Dagur - 20.01.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 20.01.1988, Blaðsíða 2
- 'ÖAöUR -<21T ’janúar 1088 Starfshópur um stækkun álvers: 180 þúsund tonna verik- smiðja gæti orðið hagkvæm í fréttatilkynningu Iðnaðar- ráðuneytisins 7. september sl. var frá því skýrt, að sérstakur starfshópur um stækkun álvers hefði fengið það verkefni að gera frumhagkvæmnisathugun á byggingu 200 þús. tonna álbræðslu, er reist yrði í áföng- um við Straumsvík. Starfshópurinn hefur nú lokið þessari athugun, og benda niður- stöður hennar til þess, að 180 þús. tonna álbræðsla, er byggð yrði í áföngum á árunum 1991- 1994, geti orðið hagkvæm í rekstri. Hefur því verið ákveðið að kynna niðurstöður þessarar frumhagkvæmnisáætlunar fyrir þeim fyrirtækjum í Evrópu, sem höfðu fyrr á síðasta ári lýst áhuga sínum á að kanna þátttöku í upp- byggingu áliðnaðar hér á landi. Hefur jafnframt verið óskað eftir því, að könnunarviðræður geti hafist við þá aðila, sem áhuga sýna á málinu, í febrúar eða mars. Tilgangur þeirra viðræðna yrði að kanna grundvöll fyrir stofnun sérstaks undirbúningsfé- Afmæli SVf: Kynning á starfsemi björgunarsveita Slysavarnafélag íslands á sex- tíu ára al'mæli þann 29. þ.m og af því tilefni hefur félagid farið fram á það við björgunarsveitir SVÍ að þær verði með opið hús þann 30. þar sem starfsemi þeirra verði kynnt. í Húnaþingi eru þrjár björg- unarsveitir SVÍ starfræktar og hafði Dagur tal af formönnum sveitanna til að kanna hvernig þær hyggðust standa að þessari kynningardagskrá. Vilhelm V. Guðbjörnsson for- maður “bjöfgúhársveítárinnar Káraborgar á Hvammstanga Nesti við Tryggvabraut: Áhersla lögð á fiskrétti Búið er að endurnýja veitinga- búð Höldurs sf. við Tryggva- braut og nú er þar boðið upp á ýmsar nýjungar. Vilhelm Agústsson, einn eigenda Höld- urs sf., sagði að ætlunin væri að umrædd verslun sérhæfði sig m.a. í fiskréttum sem við- skiptavinir geta neytt á staðn- um eða tekið með heim. „Við höfum gert samning við Sam- herja hf. um nýjan og fcrskan fisk úr Akureyrinni en það er besta hráefnið sem fáanlegt er,“ sagði Vilhelm. Alls geta rösklega 20 snætt í einu í veitingabúðinni eða „nest- inu“ eins og Akureyringar nefna það gjarnan, og blöð liggja frammi fyrir þá sem þau vilja lesa. „Hugmyndin er að verslanir Höldurs í Glerárþorpi og við Leiruveg sérhæfi sig í kjúklingum og þessi í fisk. Eg tel að slík skipting muni mælast vel fyrir enda eru Islendingar miklar fisk- ætur og kröfuharðir í þeim efnum. Sérhæfingin gerir okkur kleift að bjóða upp á úrvals vöru,“ sagði Vilhelm. Umrædd verslun er afar vistleg og hefur hvergi verið til sparað. Pess má geta að í henni er hægt að fá ókeypis ísmola. Vilhelm sagði að þessi „vara“ hefði verið seld fram til þessa en eigendur Hö.'durs sf. hefðu komist að þeirri niðurstöðu að betra væri að gefa molana sem fáanlegir eru í, pokum við hvers manns hæfi. sagði að þar væri nú ekki aðstaða til að takast á við þetta verkefni. Nú væri í byggingu hús yfir starf- semi Káraborgar en þar sem það væri ekki komið í gagnið væri björgunarsveitin enn á hrakhól- um með alla sína starfsemi. Vil- helm sagði að hin væntanlega björgunarstöð væri 168 fm. hús og ætti það að verða fokhelt með vorinu. Á Skagaströnd var slysavarna- sveit stofnuð á s.l ári og er for- maður hennar Sigurjón Ástmars- sön. Hann sagði að sVeitin hefði ekki neina fasta aðstöðu fyrir starfsemina, en þó yrði reynt að sýna þann tækjabúnað sem hún ætti þann 30. janúar. Á árinu 1979 byggði björgun- arsveitin Blanda á Blönduósi myndarlegt hús yfir sína starf- semi. Þar hefur Hjálparsveit skáta einnig aðsetur og er þetta sennilega eina dæmið um að þessir aðilar hafi haft samvinnu um að byggja yfir sig. Sýnir það að samvinna þessara björgunar- aðila er til fyrirmyndar. Gunnar