Dagur - 14.03.1988, Síða 15
14. mars 1988 - DAGUR - 15
Minning:
4 Friðrik Baldur
Halldórsson
Fæddur 19. des. 1929 - Dáinn 15. feb. 1988
Til afa.
Elsku afi minn, þegar mér var
sagt að þú værir dáinn vildi ég fá
að vera einn dálitla stund. Ég fór
að hugsa um að nú værir þú kom-
inn upp í himininn til Guðs. Mér
fannst það skrítið því kvöldið
áður hafði ég farið í heimsókn á
sjúkrahúsið og þá varstu að horfa
á sjónvarpið og talaðir við okkur.
Mamma hefur sagt mér að þeg-
ar ég var skírður hafir þú tárfellt
af gleði, þér fannst svo gaman að
vera búinn að fá lítinn nafna.
Ég var ekki hár í loftinu þegar
þú gafst mér fyrsta lambið sem ég
eignaðist. Við vorum báðir miklir
sveitamenn í okkur, því mér líð-
ur best þegar ég er farinn að
vasast í verkunum í sveitinni og
eins var með þig, þú áttir alltaf
kindur, þó að þú byggir í kaup-
stað.
Ég var svo heppinn að þú
komst oft til okkar í Laxagötuna,
sérstaklega eftir að þú varðst að
hætta að vinna.
Þá áttum við saman góðar
stundir, ég sá eins og aðrir að þú
varðst veikari og veikari, en samt
varstu kátur og gerðir að gamni
þínu við okkur, svo fórstu á
sjúkrahúsið og ég heimsótti þig,
líka síðasta kvöldið sem þú varst
hér, svo ég gat kvatt þig.
Þótt ég vildi helst hafa þig
lengur hér hjá okkur, þú varst
eini afinn sem ég þekkti, þá vissi
ég að þú varst svo veikur að það
var best fyrir þig að fara til Guðs
þar sem enginn er veikur.
Mamma segir að þú fylgist
samt með mér og hinum
krökkunum, sjáir okkur stækka
og þroskast.
Ég sakna þín afi minn og kveð
þig með versinu sem sungið var í
kirkjunni þegar við kvöddum
þig-
Við sjáumst seinna.
Nú iegg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Með þakklæti fyrir allti, afi minn
Friðrik Baldur Gunnbjörnssoi
FYRIR FRAMTIÐINA
Námsgreinar:
Almenn tölvufræöi.
Stýrikerfiö MS-DOS
Tölvufjarskipti
Ritvinnsla
Gagnagrunnur
Töflureiknir
Tölvubókhald
Tími: 22., 24. og 30. mars kl. 22-23
fyrir þá, sem vilja
auka þekkingu sína og ná góðum árangri með PC-tölvum,
fyrirtækjum, stórum sem smáum. ítarlegar kennslubækur á
íslensku.Fjölbreytt námsefni.
Innritun og nánari upplýsingar eru veittar
í Bókahúðinni Eddu, Hafnarstræti 100,
_______ sími 24334
Borgartúni 28.
Opið alla virka daga
kl. 14.00-18.30.
Hafnarstræti:
4ra herb. e.h. í góðu standi.
Ca. 120 tm. Bllskúr.
Heiðarlundur.
5 herb. raðhús á tveimur
hæðum. 118 fm. Bílskúrsróttur.
2ja herb. íbúðir:
Við Kjalarsíðu (60 fm) og við
Tjarnarlund (46-48 fm).
3ja herb. íbúðir:
Tvær við Tjarnarlund (báðar I mjög
góðu stand>). Sunnuhlfð (mjög
skemmtileg Ibúð).
Einholt:
4ra herb. raðhús i mjög góðu
ástandi. Laus fljótlega.
Höfðahlíð:
Mjög góð 5 herb. íbúð ó n.h. 132
fm. Laus í júní.
Hamarstígur:
5 herb. efri hæð ca. 130 fm. Hugs-
anlegt að taka 4ra herb. íbúð í
skiptum.
FASIÐGNA&M
skipasalaSSI
NORÐURLANDS O
Amaro-húsinu 2. hæð
Sími 25566
Benedikt Ólafsson hdl.
Sölustjóri, Pétur Jósefsson, er á
skrifstofunni virka daga kl. 14-18.30.
• • < HeinMsími hans er34485i™«‘
Ertu með
eitthvað
á prjónunum?
Vegna flutnings Banddeildar tæmum við geymslurnar, svo
verðið verður eiginlega tóm vitleysa.
Komdu og sjáðu og það verður fjöldamargt fleira í hillunum:
Skór - Mokkafatnaður og allt hitt.
A11 a viknna 14.-19. mars
í verslun Iðnaðardeildar frá kl. 10-18 og laugardag kl. 10-16.
Komdu og sjáðu!!!
Iðnaðardeild
ikMuiiiuiEtvuttintmtatt i,utttntvtLvui