Dagur - 25.02.1988, Page 11
25: februar 1988 - DAGUR - 11
Krossgátubók
ársins ’88
Krossgátubók ársins ’88 er komin
út. Útgefandi er Ó.P. útgáfan.
Höfundar eru þeir Haukur Svav-
ars og Sigtryggur Þórhallsson.
Þetta er fimmta bókin sem séð
hefur dagsins ljós, en bók þessi
kemur út um hver áramót. Þess
má geta að útgefandinn, Ó.P.
útgáfan, gefur einnig út hið víð-
keypta rit Heimiliskrossgátur.
Samstarf VISA
og Krabba-
meinsfélagsins
um reglubundin
styrktarframlög
VISA ísland og Krabbameins-
félagið hafa samið um að kort-
höfum verði gefinn kostur á
styðja starf félagins með reglu-
legum framlögum sem verða
millifærð af reikningi korthafa.
Framlög VISA-korthafa munu
verða notuð til að styðja tvö
verkefni, annars vegar aukna
þjónustu við krabbameinssjúkl-
inga, hins vegar nýjar rann-
sóknir á krabbamcini.
Ætlunin er að efla mjög starf
Krabbameinsfélagsins að málefn-
um krabbameinssjúklinga. Und-
anfarin ár hafa nokkrir stuðn-
ingshópar sjúklinga starfað í
skjóli félagsins og ný samtök
krabbameinssjúklinga voru
stofnuð í fyrrahaust. Á síðasta
ári hófst heimahlynning fyrir
sjúklinga og veittar eru upplýs-
ingar og ráðgjöf alla virka daga í
síma 21122. Nú er í undirbúningi
endurhæfing fyrir krabbameins-
sjúklinga og er þá átt við and-
lega, líkamlega og félagslega
endurhæfingu. Geta Krabba-
meinsfélagsins til að takast á við
þetta nýja verkefni veltur að
miklu leyti á fjárstuðningi VISA-
korthafa og annarra velunnara
félagsins.
Nýlega hefur Krabbameinsfé-
lagið komið á fót Rannsókna-
stofu í sameinda- og frumulíf-
fræði og mun hluti af væntanlegu
stuðningsfé VISA-korthafa
renna til þeirrar starfsemi. Hér á
landi er að mörgu leyti einstakt
tækifæri til krabbameinsrann-
sókna. Tilgangur rannsóknastof-
unnar er að nýta tiltækan efnivið
og aðstöðu til að afla meiri þekk-
ingar á eðli og hegðun krabba-
meins. Verður unnið að rann-
sóknum og tilraunum á sýnum frá
sjúku og heilbrigðu fólki, t.d.
blóð- og vefjasýnum. Leitað
verður svara við spurningum eins
og þeirri hvort finna megi erfða-
vísa eða afbrigði í frumustarf-
semi sem .gætu gefið til kynna
hvort sumu fólki sé hættara en
öðru við að fá krabbamein.
Rannsóknir á brjóstakrabba-
meini verða helsta viðfangsefnið
í byrjun.
Korthafar VISA sem vilja
styðja þetta málefni geta fyllt út
svarseðil. sem mun berast með
reikningsyfirliti um þessi mán-
aðamót. Einnig er hægt að til-
kynna um framlög til Krabba-
meinsfélagsins í síma 621100.
Allt smáprent • Allt smáprent
Allt smáprent • Allt smáprent
Allt smáprent • Allt smáprent
Allt smáprent • Allt smáprent
Allt smáprent • Allt smáprent
Allt smáprent • Allt smáprent
Dagsprent
Strandgötu 31 • 0 24222
r 1 >
Kynnmgar- og
fræðsluftindur
verður haldinn á Hótel KEA sunnudaginn 28.
feb. kl. 15.00.
Anna Sveinbjörnsdóttir og Unnur Alfreðsdóttir
iðjuþjálfar frá Gigtlækningastöðinni kynna hjálpar-
tæki og halda erindi um liðvernd.
Allir velkomnir.
Gigtarfélagið á Norðurlandi eystra.
Náttúrulækningafélagið.
AKUREYRARBÆR
Framkvæmdanefnd íbúðabygginga
fyrir aldraða auglýsir:
Umsóknarfrestur
um íbúðir í síðara fjölbýlishúsinu og um rað-
húsin við Víðilund er til 1. mars nk.