Sigurðsson formaður björgunarsveitarinnar Blöndu sagði að þann 30. þ.m. yrði opið hús í björgunarstöðinni, þar sem tækjabúnaður og starfsemi Blöndu yrði kynnt. fh lags, sem tæki að sér að gera lokaáætlanir um byggingu slíks álvers og samninga við íslensk stjórnvöld um málið. Er að því stefnt, að ákvörðun um stofnun hugsanlegs undirbúningsfélags yrði tekin fyrir mitt þetta ár. Athuganir starfshóps um stækkun álvers benda til þess, að áhuga á þátttöku í nýrri ál- bræðslu á íslandi sé fyrst og fremst að finna hjá álfyrirtækjum á meginlandi Evrópu og Bret- landi. Eru flest þessi fyrirtæki í löndum, sem eru aðilar að Efna- hagsbandalagi Evrópu. Hefur málið því verið kynnt sérstaklega fyrir stjórn Efnahagsbandalags- ins í Brussel, og átti iðnaðarráð- herra í haust fund með fram- kvæmdastjóra iðnaðarmála innan Efnahagsbandalagsins. Sýndi hann mikinn áhuga á þróun áliðnaðar á íslandi, enda er fyrir- sjáanlegt, að draga verði úr álframleiðslu í Evrópu á næsta áratug vegna hækkandi orku- verðs. Er ráðgert, að fram- kvæmdastjórinn komi í heiinsókn til íslands í júní nk. meðal annars til að kynna sér þessi mál. Jón Bjarnason úrsmiður. Mynd: TLV Tillögur kynjanna skemmtilega ólíkar - í norrænni samkeppni um hönnun úra „Ég hef orðið var við töluverð- an áhuga fyrir þessari sam- keppni meðal barna, unglinga og kennara þeirra,“ sagði Jón Bjarnason, úrsmiður á Akur- eyri, en um þessar mundir stendur yfir samkeppni um hönnun úra fyrir börn og ungl- inga á aldrinum 6 til 16 ára. Aðstandendur keppninnar eru úrsmiðafélög á Norðurlöndun- um og svissneskir úrafram- leiðendur. Keppnin á íslandi er haldin að tilstuðlan Úrsmiðafélags íslands og Iðnaðarbankans, og eru góð verðlaun í boði fyrir bestu tillög- urnar. I prufuteikningum, sem komu fram í skóla í Reykjavík, kom í ljós að tillögur barnanna voru skemmtilega ólíkar með til- liti til kynferðis. Stúlkur teiknuðu úr í margs konar litaafbrigðum, og miðuðu þá gjarnan útlit úrsins við fleiri skartgripi, t.d. eyrna- lokka, hálsfestar eða armbönd, eða jafnvel klæðnað. Drengir DAGUR Sauðárkróki 0 95-5960 Norðlenskt dagblað teiknuðu aðallega með framtíð- ina í huga, komu t.d. með hug- myndir að sambyggðu úri, síma, sjónvarpi, tölvu o.fl. áhöldum. Bæði kynin gerðu mjög frumleg- ar tillögur varðandi útlit úranna, að sögn Jóns. „Mér þykir líklegt að keppni sem þessi gefi hugmynd um hvernig börn og unglingar hugsa um úr. Þá er annar tilgangur keppninnar að leiða hugann að því hversu mikilvægur hlutur úrið er og hvað það getur kostað að vera of seinn og óstundvís. Frá sjónarmiði úrsmiða þá er gott að beina því til fólks að það hugleiði hvers virði úrið er, í þeim skiln- ingi að það getur verið dýrt að vera óstundvís og missa af strætó eða flugvél. Ef fólk ber enga virðingu fyrir úrinu sínu þá ber það heldur ekki virðingu fyrir tímanum,“ sagði Jón Bjarnason að lokum. EHB Húsavík: Björg Jónsdóttir - fyrst til að Ijúka síldveiðunum Úr nýju setustofunni við Tryggvabraut. Mynd: TLV Björg Jónsdóttir ÞH-321 varð fyrst til að veiða upp í síldar- kvóta sinn af þeim tíu bátum sem fengu úthlutað viðbótar- kvóta eftir áramótin. Björg kom til heimahafnar á Húsavík á laugardaginn, voru þá aðeins níu dagar síðan skipið hélt til síldveiðanna og þó gerði tvisv- ar sinnum brælu á meðan á veið- unum stóð. Síldarkvóti Bjargar var 420 tonn og þurftu skipverjar aðeins að kasta nótinni þrisvar sinnum. Síldin veiddist á Reyðarfirði, Norðfirði og Mjóafirði og var henni landað á Eskifirði og Norð- firði. Skipstjóri á Björgu er Aðalgeir Bjarnason. Nú er verið að búa skipið til línuveiða. Sigþór ÞH-100, annar Húsa- víkurbátur sem einnig fékk út- hlutað viðbótarsíldarkvóta, hefur lokið veiðum og er nú á heimleið. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.