Dagur - 17.02.1988, Side 8

Dagur - 17.02.1988, Side 8
8 - DAGUR - 17. febrúar 1988 f»að var mikið um dýrðir í Domus Medica er Hún- vetningafélagið í Reykja- vík hélt upp á 50 ára afmæli félagsins. Salurinn var meira en þéttsetinn og þurftu margir frá að hverfa. Góð stemmning var á hátíðinni og mættust þar bæði brottfluttir Hún- vetningar og gestir úr heimahéraði. Aðalsteinn Helgason for- maður Húnvetningafé- lagsins setti skemmtunina og bauð gestina vel- komna. Pá tók Jón Karl Einarsson veislustjóri við stjórninni og stýrði hátíð- inni röggsamlega það sem eftir var kvöldsins. Um 50 manns mættu alla leið norðan úr Húnavatns- sýslu til að samgleðjast með félaginu. Par bar mest á Karlakór Bólstað- arhlíðarhrepps sem söng á skemmtuninni undir stjórn Gests Guðmunds- sonar við góðar undir- tektir samkomugesta. Eftir að borðhaldinu lauk fluttu þeir Jón ísberg sýslumaður og Friðrik Karlsson fyrrverandi for- maður félagsins ávörp. Fjórir fyrrverandi formenn, þeir Jónas Ey- steinsson, Jónas B. Jónsson, Finnbogi Júlíusson og Hjörtur Júlíusson, voru gerðir að heiðursfélögum ogþar að auki var Pétur B. Olason frá Miðhúsum líka gerður að heiðursfélaga. Jóhann- es Kristjánsson eftir- herma mætti á staðinn og var gerður góður rómur að gamanmálum hans. Eftir að formlegum skemmtiatriðum var lokið stigu Húnvetningar dans við undirleik hinnar síungu hljómsveitar, Upplyftingar. Blaðamað- ur Dags var á staðnum og smellti af myndum í gríð og erg. Það er því best að leyfa myndunum að tala sínu máli og sýna hve vel Húnvetningar skemmtu sér þetta kvöld. AP Hmvetnim Jónas B. Jónsson, Jónas Eysteinsson, Finnbogi Júlíusson, Pétur B. Ólason og Haukur Eggertsson fyrir Hjört Jónsson. Gerðir að heiðursfélögum á 50 ára afmælinu. - Litið inn á 50 ára afmælishátíð Húnvetningafélagsins í Reykjavík Húnvetningafélagið í Reykja- vík er 50 ára um þessar mundir. Féiagið var stofnað 17. febrúar árið 1938. Helstu hvatamenn að stofnuninni voru þeir Arinbjörn Árnason frá Neðri-Fitjum og Gísli Bjarnason frá Steinnesi. Á fundinn mættu á þriðja hundr- að manns og er það ótrúlega mikill fjöldi miðað við íbúa- fjölda bæjarins á þcim tíina. Arinbjörn Árnason og Haukur Eggertsson skrifuðu grein í 25 ára afmælisrit Húnvetninga- félagsins þar sem aðdragandinn að stofnun átthagafélaganna í Reykjavík er rakinn. „Breyttir atvinnuhættir leiddu til nokkurr- ar röskunar á búsetu lands- manna, því með vaxandi útgerð fluttist fölk utan af landsbyggð- inni til kaupstaðanna, þar sem lífsskilyrðin voru álitin betri. Við hin ntiklu áföll, er landbúnaður- inn varð svo fyrir vegna kreppu og sauðfjársjúkdónta, misstu margir trú á, að hann gæti veitt viðunandi lífskjör, og leituðu því gæfunnar á nýjum slóðum, kaup- stöðunum. Vissulega ntunu það hafa verið rnörgum þung spor að þurfa að yfirgefa sín föðurtún og huga að nýjunt leiðum til lífsaf- kontu, eftir að hafa horft á bú- smalann hrynja niður. Er því ekki að undra, þótt brennt hafi sig í vitundina, það sent var að baki, hvort heldur svipmót þess var varpinn heima, dalurinn, áin eða fjalliö.“ Arinbjörn og Haukur halda áfrant: „Upp úr slíkum jarðvegi fóru að myndast á árunum eftir 1930 samtök aðflutts fólks í Reykjavík. Fyrst voru það stærri heildir óbeins félagsskapar úr hinum fjarlægari landshlutum. Gengust þá ötulir menn fyrir hin- unt svokölluðu landsfjórðungs- mótum, er voru skemmtanir, sem haldnar voru yfirleitt einu sinni á ári í samkomuhúsum bæjar- ins . . . Á þessurn árum og frani yfir 1940 fjölgaði ntikð hinu aðflutta fólki. Fór þá að vakna áhugi ntargra fyrir formlegum félagsskap „innflytjendanna", enda var mörgum tamt, er fund- um bar saman, að spyrja frétta að heintan. Við flest, sem að heiman vorum flutt, höfðum vakandi áhuga fyrir okkar heimabyggð og kjörum þess fólks, sent eftir var. Átthagafélögin voru því kær- komin flestu fólki, enda ntegin grunnur þeirra sem að framan er lýst: annars vegar dulin þörf á sambandi við átthagana, sem á þennan hátt birtist „symbólst" í gervi félaganna, og hins vegar sem nokkurs konar yfirbót gagn- vart þeirri sektarkennd, er marg- ur mun hafa fundið til, er hann yfirgaf heimahéraðið, þar sem óþrjótandi verkefni biðu. Þau sköpuðu líka tækifæri til endur- nýjaðra kynna gamalla samsýsl- unga og myndunar nýrra milli annarra, er aðeins höfðu þekkst af orðspori." Fyrsta átthagafélagið sem eignast eigið húsnæði Húnvetningafélagið í Reykjavík var fyrsta átthagafélagið í Reykjavík sem eignaðist eigið húsnæði. í fyrstu keyptu það aðstöðu að Miðstræti 3, en Sigurður Ingi Björnsson formaður Bólstaðarhlíðarkórsins í góðum félags- skap. Bólstaðarhlíðarkórinn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.