Dagur - 08.03.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 08.03.1988, Blaðsíða 16
Akureyri, þriðjudagur 8. mars 1988 Bi l| 1 Ul f á W Akureyri: Hagkaup frestar framkvæmdum „Við hefjumst ekki handa á þessu vori, það er alveg útséð með það,“ sagði Jón Ásbergs- son, forstjóri Hagkaupa, þegar hann var inntur eftir því hvort fyrirtækið hæfist handa um stækkun verslunarinnar við Norðurgötu næsta vor. Síðasta haust lýsti Jón Ásbergsson því yfir í samtali við Dag að stefnt væri að því að hefja framkvæmdir vegna verslunar Hagkaupa að Norðurgötu 62 vor- ið 1988, en af því verður þó ekki í bráð. „Þetta er á hægfara hönnunarskeiði,“ sagði Jón. Norðurgötu verður því ekki lok- að í vor. Jón Ásbergsson var spurður að því hvort rétt væri að Hagkaup hefðu sýnt áhuga á að kaupa hús- eign íspan hf. að Norðurgötu 55, en það hús er hinum megin við götuna gegnt verslun Hagkaupa. „Nei, það er ekki rétt, það er ekkert nýtt í því máli. Við höfum áður sýnt áhuga á því að kaupa það hús og það er ekkert að ger- ast í því efni þessa dagana. Þau vita um áhuga okkar og um leið og einhverjar hreyfingar verða viljum við vita af því,“ sagði Jón Ásbergsson. EHB Akureyri: Polugaevski með fjöltefli í kvöld Alþjóðlega skákmótið á Akur- eyri verður sett á morgun kl. 17 í Alþýðuhúsinu en kepp- endur koma til bæjarins í dag, nema Jóhann Hjartarson sem er væntanlegur í tæka tíð á morgun. Sovéski stórmeistar- inn Polugaevsky ætlar að taka forskot á sæluna og tefla fjöl- tefli í Alþýðuhúsinu, 4. hæð, í kvöld. Að sögn Gylfa Þórhallssonar formanns Skákfélags Akureyrar mun Polugaevski tefla við um 40 manns og er öllum velkomið að kljást við kappann meðan rými leyfir. Fjölteflið hefst kl. 20, en þátttakendum er bent á að mæta tímanlega. Gylfi sagði að Polugaevsky hefði teflt fjöltefli á Akureyri fyr- ir um 10 árum við 40 manns og þá tapaði hann aðeins einni skák. Gaman verður að sjá hvernig honum vegnar núna, en skákin hefur verið á stöðugri uppleið á Akureyri: Ekið á kyrr- stæðan Colt Síðastliðið föstudagskvöld var ekið á kyrrstæðan bfl og hann stórskemmdur. Sökudólgurinn stakk af án þess að tilkynna óhappið og hefur ekki fundist. Atburðurinn varð síðastliðið föstudagskvöld, milli klukkan 21.00 og 22.30. Ekið var á vinstri hlið bifreiðarinnar A-7550, sem er blá af gerðinni Mitsubishi Colt, og urðu á henni talsverðar skemmdir. Talið er fullvíst að þetta hafi gerst á meðan bílinn stóð á bílastæðinu við Tungusíðu 6, þar sem Nudd- og gufubað- stofan er til húsa. Þeir sem geta veitt einhverjar upplýsingar um það sem þarna átti sér stað, eru beðnir að láta rannsóknarlögregluna á Akur- eyri vita. ET Akureyri og hugsanlega mun stórmeistarinn mæta meiri mót- spyrnu nú. SS IHIllHlltNlllfltlM llimillllllllllii Jón Helgi Pétursson, 14 ára gamall, aðstoðaði föður sinn séra Pétur Þórar- insson við messu í Möðruvallakirkju síðastliðinn sunnudag. Hér sést piltur- inn í predikunarstólnum. Mynd: ehb Málið verður skoðað nánar - segir Sigurður Hannesson vegna vöruskemmu KEA „Ég get ekkert sagt um það hvaða afgreiðslu þetta mál fær hjá bygginganefnd en þetta verður skoðað,“ sagði Sigurð- ur Hannesson, formaður Bygginganefndar Akureyrar, en erindi KEA um stækkun vöruskemmu við togarabryggju um 18 metra til vesturs verður tekið fyrir á næsta fundi nefnd- arinnar á miðvikudag. Hafnarstjórn synjaði erindi þessu á fundi á dögunum, en hafnarstjórn var í raun sent erindi þetta til umsagnar, en hvorki til synjunar eða staðfest- ingar að öðru leyti. „Hafnarstjórnarmenn óttast að þetta muni þrengja of mikið að, og voru á móti þessu af þeim ástæðum, en ég á eftir að skoða bókunina frá 1982 þegar hafnar- nefnd sem þá var samþykkti þetta. Hins vegar man ég eftir