Dagur - 18.01.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 18.01.1988, Blaðsíða 5
18. janúar 1988 - DAGUR - 5 Briddsmót samvinnustarfsmanna: Athyglisvert mót á Akureyri - rætt við Hermann Huijbens og Stefán Vilhjálmsson Tvímenningskeppni í bridds verður haldin á Akureyri laug- ardaginn 30. janúar í Félags- borg, sal Starfsmannafélags Alafoss hf. og Iðnaðardeildar Sambandsins. Keppnin er haldin á vegum Starfsmanna- félags KEA annars vegar og starfsmannafélags verksmiðj- anna hins vegar. Tveir af for- vígismönnum keppninnar, þeir Hermann Huijbens og Stefán Yilhjálmsson, svöruðu nokkr- um spurningum blaðamanns af þessu tilefni. - Hafa briddsmót starfsmanna SÍS og KEA verið haldin oft áður á Akureyri? Stefán: „Mót eins og þetta hef- ur ekki verið haldið áður, þ.e. mót sem auglýst er á þennan hátt á vegum allra starfsmannafélaga innan KEA og fyrirtækja Sam- bandsins á Akureyri. Mótið er reyndar hálfopið því aðeins ann- ar spilari í pari þarf að vera sam- vinnustarfsmaður. Áður hafa reyndar verið haldin mörg briddsmót og einstakar keppnir meðal starfsmannafélaga. Þannig hefur Starfsmannafélag KEA keppt við starfsmenn SÍS í Reykjavík o.s.frv. Svona stórt mót hefur ekki áður verið haldið meðal þessara aðila.“ - Hvað átt þú von á að margir komi á mótið, Hermann? „Lágmarkið, sem við göngum út frá, eru 26 pör, en ef veðrið verður okkur hagstætt um helg- ina, þá getum við vonast eftir 40 pörum. Ef þetta mót tekst vel getur verið að við komum okkur upp farandbikar til að nota í framtíðinni, en við erum að þreifa okkur áfram í þessu. Við gælum líka við þá hugmynd að efsta parið fari til keppni nor- rænna samvinnustarfsmanna í Svíþjóð, og að við getum e.t.v. Hermann Huijbens. boðið upp á slíkt mót hérna í framtíðinni. Þetta fer reyndar allt eftir þátttöku og áhuga manna.“ - Stefán, er mikill áhugi fyrir briddsi hjá samvinnustarfsmönn- um hér fyrir norðan? „Já, ég held að óhætt sé að segja það. Það hefur verið tví- menningskeppni hjá Starfs- mannafélagi KEA á hverjum vetri með þátttöku sex til sjö sveita. Það sama má segja um Sambandið í Reykjavík, þar eru haldin mót á hverjum vetri. Hjá Starfsmannafélagi verksmiðja SIS voru haldin mót hér á árum áður en síðari árin hefur þetta lagst af að mestu hjá þeim.“ • - Hvað finnst þér um bridds- starfið á Akureyri, er mikið líf í því? „Það er mjög gott starf og mik- ið spilað, bæði á Akureyri og í sveitunum hérna í kring. í Bridgefélagi Akureyrar hafa keppt allt að tuttugu og tvær sveitir. Bridgefélag Akureyrar hefur náð því undanfarin ár að vera stærsta briddsfélag á land- inu. Þá er einnig formlegt bridds- starf hjá Ungmennasambandi Eyjafjarðar, UMSE, og einnig í fyrirtækjum og í heimahúsum. Það er mikið spilað á Akureyri." - Hvernig er með bridds- kennslu, t.d. fyrir þá sem hafa áhuga á að læra spilið, eða þá sem vilja auka kunnáttu sína? Stefán: „í fyrra gengumst við fyrir byrjendanámskeiði hjá Starfsmannafélagi KEA og á það námskeið mættu þó nokkrir starfsmenn, tíu eða tólf manns. Eitthvað af því fólki hélt áfram að spila í keppnum og sjálfu sér til gamans. Þá hefur verið kennt bridds á vegum Námsflokkanna á Akureyri og hjá framhalds- skólunum í bænum.“ - Eigið þið von á mörgum Stefán Vilhjálmsson. Námsvist í Sovétríkjunum Sovésk stjórnvöld munu væntanlega veita einum íslendingi skólavist og styrk til háskólanáms í Sovétríkjunum háskóla- áriö 1988-'89. Umsóknum skal komiö til menntamálaráöu- neytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 12. febrúar nk. og fylgi staðfest prófskírteini ásamt meðmælum. Umsóknarblöö fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 11. janúar 1988. Laus staða Dósentstaða í lyfjafræði náttúruefna við námsbraut í lyfjafræði lyfsala í læknadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, rann- sóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. febrúar nk. Menntamálaráðuneytið, 11. janúar 1988. keppendum utan Akureyrar? „Við erum ekki búnir að fá þátttökutilkynningar ennþá en við vonumst til að eitthvað af fólki komi frá stöðum hér á Norðurlandi, og þá ekki bara frá stöðum á Eyjafjarðarsvæðinu, e.t.v. líka fólk frá Reykjavík.“ Hermannf „Þátttökugjaldi er rnjög stillt í hóf og maturinn er innifalinn í verðinu. Kostnaður- inn á hvert par er aðeins tvö þús- und krónur." Stefán: „Já, þetta er ódýrt, og við viljum benda á að mótið stendur aðeins yfir á laugardag- inn. Við byrjum að spila klukkan 9.30 um morguninn og klárum þetta fyrir kvöldmat sama dag. Þátttakendur geta þess vegna komið á föstudagskvöld og farið í leikhús, spilað síðan á laugardag og farið út að skemmta sér um kvöldið. Á sunnudag geta menn svo gert eitthvað annað, farið í Hlíðarfjall eoa það sem hver og einn vill.“ Herntann og Stefán tóku báðir fram að vegleg verðlaun væru í boði, en Kaupfélag Eyfirðinga og Sambandið gefa verðíaun fyrir 1. til 5. sæti á mótinu. Þátttakendum er bent á að tilkynna sig tíman- lega og panta hótelherbergi með fyrirvara, EHB Knattspyrnufélag Akureyrar iHhy <60* ara 60 ára afmælishátíð KA föstudaginn 29. janúar í Sjallanum Glæsilegur matseðill. Frábær skemmtiatriði. Borðhald hefst kl. 19.30. Verð kr. 2.500.- Samkvæmisklæðrtaður. Miðasala og borðapantanir í KA-heimilinu dagana 21., 22. og 23. janúar frá kl. 17-19, sími 23482. Opið hús milli kl. 17 og 19 í KA-heimilinu laugardaginn 29. janúar. SKILÐ LAUNAMÐUM í tœka tíð Launamiðum fyrir greidd laun á árinu 1987 þarf að skila nú sem endranær. Síðasti skiladagur er 20. jgnúamk KENNITALA í STAÐ NAFNNUMERS í stað nafnnúmers ber nú að tilgreina kennitölu bæði launamanna og launagreiðenda.. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.