Dagur - 17.02.1988, Síða 5
Örn Ingi.
3. Stefnuleysi í uppbyggingu
listasafns Akureyrarbæjar
Þegar hin nýja menningarmála-
nefnd tók til starfa, lá það einna
brýnast fyrir, af verkefnum til
úrlausnar, að marka einhverja
ábyrga stefnu í innkaupum lista-
verka. Pað mun á flestra vitorði
að listaverkaeign bæjarins er
ákaflega gloppótt og fátt um
mjög góð myndverk, enda höfðu
allar stjórnir gamla menningar-
sjóðsins ávallt hagað innkaupum
eftir því hvað rak á fjörurnar
hverju sinni. Ekki get ég stillt
mig um að benda á eina alvarlega
gloppu sem ekki verður við unað,
að enn hefur enginn séð ástæðu
til þess að kaupa myndverk af
einum af okkar allra bestu iista-
mö'nnum sem hér starfar (enn-
þá), Guðmundi Ármann, þrátt
fyrir búsetu hans í bænum í 17 ár.
Ekki er að sjá það í þeim 33
fundargerðum sem nú liggja eftir
menningarmálanefndina að
nokkru sinni hafi verið tekið á
þessum málum. Skýringin er
vafalaust sú, að þessi nefnd eins
og allar aðrar pólitískar nefndir
er ekki saman sett af sérfróðu
fólki (nema þá til vara), og því
ekki auðvelt fyrir það að finna
góðar lausnir.
4. Útdráttur um listaverkakaup
menningarmálanefndarinnar
Á starfstíma nefndarinnar hafa
nokkrir akureyrskir myndlistar-
menn og myndlistarnemar sótt
um styrki vegna sýninga og
myndlistarmenntunar. Þessum
umsóknum ýtti nefndin á undan
sér og frestaði afgreiðslum af
mikilli ákveðni eftir því sem séð
verður, þar til eftir mikla
umhugsun er blásið í herlúðra.
Ákveðið að kaupa myndverk af
flestum ef ekki öllum umsækj-
endunum, en láta afgreiðsluna
heita eftir sem áður styrkveit-
ingu. Þarna virðist augljóst að
nefndin hefur verið að kaupa sér
baktryggingu.
„Réttlætt styrkina með lista-
verkakaupum...
...og réttlætt listaverkakaupin
seni styrkveitingu."
Þessi vinnubrögð lýsa í raun
því sem einkennir þessa nefnd
öðru fremur, en það er afstöðu-
leysi hennar til allra hluta þegar á
reynir.
5. Uni almenna óstarfhæfni
nefndarinnar
Við lestur fundargerða nefndar-
innar, kemur það mjög oft ber-
lega í ljós hvað hún á erfitt með
að taka ákvarðanir, málunum
frestað og frestað og síðan í kjöl-
farið koma svo hálf hlægilegar
niðurstöður, eins og t.d. þegar
átti að ráða mann til söguritunar
Akureyrarbæjar. Þá má sjá að
nefndin, eftir mikið fum og
fuður, vísar málinu frá til bæjar-
ráðs. Einnig má sjá sérbókun frá
meirihluta nefndarinnar þar sem
mælt er með ákveðnum manni til
starfans. Mér er spurn: Hvers
vegna réði ekki meirihlutinn
afstöðu nefndarinnar í þessu
máli? Hvers vegna þurfti að vísa
því frá? Var þarna um pólitík að
ræða? Spyr sá sem ekki veit.
Á það verður að benda, að
nefndarmenn eru ekki á svo lág-
um launum í þessari nefndar-
vinnu sinni, þeir fá nú fyrir hvern
fund kr. 2.851,00 þannig að hver
fundur nefndarinnar kostar skatt-
borgarana kr. 17.106,- og sé
þetta margfaldað áfram á þessa
33 fundi nefndarinnar á einu og
hálfa ári er upphæðin ca. 560
þús. kr. - En eins og einn góður
maður sagði í bæjarkerfinu: „Það
er nú einu sinni verið að greiða
fyrir hugvit.“ Ég vil ennfremur
gagnrýna fundargerðir nefndar-
innar, sem eru ákaflega óvandað-
ar og óglöggar og engu líkara en
að allt sé svo leynilegt að um það
megi varla bóka.
6. Efasemdir um skóla- og
menningarfulltrúann
Starfssvið þessa nýja fulltrúa í
bæjarkerfinu kom mjög til kasta
hjá menningarmálanefnd, og
mæltu þeir einnig með þeim aðila
er fékk starfann. Það verður að
segjast eins og er, að enn hefur
mér ekki tekist að finna nokkurn
mann úr menningargeiranum,
sem telur það ekki vera hið
versta óráð að setja þessa báða
málaflokka undir sama manninn.
