Dagur - 17.02.1988, Side 1
Verslið hjá
fagmanni
lerrabudin
II HAFNARSTRÆTI 92 602 AKUREYRI. SiMI 96 26708 BOX 397
. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 17. febrúar 1988
33. tölublað
Öskudagurinn er í dag, og verður að venju mikið uin dýrðir í niiðbæ Akureyrar. Mynd: tlv
Bruninn í golfskála GA:
Eldvarnaveggjum ekki komið
fyrir samkvæmt teikningu
- of algengt að öryggisþáttum í byggingum sé ekki lokið við lokaúttekt
Sala á lagmeti til
Sovétríkjanna:
Samningavið-
ræður ganga
óvenju hægt
- Egilssíld á Siglufirði
selur líklega 100 tonn af
reyktum síldarflökum
Enn hafa ekki tekist samningar
um sölu á lagmeti til Sovétríkj-
anna og að sögn Theódórs
Halldórssonar framkvæmda-
stjóra Sölustofnunar lagmetis,
ganga samningaviðræður
óvenjulega hægt. Tvö fyrirtæki
á Norðurlandi eiga þátt í fram-
leiðslu lagmetis, Egilssíld á
Siglufírði og K. Jónsson á
Akureyri.
„Það er verið að tala saman en
þetta gengur geysilega hægt. Pað
er ómögulegt að segja til um
livað þetta tekur langan tíma,“
sagði Theódór í samtali við Dag.
Ástæðuna fyrir því hve hægt
gengur sagði hann ekki endilega
vera þá að mikið bæri á milli, en
verið væri að ræða magn, verð og
ýmis tæknileg atriði. Að sögn
Theódórs má segja að fyrir liggi
samkomulag um magn en ekki
hefur samist um verð ennþá.
Kaupandinn þar eystra er Sovr-
ybflot.
K. Jónsson framleiðir gaffal-
bita og matjesflök en Egilssíld
framleiðir reykt síldarflök. Fyrir-
tækið hefur áður selt til Mið-
jarðarhagslanda en þetta er í
fyrsta skipti sem samið er um
sölu á reyktum flökum til Sovét-
ríkjanna. Um er að ræða 100
tonn og er Egilssíld eini fram-
leiðandinn hérlendis. ET
Innan skamms verður auglýst
til umsóknar 4.400 fermetra
lóð vestan Nótastöðvarinnar
Odda, norðan Hjalteyrargötu.
Búast má við hörðum slag um
lóðina því margir hafa sýnt
henni áhuga og þó að hún hafí
ekki enn verið auglýst þá hefur
þegar borist um hana umsókn.
Vegna þessarar fyrirhuguðu
Ióðaveitingar samþykkti bæjar-
ráð nýlega að beina þeim tilmæl-
um til bygginganefndar að hún
leiti umsagnar hafnarstjórnar
áður en lóðir fyrir hafnsækna
starfsemi eru auglýstar til
umsóknar.
Að sögn Sigfúsar Jónssonar
bæjarstjóra er þessi samþykkt
gerð vegna þess að frá því að ný
hafnarreglugerð var samþykkt á
síðasta ári, hafa verið um það
deildar meiningar hvernig standa
beri að auglýsingum og úthlutun-
unt lóða á hafnarsvæðinu. Til-
mælunum er því ætlað að skera
úr um verkaskiptingu hafnar-
stjórnar og bygginganefndar.
Skipulagsnefnd hefur lagt til að
aðkoma að lóðinni verði ekki frá
Of algengt er að á nýbygging-
um sé ekki gerð lokaúttekt
eins og lög kveða á um. í Golf-
skála GA að Jaðri hafði loka-
Hjalteyrargötu heldur um fyrir-
hugaðan botnlanga úr Nausta-
tanga. Þá leggur nefndin til að
nýtingarhlutfall lóðarinnar verði
0,3 þ.e.a.s. þar má byggja hús
með 1300 fermetra gólffleti. ET
úttekt ekki verið gerð er þar
varð stórbruni nú í janúar og
ekki hafði verið gengið frá eld-
varnaveggjum eins og sam-
þykkt teikning sýnir. A fundi
bygginganefndar Akureyrar-
bæjar í síðustu viku var mál
þetta tekið fyrir og ákveðið að
íeggja áherslu á þá ábyrgð
byggingameistara að öryggis-
þáttum í byggingum sé lokið
þegar lokaúttekt fer fram.
Samkvæmt brunareglugerðinni
er óheimilt að taka í notkun hús
nema fyrir liggi vottorð bygginga-
fulltrúa og slökkviliðsstjóra.
Undanskilin þessu ákvæði eru
einbýlishús, fjölbýlishús fjögurra
hæða eða lægri, verslunarhús
með minni gólfflöt en 150 fm og
iðnaðar- og geymsluhúsnæði þar
sem gólfflötur er minni en 200
fm.
