Dagur - 12.04.1988, Qupperneq 1
71. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 12. apríl 1988
69. tölublað
Iðnaðarmenn hjá Akureyrarbæ:
Mikil óánægja
með launakjör
- aðalfundur STAK í kvöld
Laust eftir kl. 15.30 á föstudag, var slökkviliðið á Akureyri kallað að Stórholti 1, þar sem rekið er farfuglaheimili.
Eldur hafði komið upp á norðurhlið hússins, en fljótlega tókst að slökkva hann. Grunur leikur á að um íkveikju hafí
verið að ræða. Á myndinni má sjá slökkviliðsmenn að störfum við húsið. Mynd: ehb
Mjólkurstöðin á Þórshöfn:
„Dylgjur og
meiðandi ummæli“
- heilbrigðisnefnd mótmælir ummælum Sigurðar Gunnarssonar
„Heilbrigðisnefnd mótmælir
aðdróttunum yðar þess efnis
að ákvörðun nefndarinnar
þann 29. mars hafi ekki verið í
samræmi við það sem um var
rætt á fundi heilbrigðisnefndar
þann 17. mars og jafnframt
mótmælir heilbrigðisnefnd
dylgjum yðar og meiðandi
ummælum í garð heilbrigðis-
fulltrúa. Þér eruð eindregið
hvattir til að draga þessi
ummæli til baka á sama vett-
vangi og þau birtust.“
HÍK:
Verkfall
ólögmætt
Félagsdómur úrskurðaði í gær
að verkfall félaga innan HÍK
sem hefjast átti á morgun, væri
ólögmætt. Ekkert verður því
af verkfallinu.
Verkfallið var samþykkt með
aðeins tveggja atkvæða mun og
með úrskurði sínum féllst dómur-
inn á þá túlkun samningamanna
ríkisins um að telja ætti með 60
atkvæði sem voru auð og ógild.
Þannig hafi minnihluti þeirra sem
greiddu atkvæði, samþykkt. ET
Pessi ályktun til Sigurðar
Gunnarssonar, heilsugæslulæknis
á Þórshöfn, var samþykkt á síma-
fundi heilbrigðisnefndar sl.
sunnudag. Um er að ræða
ummæli Sigurðar í fjölmiðlum,
t.a.m. í Degi 6. apríl, þess efnis
að heilbrigðisnefnd hefði ekki
staðið við ákvörðun sína frá 17.
apríl að loka mjólkurstöðinni á
Þórshöfn og raunar hefði heil-
brigðisfuiltrúi bakkað vegna
þrýstings frá kaupfélagsstjóra.
Alfreð Schiöth, heilbrigðisfull-
trúi á Norðurlandi eystra, sagði
að nefndin hefði gert athugasemd
við þessi ummæli og rnargt fleira í
máli Sigurðar. Sigurður er er-
lendis um þessar mundir og getur
því ekki svarað fyrir sig, en
Alfreð sagði að heilbrigðisnefnd
hefði eftir fund sinn 17. mars sent
kaupfélaginu tilkynningu um lok-
un, bærist framkvæmdaáætlun
ekki fyrir 30. mars. ítarleg fram-
kvæmdaáætlun barst nefndinni
29. mars og því var ákvörðun um
lokun endurskoðuð eins og gert
hafði verið ráð fyrir.
Mjólkurfræðingur hefur unnið
við endurbætur í mjólkurstöðinni
og sýni sem hafa verið tekin hafa
komið vel út þannig að Alfreð
sagðist telja að sá endurmengun-
arvandi sem við hefði verið að
glíma væri úr sögunni. Rækilega
er fylgst með framleiðslunni og
sýni send í geymsluþolspróf á
hverjum pökkunardegi. SS
„Þetta þýðir að bréfið hefur
enga afgreiðslu fengið,“ sagði
Kári Eðvaldsson, einn fulltrúi
iðnlærðra starfsmanna hjá
Akureyrarbæ í samtali við
Dag, en þeir sendu nýlega bréf
til Kjarasamninganefndar
Akureyrarbæjar þar sem ósk-
að er eftir að laun þeirra verði
samræmd launum á almennum
vinnumarkaði.
í niðurstöðu kjarasamninga-
nefndar segir, að „með vísan til
samkomulags sem gert var á
fundi Launanefndar sveitarfélaga
og viðræðunefndar bæjarstarfs-
manna frá 28. og 29. mars s.l. tel-
ur kjarasamninganefnd að erindi
þetta sé þegar afgreitt."
