Dagur - 08.03.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 8. mars 1988
Um steinakast úr glerhilsi
- Leifi Jóhannssyni form. Landssambands hestamannafélaga svarað
Leifur Jóhannesson, formaður L.H. sendir mér undirrituðum ekki
hlýlega kveðju í Degi 19. febr. sl., þar sem hann sakar mig um ósann-
indi og rangfærslur. Ef allt væri satt sem L.J. segir þar og annars staðar
mætti ætla að Vel-lygni Bjarni hafi verið algjör sannleikspostuli miðað
við undirritaðan, sem eflaust væri best geymdur bak við lás og slá. Ja,
svei. Þeir eiga ekki að kasta steinum sem í glerhúsi búa. Ég hélt að svo
háttsettur maður léti ekki slíkt frá sér fara, en ef til vill hefur ritari
samtakanna, Kári Arnórsson, hjálpað upp á ritsmíðina sem minnir
óneitanlega um sumt á grein í DV 4. nóv. sl. merkta K.Á. Er L.J. ekki
enn búinn að skilja það að eyfirskir hestamenn standa saman sem einn
maður til að mótmæla þeirri valdníðslu og því ranglæti sem meirihluti
stjórnar L.H. hefur beitt í þessu máli.
Klaufaskapur
og lánleysi
Hver skilur félag sitt eftir í
sárum, undirritaður sem hlaut
einróma kosningu sem formaður
Léttis á aðalfundi 21. febr. sl. eða
L.J. sem með þvergirðingshætti
sínum, klaufaskap og lánleysi
hefur hrakið félög úr samtökum
hestamanna og valdið slíkum
glundroða í allri starfsemi hesta-
manna að með ólíkindum er.
Gerir L.J. sér grein fyrir því að
félagafjöldi þessara félaga sem
sagt hafa skilið við samtökin er
um '/3 af félagsmönnum L.H. á
Norðurlandi. Er L.J. ekki enn
búinn að átta sig á því að Eyfirð-
ingar standa ekki einir í þessari
baráttu sem snýst um ósköp ein-
faldan hlut. Á undirskrifuð sátt-
argjörð sem stjórn L.H. stóð fyr-
ir og skrifaði undir ásamt stjórn-
armönnum allflestra hesta-
mannafélaga á Norðurlandi að
standa eða ekki? í fórum undir-
ritaðs er svohljóðandi samþykkt
gerð á ársþingi L.H. sl. haust:
„ Undirritaðir þingfulltrúar á
ársþingi L.H., haldið á Selfossi
dagana 30. og 31. okt. 1987, lýs-
um yfir stuðningi við þá skoðun
að ekki hafi verið rétt að ógilda
niðurstöðu sáttafundar þess er
stjórn L.H. gekkst fyrir í Varma-
hlíð 1980. Við biðjum Eyfirðinga
að fyrirgefa það sem misgert hef-
ur verið og að þeir styrki L.H.
með áframhaldandi veru sinni í
samtökunum. “
Undir þessa ályktun rituðu 37
fulltrúar víðs vegar af landinu,
þar á meðal fyrrv. form. L.H.,
Albert Jóhannsson, fyrrum og
núverandi stjórnar- og vara-
stjórnarmenn L.H., ásamt for-
mönnum og fulltrúum félaga víðs
vegar af landinu. Hefur L.J. ekki
séð ályktun sem samþykkt var
samhljóða nýverið á aðalfundi
Fáks í Reykjavík, stærsta félagi
landsins, sem m.a. tekur undir
þessa samþykkt og var þó stadd-
ur þar framkvæmdastjóri samtak-
anna og skósveinn þinn, Guð-
mundur Ó, Guðmundsson, sem
treysti sér ekki til að mæla í mót
þessari ályktun. Segir þetta þér
ekki neitt? Nei, eflaust ekki. All-
ir skulu sitja og standa eins og þið
viljið. Meira að segja mátti rit-
nefnd Hestsins okkar, málgagns
samtakanna, „taka pokann sinn“
fyrir að voga sér að átelja vinnu-
brögð stjórnar L.H. á hæverskan
og kurteisan máta. Öll vinnu-
brögð meirihluta stjórnar L.H.
einkennast af ofsa og einstreng-
ingshætti, sem ætti ekki að þekkj-
ast í félagsskap á borð við L.H. í
áðurnefndri grein í Degi sakar þú
mig um rangfærslur varðandi bréf
Hestamannafélagsins Hrings á
Dalvík til stjórnar L.H. Stað-
reyndin er þessi. Bréfi Hrings var
aldrei svarað, hvað þá að nokkuð
væri gert með innihald þess, þar
sem Hringsmenn hvöttu til þess
að reyna að koma á sáttum fyrir
landsþing. Hvað var gert?
Ekkert.
Tillaga kom frá
sáttfúsum mönnum
Um annað efni greinar L.J. er
fátt að segja. Gömul slagorð ein-
kenna hana sem áður hefur verið
svarað og ekki ástæða til að
endurtaka hér. Þó er í lok grein-
arinnar smá klausa sem þú reynd-
ar endurtekur í Degi 23. febr.
