Dagur - 12.04.1988, Síða 5

Dagur - 12.04.1988, Síða 5
12. apríl 1988 - DAGUR - 5 Greinargerð um samþykkt stjómar Landsviriqunar - varðandi rafhitunarafslátt og gjaldskrárbreytingu Á undanförnum árum hefur niðurgreidd rafhitun íbúðarhús- næðis verið mun ódýrari en ólíukynding eða þangað til á sl. ári, er hinar miklu olíuverðs- lækkanir leíddu til þess að það varð ódýrara að kynda hús með olíú en hita þau upp með niður- greiddu rafmagni. Pessar miklu breytingar á samkeppnisstöðu rafhitunar gagnvart olíukyndingu hafa leitt til þess að stjórn Lands- virkjunar hefur talið rétt að kanna hvaða möguleika fyrirtæk- ið hafi á að stuðla að því að raf- hitun haldist samkeppnisfær. Er niðurstaða stjórnarinnar sú að Landsvirkjun sé kleift að gera ráðstafanir í þessa átt, einkum með hliðsjón af því hve markaðs- aðstæður virðast að öðru leyti ætla að vera fyrirtækinu hagstæð- ar í ár vegna hækkandi álverðs í heiminum, sem leiðir til hækk- andi verðs á rafmagni til ISAL. Auk þess bendir margt til þess að sala á rafmagni til almenningsraf- veitna verði meiri á þessu ári en gert hefur verið ráð fyrir og vext- ir af erlendum lánum með breyti- legum voxtum verði lægri en ætla mátti til skamms tíma. Allt þetta veitir svigrúm til að bæta sam- keppnisstöðu rafhitunar án þess að veikja fjárhagsstöðu Lands- virkjunar. Þær ráðstafanir, sem stjórnin hefur ákveðið að grípa til í fram- angreindu skyni felast í því að veita afslátt frá 1. þ.m. og út þetta ár að fjárhæð allt að kr. 0,25 á kWst. í beinni rafhitun íbúðarhúsnæðis, sem nýtur niðurgreiðslna í dag. Á þessi af- sláttur að tryggja samkeppnis- stöðu þeirrar rafhitunar, sem hann tekur til miðað við olíukyndingu. Verður hér um að ræða afslátt, sem Landsvirkjun veitir hlutaðeigandi dreifiveitum, sem munu sjá til þess að hann falli óskiptur í hlut hins endan- lega notanda. Verður afsláttur- inn gerður upp eftir á samkvæmt sérstökum reglum, sem settar verða þar að lútandi. Áætlað er að afslátturinn feli í sér allt að 14,0% lækkun á niðurgreiddu rafhitunarverði íbúðarhúsnæðis. Sá afsláttur, sem hér um ræðir miðast við aðstæður í dag og verður því endurskoðaður um n.k. áramót með hliðsjón af þró- un olíuverðs, skattlagningar og annarra atriða, sem áhrif kunna að hafa á samanburð rafhitunar og olíukyndingar. Afslátturinn er í samræmi við fyrri ráðstafanir á vegum fyrir- tækisins til að tryggja samkeppn- isstöðu raforku. Á sviði iðnaðarins var þannig á sínum tíma ákveðið að tryggja Áburðarverksmiðju ríkisins lágt rafmagnsverð til að amoníaks- framleiðsla með rafmagni stæðist samkeppni við innflutt amoníak. Þegar innflutt amoníak var vegna olíuverðsiækkana orðið mun ódýrara en innlenda framleiðslan var síðan á sl. ári samið um að lækka rafmagnsverðið til Áburð- arverksmiðjunnar og tengja það verðbreytingum á innfluttu amoníaki, sem háð er heims- markaðsverði á olíu á hverjum tíma. Með þessu móti verður raforkan áfram samkeppnisfær og Áburðarverksmiðjan býr nú við lægra raforkuverð en annar orkufrekur iðnaður. Á árinu 1986 gerði Landsvirkj- un ennfremur samning um af- sláttarverð á rafmagni til Stein- ullarverksmiðjunnar á Sauðár- króki og veitti á sama ári afslátt vegna rafhitunar 1985. Einnig má nefna sem lið í markaðssókn af hálfu Lands- virkjunar að á sl. ári samþykkti stjórn fyrirtækisins að kannaðar yrðu leiðir