Dagur - 25.02.1988, Page 13
25..fpbrúar 1988 - PAG^R - 18
Skildi við komma
og giftist mági sínum
Guilliano Straforini yfirgaf eigin-
konu sína, svo hann gæti gifst
bróður hennar! Undarlegur ást-
arþríhyrningur það. Brúður hans
er fyrrverandi málmiðnaðarmað-
ur sem hét Mario Tampieri áður
en hann gekkst undir kynskipti-
aðgerð. Eftir aðgerðina breytti
hann nafni sínu í María.
„Fyrst var ég mágur Guilliano’s,
en varð síðan mágkona hans. Að
lokum er ég orðin eiginkona
hans,“ sagði hin 38 ára gamla
brúður hrærð eftir giftingar-
athöfnina á Ítalíu, 28. nóvember
sl. þar sem tárin flóðu á báða
bóga. „Ég er hamingjusamasta
kona - og ég trúi varla mínum
eigin eyrum þegar ég kalla mig
konu - í heiminum!"
Hinn 38 ára gamli brúðgumi
Guilliano, sem alls á 11 börn með
tveim fyrrverandi eiginkonum
sínum sagði fréttamanni: „Ég hef
snúið við blaðinu varðandi eigið
líf og vona að nú sé það til fram-
búðar. Ég er mjög hamingjusam-
ur með Maríu því hún er blíðasta
og næmasta kona sem nokkurn
tíma hefur elskað mig.“
María viðurkennir að kyn-
skipliaðgerðin hafi skapað nokk-
uð einkennilega aðstöðu varð-
andi fjölskyldutengsl. Sem dæmi,
var hún áður frændi barna Guilli-
ano’s, en nú er hún stjúpmóðir
þeirra.
Áður fyrr, á meðan hún hét
Mario, fannst honum alltaf hann
vera kona fönguð í karlmannsiík-
ama, því hann elskaði að klæða
sig í kvenföt og laðaðist ekki að
kvenfólki.
Mario fór í herinn og vann við
málmsmíði sem ungur maður.
Árið 1978 bauð systir hans,
Enilde honum að flytja til sín og
eiginmanns síns, Guilliano, sem
hann þáði.
„Ég tók þátt í kostnaði vegna
heimilisrekstursins með því að
vinna sem hjúkrunarfræðingur
við bæjarsjúkrahúsið. Hjá þeim
leið ég ekki aðeins fyrir það að
langa til að vera kona, heldur
fann ég að ég var orðinn ástfang-
inn af Guilliano. Með því að
umgangast hann svona mikið,
komst ég að því hve yndislegur,
blíður og skilningsríkur maður
hann er. Ég hélt þó aftur af til-
finningum mínum því ég gat ekki
ímyndað mér að gott hlytist af
því að láta þær í ljós. Dag einn
sagði ég honum þó, að mér fynd-
ist ég vera kona, fönguð í karl-
mannslíkama. Guilliano skildi
mig samstundis og sagði: „Ósköp
hlýtur þér að líða illa og mikið
hefur þú þurft að þola.“ Trúnað-
ur okkar um þetta hélt áfram, en
ég hélt áfram að leyna hann til-
finningum mínum.“
Síðla árs 1980 hófst hið tvö-
falda líf Mario’s þegar hann fór
að fara út að kvöldlagi, klæddur í
kvenmannsföt. „Kvöld eitt gerð-
ist það síðan, að drukkinn öku-
maður ók á mig á götu og farið
var með mig á sjúkrahúsið þar
sem ég vann sem hjúkrunar-
fræðingur. Leyndarmálið um
mitt tvöfalda líf komst upp og ég
var rekinn.
Á meðan ég lá á sjúkrahúsinu
að ná mér eftir meiðsl mín, heim-
sótti Guilliano mig oft. Tilfinn-
ingar mínar til hans urðu sífellt
sterkari, en eitthvað var það sem
aftraði mér frá því að segja hon-
um að ég elskaði liann. Loks eitt
sinn þegar Guilliano var í heim-
sókn hjá mér, tók hann í höndina
á mér og sagði: „Mér er alveg
sama hvort þú ert kona eða karl,
ég elska þig.“
Bergnuminn hóf Mario þegar
að gera ráðstafanir til að gangast
undir kynskiptiaðgerð.
