Dagur - 14.03.1988, Side 13

Dagur - 14.03.1988, Side 13
14. mars 1988 - DAGUR - 13 hér & þar Patrick Scanlan: lÆturinniílíkamaham Hinn 21 árs gamli Patrick Scanl- an er með sjaldgæfan sjúkdóm sem segja má að loki hann inni í líkama barns til æviloka. Patrick er ekki nema rétt um 85 senti- metrar á hæð og oftar en einu sinni höfðu læknar sagt fjöl- skyldu hans að hann gæti ekki lif- að með þennan sjúkdóm. Peir eru nú hættir að spá. „Mig dreymir stundum um að vera hávaxinn og sterklegur og geta horft í augu stúlkna og geta talað við þær. Að geta litið niður á börn og látið þau þurfa að líta upp til mín,“ segir Patrick en seg- ist fljótlega vakna upp af þessum draumum sínum. „Ég myndi bara verða lofthræddur og fá svima ef ég væri stærri," segir hann í gríni og fullyrðir að sjúk- dómurinn sé aðallega vandamál Patrick ver miklum tíma fyrir fram- an tölvuna sína. fyrir aðra en hann sjálfan. Sjálfur reyni hann að lifa sem eðlilegustu lífi. Patrick virtist vera fullkomlega eðlilegur fyrstu 2Vi ár ævi sinnar en þá uppgötvaðist sjúkdómur- inn. Um er að ræða svokallað „Morquio syndrome“. Sjúkdóm- urinn er einn sá sjaldgæfasti sem þekkist og venjulega deyja fórn- arlömbin ung. Patrick neitar hins vegar að gefast upp. Nú er hann hins vegar aðeins 21 kíló að þyngd. Patrick býr hjá foreldrum sín- um og systur í London. Fætur hans eru mjög veikbyggðir og þó svo að hann geti staðið óstuddur þá getur hann ekki gengið sjálfur. Til að komast um þarf hann að skríða á hnjánum, aka í rafdrifnum hjólastól, eða láta bera sig eins og ungbarn. Patrick hefur mest gaman af að hitta börn á aldrinum fjögurra til fimm ára sem telja hann jafn- aldra sinn. „Einn trúði því ekki hversu gamall ég væri og ég sagði honum að ég hefði ákveðið að vera lítill til að fá hlutverk sem yfirstrumpur," segir Patrick. Líf litla mannsins er ekki laust við vandamál og hættur. Þegar Patrick var einu sinni sem oftar í kvikmyndahúsi munaði minnstu að maður settist ofan á hann og eitt sinn þegar hann var að vaska upp datt hann ofan í vaskinn. „Maður er bara eins stór og manni finnst maður vera. Mér finnst ég vera tveggja metra hár,“ segir hann. dagskrá fjölmiðla i Patrick verður aö gæta þess að detta ekki ofan í vaskinn þegar hann vaskar upp. SJÓNVARPIÐ MÁNUDAGUR 14. mars 17.50 Ritmálsfréttir. 18.00 Töfraglugginn. Endursýndur þáttur frá 9. mars. 18.50 Fréttaágrip og táknmáls- fréttir. 19.00 íþróttir. 19.20 Allt í hers höndum. (’Allo 'Allo!) 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstödva. íslensku lögin - þriðji þáttur. 20.50 Þeir gera garðinn frægan. í þessum þætti er fjallað um þá Kristján Jóhannsson óperusöng- vara og listmálarann Erró. Sýnd- ir eru kaflar frá undirbúningi og söng Kristjáns í Scalaóperunni í Mílano en síðan er farið yfir til Lille í Frakklandi þar sem eitt stærsta myndverk Errós var afhjúpað hinn fjórða þessa mán- aðar. 21.30 Jólagjöfin. (Regalo di Natale.) ítölsk kvikmynd. Aðalhlutverk: Diego Abatant- uono, Gianni Cavina, Alessandro Haber, Carlo Delle Piane og George Eastman. Fimm menn koma saman á jóla- nótt í húsi nokkru skammt frá Bologna til þess að spila póker. Þeir spila til morguns en um leið kemur í ljós hvernig h’f þeirra og örlög tengjast. 23.10 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok. SJÓNVARP AKUREYRI MÁNUDAGUR 14. mars 16.15 Á hálum is. (Thin Ice.) Aðalhlutverk: Kate Jackson, Lillian Gish og Gerald Prender- gast. 17.50 Hetjur himingoimsins. (He-man.) 18.15 Handknattleikur. 