Dagur - 20.01.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 20.01.1988, Blaðsíða 6
af erlendum veffvangi 6 - DAGUR - 2Ó. janúar 1988 Sérhönnuð úr fyrir múhameðstrúarmenn Kóraninn leggur múhameðs- trúarmönnum þá skyldu á herðar að biðjast fyrir fimm sinnum á dag, á ákveðnum tímum. Peim ber þá að krjúpa á kné, snúa höfði í átt til Mekka og þylja bænirnar. En það getur orðið nokkrum vandkvæðum bundið að uppfylla þessa skyldu, þegar flogið er með þotum nútímans, kannski svo klukkutímum skiptir, og klukkan er sífellt að breytast. Hver veit á slíkum ferðalögum, hvenær rétt- ur bænatími er eða hvert á að snúa höfðinu svo að víst sé, að ekki skakki miklu um stefnuna til Mekka. Það dugar heldur ekki að fylgja klukkunni eins og hún er á hverjum stað, því að bænatíminn er bundinn fyrirbærum á stjörnu- himninum, og þau horfa ekki eins við á hverjum tíma, hvar sem verið er á jörðunni eða umhverfis hana. En nú hafa snjallir klukku- smiðir leyst þennan vanda fyrir múhameðstrúarmennina og hafið framleiðslu á stafrænu úri, sem gefur frá sér hljóð á réttum bænatímum, að því þó tilskildu, að réttar lengdar- og breiddar- gráður séu stimplaðar inn. Um slíkt er væntanlega alltaf hægt að fá upplýsingar í fljúgandi farar- tækjum og þá ekki síður, ef menn eru á jörðu niðri. En ennþá eru úr þessi býsna dýr, kosta svo sem 120 þúsund krónur. En bót í máli er, að þau eru með innbyggðan áttavita og örin á áttavitanum bendir alltaf til Mekka, hvar á jarðarkringl- unni sem menn eru niður komnir. (Heimild: III. Videnskab 8/87. - Þ.J.) Sé skordýraeitri dreift yfir akra í þokudumbungi, verður það hættulegt. Eitrið safnast saman í þokudropunum og getur síðan borist víða vegu með vindum. Móðan frá landbúnaði er hættulegri en móða stórborganna Þoka í landbúnaðarhéruðum, þar sem eitri er dreift yfir landið, get- ur verið miklu hættulegri en móðan, sem flestir þekkja frá stórborgum heimsins. Amerískir vísindamenn, sem fengist hafa við rannsóknir á þessu, hafa nývetið birt niðurstöður sínar, sem orðið hafa mönnum undr- unarefni. Þegar skordýraeitri er dreift í þoku, koma fram mjög sterk eit- urefnasambönd, janfvel langt frá þeim stað þar sem sprautað var yfir landið. Það, sem mesta undrun vekur, er að skordýraeitrið virðist brjóta lögmál efnafræðinnar, þegar það kemur í samband við þoku. Eiturmagnið í vatnsdropunum í þokunni verður miklu meira en hægt var að búast við, og jafnvel efni, sem ekki leysast upp í vatni, safnast fyrir í þokunni. í þokuskýi í Kaliforníu fundust 16 mismunandi tegundir skor- dýraeiturs og sum efnanna voru hundrað sinnum eitraðri en þau, sem finnast í regnvatni. (Heimild: 111. Videnskab 8/87. - Þ.J.) Göran Raadö, yfir- maður sjúkrahús- deildar Stokkhólms- svæðisins, átti hug- myndina að einangr- un eyðnisjúkra í Steneby-búgarðin- Umdeild ráðstöfun: Evja fynr eyðnisjúka Ekki eru allir á eitt sáttir um þau áform sænskra heilbrigðisyfirvalda að einangra eyðnisjúklinga. Adelsö heitir dýrleg eyja á Málarenvatni, um 35 km vestan við Stokkhólm. Á gróðursælu haglendi eru kýr og fé á beit, íbúarnir, tæpir 5000 talsins, stunda landbúnað og ferðaþjón- ustu. En nú er þessi 15 km langa og 10 knt breiða eyja komin í blaðafyrirsagnir af annarri ástæðu. Á búgarðinum Steneby, 200 m frá ströndinni, á í vor að opna nýlendu fyrir eyðnisjúka, þá fyrstu í heimi. Göran Raadö, yfirmaður sjúkrahúsdeildar Stokkhólms- svæðisins, rökstyður hina umdeildu ákvörðun m.a. á eftir- farandi