Upplýsingar eru veittar í síma 22860 kl. 9-10
virka daga.
Framkvæmdanefndin.
Kjarvalsstofa í París
Kjarvalsstofa í París er íbúð og vinnustofa, sem ætl-
uð er til dvalar fyrir íslenska listamenn. Reykjavíkur-
borg, Menntamálaráðuneytið og Seðlabanki Islands
lögðu fram fé til þess að koma upp slíkri starfsað-
stöðu í Parísarborg með samningi við stofnun, sem
nefndist Cité Internationale des Arts og var samn-
ingurinn gerður á árinu 1986. Kjarvalsstofa er í mið-
borg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni.
Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvalsstofu
og gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til
stjórnarCité Internationaledes Arts, ertekurendan-
legaákvörðun um málið. Dvalartími erskemmstur2
mánuðir en lengst er heimilt að veita listamanni af-
not Kjarvalsstofu í 1 ár.
Þeir, sem dvelja í Kjarvalsstofu greiða dvalargjöld, er
ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts og
miðast við kostnað af rekstri hennar og þess búnað-
ar, sem þeir þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en al-
menn leiga i Parísarborg. Dvalargestir skuldbinda
sig til þess að hlíta reglum Cité Internationale des
Arts varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu og
jafnframt skuldbindaþeir sig til þess að dvöl lokinni
að senda stjórn Kjarvalsstofu st'utta greinargerð um
störf sín.
Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjar-
valsstofu, en stjórnin mun á fundi sínum í apríl fjalla
um afnot listamanna af stofunni tímabilið 1. júlí
1988—30. júní 1989. Skal stíla umsóknir til stjórnar-
nefndar Kjarvalsstofu. Tekið er á móti umsóknum til
stjórnarnefndarinnar I skjalasafni borgarskrifstof-
anna að Austurstræti 16, en þar liggja einnig frammi
umsóknareyðublöð og afrit af þeim reglum, sem
gilda um afnot af Kjarvalsstofu.
Fyrri umsóknir þarf að endurnýja, eigi þær að koma
til greina við þessa úthlutun.
Umsóknum skal skila ( síðasta lagi 25. mars n.k.
Reykjavfk, 21. febrúar 1988,
Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu.
Innilega þökkum við ölium sem auðsýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför
JÓNS GUÐMUNDSSONAR,
frá Molastöðum.
Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Kvennaleikfimi
Nýtt mánaðarnámskeið hefst
mánudaginn 29. febrúar.
Styrkjandi æfingar, teygjur og þrek.
Ekkert hopp.
Kennari: Ellen Hákansson.
Upplýsingar og innritun frá kl. 15-22 virka daga í
síma 24979.
Tryggvabraut 22
Akureyri
RADQOF Oc'R^ÐNIFCAÍ
Ábyrgðarstarf
Framleiðslufyrirtæki óskar að ráða viðskiptafræðing
eða starfsmann með hliðstæða menntun til að annast
fjármál, áætlanagerð og markaðsmál.
Þarf að geta hafið störf fljótlega.
Starfsreynsla æskileg.
Nánari upplýsingar á skrifstofunni að Brekkugötu 1.
Sími 27577. Opið kl. 13 til 17.
Stefanía Arnórsdóttir. Valgerður Magnúsdóttir.
Atvlrma
á skiimaiðnaði
Getum bætt við á dagvakt
duglegu og hressu starfsfólki.
UpplýísmgEir- hjá starfsmannastjóra
í síma 21900 (222).
IÐNADARDEILD
SAMBANDSINS
GLERÁRGÖTU 28 AKUREYRI SÍMI (96)21900
Gistiheimilið Ás
vantar duglega konu
til afleysingastarfa í einn til tvo mánuði.
Þarf að vera heimavinnandi og geta mætt hvaða dag
sem er.
Upplýsingar í síma 26110 milli kl. 17 og 20.
Aðstoð á
tannlækningastofu
Óska eftir aðstoðarstúlku á tannlækningastofu.
Helst með sjúkraliðamenntun. Vinnutími frá kl. 1-6.
Þarf að geta hafið störf fljótlega.
Umsóknir sendist á afgreiðslu Dags fyrir 3. mars
merkt „Jaxl“.