Það er um samningsboð frá
stjórn L.H. til okkar varðandi
lausn deilunnar og að nú sé bolt-
inn hjá okkur. Hvaða bolti? Ég
skal segja þér Leifur að ef við
Eyfirðingar hefðum átt að leysa
þetta mál einir þá værum við
búnir að því. Þú talar um að það
verði að vera hægt að tala saman.
Hverjir voru það sem sendu
fundarboð til stjórnar L.H. sl.
haust? Hver voru viðbrögðin?
Enginn kom, og þeir stjórnar-
menn L.H. sem voru taldir hlið-
hollir Eyfirðingum fengu ekki að
vita um fundarboðið. Hverjir
voru það sem komu til ársþings í
haust og lýstu því yfir að þeir
væru þangað komnir til að leita
sátta, lögðum málið hreinskilnis-
lega fram en ákváðum að taka
ekki þátt í umræðum né í
atkvæðagreiðslum til að tefja
ekki þingstörf? Hver voru við-
brögðin? Á nefndarfundi kom
fram tillaga frá sáttfúsum mönn-
um þess efnis að fresta umræðum
og skorað var á stjórn samtak-
anna og deiluaðila að hittast þá
strax um kvöldið og nýta þann
tíma sem gæfist til að reyna sátta-
leiðina. En hvað gerðist? Nær all-
ir þeir sem handgengnir voru
stjórn L.H. með Skagfirðinga í
broddi fylkingar, greiddu
atkvæði gegn þessari hugmynd.
En sem betur fór voru þeir í
minnihluta en ekkert raunhæft
var gert til sátta og enginn stjórn-
armaður L.H. sást fyrr en morg-
uninn eftir. Vorum við þá boðað-
ir til svokallaðs sáttafundar, en
þurftum að vísu að bíða um
stund fram á gangi ásamt stjórn
L.H. á meðan aðstandendur
Vindheimamela börðu kjark í lið
sitt. Þegar loks var opnað fyrir
okkur mættum við þeim kulda að
Ijóst mátti vera að ekkert yrði um
sættir. Að vísu skaut L.J. því inn
í umræðuna, hvort það væri
hugsanlegur flötur á samkomu-
Iagi að L.H. afsalaði sér væntan-
legum ágóðahlut af landsmótinu
til Eyfirðinga, en hafði vart
sleppt orðinu þegar ritari samtak-
anna, K.Á., aftók það með öllu
og lýsir það best sáttarhug ykkar.
skoti og senda það síðan heini
til sín aftur.
En ég ætla ekki að fara að rök-
ræða neitt um þessi mál. Tel bara
viðbrögð Fljótamanna svo sjálf-
sögð að þau þurfi ekki að verja
frekar en gert hefur verið. Aftur
á móti finnst mér allt þetta upp-
þot út af bjarndýrinu, sem Sigur-
björn Þorleifsson bóndi í Lang-
húsum hefur þurft að þola, sýna
manni ýmislegt og vera angi af
miklu stærra máli. En sannast
sagna fékk Sigurbjörn ekki
flóafrið næstu sólarhringa eftir að
bangsi kom í heimsókn fyrir fólki
sem hringdi og hundskammaði
hann fyrir að drepa húninn, fólki
úr flestum stigum þjóðfélagsins
og einnig útlendingum. Útlend
kona var svo æst og óðamála að
það litla sem Sigurbjörn skildi af
því sem hún sagði, var að hún
skyldi senda honum svæfingar-
skot sem hann gæti notað þegar
næsti ísbjörn kæmi í heimsókn.
Angi af stærra máli
Þegar ég tala um að þetta sé angi
af stærra máli, þá meina ég að
mér finnst þessi ísbjarnarumræða
öll sömul endurspegla það skiln-
ingsleysi sem svo mjög virðist
Hallgrímskirkja í Haganesvík,
segir í vinsælum dægurlaga-
texta. En annars hefur nafn
þessa yfirgefna staðar, sem
lengi vel var verslunarstaður
Fljótamanna, ekki verið haft
mikið á orði. Þar til á dögun-
um að það komst allt í einu í
fréttirnar. Ekki bara í fréttir
hér innanlands, heldur í heims-
fréttirnar líka. Eins og frægt er
orðið var skotinn þar bjarn-
dýrshúnn er þangað kom í
heimsókn. Mönnum hefur orð- |
ið tíðrætt um það „morð“
bæði í ræðu og riti. Strax komu
upp raddir um að algjör óþarfi
hafi verið fyrir Fijótamenn að
skjóta dýrið. Réttast hefði ver-
ið fyrir þá að fanga það, með
því að skjóta í það svæfingar-
Sagt er að sumir haldi að maturinn verði hér til.
Þeir sem halda að maturinn
verðí tíl í kjörbúðunum
Jón Ólafur Sigfússon.
„Vonandi birtir fljótt til hjá samtökum hesta
Ólafs Sigfússonar.
Það er ekki hægt að segja annað en hann J
vera orðið algengt, á aðstæðum í
okkar þjóðfélagi og á þeim
grundvelli sem okkar velferðar-
þjóðfélag byggist á. Maður hélt
nú að þetta væri einskorðað við
Stór-Reykjavíkursvæðið, en ef