hátt: „Á meðan smit- hætta er fyrir hendi og smitber- arnir virða að vettugi öryggis- skipanir heilbrigðisyfirvalda, eig- um við engra annarra kosta völ en að einangra þá. Ævilangt el nauðsyn krefur.'1 Búgarðurinn verður afgirtur eins og fangelsi, há girðing og vopnaðir verðir í kring. „Ekki getum við látið þá leika lausum hala á eynni,“ útskýrir Bo Krönberg, yfirmaður heilbrigðis- og hjúkrunarráðs höfuðborgar- svæðisins. Fyrst um sinn verður 5-10 sjúklingum komið fyrir á heimil- inu. „Eftir nauðsynlegar endur- bætur ætti starfsemin að geta haf- ist í mars 1988,“ sagði Peter Pjorling, blaðafulltrúi sænska sendiráðsins í Bonn. „Sjúklingarnir verða skyldaðir til að halda þarna til og vera und- ir meðhöndlun lækna,“ heldur hann áfram. „Fyrst og fremst verður um að ræða fíkniefna- neytendur sem sprauta sig, og gleðikonur, sem þrátt fyrir endurteknar áminningar halda iðju sinni áfram og smita þannig heilbrigða." Af 8,3 milljónum íbúa Sví- þjóðar bera um 5.000 eyðniveir- una, 207 hafa veikst og 71 er látinn. Samkvæmt vesturþýskum lögurn er þar einnig heimilt að einangra eyðnisjúka, sem ekki hlýða fyrirskipunum lækna. Um þetta eru skiptar skoðanir þar í landi. Dr. Hans-Dietrich Pohle, prófessor við háskóla- sjúkrahúsið í Berlín, telur þetta nauðsynlegar og sjálfsagðar ráð- stafanir: „Þegar einhver setur heilbrigt fólk í hættu og lætur ekki segjast þrátt fyrir aðvaranir, geta heilbrigðisyfirvöld ekki látið það óátalið." Dr. Friedrich Deinhardt, starfsbróðir hans í Hamborg, efast reyndar um gagnsemi slíkra ráðstafana: „Þannig getum við ekki haldið veikinni í skefjum, þess vegna verður að reyna aðrar leiðir. “ Sænska áætlunin hefur vakið mikinn ótta meðal eyðnismitaðra á nteginlandinu. „Fólk hringir niikið til okkar og lætur í ljós ótta við svipaðar aðgerðir hérna,“ kvartar María Hasenácker, starfsmaður eyðnihjálparinnar í Berlín. „Hjá mörgum vekur þetta upp ljótar minningar um ofsóknir í Þriðja ríkinu." (Magnús Kristinsson þýddi.), Stærsti köku- maður í heimi Kökumaður, hvað er nú það? Það mun vera kaka, sem er skreytt þannig fyrir bakstur, að á henni kemur frarn mannsmynd. Eina slíka bökuðu danskir á liðnu sumri og var sú heldur af stærri gerðinni. Enda þótt öllum börnum og sælkerum í Skive á Jótlandi væri boðið að vera viðstöddum há- tíðahöld vegna 100 ára afmælis Aakjær-skólans, þar á staðnum, þá entist þeim ekki dagurinn til að ljúka við að borða stærsta kökumann í heimi. Það var bakarameistarinn þeirra í Skive, sem Einar heitir Nörreskov, er stjórnaði verki við framleiðslu karlsins og hafði sér til aðstoðar 16 starfsmenn brauð- gerðarinnar. Óskað hefur verið eftir því við heimsmetabók Guinn- es, að stærð kökumannsins verði staðfest sem heimsmet. Borgarstjórinn í Skive mældi stærðina í votta viðurvist og kökumaður reyndist vera 24 metrar á lengd en 12 á breidd, og þyngdin reiknaðist vera 1,625 tonn. Og svona til leiðbeiningar, ef einhverjum öðrum dytti í hug að búa til álíka karl eða keppa um heimsmetið, þá hefur bakara- meistarinn leyft, að uppskriftin að stærsta kökumanni í heimi verði birt almenningi: 160 lítrar mjólk og vatn, 40 kg ger, 640 egg, 32 kg sykur, 390 kg smjörlíki, 385 kg púðursykur, 9 kg kanell, 490 kg hveiti, 50 kg glassúr, 30 kg sælgæti. Og eitthvað kostar nú að búa til svona myndarlega köku? Jú, kökumaður á heimsmælikvarða kostar svo sem 170 þúsund krónur. (Þýtt. Þ,J.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.