Dagur - 12.04.1988, Page 4

Dagur - 12.04.1988, Page 4
4- DAGUR- 12. apríl 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÚLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 60 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HÉIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ferðamanna- bærinn Akureyri Er Akureyri bær ferðamanna? Er gaman að vera ferða- maður á Akureyri? Hagnast bæjarbúar á ferðamönn- um? Því miður hlýtur Dagur að svara þessum spurn- ingum neitandi. Ástæðan er einfaldlega sú að hinn almenni ferðamaður hefur afar lítið við að vera í höfuð- stað Norðurlands. Þegar frá er talinn Lystigarðurinn, nokkur lítil söfn og skíðalandið í Híðarfjalli er fátt hægt að nefna, sem gera má ráð fyrir að ferðamaðurinn geti gert sér til yndis og ánægjuauka. Svo virðist sem bæjarbúar telji að ferðamenn hafi einfaldlega gaman af að aka um götur Akureyrar og sjái þar af leiðandi ekki ástæðu til að fitja upp á nýjungum. Nú er það svo að akstur um götur smábæjar norður á hjara veraldar er fremur leiðigjarn og því er kominn tími til að Akureyr- ingar hristi af sér slenið og skipuleggi þennan at- vinnuveg, sem ferðamál eru. Reyni með öðrum oiðum að hagnast á þeim sem heimsækja bæinn. Við skulum skoða dæmið ögn nánar. Á Akureyri er að finna söfn eins og Minjasafnið, Sigurhæðir, Nonna- hús, Davíðshús og Náttúrugripasafnið. Á ári hverju koma nokkur hunduð manns í umrædd söfn, en venju- legur íslenskur ferðamaður er ekki nema dagstund að fara á milli og skoða það helsta. Útlendingar hafa tiltölulega lítinn áhuga á söfnunum, nema ef vera kann Minjasafn og Náttúrugripsafn, enda höfða íslensk skáld lítt til erlendra ferðamanna. Ekki er um það að ræða að ferðalangar, innlendir eða erlendir, fari í Hlíðarfjall að sumarlagi. Á þeim árstíma er fátt annað þar að finna en for og grjót og ekki er til þess vitað að þar, eða annars staðar í nágrenni bæjarins, séu skipu- lagðar gönguferðir svo dæmi sé tekið. Lystigarðurinn er ljómandi fallegur að sumarlagi en ferðamaðurinn dvelur þar ekki nema dagsstund. Og hvað er þá hægt að gera á Akureyri? Gestirnir fara án efa um göngu- götuna og spássera þar um stund og stinga inn nefi í verslanir. Að vísu er það aðeins hægt á virkum dögum því flestar þeirra eru harðlæstar um helgar. Útlending- ar kaupa e.t.v. eina ullarpeysu en landar vorir heim- sækja símastöðina og hringja heim. Ef við gefum okkur að ferðamaðurinn hafi nú skoðað söfnin, gengið um Lystigarðinn og göngugötuna er allt eins líklegt að hann hypji sig úr bænum og leiti á ný mið. Akureyringar verða að fara að horfa á ferðamál öðr- um augum en gert er í dag. Bæjarfélagið getur haft umtalsverðar tekjur af ferðafólki en eins og málum er háttað er auðvelt að færa fyrir því rök að tekjurnar séu mun minni en eðlilegt getur talist. Auðvitað er hægt að krefjast þess af bæjaryfirvöldum að þau gefi ferða- málum mun meiri gaum en gert hefur verið og leiti uppi nýjungar. Þau verða að styðja við bakið á þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem þora og vilja líta á ferðamennsku sem ákjósanlega tekjulind. En fyrst og síðast verða bæjarbúar sjálfir að opna augun fyrir þeim möguleikum sem eru fyrir hendi á þessu sviði. Það gengur ekki til lengdar að ferðamenn líti aðeins á Akureyri sem ákjósanlegan stað til næturgistingar - þar sé nánast ekkert annað hægt að gera. ÁÞ. glœður flóladómkirkja. Af Hóladómkirkju — seinni hluti í síðasta pistli var komið þar í sögu kirkjubyggingarinnar á Hól- um að Sabinsky, þýskur múrara- meistári var byrjaður smíðina af fullum krafti, en ekki gekk það þrautalaust. Hér á landi virtust nefnilega tíðkast önnur vinnu- brögð og siðir en úti í Dan- mörku. Verður nú haldið áfram þar sem frá var horfiö. Sabinsky hélt nákvæma dag- bók um framgang verksins og sendi kirkjustjórnarráðinu í Dan- mörku reglulega skýrslur. í síð- asta pistli var vitnað til fyrstu skýrslu hans, þar sem m.a. kom fram hve