Dagur


Dagur - 14.03.1988, Qupperneq 1

Dagur - 14.03.1988, Qupperneq 1
mm. Umtiiv 71. árgangur Akureyri, mánudagur 14. mars 1988 51. tölublað Happdrætti Háskólans: Tvær og hálf milljón til Akureyrar Næsthæsti vinningur í marsút- drætti Happdrættis Háskóla Islands kóm á miða númer 9069 hjá Akureyrarumboðinu. Miðinn er trompmiði og því fimmfaldast vinningsupphæðin og verður 2,5 milljónir. Miðinn er í eigu konu á Akur- eyri sem ekki vill láta nafns síns getið. Hún keypti miðann um áramót og þetta er því aðeins í þriðja skiptið sem hún tekur þátt í drætti. „Ég sagði konunni að hún hefði dottið í lukkupottinn og unnið 500 þúsund krónur. Hún varð auðvitað mjög hissa og þeg- ar ég síðan gerði henni ljóst að vinningurinn myndi fimmfaldast þá var hún yfir sig hrifin," sagði afgreiðslukona útibúsins í samtali við Dag. ET Stjóm LH viður- kennir mistök - Eyfirðingar beðnir afsökunar Á laugardaginn var haldinn í Reykjavík fundur formanna hestamannafélaga á landinu. Á fundinum urðu miklar umræður um stöðu LH og þær deilur sem uppi hafa verið allt frá því ákveðið var að halda næsta landsmót á Vindheima- melum árið 1990. Á fundinn mættu fulltrúar frá eyfírsku hestamannafélögunum fjórum sem nú standa utan lands- sambandsins. í lok fundarins á laugardaginn var lesin ályktun stjórnar LH þar sem stjórnin viðurkennir að mistök hafi átt sér stað varðandi framkvæmd á staðarvali fyrir landsmót árið 1990. Einnig afsak- ar stjórn LH í ályktun sinni að ekki hafi verið komið til fundar við Eyfirðinga eins og þeir höfðu óskað. Á bls. 4 og 5 í blaðinu í dag er nánar fjallað um fundinn á laug- ardaginn og þá stöðu sem upp er komin í deilumálinu um næsta landsmót hestamannafélaganna. JÓH Boðið er upp á skákskýríngar í hliðarsal í Alþýðuhúsinu þar sem alþjóðlega skákmótið fer fram. Hér er Arnar Þorsteinsson að velta vöngum yfir skákunum í 5. umferð. Mynd: gb Alþýðusamband Norðurlands: Árangurslaus fundur með vinnuveitendum - Formaður og varaformaður AN fara til Reykjavíkur í dag „Þessi kröfugerð var einungis lögð fram miðað við að samið yrði fyrir norðan og við áskilj- um okkur allan rétt til að draga hana til baka ef þeir halda því til streitu að semja fyrir sunnan. Fulltrúar VSI og VMSS litu á kröfugerðina á laugardaginn og sögðu hana fjarri öllu lagi auk þess sem þeir sögðust hafa hugsað sér að semja í einu lagi fyrir alla. Þeir hefðu því getað sparað sér þessa ferð norður,“ sagði Þóra Hjaltadóttir, formaður Alþýðu- sambands Norðurlands. Alþýðusamband Norðurlands fékk umboð frá verkalýðsfélög- unum á Norðurlandi sl. föstudag til að leita eftir samningum við vinnuveitendur, nema hvað Vaka á Siglufirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Skagastrandar ákváðu að halda áfram samninga- viðræðum heima í héraði. Ríkis- sáttasemjari hélt fund með full- trúum Alþýðusambandsins og vinnuveitenda á laugardaginn og var sá fundur árangurslaus. Alþjóðlega skákmótið á Akureyri: Keppendur tefla til sigurs Spennan magnast með degi hverjum á alþjóðlega skák- mótinu á Akureyri. Þriðja, fjórða og fimmta umferð voru tefldar um helgina og athygli vekur hve stíft menn tefla til vinnings, nema kannski Adorj- an sem gjarnan býður jafntefli til að forðast spennuna sem leggst mjög illa í hann. Akur- eyringarnir eru að dragast dálítið aftur úr, enda stiga- lægstir keppenda. - Jóhann vann 3 skákir í röð Úrslitin í 3. umferð urðu 1 þa Ol; að Helgi Ólafsson vann Olaf Kristjánsson, Jóhann Hjartarson lagði sjálfan Polugaevsky að velli með svörtu mönnunum og Margeir Pétursson vann Jón Garðar Viðarsson. Jafntefli gerðu Dolmatov og Gurevich, Karl Þorsteins og Adorjan og Tisdall og Jón L. Árnason. 4. umferð var líkt og sú 3. tefld í húsi Verkmenntaskólans við Þórunnarstræti. Ekki virtist Dalvíkingar skoða stálsundlaugar Iþrótta- og æskulýðsráð Dal- víkur hefur nýlega kynnt sér upplýsingar um stálsundlaug- ar, en í athugun er að koma upp slíkri sundlaug á Dalvík. „Kosturinn við þessar sund- laugar er einna helst sá, að ekki tekur nema 2-4 vikur að koma þeim upp. Laugarnar koma ósamsettar, svo það sem þarf að gera er að grafa grunn, steypa botn og smella lauginni sjálfri á hann,“ sagði Ingimar Jónsson, íþrótta- og æskulýðs- fulltrúi Dalvíkur í samtali við Dag. Laugar sem þessar hafa ekki - taka 2-4 vikur í uppsetningu verið settar upp á íslandi fyrr, en umboðsaðili þeirra, íslaug hf. í Reykjavík, hefur kynnt þær fleiri sveitarfélögum. Þær eru ítölsk framleiðsla og er 20 ára reynsla af þeim. Dalvíkingar hafa augastað á laug af stærðinni, 25 metrar á lengd og 12,5 metrar á breidd. Fyr- ir er í bænum lítil sundlaug sem orðin er gömul og illa farin. „Það hefur verið draumur Dalvíkinga lengi að koma upp nýrri sund- laug. Laug sem þessi virðist mjög vænlegur kostur, því greiðslukjör geta verið með ýmsu móti. Svo tekur ekki nema nokkrar vikur að setja hana upp þegar lokið hefur verið grunninn.