Dagur - 25.02.1988, Page 15

Dagur - 25.02.1988, Page 15
fþrótfir 25. fébiríiálr 1988 - dAGUR - 15 r Handbolti 1. deild: KA lagði Islandsmeistara Víkings að velli í stórskemmtilegum leik - sigraði 26:21 í Höllinni á Akureyri í gærkvöld „Þetta var kærkominn sigur en hann kom mér ekkert sérlega á óvart. Þetta hefur verið í burð- arliðnum hjá okkur í síðustu leikjum,“ sagði Þorleifur Ananíasson liðsstjóri KA eftir að lið hans hafði lagt íslands- meistara Víkings að velli í stór- skemmtilegum leik í Höllinni á Akureyri í gærkvöld. Úrslitin urðu 26:21 KA í vil eftir að staðan hafði verið jöfn í leik- hléi, 10:10. „Við verðum að fara að komast út úr þessuin Hróa hattar stíl, að taka bara stig af þessum bestu. Við verð- um líka að taka stig af þeim sem fátækari eru,“ sagði Þor- leifur ennfremur. Það leit ekkert allt of vel út fyr- ir KA í byrjun leiksins. Víkingar skoruöu tvö fyrstu mörkin og þeir leiddu með þetta einu til tveimur mörkum fram í miðjan hálfleikinn. Erlingur Kristjáns- son jafnaði 6:6 fyrir KA á 18. mín. KA-menn komust síðan yfir ó:8 og á þeim tíma skoraði Axel Björnsson þrjú niörk í röð fyrir KA. Víkingar komust aftur yt'ir 10:9 en KA-menn jöfnuðu fyrir leikhlé. Víkingar skoruðu fyrsta mark- ið í seinni hálflcik cn þá var kom- ið að KA-mönnum að taka völdin. Þeir skoruðu næstu tvö mörk og komust yfir á ný, 12:11. Víkingar jöfnuðu 12:12 en þá bættu KA-menn við þremur mörkum og breyttu stöðunni í 15:12. Víkingar minnkuöu síðan muninn í 15:14 og 16:15 á 43. mín. en þá skildu leiðir. KA- menn skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 20:15. Þá greip um sig alger örvænting í liði Víkings og þeir áttu aldrei viö- reisnar von 'eftir það. KA-mcnn léku af miklu öryggi síöustu mínútur leiksins og unnu mjög verðskuldaðan sigur 26:21. . KA-menn léku þennan leik af miklum krafti og það er nokkuö áberandi hversu miklu betur þeir leika gegn sterkari liöunum i deildinni. Allt liðið lck mjög vel en segja má að Friðjón Jónsson hafi skipt um ham í hálfleik. Hann skoraði ekki mark í þeim fyrri en í seinni hálflcik raðaði hann 7 mörkum. En að öðrum ólöstuðum, lék Axel Björnsson best í iiöi KA. Víkingar léku án Karls Þráins- Handbolti 1. deild: Gífurieg barátta á toppi og botni - Þór mætir Stjörnunni í Digranesi I gær hófst 14. umferð 1. deild- arinnar í handbolta með leik KA og Víkings en umferðinni Skíöii Mikið um að vera - um helgina Um helgina verður keppt í tveimur Visa-bikarmótum SKÍ í alpagreinum. í Bláfjöllum verður keppt í flokki fullorðinna en í Ólafsflrði í flokki unglinga 15-16 ára. I Bláfjöllum verður keppt í svigi í flokki karla og kvenna, bæði á laugardag og sunnudag. í Ólafsfirði verður hins vegar keppt í bæði svigi og stórsvigi. Lambagangan, annar hluti íslandsgöngunnar, fer fram á laugardag á Akureyri. Keppni hefst upp við Súlumýrar kl. 11. Kl. 10 veröur farin hópferð fyrir alla aldursflokka á gönguskíðum frá öskuhaugunum og inn í „Lamba“, undir stjórn fararstjóra og er hún fyrir þá sem ekki keppa í Lambagöngunni. Skráning fer fram í síma 22722 á milli kl. 8 og !6. Á laugardag fer hið árlega Pepsimót frani við Skíöastaði. Siglfirðingar og Dalvíkingar 12 ára og yngri koma til Akureyrar og keppa ásamt heimamönnum í alpagreinum og göngu. Kcppni í alpagrcinum hefst kl. 12 en gang- an kl. 14. lýkur um helgina með 4 leikj- um. Þórsarar sækja Stjörnu- menn heim í Digranes á laug- ardag kl. 14 og á sunnudag fara fram 3 leikir. Valur og UBK leika í Valsheimilinu en Fram og FH og KR og ÍR í Laugar- dalshöll. Gífurleg spenna er nú í mót- inu, bæði á toppi og botni. FH og Valur berjast á toppi deildarinn- ar og varla koma önnur lið til með að blanda sér í þá baráttu. Bæði liðin eru með 23 stig þegar 5 umferðir eru eftir en Víkingar sem eru í þriðja sæti með 18 stig. gætu einnig blandað sér í slaginn um íslandsmeistaratitilinn en þeir eiga eftir að leika gegn bæði Val og FH. Ekki er minni spenna á botnin- um og sem stendur eru fimm lið í bullandi fallhættu. Þórsarar sitja sem fyrr stigalausir á botninum og eru fallnir en fimm önnur lið eru einnig í mikilli fallhættu. KA- menn eru í næst neðsta