í kvöld verður haldinn aðal-
fundur STAK þar sem greidd
verða atkvæði um ofangreint
samkomulag. í núverandi kjara-
samningi STAK eru „rauð strik"
sem kveða á um að ef verðbólga
fari yfir ákveðin mörk skuli hann
endurskoðaður. I. mars fengu
starfsmenn 1,8% launahækkun,
en samkvæmt útreikningi bar
þeim að fá meira. Samkomulagið
felur í sér, að starfsmenn fái
þennan verðbótamismun.
Það mun vera mikil óánægja
meðal iðnaöarmanna hjá Akur-
eyrarbæ. I samning STAK í
gegnum árin er kveðið á um að
laun skuli samræmd launum á
hinum almenna vinnumarkaði.
„Lauslegar kannanir sýna að við
höfum legiö um 20-30% lægra
undanfarin ár. í haust sem leið
saxaðist á þennan mismun, en nú
þegar fagfélög um landið eru aö
gera samninga, mun þessi munur
aukast á ný. Við erum því að
minna á þetta með bréfinu. Ég
býst við að það verði mikil
óánægja með afgreiðslu kjara-
nefndar og að við munum ekki
sætta okkur við hana."
Ef félagsfundur STAK fellir
launalið samningsins í kvöld,
veröur deilunni vísað til Iauna-
nefndar sveitarfélagana. Aðspurð-
ur um hvað gerðist ef samkomu-
lagið verður samþykkt sagði
Kári: „Það hefur verið flótti iðn-
aðarmanna frá bænum og þar
sem okkur hefur verið lofað því
að launin verði samræmd hægt og
rólega, verðum við að hugsa okk-
ar mál." VG
Skafti með
fullfermi
- eftir tæpa 3 sólarhringa
Togararnir hafa aflað mjög vel
á niiðunum fyrir Norðurlandi,
Skagagrunni, Reykjafjarðarál
og Sporðagrunni, síðustu vikur
alveg frá því fyrir páska. Til
marks um það kom Skafti til
Sauðárkróks á laugardaginn
með fullfermi 150 tonn, eftir
tæplcga þriggja sólarhringa
veiðiferð. Aflinn var að mestu
þorskur.
„Ég er með nægan t'isk núna,
um 90 tonn í húsinu og það er
örugglcga eins á Króknum.
Drangey var send suður fyrir í
karfa, þegar hún hélt á veiðar
fyrir heigina, til að létta svolítið á
þessu og mun landa þar í gáma
næst," sagði Hólmgeir Einarsson
verkstjóri í frystihúsinu á Hofs-
-þá
Dalvíkurskóli:
Beðið heimildar til
stofnunar f iskvi nnsl ubrautar
- sjávarútvegsskóli ekki stofnaður á Dalvík í haust
Nefnd sú sem starfað hefur að
undirbúningi fyrir fiskvinnslu-
nám á Dalvík hefur fyrir
nokkru skilað áliti til ráðuneyt-
is en nú er þess beðið að veitt
verði heimild til að hefja
kennslu á fiskvinnslubraut í
haust. Nefndin mun á næst-
unni þrýsta á að fá svar til þess
að unnt verði að auglýsa námið
í skólum áður en sumarleyfi
heijast í vor. Ljóst er að af eig-
inlegri stofnum sjávarútvegs-
skóla á Dalvík getur ekki orðið
í haust þar sem fyrir þarf að
liggja samþykkt Alþingis en
hins vegar er ætlunin að fisk-
vinnslubraut verði stofnuð og
falli hún undir Dalvíkurskóla
eins og skipstjórnarbraut gerir
í dag.
Ætlun undirbúningsnefndar-
innar er að kennsla verði næsta
vetur sameiginleg á fyrsta ári hjá
þessum tveimur brautum í bók-
legum fögum ef undan eru skilin
nokkur fög. Verkleg kennsla
verður ekki fyrr en á öðru ári á
fiskvinnslubraut sem gerir það að
verkum að mun ódýrara er að
fara af stað með kennsluna en
ella. Talið er að kostnaður við að
hefja kennslu verði um 3-4 millj-
ónir króna en heildarkostnaöur
við að setja sjávarútvegsskólann
á fót er 10-15 milljónir króna.
Að sögn Trausta Þorsteinsson-
ar skólastjóra Dalvíkurskóla, en
hann á einnig sæti í undirbún-
ingsnefndinni, stendur til boða
húsnæði sem hægt verður að
standsetja í sumar fyrir bóklega
kennslu og síðar fyrir verklega
kennslu. í þessu húsi er áætlað að
sjávarútvegsskólinn verði í fram-
tíðinni og fari þar fram bæði
verkleg og bókleg kennsla á
brautunum tveimur, fiskvinnslu-
og skipstjórnarbraut. JÓH