Dagur - 14.03.1988, Síða 4

Dagur - 14.03.1988, Síða 4
4 - DAGUR - 14. mars 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 60 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÚTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósl vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDI'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Varanlegur vegur á hálendinu? Allt frá fyrstu tíð hafa samgöngumál verið hugleikin íslendingum. Fram eftir öldum voru þau erfið og ferðalög milli staða voru oft flokkuð undir þrekraunir. Enn eiga samgöngumál á landi a.m.k. langt í land þar til þau geta talist viðunandi en segja má að ferðalag í bíl um Austurland, svo dæmi sé tekið, sé ekki síður þrekraun en ferðir forfeðra okkar í misjöfnum veðrum. Fram til þessa hafa endurbætur og nýbyggingar vega verið miðaðar við akstursleiðir í sveitum landsins eða á milli þeirra. Við höfum ætíð forðast að nefna hálend- ið í þessu sambandi þrátt fyrir að fólk hafi á öldum áður farið um það á leið sinni milli landshluta. Nú er komin fram þingsályktunartillaga á Alþingi þar sem stjórnvöld eru hvött til að skoða þennan kost, en það er Jóhannes Geir Sigurgeirsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins hér í kjördæminu, sem flytur þessa tillögu ásamt sex öðrum þingmönnum. Ef grannt er skoðað þá er hér á ferð mál sem snertir eink- um Norðlendinga og Austfirðinga og er e.t.v. mun mikilvægara en enn frekari endurbætur á núverandi vegakerfi - þó að ekki sé dregið úr mikilvægi þess að það komist í gott horf. Þingsályktunartillagan er að stofni til ættuð frá Trausta Valssyni skipulagsfræðingi, en hann hefur um langt skeið hvatt ráðamenn þjóðarinnar til að athuga þann kost að leggja veg yfir hálendið og koma þar með fyrrnefndum landshlutum í mun betra sam- band við Suðurland. Slík stytting á vegalengdum milli landshlutanna yrði án efa til þess að styrkja til muna byggð á Norður- og Austurlandi og auka til muna ferðalög erlendra gesta til landsins - og íslendinga um sitt eigið land. í greinargerð með þingsályktunartillögunni segir m.a. að færa megi sterk rök fyrir því að slík vegagerð sé alls ekki fjarlægur möguleiki. Þá á þann hátt að fyrst um sinn yrði um að ræða varanlegan veg með sjö til átta mánaða opnunartíma á ári. Vegur af þessu tagi þýddi að vegalengdin milli Akureyrar og Kirkjubæjar- klausturs styttist um 380 kílómetra og vegalengdin milh Egilsstaða og Reykjavíkur styttist um 250 kíló- metra. Flutningsmenn benda á að nú þegar er búið að leggja veg upp á miðjan Sprengisand og aðeins 80 kílómetra vantar svo sá vegur nái niður í Eyjafjörð. „Tenging við Austurland af Sprengisandsvegi yrði seinni tíma verkefni," segja flutningsmenn. „Tíma- setning þess verks myndi væntanlega ráðast af því hvenær yrði ráðist í Austurlandsvirkjanir." Flutningsmenn segja að slíkir hálendisvegir eins og þeir sem hér um ræðir myndu tengja saman þau landsvæði, sem hafa frá náttúrunnar hendi mesta þróunarmöguleika til þess að mynda mótvægi gegn höfuðborgarsvæðinu. Vafasamt sé að nokkur einstök framkvæmd í samgöngumálum geti haft eins víðtækar- afleiðingar til þess að draga úr áhrifamætti höfuðborg- arsvæðisins