til nýtingar tímabund- innar umframorku. Verður það gert með sérstökum afslætti til að efla nýjar íslenskar útflutnings- greinar, sem þurfa á meiri raf- orkunotkun að halda en hlið- stæðar framleiðslugreinar er- lendra keppinauta. Með stoð í samþykkt þessari hefur þegar verið gerður samningur við Hita- veitu Suðurnesja um rafmagn til sjódælingar í fiskeldisstöðvum á orkuveitusvæði hitaveitunnar og í undirbúningi er hliðstæður samningur við Rafmagnsveitur ríkisins. Þá hefur Landsvirkjun nýlega gert samning um afslátt af raf- magnsverði vegna Rafveitu Vest- mannaeyja til að tryggja að raforka verði fyrir valinu, sem sá orkugjafi, er leysi hraunhitaveit- una í Vestmannaeyjum af hólmi. Þótt fjárhagsstaða Landsvirkj- unar leyfi fyrrnefndan rafhitunar- afslátt vegna bættra markaðsað- stæðna þegar á heildina er litið verður ekki horft framhjá hinum óhagstæðu áhrifum gengisbreyt- ingarinnar í sl. mánuði á fjárhag Landsvirkjunar: Er gengisbreyt- ingin mjög íþyngjandi fyrir Landsvirkjun, enda miðuðust fjárhagsáætlanir fyrirtækisins fyr- ir árið í ár við fast gengi, auk þess sem megin hluti rekstrargjalda fyrirtækisins er erlendur kostnað- ur í formi vaxta af erlendum lán- um og afborganir lána mest- megnis í erlendri mynt. Fjárhags- áætlun Landsvirkjunar fyrir arið í ár hefur því verið endurskoðuð með tilliti til gengisbreytingarinn- ar. Er niðurstaða þeirrar endur- skoðunar sú að gjaldskrá Lands- virkjunar þarf að hækka um 3,7% til mótvægis við gengis- breytinguna. Stjórn Landsvirkj- unar hefur því samþykkt í sam- ráði við Þjóðhagsstofnun að slík hækkun taki gildi frá og með 1. maí nk. Er þá búið að taka tillit til tekjurýrnunar vegna umrædds afsláttar í þágu rafhitunar. Jafn- framt verður afslátturinn aukinn þannig að gjaldskrárbreytingin leiði ekki til hækkunar á hlutað- eigandi rafhitunarkostnaði. Halldór Jónatansson, forstjóri. lesendahornið Ljóslaus lögreglubíll blikkaður Vegfarandi hafði samband, og sagðist hafa verið á ferð á bíl sín- um um síðustu helgi. Ekki væri það svosem í frásögur færandi nema fyrir það að á gatnamótum Þingvallastrætis og Mýrarvegar mætti hann ljóslausum bíl, nánar tiltekið ljóslausum lögreglubíl. Á sama hátt og gagnvart öðrum ljóslausum bílum, „blikkaði" vegfarandinn ljósum sínum og ljósin voru kveikt. Vegfarandinn vildi leita svars við því hvort lög- reglan væri undanþegin nýjum Það getur hent lögregluþjóna eins og aðra að gleyma að tendra ökuljósin Þankar eftir sjúkrahúsvist Vegna greinar með þessu nafni, sem birtist í Degi þ. 22. mars síð- astliðinn, get ég ekki orða bundist. Ég dvaldi á Gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri í sjö vikur á þessum vetri. Um dvöl mína þar hef ég það að segja, að hjúkrun öll og um- hyggja var svo frábær að ég hygg að lengra verði ekki komist í þeim efnum. Sú samstilling, sem ríkir þar meðal starfsfólksins um að gera bæði andlega og líkam- lega líðan sjúklinga sem besta er slík, að þar finnst ekki brostinn hlekkur. Ég er sannfærður urn, að slíkur andi, hugulsemi og kær- leikur á stóran þátt í að bjarga úr greipum dauðans. Þess vegna vil ég flytja þessu góða fólki svo og því, sem varð til hjálpar áður og síðar á sjúkra- húsinu innilegar þakkir og biðja því blessunar Guðs. Sigurður B. Jónasson. lögum, og hvort eitthvað væri til sem héti „borgaraleg sektun", samanber „borgaraleg handtaka" og henni væri hægt að beita í svona tilfellum. Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryf- irlögregiuþjónn sagði vegfar- anda hafa brugðist rétt við. Rétt væri að „blikka“ lögregluna eins og aðra ökumenn, enda gæti það hent þá eins og aðra að gleyma að fara eftir þessum nýju reglum. Ef hins vegar lögreglan hefði ekki kveikt ljósin við ábending- una þá hefði verið sjálfsagt að til- kynna um þetta niðri á lögreglu- stöð. Ólafur sagði ekkert vera til sem héti borgaraleg sektun. Olympía ritvélar og reiknivélar ■Bókabúðin EddaB ^^■^1afnarstrætMOO^Akureyr^^ím^433j4IIBII^ /------------------------------\ Húsbyggjendur! Húskaupendur! í dag þriðjudaginn 12. apríl mun Katrín Atladóttir, forstöðumaður Byggingasjóðs ríkisins, kynna húsnæðislánakerfið. ★ Lánsréttur. ★ Afgreiðsla umsókna. ★ Útborgun lána. Þessi og fleiri atriði verða rædd á fundinum með Katrínu í Alþýðuhúsinu 4. hæð. Fundurinn hefst klukkan 20.30. ★ Daginn eftir eða 13. apríl verða tveir af starfs- mönnum Húsnæðisstofnunar ríkisins til viðtals á skrifstofu Kaupþings Norðurlands hf. að Ráð- hústorgi 5 II. hæð. Þar gefst þeim, sem hugsa sér að kaupa eða byggja húsnæði, tækifæri til að fá persónulegar upplýsingar og ráðgjöf um rétt sinn til lána Húsnæðisstofnunar ríkisins. ★ Kynntu þér rétt þinn. éél KAUPÞING___________________ NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 ■ Akureyri ■ Sími 96-24700 V__________________________________/ Ráðstefna um nýjar og betri leiðir í málefnum aldraðra á (slandi, með auknum sjálfs- ákvörðunarrétti og nýjum, hagkvæmum ráðstöfunum í byggingar málum eldri borgara, verður haldin að tilhlutan heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins í Borgartúni 6 miðvikudaginn 20. apríl n.k. og hefst með innritun kl. 8.30 þar á staðnum. Sveitarstjórnarmönnum og öðrum er starfa að þróun öldrunarmála er sérstaklega bent á ráðstefnu þessa. Fundarskrá: Kl. 08.30 Innritun. Kl. 09.00 Setning. Hr. Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- ráðherra. Kl. 09.15 Framsöguerindi. Nýjar hugmyndir í bygginga- málum og sjálfsákvörðunarréttur eldri borgara. Ásgeir Jóhannesson, forst. Innkaupastofnunar ríkisins og formaður stjórnar Sunnuhlíðar í Kópavogi. Kl. 10.00 Bankar geta veitt ráðgjöf og brúað bilið á meðan eldri borgarar skipta um bústað. Erindi, Jón Adolf Guðjónsson, bankastjóri. Kl. 10.25 Þannig viljum við búa. Erindi, Egill Bjarnason, íbúi í Sunnuhlíð í Kópavogi. Kl. 10.50 Uppbygging og rekstur verndaðra þjónustu- íbúða og félagsstarf aldraðra. Erindi, Halldór Guðmundsson, forstöðumaður, Hlíf, (safirði. Kl. 11.15 Frá Sjónarhóli sveitarfélaga. Erindi, Páll Gísla- son, yfirlæknir og borgarstjórnarmaður úr Reykjavík. Kl. 11.40 Samstarfsnefndin um málefni aldraðra. For- maður nefndarinnar, Steinunn Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur. Kl. 12.00 Matarhlé. (í matarhléi geta menn skráð sig á mælendaskrá eftir hádegið. 30 ræðumenn fá 5 mín. hver.) Kl. 13.00 Allt að 30 menn taka til máls. Kl. 15.30 Kaffihlé. Kl. 15.45 Pallborðsumræður. Fundarstjóri, Hrafn Pálsson, deildarstjóri. K.l. 17.00 Ráðstefnulok. Fundarstjóri verður Finnur Ingólfsson, aðstoðarmað- ur ráðherra. Tilkynna ber þátttöku með bréfi til ráðuneytisins fyrir 14. apríl 1988. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.