í golfskála GA höfðu tveir F-
30 eldvarnaveggir sem hólfa áttu
af kaffiteríu og einnig áttu að
vera hluti af skiptingu hússins
ekki verið settir upp. Hurð að
húsvarðaríbúð átti að vera B-30
hurð en virðist ekki hafa staðist
þær kröfur sent til slíkra hurða
eru gerðar auk þess sem frágang-
ur umhverfis hana, þ.e. milli-
karms og veggjar, var ekki sam-
kvæmt kröfum sem gilda um slík-
ar hurðir. Veggir sem aðgreina
húsvarðaríbúð eru A-60 veggir,
en samkvæmt reglugerð skulu
þeir ná að ystu klæðningu. Vegna
þakgerðar heimilaði slökkviliðs-
stjóri þá breytingu að veggir
mættu ná að loftbitum en í stað-
inn yrði loft yfir húsvarðáríbúð
gert sem B-60.
Tölur í framansögðu segja til
um mínútufjölda sem efni heldur
eldi. Bókstafir tákna hins vegar
gerð efnis þ.e. A stendur fyrir
efni sem er óbrennanlegt, B
stendur fyrir brennanlegt efni
t.d. tré, og F stendur fyrir loga-
stöðvandi efni.
„Ég tel að minni skemmdir
hefðu orðið á skálanum ef vegg-
irnir hefðu verið komnir upp.
Eldur hefði í sjálfu sér ekki orðið
ntinni heldur hefur reyk- og hita-
skemntdir takmarkast við hluta
hússins. En ég vil taka það fram
að alls ekki er verið að leggja eig-
endur golfskálans í einelti heldur
gaf þetta tilfelli tilefni til
umræðna um þessi öryggismál í
víðara samhengi,"' sagði Tómas
Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri
á Akureyri. JÓH
Búast má við hörðum slag um lóðina vestan Odda. Mynd: tlv
Lóð vestan nótastöðvar:
Búast má við
hörðum slag
Örn ingi:
Vantraust á
menningar-
málanefnd
Mvudlistarniaðurinn Örn Ingi
lýsir vantrausti á Menningar-
málanefnd Akureyrarbæjar og
segir hana ekki aðeins hafa
brugðist þeim vonum sem við
hana voru bundnar heldur hafí
hún einnig viðhaft slæleg
vinnubrögð. I grein sem hirtist
í blaðinu í dag færir Örn Ingi
rök fyrir máli sínu og biður
fólk að hugleiða hvort allt sé á
réttri leið í bæjarkerfinu.
„Mér undirrituðum þykir það í
raun ekkert skcmmtilegt að
verða að gagnrýna störf menn-
ingarmálanefndar. en annaö er
samt ekki hægt. Þegar þessi nýja
nefnd var sett á laggirnar urðú
flestir glaöir við og trúöu á betri
tíð nteð hlóm í haga. Fullvíst má
telja að görnlu aldamótamennirn-
ir hefðu verið fullsæmdir af þeint
heitstrengingum og fyrirheitum
er sumir nefndarmenn viðhöfðu á
fyrstu vikum og mánuðum hinnar
nýju nefndar," segir Örn Ingi í
grein sinni.
Hann telur nefndina t.a.m.
hafa gleymt gildi Laxdalshúss,
sem elsta húss bæjarins og segir
að nefndin hefði þá eins getað
gengið alla leið og mælt meö því
aö þurrka út öll menningarákvæði
varðandi húsið og vísa því síðan
sem rekstrarlegu hagsýsludæmi
til atvinnumálanefndar.
Hann átelur nefndina fyrir að
vísa beiðni Norðurgluggans hf.
urn stuðning athugasemdalaust til
atvinnumálanefndar og segir:
„Ég fæ samt ekki beturséö, en aö
í þessu felist ákaflega fjandsam-
leg menningarpólitík eða þá
mjög svo slysalegur misskilning-
ur, sem vekja verður athygli á.“
Hann tekur fleira fyrir og segir
t.d. skóla- og menningarfulltrúa í
einni og sömu persónunni „vond
mistök“. SS
- Sjá bls. 4-5.
Akureyri:
Deilt um
starfshóp í
öldmnarmálum
Á fundi bæjarstjórnar Akur-
eyrar í gær var mikið rætt um
öldrunarmál, og hvernig það
hefði viljað til að starfshópur
um stefnumótun í öldrunar-
málum komst aldrei á legg,
sbr. frétt í blaðinu í gær.
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
sagði, að öldrunarráð hefði verið
sammála tillögu Jóns Björnsson-
ar um starfshópinn, og rætt liefði
verið unt að skipa í Itann með
sama hætti og félagsmálaráð
gerði. Fullkomlega eölilegt væri
að ráðin tvö stæðu að stefnumót-
un með þessum hætti, en þó hefði
formaður öldrunarráðs skyndi-
lega komið með frávísunartil-
lögu.
Sigríður Stefánsdóttir tók í
sama streng og sagði, að þetta
mál sýndi úrræðaleysi meirihlut-
ans í öldrunarmálum. EHB
i