“ við að steypa Laug sem þessi kostar um 6,5 milljónir króna uppsett með til- heyrandi hreinsitækjum sem fylgja með henni. Grunnurinn kostar um 1 milljón, svo reikna má með heildarkostnaði upp á tæpar 8 milljónir. Ingimar sagði að enn hefði ekkert verið ákveðið varðandi kaup á sundlauginni. Um þessar mundir er verið að ræða fjárhags- áætlun Dalvíkurbæjar fyrir þetta ár og kemur ekki í ljós hvort af kaupum verður fyrr en sú áætlun liggur fyrir. VG flutningurinn úr Alþýðuhúsinu há keppendum því þeir léku á als oddi. Ólafur hafði lengst af betur í viðureign sinni við Margeir en lenti í tímahraki og stýrði mönnum sínum í glötun. Hinn Akureyringurinn, Jón Garðar, tapaði einnig með hvítu mönnun- um fyrir Polu. Jóhann vann Karl örugglega og Gurevich vann Jón L. eftir langa mæðu. Dolmatov og Helgi gerðu friðsamt jafntefli en mikið gekk á hjá Adorjan og Tisdall. Adorjan fórnaði m.a. drottningu og Tisdall féll að lok- um á tíma. 5. umferð var tefld í gær og að mati Gylfa Þórhallssonar for- manns SA var hún geysilega skemmtileg. Jón L. og Adorjan sömdu um jafntefli og Margeir varð að sætta sig við jafntefli gegn Tisdall í lengstu skák umferðarinnar. Ólafur tefldi mjög vel gegn Polu en lenti enn einu sinni í tímahraki og varð að gefa skákina. Hið sama má segja um Helga sem varð að lúta í lægra haldi fyrir Gurevich. Karl vann Jón Garðar og Jóhann vann Tisdall. í dag tefla Helgi og Jóhann skák þá er frestað var í 1. umferð en annars er þetta frídagur hjá skákmönnum. Dolmatov ætlar þó að tefla fjöltefli við nemendur í MA kl. 17 á Sal. SS Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSÍ hefur látið í það skína að kröfur Alþýðu- sambandsins feli í sér 50-60% hækkun launa en Þóra Hjalta- dóttir telur slíkar fullyrðingar mjög villandi. Hún sagði að í kröfugerðinni væri lögð áhersla á að ná kaupmætti síðasta árs og þeim starfsaldurshækkunum sem annað ófaglært fólk hefur náð fram með fastlaunasamningum. Ríkissáttasemjari hefur boðað samningaaðila á sinn l'und kl. 14 í dag í Reykjavík. Alþýðusam- band Norðurlands mótmælti þess- ari ákvörðun og í bókun segir m.a. að fari svo að viðræðurnar verði alfarið í Reykjavík þá geri Alþýðusambandið þá kröfu á ríkissáttasemjaraembættið að það annist allan kostnað af ferð- um og uppihaldi sanminganefnd- arinnar. Þá lýsir AN yfir undrun sinni á því Vinnuveitendasam- bandið og Vinnumálasambandið skuli ekki treysta atvinnurekend- um á Norðurlandi til að semja við sitt starfsfólk á heimaslóðum. „Við getum ekki neitað beiðni sáttasemjara en við förum bara tvö suður, formaður og varafor- maður Alþýðusambandsins, og ætlum að sjá hverju fram vindur áður en við förum út í það að kalla samninganefndina suður. En við ætlum að reyna út í ystu æsar að fá þessar viðræður norður,“ sagði Þóra og aðspurð sagði hún að nú færðist vaxandi harka í samningamálin og í næstu viku gæti farið að draga til tíð- inda. SS Akureyrarskákmótiö: Staðan eftir fimm umferðir Jóhann Hjartarson stendur mjög vel að vígi eftir 5 umferð- ir á alþjóðlcga skákmótinu á Akureyri. Hann er með 3Ú2 vinning eftir 4 skákir og teflir í dag við Helga Olafsson skák er frestað var í 1. umferð. Margeir Pétursson er einnig með 3V2 vinning svo og sovéski stór- meistarinn Gurevich. Karl Þorsteins, Dolmatov og Polugaevsky frá Sovétríkjunum og Adorjan frá Ungverjalandi eru með 3 vinninga. Helgi Ólafs- son er með 2!^ vinning og eina skák til góða. Tisdall frá Noregi er með 2 vinninga og sigurvegarinn á Reykjavíkurskákmótinu, Jón L. Árnason, er með IVi vinning. Akureyringarnir reka lestina, Jón G. Viðarsson með V vinning og Ólafur Kristjánsson engan. 6. umferð verður tefld á morgun. Þá leiða saman hesta sína þeir Ólafur og Karl, Dol- matov og Polu, Helgi og Margeir, Jón G. og Tisdall, Jóhann og Jón L. og Gurevich og Adorjan. SS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.