Dagur - 25.02.1988, Side 7
3&vfetoEú«Uí-198a - OAQUR - 7
Stúlkurnar sex hafa æft stíft undir stjórn Þorgerðar Kristinsdóttur, stundað líkamsrækt og Ijósaböð.
Myndir: TLV
Kamilla Rún Jóhannsdóttir er
18 ára Akureyringur og stundar
nám í 2. bekk Menntaskólans á
Akureyri. Áhugamál Kamillu
eru líkamsrækt, tónlist og félags-
líf yfirhöfuð. Hún stefnir annað
hvort á sálfræði- eða félagsfræði-
nám.
Rósa Berglind Arnardóttur er
20 ára Akureyringur. Áhugamál
Rósu eru skíði, líkamsrækt og
ferðalög. Framtíðaráform henn-
ar lúta að fóstrustarfinu því hún
stefnir á fóstrunám.
Harpa Hlín Jónsdóttir er 20
ára Ólafsfirðingur. Harpa er
lærður sjúkraliði og vinnur á
Lyfjadeild FSA. Áhugamál henn-
ar eru fyrst og fremst íþróttir, auk
þess sem henni þykir mjög gam-
an að ferðast. Framtíðaráform:
Stefnir á nám í lyfjafræði, að
verða hamingjusöm og eignast
stóra fjölskyldu.
Sigríður Haraldsdóttir er 18
ára Dalvíkingur og hún er við
nám í 2. bekk Menntaskólans á
Akureyri. Áhugamál Sigríðar
eru útivera og líkamsrækt, auk
þess sem hún hefur mikinn áhuga
á hestum og reyndar öllum
dýrum. Hún stefnir á nám í fjöl-
miðlafræði erlendis og koma
heim að því loknu og eignast
minnst 10 börn.
Þóra Jósefsdóttir er 18 ára
Akureyringur og er í 2. bekk
Menntaskólans á Akureyri.
Helsta áhugamál Þóru er leiklist,
en hún hefur starfað með Leik-
klúbbnum Sögu í tæp 5 ár. Hún
stefnir að því að ljúka stúdents-
prófi og fara síðan í mannfélags-
fræðinám.
Fjóla Díanna Gunnarsdóttir er
19 ára Ólafsfirðingur og vinnur á
barnaheimili. Áhugamál Fjólu
eru íþróttir og almenn líkams-
rækt. Þá saumar hún mikið og
hefur unnið við tískusýningar.
Hún stefnir að fóstrunámi í fram-
tíðinni.
Gekk ekki nógu vel að
fá keppendur
Þorgerður Kristinsdóttir sér um
þjálfun stúlknanna. Hún tók þátt
í keppninni um Ungfrú Norður-
land í fyrra og er því öllum hnút-
um kunnug. Þorgerður var spurð
að því hvort hún lumaði á ein-
hverri töfraformúlu handa stúlk-
unum sex:
„Nei, en ég reyni að segja þeim
frá eigin reynslu. Ég lærði mikið
á þessu og hafði líka mjög gaman
af því að taka þátt í keppninni.
Ég hefði aldrei farið út í að þjálfa
stelpurnar ef ég hefði ekki þessa
reynslu sjálf.“
- Verður keppnin með svip-
uðu sniði og í fyrra?
„Já, mjög svipuðu sniði. Þetta
verður virðulegt kvöld og allt lagt
í það að gera það sem glæsileg-
ast.“
- Hvenær hófust æfingar?
„Við byrjuðum aðeins að æfa
fyrir jól en síðan var byrjað á
fullu eftir áramótin við sleitulaus-
ar æfingar. Stelpurnar æfa
líkamsrækt í íþróttahöllinni og
við æfum í Sjallanum svo til öll
kvöld.“
- Hefurðu reynt að halda
þeim frá fitandi og óhollum mat?
„Eftir fremsta megni, en auð-
vitað verða þær að ráða því sjálf-
ar hvað þær borða.“
- En segðu mér, hvernig gekk
að velja og fá stúlkur til að taka
þátt í keppninni?
„Það gekk ekki nógu vel til að
byrja með. Við Inga fengum
mörg „nei“ áður en okkur tókst
að fá nægilega marga keppendur.
