Dagur - 17.02.1988, Page 4
4 - DAGUR - 1 ^fJbrÍjár “1988
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 55 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir),
STEFÁN SÆMUNDSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960),
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDIS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Fræðslusjónvarp
Mönnum hefur lengi verið ljós sú staðreynd
að Sjónvarpið er ákaflega áhrifamikill fjöl-
miðill. Möguleikar hans hafa þó alls ekki ver-
ið nýttir sem skyldi. Hæstráðendur Ríkisút-
varpsins, þ.e. yfirvöld menntamála, hafa t.d.
að mestu látið hjá líða að nota Sjónvarpið
sem vettvang markvissrar almennings-
fræðslu. Á það hefur áður verið bent á þess-
um vettvangi, að ef rétt er á málum haldið,
hefur Sjónvarpið alla burði til þess að verða
eitt áhrifáríkasta menntasetur þjóðarinnar,
ef svo má að orði komast.
En nú hillir undir betri tíð hvað þetta
varðar. Fyrir skömmu var hafinn markviss
undirbúningur að stofnun sérstakrar
fræðsludeildar innan Ríkisútvarpsins. Deild-
in hefur ekki hlotið nafn enn sem komið er,
en „Fræðslusjónvarp" og „Sjónvarpsskóli
Ríkisútvarpsins “ hafa verið notuð sem
vinnuheiti. Bæði nöfnin lýsa tilgangi slíkrar
fræðsludeildar vel. Markmiðið er að hefja
útsendingar efnis, sem fyrst og fremst hefur
fræðslu- og menntunargildi. Fyrst í stað
verður efnið sent út sem hluti hinnar
almennu dagskrár. En ef vel tekst til má
gera ráð fyrir því að síðar verði sérstök rás
ætluð til þessara nota.
Kostir þess að taka upp fjölþætta kennslu
í Sjónvarpinu eru ótvíræðir. Væntanlega
verður mest áhersla lögð á íslenska tungu,
sögu og menningu, enda ekki vanþörf á.
Hraðfleygar tækniframfarir hafa gert það að
verkum að ísland er ekki lengur einangrað
land í Norður-Atlantshafi, heldur land í al-
faraleið, opið fyrir nýjungum á öllum
sviðum. Vissulega er þetta breyting til batn-
aðar að flestu leyti. Þó fylgir sá böggull
skammrifi að fyrir bragðið er þjóðin við-
kvæmari en áður fyrif erlendum menningar-
áhrifum, sem í sumum tilfellum geta haft
skaðleg áhrif. Þannig hafa erlend áhrif gert
vart við sig í auknum mæli í málfari manna
hin síðari ár, svo dæmi sé tekið. Við þessu
þarf að bregðast og snúa vörn í sókn. Mark-
viss almenningsfræðsla með tilstuðlan Sjón-
varpsins er stórt skref í þá átt.
Mikilvægt er að rétt verði staðið að málum
strax frá upphafi. Reynsla nágrannaþjóð-
anna sýnir að farsælast er að aðilar innan
menntakerfisins sjái um að skipuleggja og
þróa fræðslusjónvarpið. Það þarf að vera í
aánu samstarfi við skólana í landinu og taka
mið af kröfum sérhvers menntastigs og því
sem nemendum nýtist best. Á þann hátt
mun því vel farnast. BB.
Örn Ingi:
Vantraust á menn-
ingarmálanefnd
Það er svo sem ekki á hverjum degi að maður œsir sig
upp til mótmœla við opinbera aðila eins og neðanritað
bréftil bœjarstjórnar sýnir. Akvörðun mín að birta einn-
ig bréfið opinberlega, orsakast af því, að mér finnst það
ekki borðligjandi að vantraust mitt á Menningarmála-
nefnd Akureyrarbœjar muni hljóta sérstaka meðferð hjá
bœjarstjórninni, þótt alltaf megi vona. Ég held að les-
endur Dags muni við áframhaldandi lestur sannfœrast
um að þessi mál komi öllum við, og óskandi að í kjöl-
farið leiddiþað menn til umhugsunar um það hvort allt
sé á réttri leið í bœjarkerfinu, og aðfólk í öðrum bœjar-
félögum skoði einnig sínar pólitísku nefndir, og gagn-
rýni þœr á opinberum vettvangi ef ástœða þykir til. Ég
vil ennfremur nota þetta tilefni til þess, að þakka hinum
mörgu velunnurum Laxdalshúss samstarfið og samver-
una. Nýjum leigutökum óska ég VELFARNAÐAR.
Til bæjarstjórnar Akureyrarbæjar.
Háttvirti bæjarfulltrúi.
Mér undirrituðum þykir það í
raun ekkert skemmtilegt áð
verða að gagnrýna störf menn-
ingarmálanefndar, en annað er
samt ekki hægt. Þegar þessi nýja
nefnd var sett á laggirnar urðu
flestir glaðir við og trúðu á betri
tíð með blóm í haga. Fullvíst má
telja að gömlu aldamótamennirn-
ir hefðu verið fullsæmdir af þeim
heitstrengingum og fýrirheitum
er sumir nefndarmenn viðhöfðu á
fyrstu vikum og mánuðum hinnar
nýju nefndar.
Það skal fúslega viðurkennt,
að það sem kemur mér sérstak-
lega til að gagnrýna nefndina - er
hneykslanleg meðferð hennar á
málefnum Laxdalshúss, en fleira
kemur þó til, svo sem nú verður
rakið.