erfiðlega honum gekk að fá íslenska aðstoðarmenn. Næsta skýrsla var rituð í lok árs- ins 1758. Er hún að nokkru leyti svar hans við aðfinnslum kirkju- stjórnarráðsins sem voru í þá veru hve verkið gekk seint og að kostnaður stefndi langt fram úr áætlun. í svari Sabinskys kom m.a. fram að steinnámið hafi reynst mun erfiðara en ráðgert hafði verið, en á þessuni tíma þ.e. eftir tveggja ára starf var hann ekki kominn lengra en það að hann var nýlega farinn að vinna steinana í útveggina. Skýrslu þessa endaði hann svo á þessum orðum eftir að hafa útlistað það hve gott hafi verið að vinna l'orðum úti í Kaupmanna- höfn: „Aftur á móti ef ég er hér á ís- landi og á að fá þá (þ.e. verka- mennina) til að vinna vel, verð ég að keyra þá áfram með mínu eig- in brennivíni og tóbaki, annars gengur ekkert hjá þeim. Hjá herra kaupmanni Pensen (í Hofs- ósi) er þannig statt fyrir mér að ég hef ekki getað staðið í skilum við hann og verð svo að gefa hon- um prósentur (borga vexti) því hann segir að það kosti sig svo mikla snúninga og stapp að fá peninga greidda hjá mér.“ Já, Sabinsky átti svo sannar- Iega ekki sjö dagana sæla, en þessi skýrsla hans varð til þess að kirkjustjórnarráðið sendi honum aðstoðarmann árið 1759 ásamt með meira af byggingarefni. En erfiðleikunum linnti ekki við það. Veður hömluðu fram- kvæmdum, verkamennirnir létu ekki sjá sig sem fyrr, og kalkið eyðilagðist um veturinn í Hosósi vegna lélegra húsakynna, sem það var geymt í. Allt þetta varð þess valdandi að um haustið 1759, þegar kirkjubyggingunni átti að vera lokið sanikvæmt upp- haflegum verksamningi, hafði Sabinsky einungis lokið við að hlaða útveggina upp í gluggahæð. Var skýrsla hans óvenju mikil að vöxtum þetta haust, alls 15 þétt- skrifaðar síður, þar sem hann útskýrði m.a. þessar tafir. Tök- um dæmi: „Hinn 5. mars var hafist handa með vagn, fjóra menn og tvo hesta, en ekki fluttu þeir einn einasta stein til Hóla, þeir sögðu að vagninn væri of þungur, veg- urinn ósléttur, hestarnir ekki nógu sterkir, þeir ætluðu að bíða þangað til færi að snjóa, þá ætl- uðu þeir að prófa sleðann. Svo létu þeir vagninn standa á ber- svæði allan veturinn í snjó og bleytu.“ Kirkjustjórnarráðið fram- lengdi verksamninginn og áfram silaðist byggingin. Árið 1761 var Sabinsky sendur „húsasmíða- sveinn" Willumsen að nafni til að sjá um allt timburverk, þ.á.m. þakið, en um það úr hvaða efni það ætti að vera stóðu nokkrar deilur. Að tillögu Magnúsar amt- manns varð ofan á að hafa það úr timbri en ekki þaksteinum eins og Sabinsky vildi. Þak þetta var ávallt mikill gallagripur. Má efalaust að einhverju leyti kenna um meðhöndlun timbursins, því var t.d. fleytt frá Hofsósi til Kol- beinsáróss og vegna tafa við flutninginn var ekki hægt að tjörubera það fyrir veturinn. Sérstakur kapítuli í byggingu Hóladómkirkju er turn kirkj- unnar og skrúðhús, sem reist var austur úr kirkjunni. Á upp- haflegri teikningu Thurah yfir- húsameistara er ekki að sjá neinn turn á kirkjunni. í bréfi Gísla Magnússonar Hólabiskups frá 1757 var þess farið á leit að fá að reisa turn á kirkjuna og tveimur árum síðar var farið fram á að byggja skrúðhús austur úr kirkj- unni. Þessum beiðnum var fylgt eftir með teikningum frá Sabin- skys. Við hvorutveggju var orðið. Skrúðhús var seinna rifið, en turninn, sem vera átti talsvert fyrirferðarmikill skv. teikning- um, varð aldrei hærri en kirkju- veggirnir, þannig að úr varð eins- konar forkirkja eða stöpull, þar sem klukkurnar hanga á bjálkum. Hugsanleg skýring á þessu er talin sú, að Sabinsky hafi ekki ráðið við að byggja turninn hærri vegna skorts á timbri í vinnupalla. Byggingin hafðist þó af um síð- ir og þann 20. nóvember 1763 var kirkjan vígð, þremur árum seinna en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Var þá kostnaður orð- inn um þrefaldur miðað við frum- áætlun. Sauðárkróki, 5. apríl 1988 Jón Gauti Jónsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.