Dagur - 20.01.1988, Blaðsíða 4
c ■■ iSVsjfy}} " 886r ifiunsi .OS
4 - DAGUR - 20. janúar 1988
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 55 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ANDRÉSPÉTURSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir),
FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
STEFÁN SÆMUNDSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960),
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Óbærilegur tollur
Mörgum þykir dýrt að eiga og reka bifreið á
íslandi. Vissulega er það rétt að bifreiðagjöld
eru nokkuð há hér á landi og það sama má
segja um iðgjöld bifreiðatrygginga og elds-
neytið sem til þarf. Þrátt fyrir það er þessi
kostnaður smávægilegur miðað við þann toll
sem umferðin tekur árlega í mannslífum og
meiriháttar meiðslum.
Á síðasta ári létust 24 íslendingar í umferð-
arslysum hér á landi og er það sami fjöldi og
árið áður. 1038 manns slösuðust og sumir
mjög alvarlega. Það er aukning um hvorki
meira né minna en 10% frá árinu 1986. í sjálfu
sér þarf engum að koma á óvart þótt umferð-
arslysum fjölgi. Bifreiðaeign landsmanna hef-
ur aukist gífurlega á undanförnum árum og
við trónum nú á eða við toppinn í heiminum
hvað þetta varðar, miðað við höfðatölu. Á
sama tíma hafa engar stórstígar framfarir átt
sér stað í gerð umferðarmannvirkja, né held-
ur hefur umferðarmenningin batnað sem
nokkru nemur. Þannig eykst umferðarþung-
inn ár frá ári og slysatíðnin hækkar að sama
skapi. Þessa þróun verður að stöðva.
Ýmislegt hefur verið gert til þess að reyna
að bæta umferðarmenninguna. Tryggingafé-
lögin hafa bundist samtökum um að koma
þessum málum í betra horf og fjölmiðlar hafa
ekki látið sitt eftir liggja. Samt er árangurinn
ekki betri en raun ber vitni: Að meðaltali tveir
látnir og 87 slasaðir í hverjum mánuði á síð-
asta ári. Það vekur vissulega athygli að slysa-
tíðni var mun meiri í júlí og ágúst í fyrra en
aðra mánuði ársins, þrátt fyrir þá staðreynd
að akstursskilyrði eru einna best yfir sumar-
mánuðina. Þetta bendir eindregið til gáleysis
og skorts á tillitssemi í umferðinni.
Þann 1. mars n.k. ganga ný umferðarlög í
gildi. Margt breytist frá lögum þeim sem nú
gilda og eru flestar breytingarnar til batnað-
ar. Þannig verður ökumönnum skylt að nota
ökuljós allan sólarhringinn, án tillits til
aðstæðna og aukin áhersla verður lögð á að
menn haldi sig jafnan á hægri akrein þegar
tvær eða fleiri akreinar eru í sömu aksturs-
stefnu. Margir hefðu kosið að fleiri og róttæk-
ari breytingar yrðu gerðar á umferðarlögun-
um en um það náðist ekki samstaða. Vonandi
verður gildistaka nýrra umferðarlaga þó til
þess að íslenskir ökumenn taka að bæta ráð
sitt og lækka þann toll sem öllum er óbærilegt
að greiða. BB.
viðtal dagsins jj
„Tökum saltbílana
ekki upp í nýja bíla“
- segir Þorleifur Þorkelsson, sölustjóri hjá Ingvari Helgasyni hf.
Þorleifur Þorkelsson, sölu-
stjóri hjá Ingvari Helgasyni
hf., var staddur á Akureyri um
síðustu helgi vegna bílasýning-
ar á vegum Bifreiðaverkstæðis
Sigurðar Valdimarssonar.
Blaðamaður greip tækifærið til
að spjalla við Þorleif um „næt-
ursöltuðu“ Subarubílana sem
lentu í flóðinu í Drammen.
Auk þess fjallar Þorleifur
nokkuð um sölumál bifreiða á
nýbyrjuðu ári, en ýmsir hafa
spáð samdrætti í bílasölu á
árinu 1988.
- Hvenær fréttuð þið fyrst af
saltbílunum?
„Við fréttum fyrst af þessu eins
og aðrir, þ.e.a.s. að nokkrir bílar
hafi lent í sjó hjá norska umboðs-
aðilanum í Drammen. Við hugs-
uðum ekki meira um þetta þvf
við gerðum ekki ráð fyrir því að
bílarnir yrðu settir á markað og
frá okkar bæjardyrum kom aldrei
til greina að setja þá á markað
hér eða annars staðar. Þessir
umræddu bílar voru upphaflega
ætlaðir á Noregsmarkað áður en
þeir skemmdust, en Ingvar
Helgason hf. kaupir alla sína bíla
beint frá Japan, ekki fyrir milli-
göngu hinna Norðurlandanna."
- Síðan koma fréttirnar af því
að íslenskir menn hafi keypt yfir
300 af þessum bílum?
„Já, það er rétt. En nokkuð af
þeim bílum sem voru upphaflega
keyptir voru síðan seldir aftur og
pressaðir saman í brotajárn. En
ég vil taka það fram að ég hef
ekki skoðað þessa bíla sjálfur og
veit því ekki um í hvaða ástandi
þeir eru. Þó er maður að he>'ra
ýmsar sögur af því hversu lengi
bílarnir hafi verið í sjó og hvaða
skemmdum þeir hafi orðið fyrir.“
- Nú hefur japanski fram-
leiðandinn reynt að koma í veg
fyrir að þessir bílar væru seldir til
íslands?