Sérstaklega gekk illa að fá kepp-
endur frá stöðum utan Akureyr-
ar, svo sem á Húsavík, Siglufirði
og Sauðárkróki. Þaö er mikil
synd, því keppnin heitir Ungfrú
Norðurland og skemmtilegast
hefði verið að fá stelpur alls staðar
af Norðurlandi."
- Kanntu einhverja skýringu á
því af hverju svo margar stúlkur
vildu ekki taka þátt í keppninni?
„Nei, þetta vafðist eitthvað
fyrir þeim. Þó hefur viðhorf fólks
til fegurðarsamkeppna orðið
jákvæðara með árunum en mætti
samt batna enn frekar. Þetta er
sjálfsagt einhver feimni í stelpun-
um.“
Stóra stundin
í kvöld rennur stóra stundin upp
hjá stúlkunum. Þær spjara sig
etlaust vel, enda voru þær örugg-
ar í fasi á æfingunni á mánudags-
kvöldið. í dag munu þær ganga
fyrir dómnefndina og svara
nokkrum spurningum en borð-
haldið í Sjallanum hefst kl. 19 í
kvöld og keppnin fylgir í kjölfar-
ið. Boðið verður upp á ýmis
skemmtiatriði og sýningar. Bald-
ur Brjánsson skemmtikraftur
mætir á staðinn, þá verður
tískusýning frá Perfect, Baldvin
Jónsson umboðsmaður flytur
ávarp og Ferðaskrifstofa Reykja-
víkur verður með ferðakynningu.
Kynnir kvöldsins verður Jóhann
Steinsson en dómnefndina skipa:
Ólafur Laufdal, formaður, Frið-
þjófur Helgason, Ijósmyndari,
Erla Haraldsdóttir, danskennari,
María Einarsdóttir, verslunar-
stjóri og Þráinn Lárusson veit-
ingamaður.
Stúlkan sem kosin verður
Ungfrú Norðurland mun síðar
taka þátt í keppninni um titilinn
Ungfrú fsland. I kvöld verður
einnig kosin vinsælasta stúlkan
og ijósmyndafyrirsæta Norður-
lands.
Að sögn Ingu Hafsteinsdóttur
hafa fyrirtæki sýnt keppninni
mikinn áhuga og munu stúlkurn-
ar fá margar fallegar gjafir og
viðurkenningar. Sigurvegarinn
fær utanlandsferð með Ferða-
skrifstofu Reykjavíkur, vöru-
úttekt í versluninni Perfect,
ljósatíma og snyrtivörur frá
Stjörnusól, skartgripi frá Komp-
unni, gullkeðju frá Skart, bað-
línu frá Van Cleef Arpels frá
Vörusölunni, gallery mynd frá
AB-búðinni, Roch Watch granít-
úr frá Jóni Bjarnasyni, matar-
úttekt í Smiðjunni og tíu þúsund
króna úttekt í Skótískunni.
Allar stúlkurnar fá Act skó frá
Skódeild Sambandsins, model-
peysur frá Álafoss hf., konfekt
frá Lindu, Sans Soucis ilmvatn
frá snyrtivörudeild KEA, snyrti-
vörur frá versluninni Hún og
hann, hárblásara frá Akurvík,
íþróttagalla frá Sporthúsinu,
matarúttekt frá Crown Chicken
og Macintosh og Panda konfekt
frá Heildverslun Tómasar Stein-
grímssonar.
Sjallinn, Fegurðarsamkeppni
íslands og Ferðaskrifstofa
Reykjavíkur halda keppnina um
fegurðardrottningu Norðurlands
en aðrir aðstandendur eru: Hár-
snyrtistofan Passion, Snyrtistofan
Eva, Vörubær og Hljóðbylgjan.
Stúlkurnar bera skartgripi frá
Tískuverslun Steinunnar og eru í
sundbolum frá Amaró. SS
Fagurt er fljóðið
sem foss afstÆ
er feflur gfarandi,
meríandi og mjiáur.
Minnist ég þín
mcerin bjarta.
Vorið d vcengjum
viMst fiingað
er veflaðir fú.
Sóím úr sorta
sencú gásía
er skópu fegurðina.
Illa gekk að fá keppendur frá Sauðárkróki, Siglufirði og Húsavík, hvernig
sem á því stendur. Mynd: tlv