Um svipað leyti stóð hjóna-
band Guilliano’s og Enilde á
brauðfótum, því þau rifust sí og
æ.
Enilde sagðist hafa komist að
sambandi eiginmanns síns og
bróður þegar Guilliano kom til
hennar með tárin í augunum og
sagði: „Ég vil losna úr þessu
hjónabandi því ég er ástfanginn
af bróður þínum!" Enilde sagði:
„Ég hélt ég myndi detta niður
dauð og hefði haldið að liann
væri að spauga ef ég hefði ekki
séð tárin renna niður kinnarnar á
honum. Ég gat ekki sagt orð í
tleiri klukkutíma. Mig langaði að
gráta, öskra, fá útrás, drepa
bróður minn eða systur, eða hvað
í fj . . . hann er, en ég var lömuð
af sársauka.
Að sjá föður barnanna þinna
yfirgefa þig vegna þess að hann
er yfir sig ástfanginn af bróður
þínum er meira en ímyndunar-
ríkustu skáldsagnahöfundar geta
látið sér detta í hug. Ég vil aldrei
sjá þá aftur, aldrei!
Árið 1985 gekkst Mario undir
kynskiptiaðgerð og varð María,
„í stað þess að vera óhamingju-
samur maður, gerðist ég ham-
ingjusöm kona sem er dáð af
mönnum,“ sagði hún.
„Á brúðkaupsdaginn minn,
krafðist ég þess að við gengjum
til kirkju svo allir gætu séð mig
tneð Guilliano. Fólkið hafði stráð
blómum á leiðina og kallaði til
okkar: „Lengi lifi brúðurin.“
Brúðkaupsdagur okkar var töfr-
um líkur; ógleymanlegur. Þegar
ég sagði já, hélt ég að hjartað í
mér myndi springa.“
rJ
dogskrá fjölmiðla
SJONVARPIÐ
FIMMTUDAGUR
25. febrúar
17.20 Ritmálsfréttir.
17.30 Vetrarólympíuleikarnir í
Calgary.
20 km ganga kvenna og fleira.
19.20 Fréttaágrip og táknmáls-
fróttir.
19.25 Stundin okkar.
Endursýndur þáttur frá 21.
febrúar.
20.00 Fróttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Spurningum svarað.
Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup
svarar spumingum leikmanna. I
þessum þætti spyr Vigdís
Grímsdóttir rithöfundur hvaða
erindi list og listsköpun eigi við
nútímamanninn.
20.50 Kastljós.
21.25 Reykjavíkurskákmótið.
Bein útsending frá Hótel Loft-
leiðum.
Umsjón: Ingvar Ásmundsson og
Hallur Hallsson.
21.40 Matlock.
22.30 Vetrarólympíuleikarnir í
Calgary.
20 km ganga kvenna. Stórsvig
karla. Meðal keppenda er Daníel
Hilmarsson.
23.00 Dagskrárlok.
SJONVARP
AKUREYRI
FIMMTUDAGUR
25. febrúar
16.35 Nýlendur.
(Outland.)
Spennumynd sem gerist á
næstu öld á annarri reikistjörnu.
18.15 Litli folinn og félagar.
Teiknimynd með íslensku tali.
18.45 Handknattleikur.
Sýnt frá helstu mótum í hand-
knattleik.
19.19 19.19.
20.30 Á heimaslóðum.
Þemadagar í VMA.
Viðtal við þjálfara Þórs og KA í
handbolta.
Sérkennileg íþrótt, bandy.
Umsjón: Helga Jóna Sveinsdóttir.
21.20 Bítlar og blómabörn.
Fjórði þáttur af 7 sem Stöð 2 hef-
ur látið gera um tónlist og tíðar-
anda bítlaáranna.
21.50 Eyðimerkurhernaður.
(Desert Fox.)
Hér er á ferðinni fyrsta flokks
stríðsmynd sem fjallar um
aðdraganda þeirrar frægu orr-
ustu er háð var í Norður-Afríku
milli Þjóðverja og bandamanna í
seinni heimsstyrjöldinni;
23.20 Firring.
(Runaway.)
