. Egill Stefánsson múrarameistari í síma 24826. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA NORÐURLANDI EYSTRA Starfskraft vantar til skrifstofustarfa frá 1. desember. Vinnutími frá kl. 9-16. Uppl. í síma 21755 kl. 10-16. Forstöðumaður. Kristnesspítali Starfsfólk óskast til ræstinga. Um tímabilsbundna ráðningu getur verið að ræða, t.d. í einn mánuð. Upplýsingar gefur ræstingastjóri í síma 31100. Kristnesspítali.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.