á byggðaþróun. Þetta þingmál er eitt af þeim jákvæðari sem séð hafa dagsins ljós á Alþingi í vetur. Ef vegur yfir há- lendið verður að veruleika mun hann í senn styrkja byggðir landsins og tengja þær betur saman. Slíkt er af hinu góða. ÁÞ. Formannafundur hestamannafélaganna: Sættir í sjónmáli? Síðastliðinn laugardag mættu fulltrúar flestra aðildarfélaga Landssambands hestamanna- félaga á fund í Reykjavík. Einnig mættu á fundinn full- trúar frá fjórum hestamanna- félögum í Eyjafirði sem hafa sagt sig úr landssambandinu þ.e. Þráni, Létti, Funa og Hring á Dalvík. Mikil spenna ríkti á fundinum og var rætt um atburði síðustu mánaða og stöðu LH um þessar mundir. Fundinum lauk með því að borin var upp ályktun þar sem stjórn LH viðurkennir að mistök hafi átt sér stað við val á landsmótsstað fyrir næsta landsmót sem fram fer árið 1990. Ályktun stjórnar LH frá því á laugardaginn er svohljóðandi: „Stjórn LH hefur á fundi sín- um 12. mars orðið sammála um eftirfarandi ályktun: Ýmis mistök hafa átt sér stað varðandi framkvæmd á staðarvali fyrir landsmót 1990. Einkum eru það þættir er varða samskipti stjórnar og Eyfirðinga og að ekki skyldi tekið tillit til Varmahlíðar- samþykktarinnar. Stjórnin fór ekki til fundar við Eyfirðinga sem var þeirra ósk og biðst afsökunar á því. Með því hefðu mál getað skýrst betur og aðilar ef til vill getað sæst á niður- stöðurnar þó þeir væru ekki sam- mála. Þrátt fyrir þau leiðu mistök sem hér hafa orðið og stjórnin viðurkennir væntir stjórnin þess að fullar sættir geti tekist milli aðila og þeir unnið af heilindum að landsmóti svo og öðrum mál- um landssambandsins.“ Varmahlíðarsamþykktin Rétt er að skoða hver aðdragandi að þessu máli er. Stjórn LH ákv- að árið 1979 að næsta landsmót skyldi haldið á Vindheimamelum árið 1982 en árið 1974 var lands- mót haldið á Norðurlandi og þá einnig á Vindheimamelum. í framhaldi af þessari ákvörðun stjórnar LH árið 1979 skapaðist óánægja meðal þeirra hesta- manna sem vildu að mótið yrði haldið á Melgerðismelum. Þá kom stjórn LH til fundar við stjórnir hestamannafélaga í Eyja- firði þar sem rætt var um hvað hægt væri að gera, en óskir um slíka fundi barst einnig nú í haust frá hestamannafélögunum í Eyjafirði eftir ákvörðun stjórnar- innar í sumar þess efnis að mótið skyldi haldið á Vinheimamelum. Sama staða var því komin upp í haust og vetur eins og 1979 og 1980. Árið 1980 var haldinn fundur í Varmahlíð þar sem átti að fjalla um landsmótið á Vindheima- melum árið 1982 í víðu sam- hengi. Mættir voru á fundinn full- trúar frá hestamannafélögum á Norðurlandi svo og fulltrúar frá LH. Þar kom fram að Eyfirðing- ar treystu sér ekki til að taka þátt í undirbúningi mótsins nema gert yrði samkomulag um framtíðar- skipan stórmóta næsta áratuginn. Fundurinn samþykkti viljayfirlýs- ingu sem rætt er um í ályktuninni frá því á laugardaginn. í Varma- hlíðarsamþykktinni frá 8. júní segir: „Að gefnu tilefni vegna afstöðu fulltrúa eyfirsku félaganna Funa og Léttis til þátttöku í landsmóti hestamannafélaganna árið 1982 samþykkir fundurinn sem vilja- yfirlýsingu en ekki ákvarðana- töku, þar sem til þess skortir fundinn umboð, að eðlilegt sé