18.45 Vaxtarverkir. * ' (Growing Pains.) '..... 19.19 19.19. 20.30 Sjónvarpsbingó. 20.55 Leiðarinn. Varðveisla tungunnar. Er íslensk tunga að láta undan ofurþunga erlendra áhrifa? 21.25 Barnalán. (The Children Nobody Wanted.) Myndin íjallar um ungan pilt aðeins 19 ára sem ákveður að taka böm i fóstur og fær til þess tilskilin leyfi. 23.00 Dallas. 23.45 Carny. Aðalhlutverk: Jodie Foster, Gary Busey og Robbie Robert- son. 01.30 Dagskrárlok. RÁS 1 MÁNUDAGUR 14. mars 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Má Magnússyni. Finnur N. Karlsson talar um dag- legt mál kl. 8.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna, „Gúró" eftir Ann Cath.-Vestley. 9.30 Morgunleikfimi. 9.45 Búnaðarþáttur. 10.00 Fréttir ■ Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Úr söguskjóðunni - Deilur Jónasar frá Hriflu við lista- menn. 11.00 Fréttir ■ Tilkynningar. 11.05 Samhljómui. 12.00 Fróttayfirlit ■ Tónlist ■ Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Tilkynn- ingar • Tónlist. 13.05 í dagsins önn. - Forvarnar- starf á heilsugæslustöðvum. Umsjón: Sigurður T. Björgvins- son. (Frá Akureyri.) 13.35 Miðdegissagan: „Kamala" saga frá Indlandi eftir Gunnar Dal. 14.00 Fréttir • Tilkynningar. 14.05 Á frivaktinni. 15.00 Fréttir • Tónlist. 15.20 Lesið úr forustugreinum landsmálablaða. Tónlist. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Gengið niður Laugaveginn og könnuð verslunamöfn. Verslun- areigendur teknir á beinið og krafðir skýringa á erlendum nöfnum verslana sinna. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. 18.00 Fréttir. 18.03 Vísindaþáttur. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Um daginn og veginn. Benedikt Þ. Benediktsson í Bol- ungarvík talar. (Frá ísafirði) 20.00 Aldakliður. 20.40 Ekki kvennastarf, takk. 21.10 Gömul danslög. 21.30 Útvarpssagan: „Þrítugasta kynslóðin" eftir Guðmund Kamban. 22.00 Fréttir • Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Séra Heimir Steinsson les 36. sálm. 22.30 Hvað ber að telja til fram- fara? 23.10 Ljóðakvöld með Peter Cornelius. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. MANUDAGUR 14. mars 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með frétta- yfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00 og 9.00. Veðurfregnir kl. 8.15. Vaknað eftir helgina: Fréttarit- arar í útlöndum segja tíðindi upp úr kl. 7.00. Síðan farið hringinn og borið niður á ísafirði, Egils- stöðum og Akureyri og kannað- ar fréttir landsmálablaða, héraðsmál og bæjarslúður víða um land kl. 7.35. Steinunn Sig- urðardóttir flytur mánudags- syrpu að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Umsjón: Leifur Hauksson, Egill Helgason og Sigurður Þór Salv- arsson. 10.05 Miðmorgunssyrpa. Meðal efnis er létt og skemmti- leg getraun fyrir hlustendur á öllum aldri. Umsjón: Kristin Björg Þorsteins- dóttir. 12.00 Á hádegi. Dægurmálaútvarp á hádegi hefst með yfirliti hádegisfrétta kl. 12.00. Stefán Jón Hafstein flytur skýrslu um dægurmál og kynnir hlustendaþjónustuna, þáttinn „Leitað svars“ og vettvang fyrir hlustendur með „orð i eyra". Sími hlustendaþjónustunnar er 693661. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Rósa Guðný Þórsdóttir. 16.03 Dagskrá. Dægurmálin tekin fyrir: Ævar Kjartansson, Guðrún Gunnars- dóttir og Stefán Jón Hafstein njóta aðstoðar fréttaritara heima og erlendis sem og útibúa Útvarpsins norðanlands, aust- an- og vestan-. Illugi Jökulsson gagnrýnir fjölmiðla og Gunn- laugur Johnson ræðir forheimsk- un íþróttanna. Andrea Jónsdótt- ir velur tónlistina. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 í 7-unda himni. Gunnar Svanbergsson flytur glóðvolgar fréttir af vinsældalist- um austan hafs og vestan. 00.10 Vökudraumur. 01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í nætur- útvarpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 verð- ur endurtekinn frá fimmtudegi þátturmn „Fyrir mig og kannski þig“ í umsjá Margrétar Blöndal. Veðurfregnir kl. 4.30. Fréttir eru sagðar kl. 2, 4, 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12,12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. RlKlSUIVARPIÐ, AAKUREVRU Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni. MÁNUDAGUR 14. mars 8.07-8.30 Svæðisútvarp Norður- lands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norður- lands. Umsjón: Gestur Einar Jónasson. Hljóðbylgjan FM 101,8 MÁNUDAGUR 14. mars 07.00 G. Ómar Pótursson. Tónlist og spjall, litið í norð- lensku blöðin. 09.00 Olga B. Örvarsdóttir. Hressileg morguntónlist, afmæliskveðjur og óskalög. 12.00 Stund milli stríða, tónlist úr ýmsum áttum. 13.00 Pálmi Guðmundsson leikur blandaða tónlist við vinn- una, vísbendingagetraunin á sínum stað. 17.00 Snorri Sturluson. Þægileg tónlist í lok vinnudags. 19.00 Með matnum, tónlist frá rokkárunum. 20.00 Marinó V. Marinósson stýrir kvöldskammti Hljóðbylgj- unnar. 24.00 Dagskrárlok. FM 104 MÁNUDAGUR 14. mars 07.00 Þorgeir Ástvaldsson. Lífleg og þægileg tónlist, veður, færð og hagnýtar upplýsingar. Fréttir kl. 8.00. 09.00 Jón Axel Ólafsson. Seinni hluti morgunvaktar með Jóni Axel. Fréttir kl. 10 og 12. 12.00 Hádegisútvarp. Bjarni Dagur Jónsson mætir í hádegisútvarp og veltir upp fréttnæmu efni, innlendu jafnt sem erlendu, i takt við gæðatón- list. 13.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Gamalt og gott, leikið með hæfi- legri blöndu af nýrri tónlist. Fréttir kl. 14 og 16. 16.00 Mannlegi þátturinn. Árni Magnússon. Tónlist, spjall, fréttir og frétta- tengdir viðburðir. Fréttir kl. 18. 18.00 íslenskir tónar. Innlendar dægurlagaperlur að hætti hússins. Vinsæll liður. 19.00 Stjömutíminn á FM 102.2 og 104. Tónlistarperlur sem allir þekkja. 20.00 Síðkvöld á Stjömunni. Gæða tónlist á siðkveldi. 24.00-07.00 Stjörnuvaktin. 989 BYLGJAN; MANUDAGUR 14. mars 07.00 Stefán Jökulsson og morg- unbylgjan. Stefán kemur okkur réttum meg- in framúr með góðri morguntón- list, spjaliar við gesti og lítur í blöðin. 09.00 Páll Þorsteinsson á léttum nétum. Hressilegt morgunpopp gamalt og nýtt, getraunir, kveðjur og sitthvað fleira. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Ásgeir Tómasson á hádegi. Létt tónlist, innlend sem erlend - vinsældalistapopp og gömlu lögin í réttum hlutföllum. Saga dagsins rakin kl. 13.30. 15.00 Pétur Steinn Guðmundsson og siðdegisbylgjan. Pétur Steinn leggur áherslu á góða tónlist i lok vinnudagsins. Litið á vinsældalistana kl. 15.30. 18.00 Hallgrimur Thorsteinsson í Reykjavfk siðdegis. Kvöldfréttatími Bylgjunnar. Hallgrimur lítur yfir fréttir dags- ins með fólkinu sem kemur við sögu. 19.00 Bylgjukvöldið hafið með góðri tónlist. 21.00 Valdis Gunnarsdéttir. Tónlist og spjall. 24.00-07.00 Næturvakt Bylgj- unnar. Bjarni Ólafur Guðmundsson. xnr vxf*t*.*-*x'*!tt* 1 «»»*■» t H♦.••lA.t.P ISJLX.Xr.lik’tVt* ». 15.t.t,*'.T.VVttT.-.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.