í myndinni leikur Tom Sellec lög-
reglumann sem hefur þá
atvinnu að elta uppi vélmenni
sem hafa verið forrituð til þess
að vinna illvirki.
Bönnuð börnum.
01.05 Dagskrárlok.
©
RÁS 1
FIMMTUDAGUR
25. febrúar
6.45 Veðurfregnir • Bæn.
7.00 Fróttir.
7.03 í morgunsárið
9.00 Fróttir.
9.03 Morgunstund barnanna:
„Húsið á sléttunni" eftir Lauru
Ingalls Wilder.
9.30 Dagmál.
10.00 Fréttir • Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tíð.
11.00 Fróttir • Tilkynningar.
11.05 Samhljómur.
12.00 Fréttayfirlit • Tónlist • Til-
kynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir • Tilkynning-
ar • Tónlist.
13.05 í dagsins önn - Börn og
umhverfi.
13.35 Miðdegissagan: „Á ferð um
Kýpur" eftir Olive Murray
Chapman.
14.00 Fréttir • Tilkynningar.
14.05 Fyrir mig og kannski þig.
Umsjón: Margrét Blöndal. (Frá
Akureyri.)
15.00 Fréttir.
15.03 Þingfréttir.
15.20 Landpósturinn - Frá
Norðurlandi.
Umsjón: Sigurður Tómas Björg-
vinsson.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið - Frakkland.
Franskar sögur og tónlist frá
Frakklandi.
17.00 Fróttir.
17.03 Tónlist á síðdegi - Grieg og
Rakhmaninoff.
18.00 Fróttir.
18.03 Torgið - Úr atvinnulifinu.
Tónlist • Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfróttir.
19.30 Tilkynningar.
Daglegt mál.
Að utan.
20.00 Tónlistarkvöld Ríkisút-
varpsins.
22.00 Fróttir • Dagskrá morgun-
dagsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Lestur Passíusálma.
Séra Heimir Steinsson les 21.
sálm.
22.30 Takmarkalaus forvitni.
Þáttur um bandaríska rithöfund-
inn Mörthu Gellhorn.
23.10 Draumatíminn.
Kristján Frímann fjallar um
merkingu drauma, leikur tónlist
af plötum og les ljóð.
24.00 Fróttir.
00.10 Samhljómur.
01.00 Veðurfregnir.
FM 104
FIMMTUDAGUR
25. febrúar
07.00-09.00 Morgunþáttur
Þorgeirs Ástvaldssonar.
09.00-12.00 Jón Axel Ólafsson
sér um seinni hluta morgunþátt-
ar.
12.00-13.00 Hádegisútvarp
með Bjarna Degi Jónssyni.
13.00-16.00 Helgi Rúnar Óskars-
son.
Létt lög við vinnuna og námið.
16.00-18.00 Mannlegi þátturinn.
Árni Magnússon.
18.00-19.00 íslenskir tónar.
Sígild islensk dægurlög.
19.00-20.00 Gullaldartónlist
rokksins.
20.00-24.00 Síðkvöld á Stjörn-
unni.
Bein útsending frá krýningu feg-
urðardrottningar Norðurlands.
24.00-07.00 Næturútvarp Stjörn-
unnar.
FM 102,8
FIMMTUDAGUR
25. febrúar
08.00-11.00 Straujárn.
Dagskrá dagsins kynnt, létt
spjall og tónlist. Umsjón: Jón H.
og Rúnar.
11.00-14.00 Smjör-hnetur.
Stefán og Stefán spjalla um billj-
ardkeppni og leika létta tónlist.
14.00-17.00 Grútarbiflía.
Spiluð góð tónlist og fjallað um
ræðukeppni. Umsjón: Árni Þór
og Jónas Þór.
17.00-20.00 Ostapopp.
Helgi og Jón Stefán taka viðtöl
við nemendur um opnu dagana.
Einnig minnast þeir sambands
austurs og vesturs.
20.00-21.00 Raungreinajass.
21.00-24.00 Hlerar.
Góð tónlist í kvöldstemmning-
unni með Magga og Gumma.
áll
FIMMTUDAGUR
25. febrúar
7.03 Morgunútvarpið.
Dægurmálaútvarp með fróttayf-
irliti, fréttum og veðurfregnum.