að næsta fjórðungsmót á Norður- landi verði haldið á Melgerðis- melum í Eyjafirði og að næsta landsmót hestamanna sem kemur í hlut Norðlendinga eftir árið 1982 verði einnig á Melgerðis- melum, verði sömu aðstæður um mótsstaði í Norðlendingafjórð- ungi og nú eru. Ályktun þessi var örlítið rædd og síðan samþykkt með sam- hljóða atkvæðum." í sumar ákvað stjórn LH hins vegar að næsta landmót skuli haldið á Vindheimamelum í Skagafirði og var sú ákvörðun byggð á skoðanakönnun sem gerð var í fyrra meðal hesta- mannafélaga á Norðurlandi þar sem 6 félög voru meðmælt lands- móti árið 1990 á Melgerðismelum en 9 félög voru hlynnt móti á Vindheimamelum árið 1990. Þessi ákvörðun stjórnar LH hef- ur verið ástæða þeirra deilna sem uppi hafa verið síðustu mánuði og urðu til þess að eyfirsku hesta- mannafélögin fjögur sögðu sig úr Landssambandi hestamanna- félaga. Fjölgun landsmóta? Á fundinum á laugardaginn kom fram stuðningur við ákvörðun stjórnarinnar um landmótsstað enda hefur ekki leikið vafi á valdi stjórnarinnar til ákvörðunar um mótsstað. Rætt var sérstaklega um tillögu frá stjórn LH um að landsmótum verði fjölgað og þau verði haldin á tveggja ára fresti. Auk þess verði ákvörðun tekin um fjögur mót fram í tímann enda eru fjórir staðir á landinu helst inn í myndinni sem framtíðar- staðir fyrir landsmót þ.e. Vind- heiniamelar í Skagafirði, Mel- gerðismelar í Eyjafirði, Gadd- staðaflatir við Hellu og Víðivellir við Reykjavík. Þessi tillaga hlaut ekki hljómgrunn meðal fundar- manna. Umræður fóru fram um um til- lögu sem Jónas Vigfússon for- maður hestamannafélagsins Funa í Eyjafirði lagði fram í milli- þinganefnd þess efnis að lands- mót verði í framtíðinni klofið í tvennt þ.e. gæðingamót og kyn- bótamót. Töldu nokkrir fund- armanna þessa tillögu athygli- verða. Engin umræða varð um nefnd- arskipun þá sem stjórn LH hefur talað um til að fjalla um framtíð fjórðungs- og landsmóta. Nú var komið að vendipunkti í fundinum þegar Bragi Björgúlfs- son frá Bolungarvík bar þá spurningu upp hvað mætti verða til þess að Eyfirðingar gætu séð sér fært að ganga á ný í LH. Þess- ari spurningu svaraði Jón Ólafur Sigfússon formaður hestamanna- félagsins Léttis í Eyjafirði á þá leið að Eyfirðingar vildu fá viður- kenningu á því að ekki hefði ver- ið rétt staðið að málum við ákvörðun um lai dsmótsstað árið 1990. Deilan snerist um siðferði. Þessi yfirlýsing virðist hafa komið nokkuð flatt upp á hluta fund- armanna, enda töldu þeir fundar- menn sem blaðamaður Dags ræddi við á fundinum að margir hefðu búist við að Eyfirðingar settu sem skilyrði fyrir inngöngu í LH á ný að mótið verði fært á Melgerðismela. Þessi yfirlýsing Eyfirðinga og einnig sú meðferð sem stuðnings- yfirlýsing við stjórn LH fékk, en henni var vísað frá, varð til þess að stjórn LH bað um fundarhlé þar sem samin var fyrrgreind Mjög góð mæting var á fundinum og mættu fulltrúar frá nánast öllum aðildarfélögum LH auk fulltrúa frá eyfirsku hestamannafélögunum. Myndir: jóh tiiiiiiiutiiiiiliitikiiiMtmiiiia illlll.lltllMCII IIM Mlt *.* *♦. 1 t.Rt VX*. *.I>.X r.íCVt.*. «L*.**:Oi»»**. ’i ÍJ >«iáitjp

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.