Dagur - 08.03.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 08.03.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 8, mars 1988 Ferðamálafélag Húsavíkur og nágrennis: ,,Svona félög eru nokkurs konar kjaftaklúbbar“ - viðtal við Einar Hjartarson og Pétur Snæbjömsson „Þegar menn koma heim eftir svona fund fara þeir oft að hugsa málin öðruvísi og eftir árið getum við kannski séð einhverja nýja markaðsmöguleika, sem eiga rætur sínar að rekja til þessa fundar.“ Einar Hjartarson og Pétur Snæ- bjömsson. Ferðamálafélag Húsavíkur og nágrennis hélt umræðufund um ferðamál laugardaginn 20. febrúar. Bjarni Sigtryggsson. aðstoðarhótclstjóri á Hótel Sögu var fyrirlesari á fundinum sem var öllum opinn. Einar Hjartarson verslunarfulltrúi Kaupfélags Þingeyinga er for- maður Ferðamálafélagsins. Aðrir í stjórn eru: Guðlaug Ringsted ritari, Auður Gunn- arsdóttir gjaldkeri, Björn Sig- urðsson og Pétur Snæbjörns- son. Eftir fundinn ræddi Dagur við Einar og Pétur. Pétur, sem er hótelstjóri á Hótel Húsavík varð fyrst fyrir svörum: „Pað er eitt af hlutverkum félagsins að halda siíka fundi. Svona félög eru eig- inlega nokkurs konar kjafta- klúbbar. Á meðan þau hafa enga peninga geta þau ekki starfað öðruvísi en sem kjaftaklúbbar, í því formi að miðla, safna saman upplýsingum og skoðunum og láta menn hittast og ræða málin. En einnig verður prófað að halda námskeið. Hluti af tilgangi félaganna er að halda umræðufundi um túr- ismann almennt og það vorum við að gera á laugardaginn. Okk- ur finnst eðlilegt að þessir fundir séu öllum opnir sem áhuga hafa og maður veit aldrei hvenær eða frá hverjum stóra hugmyndin kemur.“ - Kom hún fram á fundinum? „Það getur vel verið að ein- hverjir neistar hafi kviknað. Á umræðufundi fáum við fyrirles- ara til að vera leiðandi og koma með punkta til umhugsunar og til að skapa umræður í kringum. í þessu tilfelli var Bjarni Sigtryggs- son fyrirlesari. Allt síðasta ár höfum við rætt um það í félaginu að halda meira af svona fundum, halda þá örar og fá fyrirlesara úr hinum og þessum greinum, það er ekkert að því að fá fleiri aðila til og aldrei að vita hvað getur nýst okkur.“ Og Einar bætir við: „Eitt af því sem við höfum að undanfömu verið að starfa að er samvinna ferðamálafélaganna hér í ná- grenninu, í Kelduhverfi og Mývatnssveit. Pétur var kosinn í viðræðunefnd við Mývetninga. Þetta er eitt markaðssvæði og við teljum það eðlilegt, ef við förum í útgáfu bæklinga þegar fram líða stundir, að einn bæklingur sé fyr- ir þetta svæði. Þegar ferðamenn koma inn á þetta svæði vilja þeir hafa einn bækling sem þeir geta farið eftir og séð hvað boðið er upp á hverjum stað en ekki’ þurfa að vera með þrjá bæklinga upp á vasann og koma því öllu saman. Par fyrir utan er ódýrara að fara út í sameiginlega útgáfu og því fylgir ótvíræð hagræðing.“ - Pétur, er ekki samkeppni milli aðila í ferðamannaþjónustu á þessu svæði? „Gegnum árin hefur verið fár- ánleg samkeppni milli aðila sem í raun em ekki í neinni samkeppni. Menn bægslast þetta ævinlega hreint og halda að náunginn sé eitthvað að ræna af sér, sem hann er alls ekkert að gera á þeim vett- vangi sem við eigum við, þessum erlendu ferðamönnum sem eru á landinu. Auðvitað keppa menn alltaf svolítið svona „lókalt“ en hvað markaðsöflunina varðar er þetta ekki málið. Auðvitað má segja að sem slíkt sé ísland einn markaður. Þegar ferðamaðurinn er búinn að ákveða að fara til íslands þá þurfum við að ná sambandi við hann og þá hefur hvert og eitt fyrirtæki ekkert ein- asta bolmagn til þess en heil hér- uð sameinuð gætu eflaust gert það. Pað er til þarna vettvangur sem eru ferðamálafélögin og þau sam- einast síðan í þessum ferðamála- samtökum landshlutanna. Það má ekki skilja okkur þannig að við séum að kljúfa okkur út úr Ferðamálasamtökum Norður- lands, við erum einungis