1. Um málefni Laxdalshúss
Nefndin lagði það til við bæjar-
ráð, eftir uppsögn mína á leigu-
samningi milli mín og bæjarins
um Laxdalshús, er gilt hafði sl. 4
ár, að leigja Laxdalshús áfram
eins og verið hefði til listsýninga
og annarra menningarviðburða.
Nefndin lagði síðan til að veit-
ingaaðilar Bautans/Smiðjunnar
yrðu næstu leigutakar og væri
þeim jafnframt heimil veitinga-
sala í húsinu. Svo sem verið hafði
einnig í fyrri leigusamningi.
Hver trúir því, að þessu verði
einmitt ekki alveg öfugt farið,
enda er mér vel kunnugt um, að
hinn nýi leigutaki sótti einungis
um aðstöðu í húsinu með það eitt
í huga að bjóða upp á venjulegar
veitingar. Ég veit það einnig, að
af hálfu bæjarins var ekki gengið
eftir því sérstaklega að leigutaki
uppfyllti einhver skilyrði um list-
sýningar eða aðrar menningar-
starfsemi, enda varla eða ekki
hægt að ætlast til þess af honum.
Leigutaki hefur þess vegna frá
mínum bæjardyrum séð fullkom-
lega hreinan skjöld að þessu
leyti, þó svo að nú muni nefnd-
in og bæjaryfirvöld í sameiningu
mjög líklega negla sig á undir-
skrift þeirra varðandi umrætt
ákvæði.
Ég mótmælti þessum ráðagerð-
um með góðum fyrirvara bæði
við nefndina og síðan síðar við
formann hennar, jafnframt því
sem ég lagði fram (munnlega)
nýjar hugmyndir varðandi nýt-
ingu hússins til eins árs, og ítrek-
aði einnig varnarorð mín um frið-
helgi þessarar perlu okkar Akur-
eyringa og umgengni um hana
(byggt á biturri reynslu). Eftir
því sem ég best veit, var tillaga
mín aldrei rædd - hvað þá nieir.
Nefndin mun að sjálfsögðu skýla
sér á bak við það ákvæði í samn-
ingi að leigutakar hafi húsið að-
eins til eins árs og áfram verði
hugað að framtíðarnýtingu húss-
ins sem hæfir. Staðreyndin er
hins vegar sú að ekkert raunhæft
hefur komið frá nefndinni, enda
auglýsti hún húsið til leigu í þeirri
von að einhverjir aðrir kæmu
með góðar hugmyndir. Dreg ég
það mjög í efa að nefndarmenn
sjálfir hafi hugleitt mikið framtíð
þessa merkilega húss sem brátt
verður 200 ára gamalt.
Ennfremur verður að koma
hér fram að bæjarráð hafnaði því
að kaupa húsgögnin, sem ég
bauð þeim til kaups á góðum
kjörum, og valin voru sérstaklega
at' arkitekt hússins, Hjörleifi Stef-
ánssyni, sem sá um endurbygg-
inguna ásamt góðsmiðnum Sverri
Hermannssyni. Var ég því
skiljanlega tilneyddur til þess að
selja hinum nýju leigutökum hús-
gögnin ásamt ýmsum öðrum bún-
aði. Varla er hægt að mæla gegn
þeirri staðreynd að leigutakar
standa nú mun betur að vígi til
þess að halda húsinu um ókomin
ár.
Auðvitað hefði nefndin átt að
hafa vit fyrir sér meðþví að mæla
með því að þurrka út öll menn-
ingarákvæði varðandi Laxdals-
hús, ogsíðan vísa þvísem rekstr-
arlegu hagsýsludæmi til atvinnu-
málanefndar.
2. Um Gallery Gluggann og
menningarmálanefnd
Eins og sjá má í fundargerðum
nefndarinnar leituðu Glugga-
menn til hennar í von um
stuðning. Framtak þeirra er í
senn ákaflega þarft og lofsvert í
alla staði, og enginn ætti að draga
það í efa að miklu hefur verið til
kostað svo allir hefðu sóma af.
Reynsla af rekstri sýningarsala og
gallería sýnir Ijóslega svo ekki
verður um villst, að slíkur rekstur
gengur ekki nema í mjög stuttan
tíma komi ekki til einhver opin-
ber stuðningur svo sem eðlilegt
má teljast.
Meðferð nefndarinnar vekur
athygli, ekki verður annað sagt.
Menningarmálanefnd vísar
erindinu til atvinnumálanefndar
útskýringalaust.
Atvinnumálanefnd biður til
baka um umsögn menningar-
málanefndar, sem mælir með því
að atvinnumálanefnd vinsamleg-
ast athugi hvað hægt sé að gera
fyrir Gluggann í rekstrarlegu til-
liti. Sé vísað til orðalags í fundar-
gerð menningarmálanefndar er
ekki hægt að lesa mikla hvatn-
ingu úr þeim orðum. Illt er að sjá
forsendur fyrir þessum millifærsl-
um og borið saman við fyrr-
greindar niðurstöður í málefnum
Laxdalshúss, má sjá að eitthvað
er farið að víxlast illilega til í
bæjarkerfinu.
Ég fæ samt ekki betur séð, en
að í þessu felist ákaflega fjand-
samleg menningarpólitík eða þá
mjög svo slysalegur misskilning-
ur, sem vekja verður athygli á.
Meðferð menningarmálanefndar á málefnum Laxdalshúss er forsenda fyrir vantraustsyfirlýsingu Arnar Inga á
nefndina.