Fastir liðir en alls ekki allir eins
og venjulega - morgunverkin á
Rás 2, talað við fólk sem hefur
frá ýmsu að segja. Hlustenda-
þjónustan er á sínum stað en
auk þess talar Hafsteinn Haf-
liðason um gróður og blómarækt
á tíunda tímanum.
10.05 Miðmorgunssyrpa.
Einungis leikin lög með íslensk-
um flytjendum, sagðar fréttir af
tónleikum innanlands um helg-
ina og kynntar hljómplötur.
12.00 Á hádegi.
Dægurmálaútvarp á hádegi
hefst með yfirliti hádegisfrétta
kl. 12.00.
Stefán Jón Hafstein flytur
skýrslu um dægurmál og kynnir
hlustendaþjónustuna, þáttinn
„Leitað svars" og vettvang fyrir
hlustendur með „orð í eyra“.
Sími hlustendaþjónustunnar er
693661.
12.20 Hádegisfróttir.
12.45 Á milli mála.
16.03 Dagskrá.
Meinhornið verður opnað fyrir
nöldurskjóður þjóðarinnar
klukkan að ganga sex. Sem
endranær spjallað um heima og
geima.
19.00 Kvöldfróttir.
19.30 Kvöldtónar.
Tónlist af ýmsu tagi.
22.07 Nútíminn.
- Kynning á nýjum plötum, frétt-
ir úr poppheiminum o.fl.
23.00 Af fingrum fram.
00.10 Vökudraumar.
01.00 Vökulögin.
Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi til morguns.
Veðurfregnir kl. 4.30.
RIWSUIVARPK)
ÁAKUREYRI
Svæðisútvarp fyrir Akure'-ri
og nágrenni.
FIMMTUDAGUR
25. febniar
8.07-8.30 Svæðisútvarp Norður-
lands.
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norður-
lands.
Umsjón: Gestur Einar Jónasson.
Hljóðbylgjan
FM 101,8
FIMMTUDAGUR
25. febrúar
08-12 OlgaBjörg
verður hlustendum innan hand-
ar með fréttir af veðri, færð og
flugsamgöngum.
12- 13 Tónlist.
13- 17 Pálmi Guðmundsson
i góðu sambandi við hlustendur.
Óskalög, kveðjur og vinsælda-
listapoppið í réttum nlutföllum
við gömlu lögin. Síminn 27711.
17-19 Ómar Pétursson
og íslensk tónlist. Tími tækifær-
anna á sinum stað klukkan hálf
sex. Síminn er 27711.
19- 20 Ókynnt tónlist.
20- 23 Steindór G. Steindórsson
í stofu Hljóðbylgjunnar ásamt
gestum. Rabbað í gamni og
alvöru um lífið og tilveruna.
23-24 Ljúf tónlist í dagskrárlok.
Fréttir klukkan 10.00, 15.00 og
18.00.
989
BYLGJAN,
FIMMTUDAGUR
25. febrúar
07.00-09.00 Stefán Jökulsson og
morgunbylgjan.
Góð morguntónlist hjá Stefóni,
hann tekur á móti gestum og lít-
ur i morgunblöðin.
09.00-12.00 Páll Þorsteinsson á
léttum nótum.
Hressilegt morgunpopp gamait
og nýtt.
12.00-12.10 Hádegisfréttir.
12.10-15.00 Ásgeir Tómasson á
hádegi.
Létt tónhst, gömlu góðu lögin og
vinsældalistapopp í réttum hlut
fölium. Saga dagsins rakin kl
13.30.
15.00-18.00 Pétur Steinn Guð-
mundsson og síðdegisbylgjan.
Pétur Steinn leggur áherslu á
góða tónhst í lok vinnudagsins.
Litið á helstu vinsældahstana kl
15.30.
18.00-19.00 Hallgrimur Thor
steinsson í Reykjavík síðdegis
Kvöldfréttatími Bylgjunnar.
Hahgrimur litur á fréttir dagsins
með fólkinu sem kemur við
sögu.
19.00-21.00 Bylgjukvöldið hafið
með góðri tónlist.
21.00-24.00 Július Brjánsson.
Fyrir neðan nefið.
24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgj-
unnar.
- Felix Bergsson.