að örva markaðssamband hér á þessu svæði og hvers konar fræðslustarf. Landfræðilega er það mögulegt ,að halda eins eða tveggja daga námskeið hér og gefa fólki úr nágrannabyggðunum kost á því að koma, það kostar það ekkert nema keyra sig á staðinn. Við verðum með sölunámskeið 19. mars. Þó að ferðaþjónusta sé sér- stök er hún ekki svo sérstök að námskeiðið þurfi að vera lokað öðrum og það verður fyrir fólk í þjónustugreinum, t.d. deildar- stjóra í þjónustufyrirtækjum þannig að þeir geti hugsað um hvernig eigi að iaga sig að mark- aðinum." - Var fundurinn á laugardag- inn fjölsóttur? „Þarna mætti bæjarstjórnin að megninu til og það var mjög flott. Hún sýndi þarna og sannaði enn einu sinni áhuga sinn á þessum málaflokki. Ég hugsa að færa megi nokkuð gild rök fyrir því að það hafi fá sveitarfélög eytt jafn miklu í túrisma og Húsavík- urbær. Við vorum ekki eins ánægðir með aðsókn starfandi aðila í greininni en taka má tillit til að ekki var mikill fyrirvari á þessum fundi.“ - Fannst ykkur fundurinn skila árangri? „Arangur af svona fundi getur komið í ljós seinna. Þá á ég við að þarna var haldinn fyrirlestur um sölumál og markaðsmál, þarna kemur aðili með sögur um að aðilar hafi gert þetta eða hitt og fengið ferðamenn til sín út á það. Þegar menn koma heim eftir svona fund fara þeir oft að hugsa málin öðruvísi og eftir árið getum við kannski séð einhverja nýja markaðsmöguleika sem eiga ræt- ur sínar að rekja til þessa fundar, þótt hann skili ef til vill ekki ár- angri sem kemur í ljós á þessu surnri." - Einar, þú varst nýlega kjör- inn formaður félagsins, kemur þú inn með nýjar og ferskar hug- myndir? „Ég er lærlingur á fyrsta ári og hef verið að lesa fundargerðir og annað til að koma mér inn í málin. Ég þekki ekki forsögu ýmissa vandamála hér heima fyrir, horfi þar af leiðandi ekki á hana og vinn bara að því að koma málum í framkvæmd fram hjá öllum hrepparígum og erjum milli manna sem ég hef ekki hug- mynd um hverjar eru. Svo frétti ég kannski eftir nokkur ár hvað ég hef verið að sigla tæpt milli skers og báru.“ „Það er viss „lógik“ í því að fá aðkomumann, eins og Éinar er, til að vera formaður í þessu félagi,“ sagði Pétur. „Það er staðreynd að nú þegar, eftir að Einar tók við formennskunni, hafa komið upp mál sem ekki hafa verið rædd áður. Menn vilja náttúrlega ekki hafa neinn hrepparíg en hann verður samt ósjálfrátt til af sambandsleysi. Um leið og menn fara að tala saman þá slokknar á öllu slíku." „Kaupfélagið hefur ekki mikið sinnt þessum ferðamálum í gegn- um tíðina,“ sagði Einar. „Samt er það með stærri aðilum í ferða- málum sýslunnar. Það rekur úti- bú á Fosshóli, Laugum, Reykja- hlíð og við Laxárvirkjun. Mikið af veltunni í Mývatnssveit er yfir sumarið og hér á Húsavík einnig, í verslun og þjónustu sem við seljum. Við rekum hér kjöt- vinnslu og bakarí og yfir sumarið byggist mikið á því að hótel og aðrir sem eru í ferðaþjónustu versli við okkur. Kaupfélagið starfar hér á sex þúsund manna markaði sem breytist í tíu þúsund manna markað á sumrin. 40% aukning í nokkra mánuði er ekki lítil, þetta er hreinlega eins og útflutningur sem viðskiptavinur- inn borgar flutningskostnað af. Ég tel að mesta vandamálið hjá okkur, í sambandi við ferða- málaiðnað, sé hin ýmsa þjónusta sem okkur vantar. Við getum nefnt sem dæmi að hér vantar áfengisútsölu, þjónustu við fólk sem þarf að kaupa gleraugu, hér er ekki úrsmiður og fleira mætti nefna. Ef þessir hlutir væru til staðar færi fólk miklu síður í burtu. Áður en menn fara að hafna áfengisútsölu í fjórða sinn ættu þeir að athuga það mjög gaumgæfilega hvað við töpum miklu út úr héraðinu. Við getum tekið Selfoss sem dæmi, þegar áfengisútsalan kom þurftu engir Árnesingar lengur að fara með konurnar sínar í Hagkaup.“ IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.