því að þegar Árni Árnason átti skemmuna bað hann um, að mig minnir 25 metra stækkun í vestur, en því var synjað á þeim forsendum að menn óttuðust þrengsli. En þetta mál verður skoðað nánar,“ sagði Sigurður Hannesson. EHB Markaðsátak Hitaveitu Akureyrar hefur gengið tiltölulega vel - segir Franz Árnason hitaveitustjóri „Markaðsátakið hefur gengið mjög þokkalega og við erum tiltölulega ánægð með árang- urinn,“ sagði Franz Árnason hitaveitustjóri á Akureyri þeg- ar hann var spurður um hvort enn væru margir sem eiga eftir að skipta yfir í hitaveitu. „Þetta hefur gengið mjög jafnt, en við hefðum vel getað þegið að fleiri hefðu skipt yfir í hitaveitu." Enn munu vera ótengd um 80% þeirra húsa sem sóst er eftir fyrir utan Gerða- hverfi II. Franz sagði það skiljan- legt að fólk veigraði sér við því að standa í framkvæmdum sem þessum um miðjan vetur, en von- aðist til að viðkomandi aðilar tækju til hendinni í vor. Hið eig- inlega markaðsátak hófst sl. haust. Fyrir þá sem hafa daghitun með rafhituðu vatni og þá sem hafa næturhitun, mun heimtauga- gjald verða fellt niður en mæla- grindargjald greitt samkvæmt gjaldskrá. Ekki verða greidd tengigjöld þar sem um er að ræða rafmagns- SR á Siglufirði: Allt búið í bili - aðallega landað á Austfjarðahöfnum Engin loðna hefur borist til Sfldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði frá því á miðviku- dag. „Allt búið í bili,“ sagði Þórhallur Jónasson verk- smiðjustjóri í samtali við Dag. Loðnan veiðist nú aðal- lega austan við Vestmanna- eyjar og þar sem skipin eiga mörg hver fullt í fangi með að klára kvóta sinn, reyna þau að fara sem styst til að landa. SR hefur tekið á móti 35 þús- und tonnum á þessu ári og um 95 þúsundum síðan í nóvember. Loðnufrysting liggur nú niðri í Vestmannaeyjum og er lítil annars staðar. Loðnan hefur því aðallega farið á Austfjarð- ahafnir, en þó fær Krossanes- verksmiðjan alltaf afla Súlunnar og Þórðar Jónassonar. Bæði skipin eru hins vegar að klára kvóta sinn um þetta leyti. SR á Siglufirði bauð síðast um 2.400 krónur fyrir tonnið og það reynist ekki nóg til að fá skip svo langan veg. „Við verð- um tæpast inni í myndinni fyrr en hún er komin vestar aftur, nær Faxaflóanum. Þá verður aftur orðið styttra vestur fyrir og til okkar en á Austfirðina," sagði Þórhallur. Þórhallur hefur sagt að hann yrði þokkalega ánægður ef verksmiðjunni tækist að vinna 100 þúsund tonn á vertíðinni. Þó að af því yrði þá væri ljóst að um taprekstur yrði að ræða áfram. „Ég er ekki búinn að af- skrifa hundrað þúsund tonnin ennþá,“ sagði Þórhallur. ET þilofnahitun og neysluvatn frá HA, enda hafa þau verið greidd áður. Þeir aðilar munu einnig fá 35% afslátt af orkugjaldi til árs- loka 1992, svo því fyrr sem breyt- ing á sér stað, því meiri verður heildarafslátturinn. Neytendur með rafmagnsþil- ofna og rafhitað neysluvatn, greiða hluta tengigjalda en fá einnig 35% afslátt á orkugjaldi til ársloka 1992. Fyrir ofangreinda neytendur gildir, að núverandi oricutaxti RA Cl, verður ekki í gildi eftir 01. 01. 1991. Notendum með blandaða notkun verður ekki selt rafmagn til kyndingar á sértöxtum RA frá áramótum 1989-1990. Húsnæðisstofnun ríkisins lánar þeim sem vilja breyta úr raf- magnsþilofnum í vatnsofna 150.000 krónur og veitir fulltrúi HA allar upplýsingar um þetta lán. Sömuleiðis er Landsbankinn á Akureyri reiðubúinn að lána til slíkra framkvæmda 50.000 krón- ur til 3ja ára með venjulegum skuldabréf akj örum. Franz Árnason sagði að í mörgum tilfellum væri fólk með gömul rafkerfi í húsum sínum, sem hvort eð er þarf að endur- nýja, svo mjög misjafnt væri hver raunverulegur kostnaður við breytinguna yrði. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.