Dagur - 17.02.1988, Side 6

Dagur - 17.02.1988, Side 6
S- DAGUR17.’ fébrúarM988 Björgttnarsveitin Blanda með opið hús í tilefiii 60 ára afinæls SVFÍ: Snjóbíllinn á Kolkuhóli í páskaf'erð til Hveravalla. menn um að flytja jólapóstinn að veðurathugunarstöðinni á Hvera- völlum í mörg ár? „Jú við sinntum þessu verkefni í mörg ár eða þar til veðurathug- unarstöðin Sandbúðir var reist á Sprengisandi. Þá þótti þeim sem þessu réðu hagkvæmara að flytja jólapóstinn með flugvélum, til beggja staðanna í einu. Þetta vildi þó ganga misjafn- lega og stundum dróst það jafn- vel fram í febrúar að hægt væri að fljúga með póstinn þar sem það gátu liðið vikur svo ekki væri lendandi á báðum stöðum sama daginn. Veðurathugunarfólkiö á Hveravöllum var ekkert sérlega hrifið af þessari breytingu." - Voru þessar ferðir ekki mjög góðar til að þjálfa menn í vetrar- ferðum? „Þetta hefur sennilega verið þá að huga að farartækjunum, fenginn var að láni vélsleði hjá Einari Guðlaugssyni. Hann er einn af stofnendum sveitarinnar og alltaf tilbúinn að leggja henni lið. Vegna þess hvað mikið hafði snjóað í byggð var ekki um það að ræða að flytja snjóbílinn neitt áleiðis á vörubíl. Ég held að ég muni það rétt að honum hafi ver- ið ekið beint af augum eftir Lax- árvatni og Svínavatni á ís. Sleð- inn var fluttur í kerru aftan í jeppa og komumst við þannig með hann að Guðlaugsstöðum í Blöndudal. Það var upp úr hádegi sem við lögðum af stað þaðan og þegar við komum upp á heiðina var komið alveg grimmd- arfrost, líklega um 20 gráður en bjart og gott ferðaveður, kyrrt og bjart. En það getur sprungið á snjó- bílum eins og öðrum bílum og „Þetta liefur oft verið bökað Frá fyrstu sainæfingu SVFÍ við Sandárbúð í ágúst ’77. \ tilefni af 60 ára afmæli SVFÍ var Björgunarsveitin Blanda með opið hús í Björgunarstöð- inni við Efstubraut þann 30. janúar. Þar var fólki gefinn kostur á að kynnast starfsemi sveitarinnar og skoða tæki og búnað. Er blaðamaður Dags leit inn í Björgunarstöðina var þar margt af fólki sem liafði áhuga á að kynnast starfsemi sveitarinnar. Björgunarsveitin Blanda var stofnuð þann 26. apríl 1966 og var fyrsti formað- ur hennar Guðni Vigfússon. Fyrsta landssamæfing sem sveitin tók þátt í var haldin á Kili dagana 13. og 14. ágúst 1966 og mun sveitin hafa unnið að undirbúningi hennar. Sveit- in annaðist byggingu á björg- unarskýlinu Sandárbúð sem var byggt á Blönduósi og flutt að Sandá á Auðkúluheiði 2. okt. 1971. Frágangi við skýlið var lokið í nóv. það sama ár. Vegna framkvæmda við Blönduvirkjun þarf að flytja Sandárbúð þar sem staðurinn sem hún stendur nú á fer undir vatn þegar Blanda hefur verið stílluð við Sandá. Núverandi formaður Björgunarsveitar- innar Blöndu er Gunnar Sig. Sigurðsson. Hann tók við for- mennsku sveitarinnar þann 10. des. 1971 og hefur verið for- maður hennar síðan. Gunnar er einnig varamaður Norð- lendinga í stjórn SVFÍ.BIaða- maður Dags tók Gunnar tali til að frétta af starfsemi sveitar- innar á undanförnum árum. - Nú hefur verið byggt sam- eiginlegt hús yfir starfsemi björg- unarsveitarinnar og Hjálparsveit- fyrsti vísirinn að þjálfun sveitar- innar í vetrarferðum og er mér sérstaklega minnisstæð ein ferð. f>á var sveitin ekki búin að eign- ast sinn eigin sleða en snjóbíllinn var kominn í gagnið. Við höfðum þá upphaflega ætlað til Hvera- valla snemma í desember, það var kominn póstur sem ættingjar höfðu viljað koma til veður- athugunarfólksins og einnig nokkuð frá Veðurstofunni. Það var þá búið að snjóa tals- vert en hafði bleytt í snjónum og síöan frosið aftur svo við töldum að fært mundi vera á jeppum til Hveravalla. Um það leyti sem við lögðum af stað tók að snjóa og færð að þyngjast svo endirinn varð sá að við snérum við rétt þegar við vorum að komast upp á heiðina, þá hafði veður versnað mikið og komið talsvert nýsnævi. Síðan liðu líklega einar þrjár vikur, það var alltaf hríðarjag- andi og eftir veðurfregnum frá Hveravöllum að dæma var aldrei neitt ferðaveður. Ekki fyrr en 22. des., þá var farið að rofa til og spáð batnandi veðri. Menn fóru — segir Gunnar Sig. Sigurðsson ar skáta. Hvenær var húsið byggt? „Húsbyggingin hófst árið 1979 og húsið var gert fokhelt þá um haustið. Þetta er um 400 fm hús, sveitirnar eiga þaö til helminga, þær eru með aðskilda félagslega aðstöðu og tækjageymslu en sam- eiginlega það sem við köllum stjórnstöð. Það er herbergi þar sem fjarskiptatækin eru og þaðan er aögerðum stjórnað í sambandi við leitir og björgun. Ég vil taka það fram að samstarf björgunar- sveitarinnar og Hjálparsveitar skáta hefur verið mjög gott.“ - Hver er helsti búnaður sveit- arinnar? „Eitt af fyrstu verkum sveitítr- innar var að hlutast til um að snjóbíll yrði keyptur hingað í héraðið og lagði hún til fjármagn til þeirra kaupa ásamt ýmsum stofnunum innan sýslunnar. Bíll- inn er í vörslu sveitarinnar og er varaformaður sveitarinnar, Agúst Friðgeirsson, umsjónar- maður með bílnum. Svo eigum við torfærubíl af gerðinni Volvo Óskar Þór crindrcki SVFÍ, Birna Friðgeirsdóttir, Ólafsfirði, Gunnar Friðr- iksson fyrrverandi landsforseti SVFÍ og Gunnar Sig. Sigurðsson form. Björgunarsv. Blöndu. Lapplander, við eigum tvo vél- sleða og tvo slöngubáta, auk ann- ars smærri búnaðar sem er nauð- synlegur hverri sveit og raunar þyrfti hann að vera miklu meiri." - Hvað eru margir félagar í sveitinni? „Félagar í sveitinni eru skráðir 25 en þar fyrir utan eigum við varamannalið. Það eru gamlir félagar í sveitinni og fleiri sem ekki vilja taka þátt í daglegu amstri en eru tilbúnir að styðja við bakið á okkur þegar á þarf að halda.“ - Hvernig gengur að fá unga menn til starfa? „Það gengur misjafnlega og það má kannski segja að við höf- um ekki verið nægilega duglegir að elta uppi nýja menn, en á hverju ári hafa komið nýir menn til starfa. Nú á síðustu árum hafa komið inn ungir strákar sem hafa mikinn áhuga og eru duglegir." Jólapósturinn til Hveravalla - Sáu ekki björgunarsveitar-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.