Dagur - 12.04.1988, Blaðsíða 3
12. apríl 1988 - DAGUR - 3
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri:
Hjúkrunarfræðinemar
í verklegu námi
í gærmorgun hófu 12 nemar í
hjúkrunarfræði við Háskólann
á Akureyri verklegt nám á
Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri. Nemarnir fá
almenna kynningu á störfum
hjúkrunarfræðinga og er um
að ræða fjögurra vikna nám,
tvo daga á viku, eða alls 80
stundir og undir handleiðslu
tveggja kennara.
Nemarnir eru á fyrsta ári í
hjúkrunarfræði og er það nýjung
í menntakerfinu að bjóða þeim
svo snemma upp á verklegt nám
en vanalega er það geit á öðru
ári.
Margrét Tómasdóttir náms-
brautarstjóri sagði að nreð þessu
fyrirkomulagi gætu nemarnir nýtt
sér sumartímann eftir 1. árið rneð
því að starfa á sjúkrahúsi, ef þeir
vildu. Hún gat þess að mótttök-
urnar á Fjórðungssjúkrahúsinu
hefðu verið höfðinglegar og að
góð samvinna væri milli skólans
og FSA, t.a.m. færi kennsla í líf-
færafræði og lífeðlisfræði fram í
húsakynnum FSA. SS
Þessi föngulegi liópur hjúkrunarfræðinema byrjaði í verklegu námi í gær. Ncmarnir eru í sérstökum búningum, ineð
bláu hálsmáli, til aðgreiningar frá öðru starfsfólki. Mynd: gb
raöa Lottómiði
Leikurinn er óbreyttur, en nú eru 10 raðir á sama miðanum til hagræðingar fyrir alla Lottóleikendur.
Eftir sem áður er þér í sjálfsvald sett hve margar raðir þú notar hverju sinni.
Hærri vinningar!
Hærri vinningar!
Meö leiðréttingu í samræmi viö
verölagsþróun munu vinningar
hækka aö meðaltali um 20% og er
þaö fyrsta verðbreyting frá því
Lottóiö hóf göngu sína í nóvember
1986.
leikröð kostar nú 30 krónur!
Nældu þér í nýjan miöa á næsta sölustað!
W532
Upplýsingasími: 685111