sæti þegar þetta er skrifað, með 8 stig en lið- iö gæti hafa lagað stöðu sína með sigri á Víkingi í gærkvöld. Fram er með 9 stig, ÍR 10, KR 11 og Stjarnan 12 stig. Öll þessi lið eiga fyrir höndum erfiðan lokasprett en UBK sem er með 16 stig, siglir lygnan sjó þaö sem eftir er mótsins. Þórsarar eiga enn möguleika á því að ná sér í 10 stig en þrátt fyr- ir það er ekkert sem getur bjarg- að liðinu frá falli. Þó getur liðið lagað stöðu sína í deildinni, meö því að fara að vinna leiki og haft einnig áhrif á það um leið hvaða lið fylgir því í 2. deild. sonar sem var í leikbanni og kom það mjög niður á leik liðsins. Sér- staklega virtist Bjarki Sigurðsson sakna hans, því hann skoraði aðeins eitt mark og ógnaði lítið scm ekkert í hægra horninu. Sigurður Gunnarsson og Árni Friðleifsson léku vel í fyrri hálf- leik en brugðust eins og aðrir leikmenn liðsins í þeim síðari. Mörk KA: Friðjón Jónsson 7, Axcl Björnsson 7, Erlingur Krist- jánsson 5/2, Guðmundur Guð- mundsson 4, Pétur Bjarnason 2 og Eggert Tryggvason I. Mörk Víkings: Sigurður Gunn- arsson 6/2, Gumundur Guð- mundsson 5, Árni Friðleifsson 4, Siggeir Magnússon 3, HilmarSig- urgíslason 2, Einar Jóhannesson 1 og Bjarki Sigurðsson 1. Árni Sverrisson og Egill M. Markússon dæmdu leikinn ágæt- lega. Axel Björnsson lék mjög vel meö KA gegn Víkingi í gærkvöld og þaö geröu reyndar aörir lcikinenn liösins. Hér skorar liann eitl af sjö mörkum sínuni í leiknmn. Mynd: Tl.v Blak: HK sækir KA heim KA leikur sinn annan leik í úrslitakeppninni í blaki á föstudagskvöld en þá fær liðið HK í heimsókn. Leikurinn fer fram í íþróttahúsi Glerárskóla og hefst kl. 20. KA tekk Þrótt frá Reykjavík í heimsókn í fyrsta leiknum í úrslitakeppninni um síðustu helgi en tapaði naumlega í hörkuleik 2:3. HK lék einnig sinn tyrsta leik í keppninni um síðustu helgi en tapaði þá 0:3 fyrir deildameistur- um ÍS. Körfubolti: Þór leikur gegn KR Þórsarar leika gegn KR-ingum í úrvalsdeildinni í körfubolta á sunnudaginn. Leikurinn sem fram fer í íþróttahúsi Haga- skóla, hefst kl. 14. I kvöld hefst 15. umferð úrvalsdeildarinnar meö leik UMFG og Vals í Grindavík. Annað kvöld mætast UMFN og Haukar í Njarövík og á laugar- dag leika ÍR og ÍBK í Reykjavík. Umferðinni lýkur síðan með leik Þórs og KR. Þórsarar hafa ekki náð að bæta við stigin tvö sem þeir fengu gegn UBK en gætu þó gert það á sunnudaginn. 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 Gunnar skorar á Bemharð Þar kom að því að Sölvi Ingólfsson var sleginn út úr getrauna- leiknum. Sá er það gerði er Gunnar Jónsson en hann var með 4 leiki rétta en Söivi 3. Gunnar heldur því áfram og hann hefur skorað á Bernharð Haraldsson skólameistara Verkmenntaskól- ans á Akureyri í næstu umferð. Bernharð hefur fylgst lengi með ensku knattspyrnunni og hans uppáhaldslið er Wolves, gamal- frægt lið sem leikur í 4. dcild. Hann fullyrðir að VVolves sé eitt besta lið sem uppi hafí verið og sé nú á hraðri leið á toppinn á ný, enda í efsta sæti 4. deildar um þessar mundir. Þá á liðið geysilega mikinn markaskorara, Steve Bull sem skorað hefur 35 mörk í vetur og segir Bernharð að leikmenn liða eins og Liver- pool, geti lært mikið af leikmönnum Úlfanna. Eins og sönnum áhanganda sæmir, hefur Bernharð heimsótt Úlfana en það gerði hann árið 1980 og sá þá liðið m..a. leggja Crystal Palace að velli 2:0. Hann ætlar sér stóra hluti í getraunaleiknum og við skulum sjá hvernig honum tekst tii gegn Gunnari um helgina. Gunnar: Bernharð: Derby-West Hain 1 Newcastle-Chelsea 1 Portsmouth-Liverpool 2 Q.P.R.-Wimbledon x Sheff.Wed.-Tottenham 2 Watford-Coventry 2 Barnsley-Ipswich x Huddersfleld-Birmingham 1 Leeds-Blackburn 1 Leicester-Man.City 2 Middlesbro-Bradford 1 Swindon-Millwall x Derby-West Ham x Newcastle-Chelsea 1 Portsmouth-Liverpool x Q.P.R.-Wimbledon 1 Sheff.Wed.-Tottenham x Watford-Coventry x Barnsley-Ipswich x Huddersfleld-Birmingham 2 Leeds-Blackburn 2 Leicester-Man.City 2 Middlesbro-Bradford 1 Swindon-Millwall x Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á flmmtudög- um svo enginn verði nú af vinningi. 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.