Það ætti að vera mönnum aug-
ljóst mál að báðir þessir mála-
flokkar þurfa á fagmennsku að
halda. Eins og allir vita er sá sem
hefur þetta starf með höndum að
upplagi skólamaður (vafalaust
fær á sínu sviði) en alls óreyndur
á menningarsviðinu og því afar
ólíklegur baráttumaður í þeim
efnum. Mér er það ennfremur
mjög til efs, að hægt sé að finna
mann er geti sinnt báðum þessum
niálaflokkum jafnvel, þótt hann
væri allur af vilja gerður.
Þessi skóla- og menningarfull-
trúi í einni og sömu persónunni
er því vond mistök.
Góðir bæjarfulltrúar nú er
sennilega nóg komið (í bili að
minnsta kosti) þótt ýmislegt
fleira hefði mátt nefna sem gagn-
rýnisvert gæti talist. Þó vil ég
leiða að því líkum, að miðað við
allar þær umræður um sölu á
eignum Akureyrarbæjar, verði
Laxdalshús brátt sett á sölulista
til að létta byrðarnar af bænum,
og má benda á síðustu ráðstafan-
ir sem spor í þá átt. Ekki kæmi
það mér neitt á óvart fyrst ráða-
menn bæjarins sýna ekki lit á því
að gangast við húsinu á raunhæf-
ari hátt en þeir eru nú uppvísir
að. Fullvíst má telja að einhverj-
um þyki ég býsna óbilgjarn og
dómharður, en því er til að svara,
að ég gerði mér (eins og fleiri)
miklar vonir með þessa nýju
menningarmálanefnd og trúði
henni til góðra verka, en nú
finnst mér hún hafa brugðist hlut-
verki sínu illilega, og mun því
standa við hvert orð hér að fram-
an - hvar og hvenær sem er.
Lokaorð
Það er mér bæði ótta- og
áhyggjuefni að horfa upp á alla
þá þenslu og ringulreið sem ávallt
virðist ríkja í höfuðborginni.
Helstu orsakir þessa að mínu viti,
eru vafalaust þær, að í rauninni
er höfuðborgin ekki vel undir
það búin, að virka sem flótta-
mannabúðir fyrir óánægt lands-
byggðarfólk, sem þreyst hefur á
sinni heimabyggð, vegna þess
hvað þar var illa staðið að
málum.
Virðingarfyllst.
Akureyri, 15. fébrúar 1988.
Orn Ingi,
Klettagerði 6,
Akureyri.
Ólafur Haukur
Símonarson:
Sögur úr
sarpinum
Nýlega gaf Mál og menning út
Sögur úr sarpinum eftir Ólaf
Hauk Símonarson. í þessari bók
eru ellefu sögur sem áður hafa
birst ýmist í smásagnasöfnum
hans eða í tímaritum. Ólafur
skrifar gjarna um fólk í hvers-
dagslegu umhverfi, en jafnan er
stutt í fantasíu og táknmyndir.
Ólíklegustu atburðir eiga sér stað
í tiltölulega venjulegu umhverfi,
svo sögurnar eru oft með raunsæ-
isblæ þótt þær séu ævintýralegar.
Ólafur Haukur hefur áður sent
frá sér fjölda bóka, bæði sögur,
leikrit og ljóð; meðal þeirra
mætti nefna Galeiðuna, Vík milli
vina, Vatn á myllu kölska, Úngl-
íngana í eldofninum, Vélarbilun
í næturgalanum, Dæmalaus
ævintýri og Badda og bílaverk-
stæðið. Ólafur hefur einnig samið
efni fyrir börn og unglinga og
söngtexta.
Sögur úr sarpinum er 146 blað-
síður að stærð og er hún gefin út
sem kilja. Guðjón Ketilsson
hannaði kápu. Bókin er prentuð
og bundin hjá Prentstofu G.
Benediktssonar.
Aðalfundur
hestamannafélagsins Funa
verður haldinn í Sólgarði
sunnudaginn 21. febrúar kl. 13.30.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Úrsögn félagsins úr L.H.
3. Væntanleg innganga í U.M.S.E.
Áríðandi að félagsmenn fjölmenni og taki afstöðu í
þessum málum.
Stjórnin.
Nýkomid
Eyrnalokkar og hárskraut í úrvali.
Nýjar peysur, blússur,
kjólar, pils, 3 gerðir af jogginggöllum
og stuttermabolir.
Alltaf sama
lága verðið.
Komið meðan
úrvalið er mest.
Sendum í póstkröfu.
Ath. Opið á
laugardögum
L frá kl. 10-16.
Verslunin
Uilog
n
Sunnuhlíð 12, sími 22484.
Jakjkaföt á yngri meniiina.
Stakir jakkar og buxur frá
tíallahuxur og bolir í miklii
tirvali.
RúUukragabolir frá kl. 750.-
Herra terlyne buxur. Verð
aðeins kr. 1.190.-
IVliiinuiii á liiuar
vinsælu þýsku buxur uAn.|
frá MobiÍEIasto. YuRU