„Já, það er rétt, þeir hafa
áhyggjur af þessum bílum frá
örýggissjónarmiði. Þó bílarnir
séu í lagi í dag þá er ekki þar með
sagt að þeir endist vel. Þegar sjór
eða saltblandað vatn kemst í ál
þá tærast slitfletir og annað. Það
sem er í lagi í dag þarf ekki að
vera það eftir 3-4 mánuði."
- Hvað finnst ykkur hjá Ingv-
ari um að menn kaupi svona
marga bíla framhjá umboðinu?
„Það er ekkert við það að
athuga í sjálfu sér. Við erum að
vísu með umboðssamning við
Subaru og okkur ber að líta eftir
því að nýir Subaru-bílar fari
ekki á markaðinn öðru vísi en
gegnum okkur. Þó er eitt í þess-
ari umræðu sem menn vilja
gleyma en það er innflutningur á
notuðum bílum. Ég man ekki
nákvæmlega hvað þeir voru
margir á síðasta ári en sú tala
skiptir þúsundum. Þessir söltuðu
bílar eru því ekki nema dropi í
hafið af fjöldanum.
Það er margt skrýtið í sam-
bandi við þennan innflutning á
notuðum bílum. Til landsins eru
m.a. fluttir notaðir bílar sem eru
sérstaklega ætlaðir fyrir Banda-
ríkjamarkað. Við höfum ekki
haft rétt eldsneyti á slíka bíla til
þessa, þ.e. blýlaust bensín, og
fáum ekki slíka vöru fyrr en síðar
á árinu í fyrsta lagi. Hér er um að
ræða fólksbifreiðir en þó fyrst og
fremst jeppa. Þegar umboðin
flytja inn bíla þá miða þau við að
þeir séu búnir þeim vélum sem
ætlaðar eru á Evrópumarkað.
Umboðin hafa fleiri skyldunt að
gegna, t.d. að útvega varahluti í
bílana en menn verða að gera sér
grein fyrir því að sjálfstæðir aðil-
ar sem eru í því að flytja inn fá-
eina bíla á hverju ári þurfa ekki að
sinna neinni varahlutaþjónustu
o.s.frv. gagnvart sínum viðskipta-
vinum. Svo fá umboðin það á
sig að þau geti ekki útvegað vara-
hluti í bílana, en umboðin liggja
eðilega ekki með varahluti í
gerðir sem ekki eru seldar hér á
landi."
- Er hægt að setja fram ein-
hverja almenna reglu um kaup
söltuðu Subaru-bílanna?
„Menn, sem kaupa bíla á þess-
um aflsáttarbílamarkaði, kaupa
þá bara til að eiga þá í 3-4 mán-
uði og selja þá svo. Maður hefur
orðið var við þetta gegnum árin.
Varðandi sérstakar merkingar á
saltbílunum þá er ekki gerlegt að
krefjast þess að þeir verði
merktir, slíkt er ekki á verksviði
Bifreiðaeftirlits ríkisins. En við
hjá umboðinu merkjum alla okk-
ar bíla og bjóðum þriggja ára
ábyrgð sem gildir ekki um saltbíl-
ana.“
- Geta menn bá komið eftir 3-
4 mánuði með saltbíl af Subaru-
gerð til Ingvars Helgasonar eða
umboðsaðila fyrirtækisins og
beðið um að hann verði tekinn
upp í nýjan bíl?
„Það hafa verið sendar út skrár
með númerum saltbíla af Subaru-
gerð og ég vil vekja sérstaka
athygli fólks á því að Ingvar
Helgason hf. tekur ekki salbíla í
skiptum upp í nýja eða eldri
Subaru-bíla. Þetta er alveg klárt
mál, við tökum alls ekki við slík-
um tjónabílum.“
- Hvernig standa sölumál
fyrirtækisins og hvað er helst á
döfinni á nýbyrjuðu ári?
- Við seldum rúmlega 2500
bíla á síðasta ári, þar af voru um
1100 Nissan-bílar, 200 Trabantar
en afgangurinn Subaru. Við
munum halda okkar markaðs-
hlutdeild og stefnum að því að
auka hana þrátt fyrir að útlit sé
fyrir eitthvað minni bílasölu á
þessu ári en því síðasta. Við
bindum talsverðar vonir við Niss-
an-jeppana, og einnig fólksbíl-
ana því þeir eru alltaf að verða
betri og nýtískulegri. Subaru
verður alltaf vinsælt vörumerki á
íslandi vegna fj órhjóladrifs og
annarra eiginleika sem valda því
að bílarnir stoppa ekkert hjá
okkur í umboðinu heldur renna
strax út.“
- Hverju þakka starfsmenn
fyrirtækisins Ingvar Helgason hf.
að það er nú orðið umsvifamesta
bílaumboð landsins?
„Fyrst og fremst því að við
erum með mjög góða vöru. Einn-
ig því að við erum með mjög gott
starfsfólk. Við erum með
minnstu yfirbygginguna af stóru
bílaumboðunum, fastir starfs-
menn hjá fyrirtækinu eru 25.
Þetta kostar að vísu töluverða
vinnu en salan gengur vel, eins og
menn sjá. EHB